Morgunblaðið - 04.04.1915, Side 2

Morgunblaðið - 04.04.1915, Side 2
2. MORGUNBLAÐIÐ Karpatafjöllum. Rússar náðu þýð- ingarmiklum hæðum hjá Uszok, 2300 menn teknir höndum. ----------------- Þegar Belgía rís úr rústum. í síðastliðnum septembermánuði voru ýmsir samskotasjóðir stofnaðir í Bretlandi, Belgum til hjálpar. Þar voru meðal annars : The Everyman Belgian Relief and Reconstructur Fund, sjóður Society of Friends og The Repatriation Fund. Hinum 2 fyrst nefndu sjóðum á að verja bæði til þess að hjálpa Belgum nú þegar til þess að halda í sér lífinu og eins til þess að reisa landið úr rústum þegar þar að kemur. Hinn síðast tiefndi sjóður er eingöngu ætlaður til þess að byggja landið aftur. Þeg- ar Þjóðverjar hafa verið hraktir á braut úr Belgíu, á að sameina alla þessa sjóði og endurreisa landið. Það er ef til vill nokkuð snemt að tala um hvernig að því skuli farið. En þeir, sem hafa áhuga fyrir því máli, munu hafa gaman af að heyra hvað Mr. Seebohm Rowntree segir um það efni í »The Friends Quarterly Examiner*. Mr. Rown- tree er Belgíu kunnugri en nokkur annar Englendingur, og mun óhætt að bæta því við, að hann sé laud- inu flestum Belgum kunnugri. Hér er eigi rúm til þess að rekja vand- lega tillögur hans, en geta má þeirra í stuttu máli: Þeir menn sem hafa vilja til þess að hjálpa Belgum, ættu ekki að láta sér það eitt lynda, að skjóta yfir þá skjólshúsi. Sá tími kemur fyr en varir að belgísku flóttamennirnir geta snúið heim til ættjarðar sinnar aftur, og því fyr, sem það verður, því betra. En hvernig eiga þeir að hefja starf sitt þar í hrundum húsum og verkfæralausir, útsæðislausir og ails- lausir ? Þeir eiga ekki einusinni kvikfé eða peninga, sem nauðsyn- lega þurfa til þess að byrja búskap eða hverja aðra atvinnu. Hugmyndin er sú, að safna svo miklu fé, að Belgum verði séð fyrir lífsviðurværi fyrst í stað, eftir að bandamenn hafa hrakið Þjóðverja frá stöðvum þeim og víggirðingum, sem þeir hafa á valdi sínu nú í svipinn. Við hyert fótmál af landi, sem banda- menn vinna, á að senda þangað belg- íska flóttamenn frá Englandi og Frakklandi til þess að rækta það land, sem ófriðurinn hefir gert að eyðimörk og reisa það úr rústum. Sumir munu nú ef tfl vill segja: »Hvers vegna eiga ekki Þjóðverjar að láta þetta fé af hendi rakna«? — Fyrst og fremst er þá því til að svara, að það er efasamt hvort Þjóð- verjar verða nokkru sinni færir um að endurgjalda það tjón, sem þeir hafa unnið þarna. Sumir menn hafa lásið í ljós, að þeir séu þess vissir, að Þjóðverjar verði aldrei færir um það. En hér kemur einnig annað til athugunar. Við vitum ekki hve langur tími líður frá því að fyrstu héruðin í Belgíu verða unnin aftur, og þangað til friður verður saminn. Það verður ef til vill missiri og ef til vill ár. Eiga þá belgísku verka- mennirnir að bíða allan þann tíma, eða á ekkert að hjálpa þeim til þess að endurreisa land sitt, bæ eftir bæ og sveit eftir sveit ? (Úr enskum blöðurn frá 24. marz). DAGöORIN. C=3 Afmæli í dag: Jón Eyvindsson, verzlm. Ludvig Jakobsson, bókbindari. Afmæli á morgun. Marta M. Helgason, húsfrú. Sveinbj. K. Th. Armannsdóttir, húsfrú. Þóra Jónsdóttir, jungfrú. Kr. Kristjánsson, járnsmiður. Þorst. Þorsteinsson, hagstofustjóri. Þorvaldur Eyjólfsson, skipstjóri. f. Joseph Lister 1827. