Morgunblaðið - 08.03.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.03.1915, Blaðsíða 1
^ánudag 8. marz 1915 HOBKDNBLADIB 2.»argangr 124. to’fiblaé? Ritstjórnarsími nr. 500 Ritsíjóri: Vilhjáimur Finsen. Rcykjavíknr [Bio Biograpk-Theater Ást og hefnd. fyrirtaks grínmynd í 2 þáttum. Aðalhlutverkið leikur bezti skop- leikari Ameríku, Ford Sterling, Meðfram ströndum Noregs. l'ramúrskarandi fallegar Jandlags- _________myndir.___________ K.F.U.M. Biblíulestur í kvöld kl. 87a Allir karlmenn velkomnir. Chivers’ oiöursoðnu ávextir, svo sem jarðarber, froit-salad o. fl. eru óviðjafnanlegir. Sama má með sanni segja um fleiri vörnr frá Chivers’, t. d. snltntau, ©armalade, hunang, kjöt- og fisk-sós- ’tr, 8npudnft, eggjadnft og lyftidnft. Old JohnOats ®kozka haframjölið i ’/s og ’/, kilogr. Pöfekum, nota nú allir sem reynt hafa, hemur en aðrar teg. af haframjöli. í heildsölu fyrir kanpmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. sundið. Tyrkir höfðu allmikið lið í þorpunum. Sama dag þagnaði »Saphir« niður í skotvígjum við Adrymitflóann og »Prince Georg« skaut á varnarvirkin hjá Besika. Manntjón 4. marz var: 19 fallnir, 25 særðir og 3 horfnir. Þ. 5. marz skutu »Queen Eliza- beth«, »InflexibJe« og »Prince George« á varnarvígin, þar sem sundið mjókkar og beindu tinkum skotum sínum á J, L og T vígin. Þau vígi bafa 23 stórar fallbyssur. »Queen Elizabeth« skaut 29 sinnum úr fallbyssum sínum og báru þau skot góðan árangur. Púðurbúrið í L víginu sprakk í loft upp Þetta vígi er mjög ramgert og þar eru beztu og stærstu fallbyssurnar. Hin tvö vigin skemdust. Brezk herskip í Hellusundi sáu skothríðina, en þó skotið væri á skipin kom engin kúla á þau. Saphire eyðilagði herbúðir hjá Tugeburna. Sama dag stefndi foringi Austur- Indía-flotadeildarinnar mörgum or- ustuskipum og beitiskipum til Smyrna og tók að skjóta á Yenickale-vígið. 32 sprengikúlur hittu vígið. Tvær sprengingar urðu i víginu, og virt- ist svo sem púðurskálar hefðu sprung- ið í loft upp. Herskipið »Euryatus« skaut sérstaklega vel. Nú er skcthríð hafin ,á styttra færi og veðrið er hagstætt. Það er nauðsynlegt að eyðileggja varnarvirkin hjá Smyrna vegna fyrir- ætlana flotans. Erl, símfregnir. Utan af landi. öpinber tilkynning M brezkn ntanríkisstjórninni í London. (Eftirprentun bönnuð). London 6. marz. Flotamálaráðuneytið hefir birt svo fióðandi skýrslu um viðureignina í eflusundi frá 3. marz og næstu da: þar á eftir. »P ^erskipin »Irresistible«, »Albion«, nnce George* og »Triumph« ^eiddu atlögu á ný að Dardanus- y'RÍnu. þar i nánd voru fallbyssur j ^eynum og bar litið á þeim, en mátar gátu séð hvar þær voru og ntu skipin á þær. . 4- marz var haldið áfram að 1 ta á vigin og slæða upp tundur- hið ^ V3r S6tt ^ *anc^ ^ a^ br'óta f nUt v’fltn og með þvi eitt stór- ’ af sjóðliðsherdeild. Lent var ^ Knm-Kale og Sedil-Bahr og 4 ^ 0r(ienfeldtbyssur voru eyðilagðar. ins^S^ærur ur^u mrii’ landgönguliðs- °8 Tyrkja beggja vegna við Símfregnir. Vestmannaeyjum í %œr. Afli er hér afskaplega mikill nú. Allir bátar fara á degi hverjum til fiskjar og koma að aftur hlaðnir ágætum fiski. Beitulítið er orðið hér. Hefir því sild verið pöntuð frá Reykjavík. Kong Helge fermir nú 86 000 pund af sild í Rvík og flytur h'ana til Eyja. Er sildin um 20 þús. króna virði. Fyrirsjáanlegt er, að menn muni verða saltlausir innan skamms. Höfðum við Eyjaskeggjar þó tvö- faldar birgðar í haust á við það í fyrra. Um mánaðamótin síðustu votu menn samtals búnir að brúka eins mikið af salti eins og alla ver- tíðina i fyrra. Tveir bátar frá Landeyjum lentu hér í gær, báðir fullhlaðnir af þorski. Gátu þeir ekki náð lendingu í Land eyjum vegna brims. Vélbátur kom hingað i gær frá ísafirði. Mun hann eiga að stunda