Morgunblaðið - 04.04.1915, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
Sundskálinn.
Sfríðsmtfttcfir
Hvar hann á að vera?
í fyrstunni var búist við að sund-
skálinn yrði til þess að endurreisa
hina fögru, fornu og hollu íþrótt —
sundið. Og að þangað mundi æsku-
lýðurinn streyma í hópum tii þess
að sækja þrótt og harðfengi.
En það fór alt á annan veg.
Þegar Hannes hélt vigsluræðuna,
þá brosti sólin yfir skálanum og
hann var umkringdur af ungu fólki.
Nií er hann lokaður. Hjá hon-
sést nú aldrei maður nema þegar
einhver af forvitni kemur til þess að
lita á þessi yfirgefnu húsakynni,
sem einu sinni áttu að vera til þess
að endurreisa sundíþróttina hér og
veita nýju blóði í hinar þrælsognu
æðar íslenzku þjóðarinnar.
í mörg ár hefir skálinn ekkert
verið notaður og er slíkt engin furða.
Þótt sumir haldi því fram, að hann
sé á ágætum stað, þar sem hann er,
og það sé að eins til hressingar að
ganga þangað, þá er slíkt hin mesta
heimska. Eg ber ekki á gióti þvi,
að það er gott og hressandi að
ganga þangað, en það mun hverjum
tnanni ljóst, að það eru fæstir sem
tíma hafa til þess nema á sunnu-
dögum.
Það orkar ekki tvisýnis, að sund-
skálann verður að færa, ef hann á
að verða að nokkrum notum.— Og
það á að færa hann út í Örfirisey.
Hann á að standa svo sem fimmtiu
föðmum fyrir vestan grandagarðinn.
Þar er ágætur staður fyrir hann,
sandbotn og hreinn sjór. Auðvitað
Þyrfti að laga þar ýmislegt til, en
það mundi ekki kosta mikið fé, því
eg veit að margir góðir íþróttamenn
myndu fúslega rétta hjálparhönd til
þess að hreinsa þar um og laga það
sem betur mætti fara.
Það er alllangt síðan að ýmsir
góðir menn sáu að þar var staður
fýrir hann og stjórn sundfélagsins
‘Grettir* hefir eflaust verið bent á
Það, þótt ekki hafi til framkvæmda
komið enn i þá átt.
Nú eru grútarbræðsluskúrarnir á
eynni. Sú bæjarplága átti að vera
fyrir löngu rekin á braut þaðan.
Eru slík fyrn mikil, að bæjarstórnin
skuli enn þá einu sinni hafa leigt
eýna til þessa, þótt henni hljóti að
Veta það mjög vel ljóst, að grútar-
kfæðslan eitrar loftið í bænum á
Sumrin þegar vindur andar úr norð-
Ur eða vestur átt. Vonandi verður
^túturinni ekki sundskálanum þránd-
llr í götu, en á eynni geta þeir ekki
^áðir verið; verði skálinn fluttur
^Qgað, verður að flytja grútinn á
burtu með öllu.
Eg hefi heyrt að Kirk verkfræð-
’ngnr hafi boðist til að flytja skál-
*ön ýfir á eyna, án nokkurs gjalds.
8 veit að vísu ekki sönnur á þvi,
6tl ekki þykir mér það ólíklegt. Ef
Tíermetm í shotgrijfju.
svo væri, ætti flutningurinn ekki að
hamla breytingunni.
Það eina sem hugsanlegt er að
þetta geti strandað á, er bæjarstjórn-
in, og er það samt all-óliklegt. Eg
fæ ekki séð neina skynsamlega
ástæðu, sem henni gæti komið til
að reisa skorður við því, að breyt-
ing þessi næði fram að ganga. Og
með því að neita skálanum um stað
þarna, þá sviftir bæjarstjórnin íbúa
þessa bæjar ágætum skemtistað.
Því þetta yrði skemtistaður. Þang-
að mundu menn flykkjast á hverju
kvöldi og hverjum sunnudegi, þegar
gott væri veður, sér til hressingar
og ánægju. Vonandi lifi eg það að
sjá að eyja þessi verði aðal skemti-
staður bæjarins á sumrum. Að þar
verði haldið kappsund og knatt-
spyrnuleikir, kapphlaup og leikfami,
allar íþróttir, sem 'miða að því, að
gera menn fagra og hrausta.
