Morgunblaðið - 29.04.1915, Page 1

Morgunblaðið - 29.04.1915, Page 1
IFimtudag 29. apríl 1915 HOBfiUNBLADID 2. árgangr 174. tölublad Ritstjórnarsimi nr. 500| Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. j jsafoldarprentsmiðja|Afgreiðslnsimi nr. 499 Rinl Keykjavlknr iDjn DlO I Biograph-Theater | DiU ----- Tals. 475. Svörtu 13. Afbragðs leynilögreglusjónleik- ur í 3 þáttum um hin leyndar- dómsiullu afrek lögregluspæjar- ans, Brown, og ekkju miljóna- mæringsins, Ellen Sandow, leik- inn af hinum frægu leikurum »Vitaskop«s i Berlín. Jafn spennandi og skemtileg mynd hefír ekki sést lengi. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. — Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—iH/a Conditori & Café Skjaldbreið fegursta kaffihús bæjarius. Samkomusíaður allra bæjarmanna. Hljómleikar á virkum dögum kl. 9—nVs> sunnudögum kl. 5—6. A.V. Mikið úrval aj ás'œtis kökum. Ludvig Bruun. K. F. U. M. A.-D. fundur í kvöld kl. 8x/2. Einar Helgason jaryrkjufræðingur talara um kartöflu- og rabarbarrækt. Allir ungir menn velkomnir. f Öllum þeim er heiðruðu minningu Abelinu Guðrúnar Hjaitalín, við utför hennar, vottum vér hérmeð vort inni- legasta þakklæti. Ættingjar hinnar framiiðnu. Höveling’s botnfarfi fyrir járn- og tré-skip, ver skipin bezt fyrir ormi og riði. þakpappinn er endingar- beztur og þó ódýrastur. Umboðsmaður fyrir ísland G. Eiríkss, Reykjavik. EpL simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Herlið sett á land báðum megin Hellusunds. London, 28. april. Flotamálastjórnin tilkynnir að eftir dægurorustu, þar sem ilt var nfstöðu, hafi liðið, sem sett var á land á Gallipoliskaga náð reglulega góðri fótfestu með tilstyrk flotans. Frakk- ar hafa handtekið 500 manns. Eftirfarandi símskeyti hefir verið birt opinberlega í Kairo: Herlið Bandamanna, undir forystu Sir I. Hamilton, hefir gengið á land báðum megin við Hellusund og farn- ast ágætlega. Margir menn hafa verið handteknir og herlið vort sækir stöðugt fram. I»íóðverjar drepa Kanadamenn með gasi. London, 28. april. Hermálaskrifstofan tilkynnir að það sé opinberlega skýrt frá því eftir læknisskýrslum að kanadiskir her- menn hafi látið 'líf sitt í orustunni, sem nú geisar, eigi vegna sára, heldur af eitruðu gasi, sem óvinirn- ir hafa notað, en það er brot á hern- aðaireglum samkvæmt fyrirmælum Haag-sam þyktarinnar. London 28. apríl. Útdráttur úr skýrslum Frakka frá 24.-28. april. Þjóðverjar brutust fram milli Steen- straete og Langemarck norðan við Ypres. Komu þeir Frökkum á óvart með því að nota sprengikúlur með kæfandi gasi. Urðu Frakkar að hörfa fyrir og Kanadaliðið að koma her- línu sinni í fyrra horf. Óvinirnir gerðu miklar tilraunir til þess að færa sér það í nyt að þeir höfðu komið oss að óvörum en það mistókst. Þeim tókst þó að ná þorpinu Lizeme á vinstri bakka Yser, en Belgar óg Zuavar náðu þorpinu aftur með grimmilegu áhlaupi og höfum vér sótt fram hinumegin við það. Ovinirnir gerðu áhlaup á lið Breta á ýmsum stöðum en unnu ekkert á. Vér sóttum fram á hægri bakka Yser fljóts með áköfum gagn- áhlaupum. Bretar hafa haldið öll- um stöðvum sinum þrátt fyrir áköf og langvinn áhlaup. Þann 26. sóttum vér mikið fram norðan við Ypres. Hrukku óvinirn- ir fyrir og biðu mikið raanntjón. Þjóðverjar ætluðu aftur að nota þetta kæfandi gas sitt en vér höfum gert gagnvarnir, sem reyndust ágæt- lega. Stöðvar vorar höfum vér styrkt og sótt enn lengra fram norð- an við Ypres. Ahlaup Þjóðv-rja sunnan við Pavroyskóg og á Reichacherkopf voru stöðvuð með fallbyssuskothríð og biðu