Morgunblaðið - 11.02.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Leikhúsið. Syndir annara. Leikrit í þrem þáttum eftir Einar H j ör leif saon. Einar Hjörleifsson er þjóðkunnur rithöfundur. Hann heíir getið sér mestan orðstír og beztan þeirra manna islenzkra, er við skáldsagna- gerð hafa fengist síðustu áratugina. Og því verður aldrei neitað af neinu viti, að sumar af sögum hans, eink- um smásögurnar, eru alveg vafalaust listaverk. Stærri sögurnar, svo sem Ojurefli og Gull, eru misjafnari að gæðum, þó að vitanlega séu þar ýmsir ágætir kaflar. Fremur lítið liggur eftir hann af ljóðum, svo kunnugt sé, en það er eitthvað ástúðlega laglegt í þeim flestum. Hálfsextugur tekur hann að fást við leikritagerð. »Ljenharður fóqetn kom út fyrir rúmu ári síðan, og skal ekki fjölyrt um hann hér, og nú kemnr höf. með »Syndir annara«. Sumir menn gerðu sér miklar vonir um leikritagerð Einars Hjörleifsson- ar, bjuggust auðsjáanlega við því, að hann myndi reynast jafnsnjall þar, sem á öðrum sviðum skáldskaparins. Aðrir litu svo á, sem nú væri skáld- ið að ráðast til uppgöngu á »örð- ugasta hjallann* og að óvíst væri um afkomuna þar. Þeim fanst það synd við íslenzkar bókmentir, ef höf. legði smásagnagerðina á hilluna, til þess að leggja út á vafasamar brautir í öðrum greinum skáldskap- arins og gerast þar ef tii vill miðl- ungsmaður. Eg skal svo leyfa mér að fara nokkrum orðum um þetta nýja leik- rit: Syndir annara. Er þá fyrst að geta þess, að það gerist í Reykjavík á vorum dögum. Það byrjar á því, að nokkrar konur sitja að kaffidrykkju á heimili Þorgeirs Sigurðssonar ritstjóra. Þær hjala margt eins og konum er titt og kemur þar loksins talinu, að frá því er sagt, að nú geti íslendingar feng- ið peninga. Er það vélritari hjá Grími Asgeirssyni lögmanni, er flyt- ur þau tíðindi. Konurnar verða for- vitnar, sem von er, einkum kona Gríms; kann hún því illa að vera leynd slíkum stórtíðindum. Svo fara konurnar. Ritstjórinn kemur heim og skömmu síðar Grímur lögmaður með tíðindin um peningana og heit- ir nú á ritstjórann til fylgis við mál- ið. Segir hann að Vesturheimsmaður nokkur bjóðist til að lána landinu margar miljónir króna með ágætis kjörum, gegn því meinlausa skilyrði, að hann fái eignarrétt á Þingvöllum, »því hann safnar sögustöðumc. Ritstjórinn tekur þessu fjarri. Og lögmaðurinn fær ekkert vilyrði um stuðning biaðsins. í öðrum þætti harðnar deilan. Lögmaðurinn sækir málið af kappi, en ritstjórinn situr fast við sinn keip. Verður þeim alimjög sundur- orða og skilja svo, að lögmaðunnn er öskuvondur og visar ritstjóran- um frá sér. Blað Þorgeirs er komið út með grein um málið án þess að lögmaður viti, og vonir hans um að hafa málið fram í bráðina þar með að engu orðnar. Þegar Þorgeir er farinn, gloprar lögmaðurinn því út úr sér við konu sina, að Þorgeir hafi verið trúlofaður stúlku i Höfn, gert hana þungaða, svikið hana að því búnu og síðan hafi hún fyrir- farið sér. — Og svo ætli þessi mað- ur að gerast »Þrándur i.götu« í sínu velferðarmáh. Frú Anna er »dygðug« kona, og veit hvað hún á að gera. Hún fer rakleitt til konu ritstjórans og segir tíðindin. Frú Guðrún, kona ritstjór- ans rekur hana út. Hún trúir ekki þessu fyrr en Þorgeir segir henni frá þvi sjálfur. Þá ætlar hún að skilja við hann. En amma hennar frú Berg, fær hana ofan af þvi. Og leik- ritið endar á því, að hjónin sætt- ast. — Guð hefir trúað frú Guðrúnu fyrir því