Eg vona að allir góðir menn,
sem áhuga hafa fyrir málefni þessu,
leggist nú á eitt til þess að reyna
að hrinda því áfram. Mér sýnist og
að stjórn sundfélagsins sé illa sæm-
andi, að halda að sér höndum, eins
og hún hefir gert undanfarið, og
hafast ekki að, fremur en engi sund-
skáli væri til og engir hluthafar.
Það liggur og henni næst að ganga
fyrir mái þessu með þeim, sem þvi
vildu fylgja og veit eg að sú fylk-
ing yrði ekki þunnskipuð.
B-n-O.
Ástandið á Þýzkalandi.
Fréttaritari Central News í Kaup-
mannahöfn símar fréttastofu sinni
22. f. m. á þessa leið:
Ferðamenn frá Þýzkalandi segja
að fátæklingar þar í landi eigi nú
við bág kjör að búa sakir matvæla-
skorts. Efnafólkið getur keypt meira
af matvælum en áður, nema kartöfl-
ur og brauð og er brauðskorturinn
því ekki eins tilfinnanlegur fyrir það.
En fátæklingar hafa orðið að lifa á
kornmat og kartöflum og hafa ekki
efni á að kaupa kjöt.
I Berlín hafði hópur af verka-
mönnum safnast saman fyrir fram-
an Ríkisdagshúsið og kölluðu til
þingmannanna, er þeir fóru af fundi,
og báðu um brauð og frið.
Margir Norðurlandabúar, sem
heima eiga í Þýzkalandi, fá nú send-
ar á laun, frá ættingjum sínum á
Norðurlöndum, smáböggla af mat-
•vælum til þess að geta haldið í sér
lifinu.
Þýzkt skip
reynir að strjúka.
Á einni San Juan Puerto Rica,
sem er eign Bandaríkjanna i Ame-
ríku, hefir þýzka skipið Odenwald,
eign Hamborgar—Ameríku-félagsins
legið síðan í ágústmánuði í sumar.
Fyrir skömmu reyndi skip þettk til
þess að strjúka úr varðhaldinu. Víg-
in hjá höfninni skutu á skipið og
ætlaði það fyrst eigi að fara að því,
en neyddist þó að lokum til þess að
snúa til hafnarinnar aftur.
Var skipið þá tekið af yfirvöldun-
um og^fullkomið hald lagt á það.
Ástandið í Vínarborg.
Ensk blöð frá 24. f. m. hafa það
eftir verkmannablaði í Vínarborg, að
borgin verði otðin mjöllaus 1. maí,
og að líkindi séu til að borgarbúar
hafi ekkert brauð í maí, júní og
júlí.
Frá Rómaborg er símað, að múgur
manns hafi ráðist á brauðsölubúð í
Vinarborg og rifið alt úr búðinni,
og sefaðist ekki fyr en útbýtt var
meira brauði til fólksins.
.....
Beztu vindlar i heimi heita
Consulado
Ministro
President
Sandeneros
og fást í öllum betri verzlunum.
Búnir til af van der Sanden & Co.,
Rotterdam.
Kvef og hæsi.
Bezta meðalið er
Menthol-sykriö
þjóðfræga úr verksmiðjunni í Lækjar-
götu 6 B.
HJFæst hjá flestum kaupmönnum
borgarinnar.
1 herbergi með forstofninngangi,
ómöblerað, og helzt morgnnkaffi óskast í
Anstnrhænnm. Uppl. i sima 510.
^ cTZaupsRapuT
Morgnnkjólar fást altaf i Dokt-
orshásinn, Vestnrgötn. Sanmalann 2 kr.
Jenny Lamhertsen.
Sjóvetlingar, ágætir, til söln &
SmiÖjnstig 11 (uppi).
Jónea Kr. Jónsdóttir.
G 0 11 h e y til söln i Doktorshásinn.
Ingveldnr Gestsdóttir
^ffinna
S t ú 1 k a óskast i vist 14. Jörgensen Nýlendngötn 15 B. mai Frú
* cKapaé *
Hurðarlykill tapaðist Skilist i Isafoldarprentsmiðjn. í gær.
Það borgar sig
að halda til haga ölllum
gömlum ullartuskum.
þær eru keyptar háu verði í
Vöurhúsinu.
mitt í Hotel ísland, verður 1 o k a ð
föstudaginn langa og 1. páskadag.
Theodór Johnson.