Morgunblaðið - 07.03.1915, Side 5

Morgunblaðið - 07.03.1915, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ S ii --------------------n ir !■ Sarah Bernhard. Sara Bernhird, fr.anika leikkona.i fiæ«a, er nú sj tug að nldri. Ný- fega veiktist hún i fæti og varð sú meinsemd svo illkynjuð, að læknarnir Utðu að taka af henni iótinn. Siðan hefir hún legið hættulega veik og tr'enn eru hræddir um að þau veikindi muni draga hana til diuða. 0 Hún var um eitt sksið frægasta leikkona heimsins, en á seinni árum hefir hún lifað á fornri frægð. Eldurinn, sem ólgaði i sál hennar áður og töfraði alla, er sáu leik hennar, er nú kulnaður með öllu. Með list sinni hefir hún unnið sér inn margar miljónir krónn, en eytt Öllu því fé jafnharðan, svo nú getur hún naumast talist efnuð. Fjármálaráðherrar bandamanna. Frá vinstri til hægri: Bark, fjátmálaráðherra Rússa, Ribot, fjár- 'ttslaráðherra Frakka, Lloyd George, fjirmálaráðherra Breta. Myndin er tekin meöan þeir sátu á fundi í Lundúnum til þess að ræða um fjárhag ^ndamanna. Bismarck sagði einu sinni: >Þrent er nauðsynlegt til hernaðar. Það Cr: Peningar, peningar og peningar*. Þetta er að vísu nokkuð sérvizku- sagt, en karlinn hafði satt að mæla. Mest er undir fjárhagnum ^0rnið. Það er þvi erfitt og ábyrgðarmikið hlutverk, sem fjármálaráð- ^errar ófriðarrikjanna eiga að leysa af höndum. A þessum fundi fjármálaráðherranna þriggja komust þeir að ákveð- niðurstöðu um það hver vera skyldi fjármálastefna bandamanna, á ófriðnum stæði, eins og Morgunblaðið hefir áður getið um. Bl ......_JI ■'■:r'"TrrT EEEEZEHn EZdzii'==:';J M Emden I . Þegnr Bretar réðu niðurlögum »Emdens« þ. 9. nóv. hjá Kokoseyjun- um voru vikingarnir eigi nllir á skipi. Höfðu nokkrir þeirra farið á land til þess. að eyðileggja þar loítskeytastöð. Foringi þeirra heitir Múcke. Hann varð eigi táðdaus þótt í óefni væri komið. Tók hann her- fangi þrímastraða skonnottu, sem »Ayecha« hét og lá þá undir eyjunum, og lagði á henni á haf út með menn sínn. Breyttu þeir þegar nafni skipsins og kölluðu það »Emden 11«. Héldu þeir fram uppteknum hætti og voru vík- ingar á siglingaleiðum,- Herskip voru send til höfuðs þeim, en þrátt fyrir það komust þeir heilu og höldnu þvert yfir Indlandshtf og náðu til hafnarinn- ar Hodiens á Rauðahafsströndinni í Arabíu. Þar yfirgáfu þessir hraustu menn skipið og nú berjast þeir í liði Tyrkja gegn Bretum. Myndin er af »Ayecha« eða »Emden II.« og í horninu er rnynd af Míicke liðsforingja. ^BIiicher4. Sjóliðsforingi nokkur í brezka hernum hafði rænu á því, þrátt fyrir víga- móðinn, að taka myud af þýzka orustuskipinu »Blúcher« meðan það var að sökkva. Samkvæmt frásögum brezku sjóliðsmannanna var það áhrifamikið augna- blik, þegar hið volduga skip, sem áður hafði klofið öldurnar svo löðrið freyddi á kinnungum þess, tók að sökkva. Hinar eldgjósandi fallhyssur þögnuðu og síðan dagðist skipið á hliðina eins og helsært dýr. Þá hljómaði skyndilega söngur yfir hafið. Þýzku sjóliðsmennirnir söfnuðust saman á þilfari hins sökkvandi dreka og sungu ættjarðarsöngva þangað til sjórinn gleypti þá og skipið. * Á efri myndinni sézt Blúcher á siglingu, en neðri myndin er af skiplnu þegar það er að sökkva í sæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.