Morgunblaðið - 12.04.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ w^CJ viðurkent um allan heim sem bezta kex **** er fæst. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. Tveir ungir, duglegir og reglusamir menn geta fengið atvinnu nú þegar, sem hásetar á kúttara. Gott kaup í boði. Löng atvinna. Upplýsingar i verzlun Björns Guðmundssonar, Aðalstræti 18. \ s * Menn þurfa að mála þegar veðrið er golt, er ekki minni ástæða til að nota eingöngu litina góðu, frá Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn, því þeir þola alla veðráttu. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Fiður °i hálfdúnn miklar birgðir, nýkomið. Selst með hinu lága verði. jönatan Þorsteinsson YÁTIÍYGGINGAÍÍ Vátryggið hjá: Magdeborgar brunaböcafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging: Nordisk Brandforsikr. Sæábyrgð: Kgl. oktr. Skrifstofutími 9—11 og 12—3. Det kgl oetr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus. húsgðgn, alls- konar vðruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Carl Finsen Aust'urstr. 1, (uppi) Brunatryggingar. Heima 6 */*—7 V*- Talsími 331 iíæfjnai^ ^m Brynj. Bjðrnsson tannlæknir. Hverflsgötu 14. G-egnir sjálfnr fólki i annari lækninga- stofunni kl. 10—2 og 4—6. Öll tannlœknisverk ýramkvamd. Tennur búnar til 0% tanngarðar af öllum t'erðum, o% er verðið eýtir vöndun á vinnu og vali á efni. Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverflsgötu 40. Sími 93. Helgi Helgason. Húsnæði. 3—4 herbergi og eldhús óskast 14. maí. R. v. á. Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm* Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4-—6 Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—S. Sfmi 16- Olafur Lárusson yfird.lögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima 11 —12 og 4—S* Jón Asbjörnsson yfid.lögm. Austurstr. 5- Sími 435. Venjulega heima kl. 4—Öl%- Gnðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Bjarni Þ. Johnson yfirréttarmálaflutningsmaður, Lækjarg. 4. Heima 12—1 og 4—5. Sími 263 Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Simi 497. Skrifstofa umsjonarmanns er opin 3—5 síðdegis á Grundarstíg 7. Sími 287. ©reÆÆré; „Saniías“ Ijúffanga Siíron og úZampavin. Simi 190. Gullna drepsóttin. Saga gullgerðarmannsims. 31 eftir Övre Richter Frich. (Framh.) Fjeld sneri sér að Burns. Andlit leynilögregluþjónsins var gerbreytt. Það var einhver glampi í augum hans, sem minti á heiptina i augum nautsins, þegar toreadorinn veifar framan í það rauðu' dulunni.--- Þá vissi Fjeld að nú hafði hann fengið samverkamann, og að hinn risavaxni maður mundi eigi hætta fyrri en hann hefði fest fingur í hári morðingjans. — Mér virðist málið ofur einfalt, mælti Burns. Eða hvað finst þér? — Það er enginn efi á því hver hér á hlut að máli. Brooke og Bradley láta ekki standa á sér. Á hálfum degi hafa þeir gert mörg stórvirki. Þeir læstu mig inni f kjallaraholu, þar sem flestir aðrir en eg mundu hafa beðið bana. Þeir drápu Cavendish lávarð og halda að nú séu sér allar leiðir færar.------- Við verðum að hafa hraðann á, Burns. Þorpararnir hafa orðið fyrri til. Þeir gætu verið farnir frá Lund- únum núna. — — En eg þekki þá. — Ertu viss um að mennirnir frá Holborn eigi sök á þessu! mælti Burns. — fá. Littu á knifinn þennan, Burns. Það eru ekki margir knífar af þessari gerð f Lundúnum. En í Suður-Rússlandi eru þeir algengir. Og það er ekki lengra en tvær stundir síðan eg sá vopn þetta blika í hendi manns nokkurs.----------— — Hver er það þá sem hefir drepið Cavendish lávarð? grenjaði Burns, en þjónamir flyktust um hann eins og hræddar kindur. — Clifford stéttarbróðir þinn þekkir hann, mælti Fjeld rólega. Það er ungur Rússi með litið andlit og kolsvart hár. Hann átti heima i Soho í morgun og heitir Alexis Okine. Burns greip i handlegg hans. — Hvað segirðu? Okine? Eins og eg þekki hann ekki I Hann var í Hamborg þegar Patrich Davis hvarf. Hann er stjórnleysingi með lífi og sál. Hann er huglaus hyena, sem alt af skýzt í felur, en vælir þó allra hæst. Ef eg næði í piltinn. Fótatak heyrðist úti fyrir dyrum. Það var lögreglan, sem kom til þess að skoða líkið.---------— Burns og Fjeld flýttu sér út. Talsími og ritsimi höfðu þegar nóg að starfa. Vörður var haldinn á játnbrautum, viðvörunarskeyti voru send til allra hafna og húsleit var gerð í þeim hluta borgarinnar, þar sem stjórnleysingjar áttu heima. Þegar þeir vinirnir .komu út á götuna rákust þeir á mann, sem stóð þar og glápti upp í gluggana. Hann hafði brotið kragann á yfir- höfn sinni upp fyrir eyru og það var ekki svo að sjá sem hann vildi láta þekkja sig, því hann sneri sér hvatlega undan og rölti niður göt- una. — En Fjeld hafði séð tvö augu, sem hann þóttist þekkja. Og það duldist hcnum eigi að maðurinn hrökk saman er hann sá hann. — — — Það gat verið tilviljun ein, en--------- — Þektir þú manninn ? spurði Burns og svipaðist um eftir bifreið. Fjeld svaraði ekki þegar. Hann braut heilann um það, hvar hann hefði áður séð þessi refsaugu. — — Eg veit það ekki, mælti hann svo. En eg er viss um það, að hann hefir ekki átt von á því að sjá mig hér. — — Mig skyldi ekki furða þótt — — — Bifreið kom þjótandi neðan göt- una. Burns stöðvaði hana og svo stigu þeir félagar upp i hana. — Til Scotland Yard, fljótt. Vagnstjórinn kinkaði kolli og bif- reiðin fór niður Albany Street eins og fugl flygi. Alt í einu mölvaði Fjeld rúðuna og grenjaði í ökumanninn: — Snúið við undir eins, en akið hægt. — H'*að er nú á seyði? hvlslaði Burns. — Maðurinn, sem við sáum áðan má ekki ganga okkur úr greipuö1* hvíslaði Fjeld og var sem á náluui- Nú man eg hvar eg sá hann. var í morgun niðri í Englandsbanka- Hann sat yfir mér í biðsalnutn * heila klukkustund og spurði spjörunum úr um erindi mitt. — Hann hefir ekki hreina samvizkn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.