Morgunblaðið - 04.04.1915, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
S
Joseph. A. Grindstad
áður L. H. Hagen & Cos. útbú
Bergen.
Vopn, Skotfæri, Hjólhestar, Veiðiáhöld, Sportsvörur, Rakaraáhöld,
Barnavagnar, Barnastólar.
Skíði, Sleðar, Skautar.
Púður, Dynamit, Hvellhettur, Kveikiþráður o. m. m. fl.
A. s. Rosendahl <5 Co. Bergen, Norge
Fane Spinderier, Reberbane & Notfabrik.
Stofnuð árið 1845.
Fisknetjagarn og nótagarn úr rússneskum, írönskum og ítölskum
hampi. Síldarnetjagarn. Bómullargarn. Nætur og garn. Kaðlar úr
hampi, manilla og kokus. Linur og færi, þræðir og öngultaumar. Til-
búnar botnvörpur.
Glerdufl — 0nglar — Korkur o. m. fl.
h' Heinr. Marsmann’s
La Nlaravilla
eru lang-beztir.
Aðalumboðsmenn á Islandi:
Vörumerki. Nathan & Olsen.
herfangi í fallbyssum, vélhyssum og
bifreiðum. Hröðuðu þær svo ferðum
sem mest þær máttu og náðu fram
hl borgarinnar seint á fimtudags-
kvöld (þ. 18. marz).
Tvö tvífylki af >Landstorminum«
áttu að verja borgina en Rússar
hröktu það lið inn á meðal húsanna
eftir litla vörn. Þar gengu borgarar
1 lið með hermönnunum þýzku og
var nú barist um húsin og strætis-
víggirðingar. Rússar sáu að þeir
®undu láta of margt manna ef or-
ustunni væri haldið áfram á þennan
hátt. Drógu þeir því lið sitt burtu
dr borginni og létu stórskotaliðið
annast frekari framkvæmdir. Sprengi-
kúlurnar lögðu hús og varnarvirki
að jörðu og drápu hvern sem fyrir
var. Setuliðið og borgarbúar sáu
því sitt óvænna og ffýðu út á éyju
framundan borginni þar sem annað
vígið er. Náðu Rússar þá borginn'r
en eigi vígjunum.
Það þykir furðu gegna að Rússar
skyldu koma Þjóðverjum svo að
óvörum þarna, að þeir hefðu ekkert
einasta^ herskip til þess að verja
Memel. Að vísu varð Rússum lítill
fagnaður að þessum sigri því þeir
tnistu borgina aftur tveim dögum
síðar.
Nokkuð er um það rætt að borg-
arar, sem ekki bera vopn, skyldu
taka þátt í orustunni um borgina.
Segja bandamenn, að hefðu Rússar
viljað fara að dæmi Þjóðverja, hefði
ekkert annað legið nær en það að
leggja borgina algerlega í auðn og
drepa mestan hluta borgarbúa. En
um Rússa er sagt að þeir hafi tekið
þessu broti á hernaðarreglum með
Qiesta jafnaðargeði.
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Hún stóð við gluggann og Birot
sá að hún gaf einhverjum merki.
Um leið og hún fór stökk hann út
að glugganum. Hann sá úti á göt-
Unni ungan mann, sem beið þar með
hifreið. Vinkona hans steig upp í
hifreiðina og brosti háðslega. Birot
horfði á eftir henni meðan vagninn
ók burtu og hann fekk enn meiri
andstygð en áður á þjóðfélaginu.
Hundurinn hans kom inn. Hann
gekk til húsbónda síns, dillaði róf-
Qnni og horfði í augu hans. Hann
sá þegar breytinguna sem hafði orð-
á augum Birots, sá í þeim nýjan
eld, og hann varð því svo feginn að
hann kunni sér ekki læti en stökk
QQi herbergið og gelti.
—■ Þú ert betri en allir aðrir,
QQelti Birot næstum því ástúðlega
hundinn.
Einn af kaupmönnum hans kom
^heð 200 franka reikning. Birot
taldi fram féð með sinni venjulegu
Sastni og galt honum það. Hann
sá því næst að kaupmaðurinn gaf
hióninum merki, og Jean stakk á sig
^QQm Louisdor, sem hann átti að
al* fyrir snúð sinn.
Tuttugu af hundraði, hugsaði
Birot með sjálfum sér. Ekki er að
furða þótt dýrt sé orðið að lifa.
Hann leit á fötin sín, sem hann
hafði haldið að vera mundu ný.
Þau voru bæði slitin og snjáð
og skraddarinn hafði áreiðanlega 2
eða 3 sinnum dubbað þau upp.
Eftir venju fekk hann sér göngu
með þjóni sínum. Hann sá áð ekk-
ert tækifæri var látið ónotað til þess
að ræna sig. Þeir, sem það gerðu,
sSiftu ágóðanum með þjóni hans og
sviku hann sjálfan á alla lund.