óvinirnir feikna manntjón. í Champagne, fyrir norðan Beau- sejour kveiktu Þjóðverjar í 5 stór- um sprengivélum og sprengdu þær i loft upp skamt frá skotgryfjum vorum. Lið vort varð fyrri til að setjast í gýgina, sem myndast höfðu við sprenginguna, svo áhlaup Þjóðverja fórst fyrir. í Argonne gerðum vér áhlaup á skotgryfjur óvinanna og tókum tvær vélbyssur og nokkra menn höndum. Á Maas hæðum gerðu Þjópverjar áhlaup á les Esparges, Stremy og Calonne en biðu algeran ósigur. Þeir lögðu mest kapp á að ná les Esparges á sitt vald, en svo fóru leikar að vér höfðum alt nágrennið ájokkar valdi. Þjóðverjar lágu hrönn- um saman fallnir í hlíðunum. Þjóðverjar skutu af ákafa á Hart- mannsweilerkopf og komust siðan upp á fjallstindinn, sem vér höfðum tekið áður. Nú höfum vér enn náð tindinum á vort vald og sótt fram 200 metra ofan eftir austurhlíðunum. Vér höfum sótt enn fram fyrir norðan Ypres og einnig lið Breta. Vér höfum handtekið marga menn og náð skotgryfjubyssum og vél- byssum. Hjá les Esparges og Calonne hefir áhlaup Þjóðverja verið stöðvað. Á einum stað taldi einn foriugi ioóo fallna Þjóðverja. Vér höfum hafið sókn og vinnum á. London 28. apríl. Útdráttur úr skýrslum Rússa 21,—28. april. Óvinirnir gerðu árangurslausáhlaup á stöðvar vorar i Karpatafjöllum hjá Verhkneaia, Jablonka, Polen og Oraszptak. Óvinirnir sóttu á Polen- hæðina af mestu grimd. Þá hæð höfðum vér tekið áður. Óvinirnir mistu margt manna. Nóttina milli 24.—25. apríl gerðu óvinirnir hvað eftir annað áhlaup á stöðvar vorar millí Kahvarja og Ludurnow, en þeim var öllum hrund- ið og eftir síðustu árásiua flýðu óvin- irnir sem fætur toguðu. Óvinirnir hafa aukið stórskotahríð- ina nú að síðustu og hafa þeir að likindum fengið nýjar fallbyssur. Vér höfum hrundið af oss grimmi- legum árásum í Uzokskarði og unnið óvinunum mikið tjón. Þýzk flugvél kom til Bealystok og varpaði eitthvað 100 sprengikúl- um á borgina og drap og særði nokkra alþýðumenn en gerði annars engan usla. NÝ J A BÍ 6 Spæjarinn. Sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af þýzkum leikurum. Aðalhlut- verkið leikur hin stórfræga og fagra leikkona Susanne Grandais. Þetta er ein af allra beztu njósnarmyndum sem sést hafa. Vér höfum skotið á stöðina i Soldau (Austur-Prússlandi) og bar það góðan árangur. 26. þ. m. fór Svartahafsflotinn til Sæviðarsunds og skaut mörgum og stórum skotum á virkiu og skot- vígin í landi. Urðu þá miklar sprengingar í virkjunum. Flotinn skaut einnig á tyrknesk herskip, sem voru í sundinu og neyddi þau til að halda lengra inn sundið. Loft- bátur athugaði skothriðina og sagði að herskipin hefðu hitt vel. Símskeyti frá Central News. London 28. apríl. Bandamenn hafa sett lið á land báSum megin Hellusunde. Hersveit- irnar, sem settar voru á land á Galli- poliskaga náSu góSri fótfestu eftir dægurorustu, sem var mjög hörS. Bretar hófu sókn á mánudaginn norSan viS St. Ypres og sóttu fram í grend viS St. Julien. Frakkar hafa aftur náS Het Sas. P a r í s : Bretar og Frakkar sækja enn fram norSan viS Ypres. Hafa þeir handtekiS þar margt manna og náS miklu af hergögnum. Frakkar hafa náS Hartmannsveiler- kopf aftur. Símfregnir. Skip rekast á. AnnaS sekkur. Dýrafirði i gær. í fyrradag vildi það slys til, að þilskipið Pollux, eign Ólafs konsúls Jóhannessonar á Patreksfirði, sigldi á þilskipið Hermann, eign bræðranna Hannesar Stephensens og Þórðar Bjarnasonar, fram undan Sléttunesi. Hermann sökk en menn allir björg- uðust. — Hermann var vátrygður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.