Morgunblaðið - 03.01.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erl. símfregnir. öpinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni i London. Frá Frakklandi. London, i. jan. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var gefin út siðdegis í dag: Milli Rheims og sjávar var aðeins stórskotaliðsviðureign. Skotið var á St. George, en það hafði engan árangur. í nánd við Craonnelle snerist stór- skotaliðsorustan oss í hag, því varn- argarðar óvinanna voru jafnaðir við jörðu. í héruðunum Perthes og Beause- jour héldum vér stöðvum þeim er vér unnum þ. 30. f. mán. í Argonnehéraði gerðu óvinirnir grimmileg áhlaup og sóttu 50 stikur fram. Norðan við Flirey, milli Meuse og Moselle, var sex áhlaupum óvinanna hrundið. í Elsass hafði stórskotalið vort yfirhöndina umhverfis Steinbach. Frá Frökkum. London 1. jan. kl. kl. 12,15 e. h. Eftirfarandi opinber frönsk til- kynning var birt í gærkvöldi: Þjóðverjar gerðu framsóknartil- raunir frá Forgesskóginum-á vinstri bakka Meuse, en biðu þegar ósigur. Stöðvum þeim, sem hersveitir vorar náðu hjá Steinbach höfum vér haldið og höldum.áfram árásum á stöðvar óvinanna. Frá Rússum. London, 1. jan. kl. 12,20 e. h. Eftirfarandi tilkynning kemur frá yfirherstjórn Rússa: Milli Weichsel og Pilicza hafa Rússar rekið áhlaup óvinnanna, nótt og nýtan dag, af höndum sér, sunnan við járnbraut- ina milli Bolimow og Miedhievice. Norðanvið Rawa og skamt frá þorpinu Jeserqets sættu Þjóðverjar grimmilegri meðferð af Rússa hálfu. Sókn Austurríkismanna var hnekt nálægt Malogoszez. í vestanverði Galiziu heldur or- ustan áfram að vera Rússum hag- stæð. Tóku þeir þar 3000 fanga og 15 vélbyssur í héraðinu Baligrod, þann 29. desember. Herstjórnin i Kákasus tilkynnir að Tyrkir hafi beðið stórkostlegan ósig- ur hjá Sarikanuph. Mistu þeir þar fjölda manna og 1500 fanga. Engir ðvinir lengur i Serbíu. London 1. jan. kl. 12.55 e-h. Ríkiserfinginn í Serbíu hefir gefið út herskýrslu um það, að nú séu engir innrásarmenn í landinu. Hewlett bjargað. Hollenzkur botnvörpungur bjargaði Hewlett flugsveitarforingja úti i Norð- ursjó. Ibúð í Vesturfaænum óskast frá 14. mai, 3—4 herbergi, eldhús og geymsla. Ritstj. vísar á. Bretar missa skip. London 1. jan. kl. 3,6 síðd. Flotamálastjórnin kunngerir: Orustuskipinu »Formidable« var sökt í morgun í Ermarsundi, annað- hvort af kafbát eða tundurdufli. Létt beitiskip brezkt, bjargaði 71 manni. Formidable, orustuskipið, sem Bretar hafa mist, var smíðað árið 1898. Brynjan var 12 þumlungar á þykt. Skipið bar 15 þús. smá- lestir og skreið 18 milur. Af sömu stærð var herskipið Bulwark, stærsta skipið, sem Bretar höfðu mist áöur. Kvikmyndaleikhúsin. Gamla Bíó sýnir í dag og næstu daga hina framúrskarandi góðu mynd: Þú skalt eigi stela. Það er einhver sú bezta mynd, sem vér höfum séð; efni hennar er svo eðlilegt og blátt áfram að hver maður hlýtur að hrífast. Bæði hjú og húsbændur, hvort sem það eru ríkir menn, gamlir eða ungir, munu finna þar alt það er talar máli beggja flokka. Það lægi næst að segja, að enginn hús- bóndi gæti varið þeim fáu aurum bet- ur, sem aðgöngumiði á Bíó kostar, held- ur en gefa hjúum sínum þá til þess þau geti séð myndina. Þvi enginn veit hvenær hann brýtur boðorðið, hvernig atvikin geta fléttast saman. Og þegar þess er ennfreraur gætt að Guðrún Houlberg hin fagra og E. Gregers leika aðalhlutverkin blandast sjálfsagt engum hugur um það að myndin í Gamla Bíó só fyrirtak. X. ■----- DAÖBÓfflN. C=3 Afraæli í dag: Bernhard F. Smith, vólstjóri. Magnús Þorsteinsson, prestur, Mosfelli. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Sólarupprás kl. 10.22 f. h. Sólarlag — 2.46 síðd. Háf I óð í dag kl. 6.35. f h. og — 6.54. e. h. Guðsþjónustur í dag, sunnu- dag eftir nýár. (Guðspj. Barnamorðið í Betlehem, Matt. 2, 13.—15. Jóh. 1, 29.