Morgunblaðið - 11.11.1914, Side 2

Morgunblaðið - 11.11.1914, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Entden rehin á íartd. Styrjöldin mikla. Jiönigsberg inmíukí i Hufigifljófi. » Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjorninni. London io. nóv. kl. i.i? e.h »Königsberg« fundið. Flotamálastjórnin kunngerir að eftir það að hún hafi vitað á hvaða slóðum Königsberg var eftir að það réðist á »Pegasus« þ. 19. sept., hafi hún sent hraðskreið beitiskip á sigl- ingaleiðir hjá Austur-Afríku og þar í grend og hafi öll skipin í félagi leit- að eftir hvar Königsberg væri niður komið. Þann 30. október varð brezka herskipið Chatham vart við Königs- berg, þar sem það faldist á grynn- ingum 6 mílur uppi í Rufigifljóti, beint á móti Mafia-eyju. Vegna þess að Chatham risti dýpra, gat það ekki komist að Königsberg, sem stendur að líkindum á grunni nema með flóðinu. Nokkur hluti af skips- höfninni á Königsberg er komið á land og hefir búist um í skotgryfj- nm á bökkum fljótsins. Chatham hefir skotið á skotgrafirnar og Kön- igsberg, en vegna þess að þéttur pálmaskógur er fyrir, er ekki hægt að segja um það, hve mikið tjón hefir hlotist af því. Til þess að geta náð skipinu eða eyðilagt það, hefir það verið innibyrgt með því móti, að kolaskipum hefir verið sökt i þeirri einu kvísl, sem skipgeng er, og þareð það er nú þannig í varð- haldi og því varnað þess að gera nokkurn frekari skaða, þá eru hrað- skreiðu leitarskipin laus við þenna eltingaleik og geta snúið sér að öðru'm störfum. Viðureignin við »Emden«. Annar leitarleiðangur var hafinn af hraðskreiðum beitiskipum til þess að ná i Emden. Hefir nú leitin staðið nokkurn tíma á afar- stóru svæði og hafa frönsk, rússnesk og japönsk skip veitt brezku beiti- skipunum hjálp sína. Ástraliu her- skipin »Melbourne« og »Sidney« hafa einnig tekið þátt í leitinni. í gærmorgun komu fregnir af því, að Emden hefði komið til Kooling á Kokoseyju og sett þar vopnað lið á land til þess að eyðileggja loft- skeytastöð og höggva sundur sæ- simann. Þar náði Sidney i Emden og neyddi það til að berjast. Orust- an var allsnörp og misti Sidney 3 menn en 15 særðust. Emden var rekin á land og brann þar. Það er mælt að manntjón á Emden hafi verið mikið. Þeim, sem af komust er veittur allur beini og hjúkrun. Nú eru engin óvinaherskip leng- ur í Kyrrahafi eða Indlandshafi, að undantekinni flotadeildinni hjá Chile- ströndum. Ávarp flotamálastjórnar- t innar brezku. Flotamálastjórnin hefir sent svo hljóðandi skeyti til Sidney og flota- málastjórnarinnar í Astralíu : »Hlýjustu samfagnaðarkveðju yfir ágætri framgöngu Ástralíuflotans í fyrsta skifti, er hann leggur til or- ustu og frægðarverki því, er hann hefir unnið i þágu bandamanna og friðsamlegrar verzlunar með því að eyðileggja Emden®.*; Reuter-skeyti (til Isafoldar og Morgunblaðsins). London 9. nóv. kl. 5.15 síðd. Það er sagt að Þjóðverjar og Austurríkismenn safni saman þremur milj. manna á línunni Thorn— Kraká. Er það álitið nægilegt, eigi að eins til að stöðva sigursæla fram- sókn Rússa, heldur og til þess að gereyða liði Rússa. — Þó er svo að sjá, sem ráðagerðir um þessar framkvæmdir muni farast fyrir, með því að frést hefir m. a. að rússneskt riddaralið sé komið inn í land Þjóð- verja, alla leið til Posen og Königs- hiitte, hafi eyðilagt járnbrautina ná- lægt Pleschen og virðist það benda á að undanhaldi Þjóðverja hafi verið fylgt svo fast eftir að þeir hafi hvorki getað viðnám veitt á varnarstöðvum sfnum fyrir vestan Wartafljót, né þorað að reyna að komast yfir Presenafljót. Opinber tilkynning frá Belgíu segir aðstöðuna hina sömu við Nieu- port og annarsstaðar á orustusvæð- inu. Þjóðverjar skutu á Dixmude. Þjóðverjar hafa heimtað 50 milj. franka stríðsskatt af Antwerpen. R e u t e r. Smælki. Brezkir hermenn, sem eru á vígstöðvunum í Frakk- landi og í Belgíu, dýrka mjög í- þróttir, einkum knattspyrhu. Vekur það mikla undrun hinna frakknesku félaga þeirra, að þeir skuli hafa á- huga á að iðka íþrótt þessa, er þeir koma þreyttir og hungraðir til her- búðanna eftir að hafa barist máske allan daginn. Einkabréf frá Berrie stérkaupmanni til Ásgeirs konsúls Sígurðssonar. 