hlutverki, sem, ef til vill, er háleitast af öllu: að bera syndir aunara. Þetta er i stuttu máli efni leik- ritsins. Þvi verður eigi neitað, að leikritið er harla ólíkt að gæðum því bezta, sem eftir Einar Hjörleifsson liggur. Þungamiðjan er sætt hjón- anna i leikslok. Og hún er ljómandi falleg. Einkum er samtal þeirra frú Guðrúnar og ömmu hennar skin- andi fallegt. Gamla konan er að sýna dótturdóttir sinni fram á það, að við eigum ekki að dæma mennina eftir því, sem þeir hafi gert heldur eigum við að líta á það eitt, hvað peir séu í raun og veru. Það er mikill og fagur sannleiki fólginn í þessu. Aftur á móti finst mér aðdrag- andinn að þessari þungamiðju leiks- ins alt of háreistur. Þingvallasalan og miljónatilboðið er notað til þess, að koma því upp um Þorgeir rit- stjóra, að hann hafi þagað um eitt atriði úr Hafnarlífi sínu fyrir kon- unni. Eitthvað smávægilegra hefði nú mátt nota til þess, og mundi hafa farið betur á því Auk þess er hætt við, að að því verði fundið, hversu fátt ritstjórinn lætur uppi sinu máli til stuðnings í deilunni við lögmanninn. Þegar fram á það er farið af ein- hverjum, að við þurkum burtu öll vor þjóðareinkenni, má ekki minna vera, en að því sé svarað með ótvíræðum rökum. En ritstjórinn en undarlega sagnafár. Lögmaður- inn rökstyður illan málstað afbragðs- vel. Eg skal svo eigi fara lengra út i þessa sálma, en vil geta þess að lokum, að mér þykir leikritið nokk- uð lauslega samið í heild sinni, án þess þó að eg viljí hefja nokkrar deilur um það efní. Menn skiftast sjálfsagt i tvo flokka um þá skoð- un eins og alt annað. En leikritið er lipurt og létt og eg veit að það fellur mörgum vel í geð. Og geti menn hlegið, þá er það sjálfsagt einhvers virði lika. Um meðferð leikendanna á ein- stökum hlutverkum er yfirleitt ekki annað en gott að segja, og útbún- aður allur er hinn bezti. Þetta er orðið svo langt mál, að eg get ekki nefnt að neinu ráði nema fáa eina leikendur. Ritstjórann, Þorgeir Sig- urðsson, leikur Jens B. fVaage. Hlut- verkið er ógnarlega blátt áfram og leikandinn fær út úr því alt, sem i því býr. Eg get ekki kosið mér hlutverkið öðruvísi leikið. Guðrúnu konu hans, leikur frú Stefanía Guð- mundsdóttir. Eg get ekki felt mig við leik frúarinnar í þriðja þætti. Frú Guðrún á að rísa hátt yfir mót- lætið i leikslok og Standa sigri hrós- andi, því að það besta i sál hennar hefir unnið mikinn og fagran sigur. Leikandinn lætur hana kvaka eins og særðan fugl. Raddblærinn mót- mælir orðunum sem hún talar. Grím lögmann leikur Arni Eiríks- son. Lögmaðurinn er skörulegur maður, sem veit hvað hann vill, og verður fráleitt vinur áhorfend- anna, enda er ekki til þess ætlast. Árna fer hlutverkið vel úr hendi. Önnu, konu lögmannsins, íeikur frú Marta Indriðadóttir. Anna hlýtur að vera misindiskona, en mér þótti það ekki koma nógu skýrt fram. Hún er — eins og Reykvikingar segja stundum — »dónapilsa«. Frú Berg leikur Eufemia Waage, Hún fer vel með hlutverkið, þó auð- vitað mætti betur vera, og mér fanst vera einhver innileikablær á öllu sem hún sagði. Frú Berg er góð og gcfug kona, sem öllum þykir vænt um. Nú er alt fremur smátt sem eftir er. En alt er það dável leikið. Friðfinnur Guðjónsson leikur atkvæða- smala. Það er skrítin »fígúra« og ekki minnist eg þess að hafa séð slikan mann, enda er eg ókunnugur blessuðum pólitísku flokkunum hérna. Friðfinnur gerði karlinn skemtilegan, en ákaflega þótti mér hann