Morgunblaðið - 08.02.1915, Page 1
I,lanudag
8.
febr. 1915
M0R6DNBLADIÐ
2. argangr
96.
tðlublad
Ritstjórnarsimi nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
isafoldarprentsmiðja
Afgreiðsiusími nr. 499
BÍni Keykjavlknr |Din
— u | Biograph-Theater
Tals. 475.
<SÍ2?
Konungurinn.
^orgarleikur í þremur þáttum.
■^ðalhlutv. leikur frægasti leikari
pýzkalands, Albert Bassermann.
Flestir munu kannast við Basser-
^3nn,sem lék í hinni ágætu mynd
"l0n‘,sem GamlaBiosýndii fyrra.
Skrifstofa
, _ . Eimskipafélags Islands
\ í Reykjavik er i
Hafnarstræti 10 (uppi)
« Talsími 409.
^upmannahöfn: Strandgade Nr. 21.
^erbergi hentug fyrir
skrifstofur
fást til leigu frá 1. april i
Hotel ísland
Upplýsingai gefur Egill V. Sand-
0lt> Þingholtsstræti 31.
Aðalfundur
^ýraverndunarfélagsins
Verður haldinn i Templarahúsinu
'uPPi) sunnud. 14. febr. kl. 5 e. m.
Dagskrá:
Lagðir fram endurskoðaðir reikn-
lQgar fyrir s. 1. ár.
2 T
‘-agabrej'tingar.
Ný stjórn kosin.
Önnur mál sem fyrir kunna að
korna.
^iagsmenn fjölmenni.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
der Sanden & Co’s
boUdrjiku vindlar fást hjá öllnm
^anpmönnum. Sérstaklega skal mælt
Qtsðtegundunum»Sanital«og»Globe«.
.Q I# £ Vindlar
lingemann & Co. Khöfn er eina
Verk8miftja i heimi, sem býr til
®kta »Gf. K.« vindla, »E1 Diplomat<
(htla) og »E1 Sol« (stóra) svo og
y®sar aðrar fyrirtaks tegundir af
dönekum vindlum.
8stor Gianacli’s
^estminster
P'?arettur eru þektar um allan
í
1 fyrir kaupmenn, hjá
Gr. Eiríkss, Reykjavík.
Nýja Bíó
Drotningin frá Saba
heimsækir Salómon konung.
Afar skrautlegur franskur kvikmyndasjónleikur 1 2 þáttum, leik-
inn af fegurstu leikendum Comedie Fran^aise: frú Robinne og
hr. Alexandre. Leikurinn, sem er sniðinn eftir frásögninni í biblí-
unni, er leikinn m. a. í )erúsalem og sýnir byggingu musterisins
mikla, sem Salómon konungur lét byggja.
Þó að myndin sé dýr, er verð aðgöngumiða hið sama og venjulega.
Verzlun
og
siglingar.
Hver mundi hafa búist við því að
Þjóðverjar gerðust svo fífldjarfir að
ætla sér að setja England í her-
spennu ? Enginn, áreiðanlega eng-
inn. En þó er nú svo komið að
þeir hafa tilkynt að þeir ætli sér að
gera það.
Þetta er alvarlegt íhugunarefni
fyrir íslendinga, þvi það er víst, að
hvort sem Þjóðverjum tekst þetta
eða eigi, verður afleiðingin sú, að
allar siglingar til Bretlands stöðvast,
þótt eigi væri af öðru en ótta manna
einum saman. Og hvernig fer þá
fyrir oss? Hvaðan eigum vér þá að
fá vörur ?
Líklegt má nú telja að siglingar
milli íslands og Norðurlanda verði
öruggar eftir sem áður. En hvaða
gagn er oss að því ?
Það sem mestu varðar fyrir oss,
er, að geta náð í matvæli, ef þau
skyldi skorta hér i landinu, sem varla
þnrf að efa. En það mun vera að
fara i geitarhús að beiðast ullar, þó
leitað væri til Dana og Norðmanna.
Þær þjóðir hafa báðar nóg á sinni
könnu, og standa ekki allskostar bet-
ur að vigi heldur en við. Þær verða
einnig að sækja lifsnauðsynjar sinar
til annara landa, og þá sjálfsagt til
Bandaríkjanna, því algerð verzlunar-
teppa verður nú i allri Norðurálfu.
Til Bandarikjanna verðum vér því
sjálfsagt lika að leita, og er þá spurn-
ingin sú, hvort betra mundi að taka
skip A leigu og láta þau sigla hing-
að beint frá New-York, eða láta
Norðmenn og Dani annast flutning-
ana til sin fyrst.
Hið siðara ráðið mun flestum
skynbærum mönnum virðast óeðli-
legra og óhagkvæmara. Það mundi
tefja flutningana mikið og valda
óþörfum kostnaði. En vörurnar eru
nógu dýrar samt, þótt ekki sé gerð-
ur leikur til þess að hækka verðið
enn meir.
