Morgunblaðið - 07.03.1915, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Hvaða litir eru haldbestir?
Auðvitað þeir, sem biinir eru til af
Sadolin & Holmblad & Co s Eftf. Kanpmannahöfn,
því þeir hafa bezta efnið og mesta reynslu í að biía þá til.
Biðjið því ætíð um málningavörur með þeirra merki.
Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen.
lönd yfirleitt að samgöngur hefjast
aftur við Rússland. Rússar geta ekki
sem stendur komið frá sér afurðum
landsins á sjó. Þeir gela ekki siglt
út Eystrasalt vegna Þjóðverja og
norður frá eiga þeir engar íslausar
hafnir og eiga þá eiökis annars kost
en að flytja vörur sínar til Wladi-
wostock, austur eftir endilangri Sí-
berfu, en það er afarlöng leið og
kostnaðarsöm.
Rússland er oft kallað kornforða
búr Evrópu, enda er nú ógrynni
korns í hafnarbæjum við Svartahafið.
sem Rússar gátu eigi flutt frá sér
áður en Tyrkir gengu í ófriðinn. Er
auðsætt að það muni hafa mikil áhrif
á verð matvæla um allan heim,
þegar þær byrðir losna úr læðingi,
Þess sáust líka merki undir eins og
floti bandamanna greiddi atlögu að
Hellusundsvígjunum. Korn lækkaði
í verð í Liverpool á Englandi og í
kauphöllinni í Chicago, varð alt í
uppnámi, þegar þetta fréttist. Mun
þeim, sem keypt hafa upp birgðir
þar vestra, í þeirri von að korn
mundi hækka i verði síðar, ekki
hafa litist á blikuna, ef birgð-
irnar frá Rússlandi skyldu koma á
markaðinn. ísland mundi ekki fara
varhluta af þessari verðlækkun;
rúgmjölið áem við nú kaupum háu
verði í Danmörku, mundi að sjálf-
sögðu lækka stórum í verði.
Þá er enn ótalið, það sem ef til
vill getur ráðið einna mestu um úr-
slit styrjaldar þeirrar, sem nú geisar
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja, að Rússar hafa ógrynni liðs á
að skipa, en tvímæli leikur á um
það, hvort þeir hafa næg vopn handa
liði sínu og annan herútbúnað. Úr
þessu geta Frakkat og Bretar bætt,
ef siglingar byrja aftur til Svartahaís-
ins.
Hugsast getur og að enn eitt vaki
fyrir Englendingum er þeir sækja
svo fast að ná sundunum á vald sitt.
Þeir hafa ávalt reynt að sporna við
því af fremsta mætti, að Rússar næðu
Miklagarði á vald sitt og er eigi
óliklegt að þeir muni þykjast eiga að
ráða mestu um það, þegar fullnaðar-
friður verður gerður hvernig Mikla-
garfei verði ráðstafað, ef þeir eru
yrstir til a ð ná borginni á sitt vald.
Borgarastyrjöldin
í Mexikó.
Þegar að Bandaríkjamenn tóku
Vera Cruz, héldu menn að það mundi
verða til þess að borgarastyrjöldinni
í Mexíkó mundi létta. Þetta hefir
þó eigi orðið. Nú eru Bandaríkja-
menn farnir úr Vera Cruz og land-
ið logar enn í uppreisn. Er nógu
fróðlegt að rifja upp hvað gerst hefir
þar í landi í liðug 3 siðastliðin ár,
sem styrjöldin hefir staðið.
Diaz gamli sagði af sér forsetatign
1911; hann hafði þá verið forseti
i Mexíkó um 30 ára skeið og stjórn-
að landinu, sem einvaldur væri.
Hann hafði að vísu látið koslningar
fara fram, en þær voru aðeins til
málamynda. Diaz og flokkur hans
ákváðu það fyrirfram hverjir skyldu
kosnir. Var loks uppreisn hafin
gegn honum, er lauk svo, að hann
varð að hröklast frá völdum, eins og
áður er sagt.
Francisco Madero var þá kosinn
forseti í nóvembermánuði 1911.
Mun óhætt að segja, að það hafi
verið að alþjóðarvilja. Báru menn
gott traust til hans, því að hann var
mikili hæfileikamaður og alþýðuvin
mikill og vildi gera sér far um að
bæta kjör hennar, einkum með þvi
að smábændur gætu eignast jarðir
þær, er þeir bjuggu á. Þó að
Madero sæi vel hvað að haldi mætti
koma, þá var honum ekki eins sýnt
um að koma hugmyndum sinum i
framkvæmd. Margir af hershöfð-
ingjum hans og stuðningsmönnum
urðu honum fráhverfir, gerðu upp-
reisn bæði norður og suður í landi.
Var lítill friður í landinu á stjórnar-
árum hans og varð lítt úr að hann
kæmi fram þeim endurbótum á lög-
gjöf landsins er hann hafði hugsað
sér. Lauk stjórn hans svo, að tveir
af æðstu hershöfðingjum hans, Hu-
erta og Blanquet sviku hann i trygð-
um og gengu i lið með uppreistnar-
mönnum i höfuðborg landsins og
ráku hann frá völdum og myrtu
hann síðan. Þetta var i marzmán-
uði 1913. Huerta var þvi næst
gerður að bráðabirgðaforseta eða öllu
heldur tók hann sér það vald. Hon-
um var kent um að Madero var
myrtur, þó að það sannaðist aldrei.
Þegar tilkynning um þessa stjórn-
arbreytingu var send öðrum rikjum,
urðu mörg ríki til þess að viður-
kenna Huerta, sem löglegan stjórn-
anda landsins. Bandarikjastjórnin,
eða Wilson forseti, vildi þó ekki
gera það, þar sem Huerta hafði brot-
ist upp í valdastólinn, með þvi að
láta myrða löglega kosinn stjórnanda.
