Morgunblaðið - 04.04.1915, Síða 4

Morgunblaðið - 04.04.1915, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Námsskeið í heimilisiðnaði heldur Heimilis- iðnaðarfélag íslands frá 15. maí til 30. júní í vor. Þar verður kent ýmislegt sem hverjum manni er nauðsynlegt að kunna. Ættu menn að sjá svo sinn eiginn hag að þeii þyrptust á þetta námsskeið. Og þeir ættu einnig að sækja um það sem allra fyrst svo þeir eigi það víst að komast að. Margur eyrir- inn mundi fátæklingnum sparast, gætu þeir sjálfir smíðað þá hluti, sem þeir verða nú að kaupa í búð- um, og sennilegast er að þeir gætu haft nokkrar tekjur af heimilisiðnaði yfir vetrarmánuðina þegar örðugast er að fá atvinnu, en dýrtið og þröng fyrir dyrum. Frá Sauöárkrók. Þaðan er oss ritað nýlega á þessa leið: Fréttir ekki aðrar en að veturinn hefir verið góður yfirleitt og munu bændur byrgir að heyjum, ef vorið verður bætilegt, þá lítur nú heldur vel út fyrir þeirri stétt enda þótt útlend vara sé dýr. Hér á Sauðár- krók atti ellefu vetra gömul ær, lamb, 7. janúar. Ærin var með hrút- dilki i sumar sem leið, sem lagði sig á 12 kr. i haust. Þetta vetrar- lamb er svartur hrútur mjög vænn; ærin er í svo góðu lagi að það hefir orðið að mjólka hana frá lamb- inu. Pétur Sveinsson útvegsmaður á hana; hann fer sérlega vel með skepnur. Vorið er komið. Breytingar á eystri vígstöövunum. Það sem mestum tíðindum hefir sætt þessa síðustu daga á eystri vígstöðvunum og mesta, þýðingu getur haft fyrir allar hernaðar fram- kvæmdir þar, er það, að vorið er alt í einu komið. Það var ekki einungis að tiðarbreytingin kæmi snögglega, heldur kom hún mönnum og mjög á óvænt, segir fréttaritari »Morning Post«. ■ K' Imíúif I .... Tðhpwipsh C J Eystri vígstöðvarnar. Veturinn hefir verið ákaflega umhleypingasamur, ýmist frost eða þýðvindi, rigningar eða hríðar og því kemur mönnum þetta enn óvæntara. Bæði í Póllandi og Prússlandi eru hernaðarframkváemdir mjög svo háðar tíðarfarinu, og þvi verður þessi snögga breyting til þess að her- foringjarnir verða að hverfa frá mörgu því ráði, er þeir höfðu ætlað sér, í þeirri von að vetrarveðráttan héldist. Það er ómögulegt að gera sér neina grein fyrir því, hvernig viður- eignin jnuni nú snúast, en það er sennilegt að allmikil brej’ting verði á. En það verður þó eigi svo skjótt. Það er mælt að flatlendið þar eystra verði ekki fært fyrir herflutninga í margar vikur. Sjónin. Saga eftir Leo. Eg mundi aldrei hafa sagt þessa sögu, ef ekki væri svo, að rúmenskir læknar hafa nýlega sagt frá atviki, sem ætti að veita sögu minni meira gildi. Þeir hafa sagt frá þvi, að Isidor Steinkrone, sem hafði verið biindur alla æfi, hefði alt í einu fengið sjónina sem allra snöggvast, en þó mist hana aftur. Theodor Birot hafði einnig verið blindur alla æfi. Hann var nú um fimtugt og hverjum manni hraustari. Hann var vei efnaður og var heim- kynni hans snoturt, þótt eigi væri það rikmannlegt. Hann var að enda við að borða miðdegisverðinn sinn, og þjónninn hans, hann Jean, gekk út í eldhúsið til þess að sækja handa honum kaffi. Birot hreyfði sig eitthvað svo að stóllinn valt um koll. Beygði hann sig þá niður til þess að reisa hann við aftur. Stóllinn var úr eik, og fjarska þungur og meðan Birot bogr- aðist við hann, fann hann alt i einu titring í hverri taug og svo birti. Hann rak upp hljóð: hann sá I . . . * ífí $ Fyrst sá hann ekkert nema litinn, eins og stofan væri málverk, sem blasti við honum, en eftir litla stund hafði honum farið svo fram, að hann gat greint lögun hlutanna, fjarlægð, glampann af silfurborðbúnaðinum, rafmagnsljósakrónuna og málverkin á veggjunum. Hann var vel kunnugur í stof- unni, þótt aldrei hefði hann séð hana fyr og flýtti sér því þangað er rafmagnsklukkan var. Hann ætlaði að hringja henni og segja öllum frá því, að hann sæi. En skyndilega