Morgunblaðið - 11.11.1914, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Sparar vinnul
Bezta og ódýrasta
tauþvottasápan. ____
í heildsölu fyrir kaup-
menn, hjá
G. Eiríkss,
Reykjavík.
Smá JTlacronur 1.60 pr. V« kg.,
„extrafiní" Vanilte „Vrövt“ 80 aura pr. Vs kg.,
„delikafe'' smá kaffibrauð 80 aura pr. Va kg.,
á hverjum degi nýbakað.
Qonéitori „SRjalóEraié“
Ludvig Bruun.
taura Tinssti
kennir söng.
Ttiífisf venjuíega kí. 3-5 síðd.
í Tjarnargöfu ff.
Hangikjöt
ágætt á 90 aur. og 1 kr. kgr. fæst nú í
Matamrzlun Tómasar Jónssonar.
Talsími 212. Bankastræti 14.
Sfafsefningar-orðbók
Björns Jonssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl.
stafsetning.
Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu.
Heinr. Marsmann’s vindlar
E1 Arte
eru langbeztir.
Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Olsen.
POLITIKEN
Frisind. Fremskridt.
Danmarks stðrste Blad.
Fremragende danske og udenlandske Medarbeidere.
Mest fuldkomne Verdens-Telegram Tjeneste.
Egne Korrespondenter i
London, Paris, Berlin, Wien, New York, Chicago, Rom, Athen,
Konstantinopel, St. Petersborg, Stockholm, Kristiania, Reykjavik.
Læses overalt i Nordevropa.
Abonnementsprisen paa Island er 3 Kr. BO pr. Kvartal -j- Porto.
Abonnement tegnes paa Politikens Kontor: Raadhusplads, Kjöbenhavn B.
Neðanmáls-sögur Morgunblaðsins eru langbeztar!
Kondorinn.
Saga útlagans,
2 6 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
Það voru þistlarnir sem þar voru
i blóma, — þeir voru eins og tré
og gátu orðið nokkrar stikur á hæð,
þeir ruddust yfir hið frjósama órækt-
aða land eins og brynjaðir berserkir
sem engin vopn bíta.
Sléttan líktist bráðlega gríðarmikl
um næpnagarði — einn þistlafrum-
skógur, þar sem Púman læðist með-
al runnanna, marra — Argentíuhér-
inn — hopar yfir rjóðrin og
vischcha — sléttuhundurinn grefur
greni allsstaðar og gryfjur. Og
aparnir, vampyrurnar og litlu Kroko-
dílarnir, sem naumast leggja sér
annað til munns en Indíánakrakka
— iða og skríða um hin viðlendu
fen og forræði Corrientes.
En kondorinn, fuglakongurinn í
hinni nýju heimsálfu, situr á hæstu
hæðunum mitt á meðal nautgripa
og fjárhópanna og skygnist víða
eins og trúr útvörður---------árvak-
ur — — og athugull — — hinn
mikli konungur hins víðfaðma geims
Jónas Fjeld kom ríðandi eftir stig,
sem ruddur hafði verið út til naut-
gripagirðinga Ferejos. í norðaustri
sást hylla undir skógarjaðarinn í
Chacolandi.
Hár og einkennilegur Indiáni var
í för með honum. Hann sat óbif-
anlegur á hestinum eins og hann
væri honum samgróinn. Reiðver
hans var einfalt og ekki hafði hann
jafnmikið meðferðis og gauchoar eru
vanir að hafa. Það sem gerði mann-
inn einkennilegastan var hárið og
andlitshúðin. Hárið sveipaðist um
höfuðið eins og gulbrúnn geislabug-
ur — í mjúkum og þéttum lokkum,
Húðin var hörð og þykk eins og á
villinauti og augun, sem voru dá-
lítið skásett, settu á hann mongola-
svip.
Og þó var þessi hrausti rauð-
skinni fæddur inni í hjarta Suður-
ameríku — langt inni í hinum ó-
kunnu foræðum þar sem Pileomayo,
fiskífijótið, á upptök sfn.
Forlögin höfðu hrakið Paquai
mörg hundruð mílur á brottu frá
heimili sínu og ætt. Hann var
tobaindiáni, af flokki hinna naínfrægu
manna, sem lifa frjálsir og óháðir í
foræðunum upp með Matto Grasso.
í æsku hafði hann fylgt Jesúíta-
prestinum Fallize alla leið þangað er
Amazon hefir upptök sín, en þar
dó hinn hugrakki guðsmaður af sól-
sting. — — Paquai komst við illan
leik til þorpsins Cujaba. Þar tóku
prestarnir við honum og hefluðu
þeir af honum verstu villimannsein-
kennin. Þaðan flæktust hann suður
á bóginn og nú reið Paquai hnakka-
kertur og athugull við hlið hvíta
risans með bláu sorgmæddu augun
og hina hræðilegu knefa. — — —
Gauchoarnir gátu nú ekkert gert.
Forlög Pasteros fengu þeim ærið
umhugsunarefni. Evrópumanninn bitu
engin járn. Og hugrekki hans gerði
þá ráðþrota. — — f Það dró allan
þrótt úr arrnleggjum þeirra — og
hið versta var að hin heilaga Maria
mey hafði sjálf tekið ástfóstri við
þorparann. — — Samt sem áður
varð hann að deyja.--------Brotna
hauskúpan hans Pasteros hrópaði á
hefnd-------og lífið var ekki einn-
ar sentímu virði meðan kondorinn
lét þá hvorki hafa frið til iðjuleysis
né drykkjuskapar.
En fyrirætlanir þeirra fóru allar
út um þúfur eftir það að Paquai
gerðist honum svo fylgispakur. —
Arnarnef Indíánans þefaði uppi öll
fyrirhuguð tilræði þeirra og hann
sá í gegn um allan þann bragðavef,
sem þeir höfðu ofið af svo mikilli
nákvæmni. — —
Þeir félagar riðu hljóðir eftir stígn-
um inn á akurlendi Estanciunar.
Hásar stunur í gufuþreskivélinni létu
í eyrum þeirra og blönduðust sam-
an við urgið í sláttuvélunum, sem
hömuðust yfir hina viðlendu akra
— Það er kominn hingað Evrópu-
maður, herra, mælti Pacuai alt í
einu. Rödd hans var hörð og bitur.
Það lá villimenska margra alda í
þessum einkennilega urgandi barka-
rómi.--------—
— Mér hefir verið sagt það,
mælti Fjeld.