hér fiskveiðar um vertíðina. Dansleikur var haldinn hér í gær- kvöldi. Gengust verzlunarmenn fyrir Isafoldarprentsmiðja honum. Dans og söngur fram á nótt. Mjög mikið er talað um eitur- málið. Virðist það vera mjög óljóst alt ennþá, en vonandi tekst sýslu- manni að koma fullu ljósi yfir þetta sorglega atvik. Þorsteinn er í gæzlu- varðhaldi og bíður þess að sýslu- maður hefji próf í málinu. Þau byrja á morgun. Belgískir flóttamenn í Hollandi. Fréttaritari Evening Post í New- York hefir ritað grein i það blað um ástandið á landamærum Hollands í desembermánuði í vetur, þar sem mest var samankomið af flóttamönn- um frá Belgíu. Hann segist ekki vera viss um, hverskonar glæp menn verði að drýgja til þess að fara til helvítis, en ef menn hafi reynt þær hörmungar, sem ófriðurinn hafi haft i föi* með sér við landamæri Hol- lands, þá muni menn hugsa sig tvisvar um, áður en menn drýgi glæp, sem hegnt væri með þeim, því að sé nokkursstaðar til helvíti þá er það þar, eða að minsta kosti nákvæm eftirliking af því. Eitthvað um 250 þús. Belgíumenn af öllum stéttum eru komnir yfir landamæri Hollands. Þeir standa vel .flestir uppi með tvær hendur tómar, hafa mist hús og heimili og látið bræður sina, eiginmenn eða börn. Menn- irnir vita ekkert hvað orðið er af börnum sínum eða eiginkonum. — Fólk, sem áður átti við góð efni að búa og hafði vinnumenn og þjóna til allra snúninga, er nú komið á vonarvöl. Sá sem eitt sinn hefir séð þetta vesalings fólk, örvingla af sorg og söknuði, mun seint gleyma þeirri hrygðarsjón. Og allar leiðir frá Belgíu til Hollands hafa verið krökar af þessu fólki. Hollendingum mundi hafa reynst erfitt á friðartímum að sjá fvrir svo mörgum mönnum, en nú bætist það ofan á annað, að landið er vígbúið og samgöngur teptar og litið um matvæli. Héruðin við landamærin eru strjálbygð og menn eiga erfitt með að gera sér í hugarlund, hvílík vandkvæði eru á þvi, að hýsa og fáeða svo margt fólk. Til þess að mönnum verði það skiljanlegra má geta þess til samanburðar, að ef borgin New-York ætti að fæða og hýsa hlutfallslega jafnmargt fólk, þá yrði það 50 milj. Það er því ofur- skiljanlegt að fólkinu líði mjög illa. Fréttaritarinn segir, að fólkið verði dauðfegið að fá að búa í svinastíum og þaðanaf verri kofum. Hann seg- ist hafa komið í borg, þar sem 10 þús. manns áttu heima og í þeim Afgreiðslusími nr. 499 NÝJA BÍÓ Opinbert leyndarmál. Franskur sjónleikur i 2 þáttum 50 atriðum, sniðinn eftir hinum fræga gamanleik Pjerre Wolffs. Myndin er leikin af þektum frönskum leikurum. Biðjið ætíð um hina heimsfrægu Mustad fingla. irO Búnir til ai 0. Mustad <& Sön Kristjaniu. eina bæ voru 70 þús. flóttamenn. Hann segist ennfremur hafa komið þar inn á sjúkrahús, sem eingöngu var ætlað börnum, og voru þar mörg börn, sem enginn vissi nein deili á. Þau höfðn fundist hingað og þangnð úti á víðavangi og með- fram vegunum. Þar var ungbarn sem hafði fund- ist í haust ásamt móður sinni. — Konan hafði alið barnið í skógar- runni, skamt frá þjóðveginum; þar var enginn til að hjálpa konunni, og þegar hún fanst, var svo af henni dregið, að hún gat ekki sagt til sln og dó svo eftir 4 daga. Hollend- ingar gáfu barninu nafn og nefndu það Wilhelmina van der Woude (Vilhelmina frá Skógum. Fréttaritarinn segir að flóttamenn- irnir séu ákaflega hræddir og tauga- veiklaðir og hrökkvi alt af við, þegar þeir heyri óvanaleg hljóð. JTIunið efíir samshotunum tit Betga. ------------- «—-1 DAÖBÓFflN. I Afmæli f dag: MálfríSur Jónsdóttir, húsfrú. Jakob Kristjánsson, prentari. Jón Gunnarsson, samábyrgðarstj. Tungl síð. kv. kl. 11.28. Sólarupprás kl. 7.17 f. h. Sólarlag — 6.2 síðd. Háflóð er í dag kl. 10.18 árd. og — 11.1 síðd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.