Hélt Wilson forseti því fram, að
Huerta yrði að vikja úr völdum til
þess að Bandaríkin viðurkendu að
lögleg stjórn væri komin þar á iagg-
irnar. Wilson sendi mann suður
til Mexíkó til þess að ræða um það
við Huerta, með hverju móti lög-
legri stjórn yrði komið þar á fót.
Ekkert varð þó úr samningum með
þvi að Wilson gerði það að skilyrði,
að Huerta væri ekkert við stjórnina
riðinn. Hvarf sendimaður heim aftur
í septembermánuði við svo búið.
Um sumarið og haustið magnað-
ist uppreisn gegn Huerta bæði norður
og suður i landi. Carranza hers-
höfðingi, landstjóri i Coahvila-fylki,
myndaði stjórn fyrir norðurhluta
Mexíkó og bauð út her gegn Hu-
erta. Einn af foringjunum í liði
hans hét Francesco Villa. Hánn
hafði áður verið stigamaður og unnið
þá margt afreksverk. Hann var
mikill vinur alþýðu og í miklum
metum hjá henni; varð honum vel
til liðs, enda kom það brátt í ljós
að hann var afburðagóður hershöfð-
ingi og stjórnari. Er mælt að hann
hafi aldrei beðið ósigur í orustu.
Hann náði á sitt vald hverri borg-
inni á fætur annari og var auðsætt
að eigi mundi liða á Iöngu að
hann settist um höfuðborgina.
Carranza fór þá að verða hræddur
um að Villa mundi reynast sér of-
jarl og vjldi þvi ekki láta hann stýra
herferðinni gegn Mexíkóborg. Út
af þessu kom upp talsverð fæð á
milli þeirra.
Þannig stóðu sakir þegar Banda-
ríkjamönnum og liði Huerta lenti
saman í Vera Cruz í maímánuði í
fyrra. Tildrögin til þess voru þau,
að menn Huerta höfðu svívirt flagg
Bandaríkjanna. — Bandaríkjastjórn
krafðist þess, að beðið yrði velvirð-
ingar á því, en Huerta vildi ekki
gera það á þann hátt, sem Banda-
rikjamenn heimtuðu. Síðan var sent
lið og herskip suður til Vera Cruz
og borgin tekin. Það var þó eigi
talið að ófriður væri hafinn milli
Mexikó og Bandarikjanna, enda höfð-
ust Bandaríkjamenn eigi meira að
Mitt bjartans þakkl®
sendi eg hérmeð mínum kæru
lagsbræðrum í K. F. U. M., se®
hafa sýnt mér vináttuþel í
löngu og þungu sjúkdómslegu minnl
og nú siðast sendu mér penmg3
gjöf. — Eg trúi því fastlega a
góður guð launi þeim þessa kasrleiks
ríku umhyggju þeirra í minn gar®'
5. marz 1915.
Ottó Jónsson.
þar suður frá. Þeir sátu í ^era
Cruz í sumar og er mælt að borgiö
hafi tekið miklum stakkaskiftum 0
batnaðar.
Þegar Bandaríkjamenn höfðu
tekið Vera Cruz var skotið á fun^1
til að jafna deilur þær sem voru
milli Bandaríkjanna og Mexíkó Og
milli Huerta og andstæðinga hans-
Á þann fund komu fulltrúar ff*
þremur lýðveldum í Suður-Ameríku,
A. B. C. ríkjunum svonefndu, (Ar‘
gentina, Brazilia og Chile) og ætluðu
þeir að miðla málum. Það varð þó
lítill árangur af fundi þessum, ÞV1
að fulltrúar þessir höfðu eigi va^
til að gera út um málin, svo a^
bindandi væri fyiir málsaðilja. Á
fundinum buðu Bandaríkin að l^ta
falla niður kröfu sína um fyrirguf°'
ingarbón út af flaggmálinu og huð-
ust til þess að viðurkenna þanD
mann bráðabirgðaforseta, sem Hu'
erta-menu og Carranza-menn yr^u
ásáttir um. Flokkarnir i Mexíkh
urðu auðvitað ekki ásáttir um nemn
mann og Huerta var þá orðinn svo
aðþrengdur að hann sagði af s^r
forsetatign og flýði land og er hans
ekki getið við söguna siðan.
Huerta sagði af sér í júlí í sumaf
og siðan hefir verið sífeldir flokka
drættir í Mexíkó um það, hver sky| 1
hreppa völdin, einkum þó 1111
Carianza og Villa. Villa kvaðs1
sjálfur ekki vilja verða forseti, e°
Carranza mætti heldur ekki ver.
það. Carranza kvaddi herforingkj
sína á fund í Mexiko, en þan§
vildi Villa ekki koma. Á þeim fuD 1
lézt Carranza vilja segja af sér,
fundarmenn báðu hann að vera áfraDl
við völd. Annar sáttafundur v:ir
haldinn, en það kom brátt í ljós a
Villa réði þar einn öllu og lét ne ua
þar mann til bráðabirgðaforseta,
Gutierres heitir. Carranza lýstl
ar yfir þvi, að hann áliti Gutierre
Villa ritað1
vera uppreisnarmann. Viua
þá bréf til Carranza og stakk UPP
því að þeir skyldu báðir fara
landi, en ekkert varð úr því-
Siðan hefir landið logað 1 UP
reisn. Villa hefir náð Mexíkóh0^
á sitt vald og Carranza orö,ð ^
hörfa undan austur til str3^jög
Fregnir þaðan að vestan eru ^
óljósar, segja sumir Villa dauða11) ^
aðrir að hann sé bráðlifandi ^
honum muni takast að brjóta
sig landið.