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Sólarupprás kl. 5.40 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 7.22 síðd. Háflóð er í dag kl. 8.18 f. h. og — 8.45 e. h. í nótt kl. 9.12 árd. á morgun kl. 9.44 síðd,. Veðrið í gær: Vm. a. stormur, regn, hiti 1,4. Rv. a. hvassvigri, regn, hiti 1,0 ísaf. logn, frost 3,7. Ak. s. stinnings kaldi, frost 1,5. Gr. sa. snarpur vindur, frost 4,0. Sf. n.a. stinnings kaldi/frost 2,0 Þórsh., F. s.a. kaldi, hiti 5,5. Morgunblaðið kemur ekki út á morgun, annan í páskum. Ceres kom hingað í fyrrakvöld frá Isafirði. Hefir hún verið þrjár vikur á leiðinni frá Fáskrúðsfírði, enda tafist af ís. Þrisvar varð hún að leita inn á Reykjarfjörð undan ísnum. Meðal farþega voru : Kristján Jónsson ritstj. »Vestra«, Jón Auðunn bankastjóri^og Arni Sveinsson frá ísafirði; Kristján Torfason kaupm. frá Flateyri; alþing- ismennirnir Hákon Kristófersson í Haga og Jósef Björnsson; Björn Sigfús- son á Kornsá; Jón Edvald Samúelsson kaupmaður, Karl Olgeirsson verzlunar- stjóri og margir fleiri. Skipið lá hór í gær vegna hvassviðris; fer hóðan til Leith og Kaupmannahafnar. Dórnur er nylega fallinn yfir Jóni Ögmundssyni, |þeim er stal hestinum í fyrra og drap hann síðan suður í Gar|5ahrauni. Var Jón dæmdur í 3 ára hegningarhússvist, en er nú veikur og liggur á sjúkrahúsinu. Vesta kom til Vestmanneyja í gær- morgun og lá þar í gærdag. Nýtrúlofuð eru Margrét Sveinsdótcir jungfrú og Jóel Jónsson skipstjóri. Morgunblaðið flytur hjónaefnunum heilla óskir. t Skilnaðarhugleiðingar heitir bæk- lingur, sem Gísli Sveinsson yfirdóms- lögmaður hefir samið, og er nýútkom- inn á kostnað Fjallkonu útgáfunnar. Síðan greinin um sundskálann birt- ist í Morgunblaðinu á sunnudaginn, hafa þvi borist margar greinar um sama efni og tillögur um það hvar skálinn skuli standa. Fara þær allar í eina átt — að sjálfsagt só að flytja hann til Örfiriseyjar. Nýlátinn er hér í bænum Snæbjörn Þorvaldsson fyrverandi kaupmaður. Var hann nú kominn á sjötugsaldur. Hann var tengdafaðir þeirra Þór. B. Þorlákssonar og Jóns Jónssonar sagn- fræðings, en bróðir þeirra Böðvars og Vilhjálms kaupmanna á Akranesi og Jóns konsúlsritara hór í Reykjavík. Ceres fór til útlanda í gærkvöldi. Með skipinu tók sér fari Fr. Nathan stórkaupmaður. Utan af landi. Frá ísaflrði. Maqnús bœjarjógeti Torjason hefir fyrir nokkru ritað all-langa grein, sem nefnist »Stjórnarskrárbreytingin«. Var hún seld á götunum sérstak- leg, fyrir ro aura. Knésetur bæjar- fógeti þá Hannes Hafstein og síra Sigurð í Vigur. Svarar Vigurklerk- ur pésa bæjarfógeta í Vestra i all- langri grein. Kallar hann bæjarfóget- ann »Skolla«, en pésann »Skolla- blindu*. Síra Þorvaldur Jónsson hefir sótt um lausn frá prestsskap. Er hann einn af elztu prestsvígðum mönnum