snerist honum hugur. Og hann sagði ekki neitt. Þögull naut hann nú þeirrar gleði, sem sjónin vekur manni, og hann hlakkaði til þess að fá að sjá hina fögru vinkonu sina. Hann svipaðist hægt um í herberginu og hann titr- aði af hamingju og jafnframt ótta við það, að þessi gjöf, sem honum hafði hlotnast svo skyndilega mundi frá sér tekin aftur. Hann þaut fram að glugganum, en þá varð hann fyrst fyrir vonbrigðum. Það sem hann sá þar voru ljótir og óhreinir kumbaldar og milli þeirra forar- blautar götur og sundurgrafnar eftir verkamenn. Bifreið kom þjótandi og feldi gamla konu, en vagnstjór- inn lét sem hann sæi það ekki og Birot æpti upp af eintómri gremju. Götu- strákur nokkur sá hann og hæddi hann með alls konar fiflskapar látbragði. Birot lokaði glugganum hryggur i huga og settist aftur. Jean kom með kaffið. Birot sagði honum ekki neitt frá því, sem fyrir hann hafði komið. Þjónninn hjálpaði honum eftir vanda og var gæðin sjálf í viðbragði, en um leið fylti hann vasa sína af sykri og vindlum. Og hann saup á vín- könnunni áður en hann setti hana fyrir húsbónda sinn. Birot sagði ekki neitt en virti hann fyrir sér. Það var hringt. Þar var kominn Georg frændi Birots. Hann var fimtán vetra gamall og gekk í latínu- skóla. Hann var hinn kurteisasti við frænda sinn og bað hann að lána Memel. í borginni eru taldir 22 þúsund íbúar og þar er enn mikill iðnaður og verzlun þótt áður hafi það verið i meiri blóma. Þar eru járnsteypuverksmiður, »kemiskar«-verksmiðjur og skipa- smíðastöð. Þaðan er flutt mikið út af landbúnaðarafurðum sem fluttar eru niður Niemen til borgarinnar. Höfnin er varin af tveimur vigj- um en þótt svo sé, hefir borgin litla hernaðarþýðingu vegna legu sinnar nyrst á tánni, sem Þjóðverjar eiga meðfram Eystrasalti. Þangað liggur að eins ein járnbraut og landið um- hverfis er strjálbygt. Þar eru skóg- ar miklir og ilt til herflutninga. Snemma í þessum ófriði gerðu Þjóðverjar tvær árásir inn i Rúss- land frá þessum slóðum, en unnu ekkert á. Fregnir gengu og um það að þeir hefðu sent allmikið lið sjó- leiðis þangað norður eftir til þess að koma þar Rússum á óvart, en Memel hefir lítið haft af ófriðnum að segja þangað til nú fyrir skemstu. Rússar söfnuðu þangað miklu liði og tóku borgina. Hefir það ef til vill ýtt undir þá, að Þjóðverjar voru svo hreiknir yfir sigri sínum hjá Masurisku-vötnum og héldu þakkar- guðsþjónustur um þvert og endilangt landið i tilefni af því að nú væri enginn óvinur lengur innan lauda- mæra sinna, aðrir en herfangar. Hitt hafa þeir og ef til vill séð jafnframt, að næðu þeir Memel á vald sitt, mundu Þjóðverjar neyddir til þess að hörfa burtu úr Suwalki-héraði. Hersveitir þær, sem Rússar sendtt til þess að taka Memel, fóru yfif' landamærin hjá Gorzhdi, rétt vestan við borgina. Unnu þær þar siguf á liði Þjóðverja og náðu þar nokkur sér Cieero. Birot sá að hann tók í þess stað »Liasions dangereuses« og settist með það við borðið. Hann talaði vingjarnlega við frænda sinn en rissaði jafnframt eitthvað með rit* blýi á pappirsblað á borðinu. Birot sá að hann dró þar upp afskræmis* lega skripamynd af sér. Hann sagðt ekki neitt, en hann varð svo hrygg' ur af allri þessari tvöfeldni og ósann- indum, að hann gleymdi alveg fytfl gleði sinni. Litlu siðar kom vinkona hans- Hún var í dýrindisklæðnaði, en Birot lét hana ekkert vita um það, sem skeð hafði. Hann hafði gert sér í hugarlund að hún mundi vera bæði yngri og fegurri og sárnaði því von* brigðin. Meðan þau ræddust við spurði hann: — Hvar hefirðu ætlað þér $ eyða deginum ? — Eg ætla að fara á fund móð0* minnar. Það er svo langt síðan 3 eg hefi heimsótt hana. — Er langt þangað? — fá, það er langt. Eg hefi farl í skartlausan kjól til þess að skuli ekki veita mér of mikla e^tlí tekt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.