Þeir komu inn í listverzlun og þá
tók að rigna. Jean lagði því af stað
til þess að ná í vagn. Listaverka-
salinn, sem vildi fyrir hvern mun
losna við blinda manninn, lét hann
koma inn i herbergi, þar sem eng-
inn fekk að líta inn, sá er sjáandi
var. Þar voru geymd svikamálverk-
in, eftirstælingar á verkum listamanna
°g prýdd með þeirra nafni.
Birot varð alveg forviða. Hann
hafði komist að hinum mikla lyga-
vef sem þaninn er yfir allar stór-
borgir; alstaðar rak hann sig á svik-
semi.
Um kvöldið fór hann í heimboð.
Jean skildi hann eftir í litlu herbergi
og sat hann þar i hægindastóli.
Vinir hans og vinkonur komu þang-
að til þess að tala við hann og spyrja
hvernig honum liði. En þegar
skemtanirnar hófust þustu allir út í
stærri salinn og skildu hann einan
eflir. Hann sat þarna grafkyr og
hugsaði um alt hið ljóta sem sjónin
hafði birt honum.
Ung og fögur kona, í skrautklæð-
um, laumaðist gætilega inn í her-
bergið. Hann þekti hana ekki, hafði
aldrei séð hana fyr. Ungur maður
gekk brosandi í mót henni. Þegar
þau fóru að tala þekti hann þau:
það var auðugur verksmiðueigandi
og kona fulltrúa nokkurs. Þau féll-
ust í faðma og hún mælti:
— Hefirðu munað eftir skart-
klæðasalanum ?
— Já auðvitað, elskan mín . . .
Sjáðu ... I
— Það var ljómandi. Þú veizt
ekki hvað mjög hún hefir hótað þvi
að lfósta upp um mig.
Og svo stakk hún blaðinu i barm
sinn og elshuginn kysti á háls
henni.
Italía og Austurríki.
Þess hefir verið getið í skeytum
til Morgunblaðsins að ítalir hefðu
bannað útflutning til Þjóðverja og
Austurríkismanna. í brezkum blöð-
um frá 24. marz er dálítið minst á
viðsjár þær, sem eru milli þessara
þjóða.
í »Daily Sketch* segir svo:
Þýzkaland reyndi að fá Ítalíu til
þess að sitja hjá í ófriði þessum
með því móti að hún fengi land-
spildu í staðinn hjá Austurríki. Aust-
urriki var fúst til að heita þessu, en
aftók að láta nokkurt land af hendi
fyr en að ófriðnum loknum. En það
er mælt að Ítalía hafi ekki viljað
eiga nein eftirkaup við þá bræðr-
ungana. Mönnum kemur það því
ekki á óvart, þótt viðskiftasambandi
landanna sé slitið, eins og skeyti
þetta frá Paris hermir:
Simskeyti frá Rómaborg segja það
að ítalski flotinn hafi á síðastliðnu
misseri verið aukinn að 20 kafbát-
um.
Á fáum vikum hafa 220 flugmenn
tekið fullnaðarflugpróf og italski her-
inn hefir nú yfir 300 loftförum á
að skipa.
»Echo de Paris« fær þetta skeyti
frá Milan:
Viðskiftasambandi er slitið milli
Ítalíu og Dalmatia.
Flotaforingi ítala hefir lýst því yfir
að hann muni hertaka hvert það
skip, sem komi inn í Adriahaf og
ætli með vörur til Austurrikis eða
þaðan, án tillits til þess hverrar þjóð-
ar það sé. —
A þessu geta menn séð að all-
mjög er farið að kastagt í kekki með
ítaliu og Austurríki og alveg furða
að eigi skuli þegar hafa leitt til full-
komins fjandskapar.
Alt í einu sá hún Birot og hrökk við.
— Guð minn góður I Þarna situr
einhver!
Maðiirinn leit þangað og hvíslaði.
— Kærðu þig ekki um það. Það
er blindi maðurinn.
Svo gengu þau út.
Birot var frá sér numinn af gremju.
Mannanna börn tóku þá ekki meira
tillit til blinds manns, heldur en
þótt hann hefði verið hundur.
Honum kom fyrst til hugar að
gefa gremjunni lausan tauminn,
þjóta inn í salinn og hrópa upp það
er hann vissi.
En hann áttaði sig aftur og ákvað
að halda svo áfram sem hann hafði
byrjað. Hann sagði sjálfum sér að
það væri hyggilegra að þegja yfir
öllu og láta svo lengi enn sem hann
væri blindur maður og enginn þyrfti
að taka tillit til sfn. Og svo hló
hann hátt og neri saman höndunum.
— Jæja, Gygésl Þú hefir góða
grímu 1 Skemtu þér 1 Heimurinn
mun leika ókeypis fyrir þig sjónleik
sinnl Lofaðu honum að gera þaðl
Og aftur settist hann í hæginda-
stólínn . . .
---- -------------------------