-34.). í þjóðkirkjunni: kl. 12 sr Jóh. Þork. — 5 S. A. Gíslas. í fríkirkjunni kl. 5 sr. ÓI. ÓI. S a m s æ 11 ð fyrir Sig. Egger/, ráð- herra fór fram á Hotel Reykjavík í gær. Sátu það um 100 manns. Ræður voru flutar margar og snjallar og skemtu menn sér ágætlega. H e y r s t hefir að frú Margrót Zoega hafi í hyggju að opna kaffi og gosdrykkja sölu á Hotel Reykjavík — líkt og áður var á Hotel ísland. Kvað þar eiga að vera hljóðfæraflokkur á hverju kvöldi. Væri óneitanlega skemti- legt að fá slkt kaffihús hór í bænum. K r. L i n n e t yfirdómslögmaður hefir verið settur sýslumaður Dalasýslu. Mun hann ætla vestur um miðjan mánuðinn. A m o r g u n lækka bankarnir vexti niður í 67, %. Kirkjuhljómleikur þeirra bræðra Eggerts og Þórarins verður endurtekinn í kvöld með allmikilvæg- um breytingum og viðbótum. Kom öllum saman um það um daginn, er fyrri hljómleikurinn var, að sú skemt- un hefði verið bæði góð og ódýr. Eink- anlega lofuðu söngfróðir menn mjög organleik Eggerts, sem hann auðsjáan- lega hefir varið mikilli vinnu í að æfa og mun hann líka hafa notið fullkomn- ari kenslu í þessari grein en nokkur hórlendur maður á undan honum. Á mannaveiðum. Af því að eg er einn af kvik- myndaunnandi mönnum og fellur því miður að nokkurátylla sé gefin, til þess að spilla fyrir sæmilegum framgangi þeirra hér i bæ, vil eg að gefnu tilefni leyfa mér að biðja yður, herra ritstjóri, að ljá eftirfarandi lín- um rútn í heiðruðu blaði yðar. Eg er einn af þeim, sem fara að eins í Bio til að sjá góðar myndir, eg læt mig þá litlu skifta hvort Biöið heitir Gamla- eða Nýja-Bio. Af því að eg er dálítið kunnugur þvt hverjar myndir hafa hlotið mest lof á kvíkmyndamarkaðinum, þá hefi eg venjulega látið mér nægja að gæta að nöfnum myndanna í auglýsingum kvikmyndaleikhúsanna. En það er nú einu sinni orðin venja — og að sjálfsögðu góð og gild venja — að nöfn myndanna eru það, sem mest áberandi er í auglýsingunum. Þess vegna fór fyrir mér, eins og mörgum öðrum, að þegar eg sá sið- ustu auglýsingar kvikmyndaleikhús- anna, hélt eg að bæði leikhúsin ætl- uðu að sýna Barnið frá Paris á ný- ársdag. Bæði leikhúsin auglýstu þannig, að Barnið frá Paris var með mest áberandi letrinu. Einnig stóð Lolotte litla, sem er barnshlutverkið í jnefndri mynd, með feitu letri á auglýsingum beggja leikhúsanna. En hvað skeður svo f Nýja Bio ris upp til handa og fóta og segist eitt geta sýnt Barnið frá Patis, þar eð það hafi einkarétt til að sýna myndina hér í bæ. Þar eð eg hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að sjá þessa ágætis mynd, bar eg saman auglýs- ingar beggja leikhúsanna. Eg sé ekki ástæðu til að taka hér upp auglýsingar beggja leikhúsanna. Hjálpræðisherinn. í bænaviku hins Evangeliska Banda' hgs frá 3.—9. janúar, verða haldnar « opinberar bænasamkomur á hverju kveldi kl. 8 í samkomusal vorum- Allir eru velkomnir. N ý m j ó 1 k frá Snmmhvoli fæst keypl allan daginn á Lindargötu 5. Einnig skyr og rjómi, ef óskað er. Menn munu nú alment vera búnir að átta sig á því, að Barnið frá Paris er að eins sýnt í Nýja Bio. Þar með er því slegið föstu, hvert roenti eigi að fara til þess að sjá einhverja frematu og ágætustu kvikmyndina, sem komið hefir á heimsmarkaðinn. En hvaða mynd var .það þá, sern Gamla Bio áleit ekki nægilega góða til að þola sitt eigið nafn? Eg fór að forvitnast um það og komst þá að þeirri niðurstöðu, að myndin heitir »Á mannaveiðurn* og hefir inni að halda mjög óheið- arlegar mannaveiðar. Máske Gamla Bio hafi að eins ætlað sér að verða fyndið og láta auglýsingaraðferðina skýra innihald myndarinnar? Það er óneitanlega of nærgöngul fyndm — bæði of nærgöngul eðlilegri °& heiðarlegri samkepni og kvikmy11^' unnandi mönnum yfirleitt. ÞesSl aðferð verður vafalaust hvorki sið' ferðislegur né fjárhagslegur grðð1 fyrir Gamla Bio, því hafi eitt fyrlf' tæki gert sig sekt í því að vflla mönnum sýn með auglýsingaaðfefð sinni, hvort heldur það er gert vís* vitandi eða óafvitandi, þá kerouf það og á eðlilega aðeins að koroa því sjálfu í koll. Óheiðarleg sain- keppni á að vera dauðadæmd hvaf sem hún kemur fram. Enda freis£' ast menn til að draga þá ályktun, að sá, sem verður að lána annaró flöskumiða til að mæla með in01' haldi sinnar eigin flösku, hafi ekk1 eins gott á flöskunni. Kvikmyndavinur. Vér höfum sýnt eiganda GaroÞ Bio, hr. Petersen, ofanritaða grelIJ‘ Kvað hann enga ástæðu til þess * svara greininni, vegna þess, að va&$ væri komið fyrir dómstólana, verði væntanlega skýrt þar svo, það verði öllum fullljóst. Ritstj. oi $ Bijðið nm Emma TK i blýumbúðum með safnaramerkjal11 og áprentuðu söluverði frá M. <£ í Salomonsen, KöbentiaviL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.