Morgunblaðið - 30.11.1914, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
til að finna hvað skotfærið var langt.
Er þau höfðu skotið þrisvar úr fall-
byssum sínum kom upp eldur bæði
í »Good Hope« og »Monmouth« og
logaði alt af í þeim þangað til klukk-
an var tæplega hálf 8. Þá urðu
stórkostslegar sprengingar miðskips
á »Good Hope« og stóð blossinn
200 fet i loft upp. Hlýtur skipið
að hafa gjöreyðilagst. Nú var orð-
ið aldimt. Skipin héldu enn þá
áfram að skjótast á og miðuðu á
blossana úr fallbyssum hvors annars.
Stafninn á »Monmouth« var nú far-
inn að síga í sjóinn og sneri skipið
þá við til að snúa skutnum í öld-
una. Klukkan hálf 9 sendi »Glas-
gow« skeyti til »Monmouth«:
»Óvinirnir elta oss«, en fekk ekkert
svar. Tunglið var þá að koma upp
og sá »Glasgow« þá að óvinaskipin
nálguðust og þar sem skipstjóri sá
að hann gat ekki veitt »Monmouth«
neina aðstoð, hélt hann undan, til
þess að skip hans yrði eigi eyði-
lagt. Þegar klukkan var 20 mínút-
ur gengin í 10 sáu skipverjar á
»Glasgow« 75 blossa og telja víst
að það hafi verið síðasta skothríð
óvinanna á »Monmouth«.
Bryndrekkinn Conopus. Brezka
stjórnin hefir fengið fréttir um það
hvers vegna bryndrekinn Canopus
tók engan þátt í sjóorustunni. Hann
var alllangt á brott þegar hann fekk
skeyti um orustuna, en hann fer
ekki nema 16 sjómílur á klukku-
stund og kom því of seint til sög-
unnar.
Kvikmyndaleikhús in.
Nýja Bíó. Sporhundarn-
i r heitir ný mynd, sem nú er á
sýningarskrá í Nýja Bíó. — Flestir
munu hafa ánægju af að lesa leyni-
lögreglusögur Sherlock Holmes, en
enn fleiri munu með ánægju horfa
á þessa mynd, er sýnir margar helztu
svaðilfarir leynilögreglunnar oghversu
þeir ganga með lifi og sál upp í
starfi sínu. Vér sjáum þá meðal
annars elta veiðidýrið á bifreiðum og
eimreiðum — kappakstur á eimreið-
um — sem er ákaflega »spennandi«,
sjáum þá henda sér af eimreiðinni á
fullri ferð til þess að grípa bráðina
o. s. frv. —
Engi mun sjá eftir aurunum, sem
hann ver til þess að sjá þessa mynd,
því það er ágæt skemtun. Z.
--------«0*0»-------
Kr. 2450 fyrir kr. 18.
Lundúnablaðið Times hefir safnað
liðlega hálfri miljón sterlingspunda
handa rauða krossinum. Meðal
gjafa þeirra sem blaðið fékk var
fyrsti pundseðillinn sem var gefinn
út á Englandi 1 sumar. Númerið á
honum var Aooo,oox. Síðan aug-
lýsti blaðið að seðill þessi yrði seld-
ur hæstbjóðanda kl. 12 á hád. mið-
vikudaginn 18. nóv. — Hæstbjóð-
andi varð maður að nafni E. Evans
ogfékk hann seðillinn fyrir tæpt 136
sterlingspund.
----- DAGÖÓfJIN. C=3
Afmæli í dag:
Guðm. Guðmundsson verzlm.
Jónas Andrésson verzl.
Jóla- og nýárskort fást hjá
Helga Árnasyni í Safnahúsinu.
Sólarupprás kl. 9.43 f. h.
S ó 1 a r 1 a g — 2.47 síðd.
H á f I ó ð í dag kl. 3.35. f. h.
og kl. 3.53. e. h.