Til allrar hamingju eigum vér ís-
lendingar von á skipum Eimskipa-
félagsins bráðlega. Það getur vel
komið fyrir, að þau verði oss að
enn meiri notum á þessnm tímum,
en nokkur hefði getað búist við.
Það getur sem sé vel komið fyrir,
að nauðsynlegt verði að senda þau
til Ameriku, til þess að sækja mat-
vörubirgðar handa landsmönnum.
Hvert skipanna rúma um 1000 smá-
lestir af korni og þau mnnu geta
siglt héðan til New-York á 10 dög-
um.
Það liggur f augum uppi að ef
nauðsyn ber til þess að fá matvörn
beina leið frá Vesturheimi, þá ligg-
ur næst að nota okkar eigin skip
til flutningsins. Enda mun mjög
erfitt að útvega erlend skip nú sem
stendur. Ættu slikar ferðir til New-
York að geta orðið bæði Eimskipa-
félaginu og landsmönnum til hagn-
aðar.
Það er nú stjórnarinnar hér, og
kaupmannastéttarinnar að ráða fram
úr þessu i sameiningu. Fyrsta til-
raunin með það að leigja skip og
láta það sigla milli Ameriku og ís-
lands hefir þegar verið gerð og
hepnaðist vonum framar. Af reynsl-
unni hafa menn lært nokkuð og
mætti þvi fara svo, að næsti leið-
angur hepnaðist enn betur.
Það hefir flogið fyrir að Banda-
ríkja-menn hefðu þegar selt svo
mikið af mjöli og hveiti, að illt
muni vera að fá þær vörur lengur
þar i landi með nokkurnveginn
sanngjörnu verði. En þeirra vöru-
tegundar mun hvað mest þörf hér.
En eina korntegund mun án efa
vera hægt að fá þar í landi i ríku-
legum mæli, og með góðu verði i
samanburði við aðrar matvöruteg-
undir. Það er mais.
Mais hefir ekki þekst hér, öðru-
vísi en sem skepnufóður, og er þá
alldýr, enda kominn í gegnum marga
milliliði. En í Bandarikjunum er mais-
inn afaródýr og talinn ágætis manna-
fæða. Hveiti úr mais er talið taka
fram flestum öðrum hveititegundum,
bæði að næringargildi og bragðgæð-
um. Enda er það mikið borðað í
Suðurrikjunum. Ætti okkur ekki að
vera vandara um að borða það, held-
ur en Bandarikja-mönnum, og mætt-
um þakka fyrir, ef við gætum feng-
Leikfélag Reykjayikur
eftir Einar Hjörleifsson
Mánud. 7. febr. kl. 8^/g í Iðnó.
Aðgöngumiðar seldir í Iðn.m.h.
frá kl. 10—12 og eftir kl. 2.
Pantaða aðg.m. verður að sækja
fyrir kl. 3, daginn sem leikið er.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að móðir okkar elskuleg, ekkjan Kristfn
Andrésdóttir, Laugavegf 70, andaðist að-
faranótt 7. þ. m. á heimiii sfnu.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
ið það dáiítið ódýrara en aðrar korn-
vörur.
Beinum vér þessu til þeirra, er
hlut eiga að um vörukaup til ís-
lands, og vonum að það verði tek-
ið til athugunar jafnframt sem ráð-
stafanir verða gerðar til þess að fá
vörur hingað frá Ameriku, en að
þvi hlýtur að reka fyr eða síðar.
Raflýsing
á bændaskölum landsins.
Á Hólum í Hjaltadal og á Hvann-
eyri í Borgarfirði er verið að undir-
búa raflýsingu. Hefir oft síðustu
árin verið talað um að nauðsynlegt
væri að koma raflýsingu á á bænda-
skólunum, en úr þvi hefir ekkert
orðið til þessa.
Guðmundur Hlíðdal verkfræðing-
ur hefir verið beðinn að rannsaka
staðhætti á Hólum og á Hvanneyri.
Er hann nýlega kominn aftur úr
ferðalagi upp í Borgarfjörð. Dvaldi
hann nokkra daga á Hvanneyri og
segir hann að þar sé vel til fallið
að nota vatnsafl til raflýsinga. Skamt
frá bæuum er stöðuvatn, og mætti
vel veita vatni þaðan niður á túnið.
En þar er nægilegur halli rétt við
húsið. Hlíðdal mun eiga að gera
kostnaðaráætlun yfir rafmagnsstöð
þar, til þess að unt verði að leggja
málið fyrir næsta fjárveitingarþing.
Væri vel farið að bændaskólarnir
gengju á undan í þessu efni, því
ennþá skortir bændur hér á landi
alla þekkingu í að notfæra sér vatns-
aflið, sem nægilegt er nær alstaðar
á landinu. Ef rafmagnstöð yrði