landsins, þar sem hann hefir verið prestur samfleytt 44 ár. Maður nokkur, Olafur Guðmunds- son að nafni, gekk nýlega yfir þvera Glámu úr Múlasveitinni yfir f Skut- ulsfjarðarbotn. Er fjallvegur þessi langur og mjög sjaldfarinn, en það er í annað sinn sem Ólafur þessi fer hann. 12 stundir var hann á fjallinu, og þykir það áræði eigi lít- ið af einum manni, að leggja á Glámu um þenna tíma árs.. Hajls er nú heldur minni í Djúp- inu. Hann hefir tálmað mjög sjó- ferðum úr veiðistöðvum vestra, en afli hefir verið dágóður, bæði i Súg- andafirði og Bolungarvík, þegar menn hafa komist á sjó. Hr. 01. Pálsson hefir gengist fyrir samskotum í sjóð Belga í Nauteyrar- hreppi. Hafa alls safnast þar 110 kr., sem Vestri hefir veitt móftöku. Guðm. Hannesson lögm. og ko°' súll er ný trúlofaður ungfrú Frið' gerði Guðmundsdóttur. Bátajerðir. Undanfarin ár hefir sýslunefndin styrkt vélbátaferðir uifl Djúpið og norður á Húnaflóa með 9000 kr. fjárveitingu. Nú er í ráðb að Húnaflóaferðirnar verði látnaf falla niður þetta ár, og styrkurinö — alls 6000 kr. — veittur fyrif ferðir um Djúpið eingöngu. Jón Guðmundsson annast ferðirnar á vél- bátnum »Guðrún«. Botnvörpuskipið » Pamela«, sem strandaði á Tálknafirði í vetur, hefir fiskivéiðafélagið »Græðir« keypt fyrir 4000 kr. (Vestri). Þýzk blöð, sem gefin hafa verið út seinast í marzmánuði, flytja opið bréf frá kardínála erkibiskupsins í Köln til barnanna i biskupsdæminu. Kardínálinn nefnir' þar mörg dæmi þess hvernig börnin eigi að leggja landinu liðsinni sitt á þessutn ófriðartímum. Fyrst og fremst eiga þau að biðjast fyrir. Þvi næst eiga þau að biðja foreldra sína, ættingja og vandamenn að gefa sér alla þá gullgripi, sem þeir eiga, til þess að skifta á þeim og öðrum pening- um, »því rikið þarfnast gulls til hernaðarins*. »Það eru ekki öll börn«, segir kardinálinn, »sem hafa tækifæri tii þess að fá þvílíka gripi að gjöf, eö þá er til önnur tegund af gulli, sem er jafnvel enn þýðingarmeiri til þess að sigri verði náð og skjótum friði, og það er fórnfýsin. — Það er að segja, þið eigið að vera góð og hlýðin á allan hátt og guði þóknan- leg, sárstaklega þegar erfiðleikarnir eru mestir og umfram alt þegar guð lætur meðvitund ykkar segja ykkur að fara einhvers á mis, sem ykkur annaðhvort langar mikið í eða fýsir að gera. Mörg ykkar hafa þegar lag1 fram skerf úr sparisjóði sínum handa hermönnum vorum og særðum mönnum og eins handa þeim, sein óvinirnir hafa rænt öllu i Elsass og Austur-Prússlandi. En það er ekki þetta, sem vakif aðallega fyrir mér. Á hátíðisdöguin ykkar eru foreldrar ykkar vanir að gefa ykkur ný föt og gjafir og P^ er gott. En nú eru blóðugir styrjald' artímar og það er því fyrsta skyld3 hvers manns að gera alt sem hann getur fyrir föðurland sitt. Og PesS vegna, börnin mln góð, vil eg þ3®’ að þið sýnið sjálfsafneitun og séu ánægð með lítilmótlegar gjafir biðja helzt foreldra ykkar að g®1 ykkur hin ódýrustu föt og gi3”r’ sem unt er að fá». « Börnin eiga að hjálpa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.