G i f t 28. þ. m. ungfrú Dagbjört
Þorsteinsdóttir og Þorvarður Seindórs-
son trósm., bæði á Skólavörðustig 33.
132 manns búa nú í Bjarnaborg.
Mun það flest fólk í einu húsi hór á
landi.
Sterling er væntanlegt hingað
frá Yestfjörðum í dag.
Draugagangurinn í Helli.
Enn fleiri sögur hafa komið þaðan að
audtan. Ólafur læknir ísleifsson fór
þangað fyrir hönd ísafoldar og birtist
frásaga hans í laugardagsblaði ísafoldar.
Ingólfur birtir langa grein í gær um
»draugaganginn« og ber þar margt á
góma. En hvers vegna fer enginn af
gömlu Tilraunafólagsmönnunum austur
og grenslast eftir hvernig á þessum
fyrirburðum stendurl Það mundi verða
vatn á mylnu »spiritista« ef það reynd-
ist svo, að þarna væri eitthvað annar-
legt á sveimi.
í k v ö 1 d er væntanlegt skeyti frá
ráðherra um það, hver afdrif stjórnar-
skráin og fáninn fær.
Kjörfundurj verður haldinn
hór í barnaskólanum í dag. A þá að
kjósa menn í niðurjöfnunarnefnd. Nú
er ekki um marga lista að velja — að
eins tvo. — Sjálfstæðismenn standa að
baki öðrum þeirra, en »Fram« menn
að baki hins.
í s 1. g 1 í m a n:
Er okkar íþrótt.
Lærið að glíma.
Gangið í Ármann.
----------------------
Tyrkir skjóta
á Bandaríkjamenn.
Þegar Tyrkir lentu i ófriðnum
sendu Bandaríkjamenn herskip til
smyrna til þess að gæta þar hags-
muna Bandaríkjaþegna. Þegar »Ten-
nessee«, svo hét herskipið, kom til
Smyrna, sendi það gufubát inn á
höfnina til að fá leyfi til innsigling-
ar á höfnina. Tyrkir skutu á bát-
inn, svo að hann hélt þegar út til
skipsins. Skipið lagði síðan frá landi.
Stjórnin í Bandaríkjunum hefir beð-
ið sendiherra sinn 1 Miklagarði að
fá skýringu hjá Tyrkjastjórn á þessu
atferli, en svar var ekki komið frá
þeim 20. þ. m.
Kosningin í dag.
Kjósið B-listann.
Hann er svona:
Eggert Briem, skrifstofustjóri.
Jóhannes Hjartarson, verzlm.
Jóhannes Magnússon verzlm.
Flosi Sigurösson, trésmiður.
Gunnl. Pétursson, umsjónarm.
Ben. S. Þórarinsson, kaupm.
Einar Þorsteinsson fátækrafulltr.
Andrés Andrésson, verzlm.
Aætlun
um tekjur og gjöld
Reykjavíkurkaupstaðar
áriO 1915.