13. okt. 1914. Frh. Til þess að minnast fyrst á horf- urnar hér í landi, þá hefi eg ekki miklu við að það bæta, sem eg hefi sagl áður. Að þvi er iðnaðinn snertir, þá er á honum engin breyting, að minsta kosti. Konur og vandamenn manna þeirra, sem farið hafa í herinn, hafa kent kaldast á atburðunum, en með frjálsum samskotum er þeim séð farborða. Oðrum — sem hernað- urinn hefir annaðhvort svift atvinnu eða komið i klípu — er hjálpað af samskotum, sem nú eru orðin rúm- ar þrjár miljónir. Eg vil geta þess, að samskot Kanadabúa eru nú orð- in rúm 1 miljón sterl. punda. Frek- ari framlög koma og stöðugt, svo það er nægilegur sjóður fyrirliggj- andi nú í þessu skyni og því eng- in ástæða til að ætla að horfurnar versni fyrst um sinn. Þá hefir og verið safnað fé til þess að hjálpa Belgum og til þess að styrkja »Rauða krossinn«, og þessir sjóðir aukast einnig. Af frjálsum vilja gefa menn og sokka, ullarföt, sigarettur og tóbak handa hermönnunum. Eg held að óhætt sé að fullyrða að með fáum undantekningum hafi al- þjóð brugðist ágætlega við þörfinni og lagt fram alt það er hún gat af tíma og fé, og þessu mun halda áfram, vegna þess að mönnum skilst æ betur að við eigum mikið starf óunnið áður en yfir lýkur. Sumir menn urðu til þess að lita ofbjört- um augum á framtíðina eftir orust- una hjá Marne, en síðan hefir þeim skilist að við eigum engan hægðar- leik. Hvað breytingu á vöruverði við- víkur þá hafa þær lækkað í verði, að fáum tegundum undanskildum og birgðir höfum við kappnógar. Það er nú minna eftirlit haft með útflutningi, nema til landa eins og Hollands og Norðurlanda, þar sem líkur eru til að vörurnar eigi að fara til Þýzkalands. í sambandi við þetta sendi eg fyrir nokkru ákveðna ákorun til tollstórnarinnar um það, að ís- land mætti vera undanþegið þessari óþörfu útflutnings takmörkun. Og að því er snertir leyfi til þess að flytja þær vörur til íslands, sem bannað er að flytja úr landinu, þá þori eg að segja, að síðan hefir okkur ekki nokkurntíma verið neit- að um það. Áskorun min hefir því orðið að nokkru gagni. Eg held því að flutningur til íslands sé engum vandkvæðum bundinn svo lengi, sem gufuskip halda uppi ferðum þangað. rr-1 D A G B Ó ífl N . £==3 Afmæli í dag: Alfheiður Briem, hústrú. Ólafía V. Þórðardóttir, húsfrú. Árni Pálsson, skósm. Erlendur Árnason, trósm. Ragnar Hjörleifsson. Matth. Jochumsson, skáld 79 ára. Wiliiard Fiske f. 1831. d. Hallur Þórarinsson í Haukad. 1090. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Sólarupprás kl. 8.44. S ó i a r 1 a g — 3.39. Háfi óð í dag kl. 11.16 f. h. og kl. 11.58. e. h. Vm. s.v. kul, hiti 2.5. Rvk. s. gola, hiti 1.0. íf. logn, hiti 0.2. Ak. s. goia, hiti 2.3. Gr. s.s.v. gola, frost 3.0. Sf. v. kul, hiti 2.3. Þh., F. v. hvassviðri, hiti 5.7. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 i Lækjargötu 2 uppi. P ó s t a r í dag : Ingólfur fer til Garðs og þaðatt aftur. M a r g i r leaendur blaðsins hafa mælst til við oss, að vór birtum fram- hald af hinu skemtilega og vel ritaða brófi frá Berrie stórkaupmanni til Ás- geirs konsúls Sigurðssonar. Fyrri partur þess þótti svo ágætur, að vór nú höldum áfram þar sem vór hætt- um síðast og tökum það jafnframb fram, að framhaldið er eigi síður skemtilegt og fræðandi en fyrri hlut- inn. Suðurgata. Heyrt höfum vór* að þegar hafi verið gerðar ráðstafanir til þess að ráða bót á hinu illa ástandi þar, aka forinni burtu og bera nýjatt ofaniburð í götuna. Mun það mörg- um gleðiefni og vonum vér að vega- nefndin verði eigi druknuð í forinni áður úr framkvæmdum verður. Gamla Bíó sýnir þessa dag- ana einkennilegustu myndina, seitt sézt hefir hér til þessa. Hún heitir »Hræðsla«. Það er ótrúlegt, en satt er það samt, að þrátt fyrir það þótt myndin sér 2 þáttum, þá er hún að eins leikin af tveimur ríðandi möntt' um. En þessir menn leika lika snild* arvel. Myndin er hin áhrifamesta- Og auk þess sjást þar hin fegurstu héruð í Mexíko. Aukamynd er »Billy á næturflakki<> ljómandi ameríkskur gamanleikut- Ameríkskar myndir eru vanalega beztar og ekki er þessi sízt. X*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.