hlátur- mildur. Dagnv dóttir Árna Eiríkssonar leikur vélritara hjá Grími. Það er ung stúlka, sem er »ákaflega mikið á móti barneignum«. Mér þótti hún skemtileg og þó er jungfrúin óvön að leika. Það sem þá er eftir, er svo smátt að varla er nefnandi: Tvær vinnukonur (Emilia Indriða- dóttir og Guðrún Guðmundsdóttir), piparmey (Þóra Möller), skrifari hjá Grími (fakob Möller) og Ólafur sí- fulli (Herbert Sigmundsson). Segir hver þessara leikenda aðeins örfáar setningar. H r a f n. KaMta-herferð þjóðyerja. Þýzkir kafbátar hafa þegar sökt mörgum brezkum kaupförum. Eitt þeirra hét Ben Curachan. Það skip bar 5092 smálestir og var smíðað árið 1902. Því var sökt fyrir vest- an Skotland. Saga skipverja. Einn af skipverjum segir svo frá: Eg lá og svaf, en var alt í einu vakinn og mér sagt að þýzkur kaf- bátur væri kominn að skipinu og hefði gefið okkur 10 minútna til þess að stíga á bátana og y6r8e skipið. Eg stökk á fætur og í bátinn nógu snemma. Þjoðve ) skipuðu okkur að leggjast saffl^1 kafbátnum og heimtuðu skjöl S^PS, ins. Þeim var sagt að þau v*r“ skipinu sjálfu. Var þá s'?'Pst!,Ía skipað að sækja þau. Fluttu Þj verjar hann aftur til skipsinS höfðu með sér sprengivél sern Þeir hengdu á borðstokk þess þegaf þeir höfðu náð í skjölin, létu Þelt aftur frá borði og kveiktu um lel kveikiþræði sprengjunnar. Kafbárut inn lá hér um bil 30 metra frá s1,ílP inu, og vóru þeir rétt komnir þat1^ að þegar sprengjan sundraðist tætti skipið sundur. Það stakst stefnið og hvarf hér um bil saltl stundis. Þegar foringinn á kafbátr1^ um kvaddi okkur tók ha.nn í korl skipstjóra og sagði að sér þætti fyr ir að hafa gert honum þeuua0 óskunda, en hernaður væri hernaðuc Hann sagðist vona það að okkur yrði bjargað áður en veðrið versnað1, Svo stakk kafbáturinn sér Og við s um hann ekki framar. Linda Blanche. Annað skip sem Þjóðverjar ha3 sökt hét Linda Blanche. Því vaf sökt 30 mílur fyrir norðan vitask'P Liverpools. Það var um hádeg1 sunnudagirn 31. jan. Skipveriat vissu ekki fyrri til, en kafbátur var kominn fast að þeim. Héldu Þelt fyrst að það mundi vera brezk°r kafbátur, en komust brátt að þeirrl niðurstöðu að hann var þýzkof- Kafbáturinn skipaði þeim á ensku 3 staðnæmast og var því þegar hlýt1, Síðan var skipverjum gefinn 10 mínútna frestur til þess að yfirge a skipið og stíga í bátana. Þeir Iögð11 að hlið kafbátsins og sáu þá na n hans U. 21. Þjóðverjar reru yfif a skipinu tóku skjöl þess og sjókot1’ sem voru alveg ný, þvi skipið var ekki nema hálfs árs gamalt. Áðuf en þeir fóru frá skipinu skildu Þelt eftir sprengju fremst á skipin0 aðra aftur á og kveiktu i kveikiþra unum. Litlu síðar varð sprenginfl °% skipið stakst í hendingskasti á stefn1 ’ Skipverjar höfðu haft svo fira. an á að komast í bátana að sun111 þeirra voru í nærfötum einuffl saltl an. Þjóðverjar gáfu þeim fot mat og einnig vindla og cigar£tturj »Það er betra tóbak í þessu en Þv sem þið reykið*, sögðu þeir andi. Þjóðverjar drógu síðan bátaru nokkurn spöl, og bentu þeim sV°jj fiskiskip, sem þeir sögðu að nay0 bjarga þeim. Þriðja skipið. . hét Kilcoan og var á leið frá L1^ pool til Belfast. Þjóðverjar k°® um borð í skipið og talaði fyrlf 1 ^ inn ágæta vel ensku. Sagð1 ^ skipstjóra að sér þætti leiðinleg1 hann þyrfti að sökkva skip1 a ^ Skipshöfninni komu Þjóð verjn^^ brezkt kolaskip, en sprengd0 Kilcoan í loft upp eftir að hafa ið skjöl þess öll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.