T e k j u r:
1. Eftirstöðvarfrá fyrra
ári ............... . kr. 65000.00
2. Tíund af fasteign og
lausafó ............. — 250.00
3. Tekjur af bygðri og
óbygðri lóð ......... — 13000.00
4. Landskuld af jörðum — 1250.00
5. Leiga af erfðafestu-
löndum .............. — 5500.00
6. Leiga af húsum, tún-
um, lóðum m. m ... — 1000.00
7. Tekjur af laxveið-
inni í Elliðaánum... — 6500.00
8. Hagatollur........... — 1400.00
9. Tekjur af ístöku, 35
aur. pr. ten. meter — 800.00
10. Tekjur af lóðasölu — 7000.00
11. Tekjur af seldum
erfðafestulöndum ... — 4000.00
12. Tekjur eftir bygg-
ingarsamþykt ........ — 1000.00
13. Tekjur af vatnsveit-
unni ............... — 55000.00
14. Endurborgun lána til
húsæða .............. — 1000.00
15. Tekjur af gasstöðinni — 34000.00
16. Sótaragjald . ...... — 5000.00
17. Hundaskattur ....... — 300.00
18. Endurgold. fátækra-
styrkur frá innan-
sveitarmönnum ... — 1500.00
19. Endurgold. fátækra-
styrkur frá öðrum
sveitum............. — 12000.00
20. Styrkur frá lands-
sjóði til barnaskól-
skólansog skólagjöld — 6300.00
21. Tekjur frá grunneig-
endum til holræsa
og gangstétta ........— 5000.00
22. Salernahreinsunar-
gjald ............. — 5000.00
23. Sundkenslustyrkur
úr landssjóði...... — 300.00
24. Óvissartekjurbæjar-
sjóðs .. ............ — 3500.00
25. Lán :
a. Til holræsa ..... — 12000.00
b. Til gatnaoggang-
stótta ........... — 16000.00
c. Til aukningar gas-
stöðvarinnar.... — 30000.00
d. Til mælinga og
skrásetninga lóða — 12000.00
26. Niðurjöfnuneftirefn-
um og ástæðum með
5—10°/0 umfram ... — 169949.38
16,000,000 pd. sterling.
ítalska ráðuneytið ákvað um miðj-
an þennan mánuð að verja 16.000.000
sterlingspundum til herkostnaðar um
fram það fé, sem venjulega er veitt
í því skyni. Fé þetta á að nota til
þess að gera herinn svo úr garði, að
hann sé við öllu búinn.
Manntjón Breta.
Enska stjórnin var spurð að þv*
skömmu eftir að þing var sett i
nóvember, hve manntjón Breta væb
mikið. Asquith stjórnarformaðut
svaraði fyrirspurninni á þá leið að
tii 31. október hefðu þeir látið
57.000 manna (fallnir, særðir og
fangar). Enska stjórnin segist ekk-
ert geta sagt um manntjón banda-
manna sinna né óvinanna.
Rússar i Austur-Rrússlandi.
Frá Berlin er símað til Knup-
mannahafnar 14. þ. m. að Rússar
leggi herskatt á borgir þær, sem þeir
taka í Austur-Prússlandi og að her-
skattur þessi sé tiltölulega eins hár
og herskattur sá sem Þjóðverjar leggja
á belgiskar borgir.
Ófriðarsmælki.
Þingmaður fellur. Arthur
Edward Bruce O’Neill, elzti sonur
O’Neill lávarðar og þingmaður fyrir
Mið-Antrim, fóll í orustu þ. 4. nóv.,
38 ára gamall. Þetta er fyrsti þing-
maður Englendinga, sem fellur í ófriðn-
um.
Vasabók bjargar mannslífi
Hermaður nokkur, sero liggur á spítala
í Edinborg, gætir vasabókar sinnar,
sem sjáaldur auga síns. Hann særð-
ist í handlegg, fyrir nokkru: »0g
ef að þesssi hefði ekki verið«, sagði
hann um leið og hann dregur upp
þvælda vasabók úttroðna af póstkort-
um; »þá væri eg ekki lifandi«. Sprengi'
kúluflís hefði lent á henni og stöðvast
< póstkortunum.
Útlendingar af óvinaþjóðunun)
í Prússlandi, sem eru 15 ára eða eldri,
verða að hafa vegabróf með sér, og
sýna það lögreglunni sjálfir tvisvar á
dag; þeir mega ekki fara úr því lög'
sagnarumdæmi, sem þeir búa í, án
leyfis lögreglunnar. Þeir verða að far»
heim til sín kl. 8 á kvöldin og ekki
út fyr en kl. 7 á morgnana.
Skúffjóíkar
TMllur
Svunfupör
Stafir grafnir á þau frítt.
Margir aðrir fallegir og velgerðit
Silfurmunir
hjá
Birni Símonarsyni,
gullsmið,
Vallarstrætt 4-