Morgunblaðið - 02.05.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.05.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni í London, Viðureignin i Hellnsundi 25.-29. apríi. Tilkynning frá hermálaskrifstofunni og flotamálastjórninni. London 30. apríl. Landgangan hófst fyrir sólarupp- rás þ. 25. apríl. Var liðið sett á land á sex stöðum og varði allur flotinn landgönguna. Gekk alt ágætlega á flmm þessum stöðum, enda þótt óvinirnir veittu ramma mótspyrnu. Lágu þeir þar i sterk- um samsíða skotgröfum vörðum með gaddavirsgirðingum og styrktir af stórskotaliði. Á sjötta staðnum, nálægt Sedil Bahr gat liðið ekki sótt fram, fyr en undir kvöld. Þá gerði brezkt fótgöngulið ágætt áhlaup á óvinina frá Capern Tekeh og hrukku þeir fyrir. • Landgangan hafði áður verið vand- lega undirbúin milli hers og flota. Árangurinn af viðureigninni fyrstu dagana var sá að öflugur brezkur, franskur og ástralskur her kom sér fyrir á þrem aðalstöðunum. Astra- líu og New Zealandsherinn settist að á neðri hæðunum á Sari Bair og norðan við Gaba Tepe. Brezkt her- inn settist að hjá Cape Tekeb, Cape Helles og skamt frá Morts Bay. Franski herinn gekk á land Asíumegin og settist að hjá Kum Kale eftir ágæta árás í úttina til Yem Shehr. Seinni hluta dagsins þ. 25. apríl hófu óvinirnir öflug gagnáhlaup og tókst hörð orusta. En landsetningu liðsins var haldið áfram viðstöðu- laust. í sólarupprás daginn eftir héldu óvinirnir enn Sedil Bahr þorpinu og skotvígjunum. Bretar hófu áhlaup beint á víggirðingarnai í gegn um óskemdar gaddavírsgirðingar. Lagði flotinn þeim lið með fallbyssuskot- um. Sedil Bahr var tekið um kl. 2 síðdegis. Fjórar »Pom-Pomc fall- byssur voru teknar herfangi og stöðvar vorar á þessum enda skag- ans algerlega tryggar. Var nú hald- ið áfram að setja enn meira franskt og brezkt lið á land. Að morgni hins 27. apríl var hrundið áhlaupi vinstra herarms Tyrkja og hann hrakinn til Cape Helles. Eftir það sótti lið bandamanna fram og kl. 8 um kvöldið hafði það sezt í skotgrafalínu sem lá milli staðar hér um bil tveim mílum fyr- ir norðan Cape Tekeh og til lítill- ar flatneskju hjá Totts skotvígi. Þaðan hefir liðið síðan sótt fram og er nú í grend við Krithia. Meðan þessu fór fram átti Astralíu- herinn og New Zealandsherinn í höggi við óvinia hjá Sare Bair. Var þar grimmileg og nær látlaus viðureign, þvi óvinirnir gerðu grimm áhlaup hvert á fætur öðru, en þeim var öllum hrundið. Her Astralíu- manna og New Zealand barðist af ágætu hugrekki og hreysti. Árla morguns þ. 27. apríl var nýu tyrknesku liði skipað fram gegn Sari Bair og hóf það orustuna -með stórskotahríð. Tókst nú grimmur bardagi. Óvinirnir sóttu fram af mikilli grimd og gerðu hverja atrenn- una á fætur annari, en Ástralíu og New Zealands herinn vann jafnan sigur og um þrjúleytið hóf hann sókn. Franski herinn var hjá Kum Kale. Voru gerð á hann fjögur öflug gagnáhlaup þ. 26. apríl, en hann hélt öllum stöðvum sinum. I einu áhlaupinu urðu 500 Tyrkir viðskila við aðalherinn, og komust hvergi vegna stórskotahríðar skipanna. Þeir voru teknir höndum. Það hefir þannigtekist að koma lið- inu á land gegn skothríð nýtízku vopna og þrátt fyrir vírggirðingar og sprengj- ur bæði neðansjávar og á landi og djúpar grafir með oddhvössum flein- um á botninum. Flotaforinginn tilkynnir að sjólið- ið dáist að hernaðarframkvæmdum félaga sinna á landi. Manntjón hersins er eigi meira en við mátti búast. Tjón flotans er ekki mikið og er það aðallega á tundurspillum og í líðinu á bátum þeim, sem fluttu herinn á land. Þar á meðal voru skipshafnir af kaupförum og flutn- ingaskipum. Tyrknesk herskip frá Nacure hafa nokkrum sinnum reynt að taka þátt í orustunni, en jafnan orðið að hörfa frá vegna þess, að þeir áttu »Queen Elizabethc að mæta. Um hádegi þ. 27 apríl kom sú fregn að 8000 smálesta flutningsskip væri á leiðinni frá Maidos, og áður en það gæti komist undan hóf »Queen Elizabeth« skothríð á það. Þriðja skotið hitti og sökk skipið þá þegai. Eigi var unt að sjá hvort það flutti lið eða annað. 28. og 29. apríl hélt liðið kyrru fyrir, styrkti stöðvar sínar og hélt áfram vista- og stórskotaliðsflutningi á land. Öllum áhlaupum óvinanna, sem voru skæð fyrri daginn, en eigi jafn öflug seinni daginn, var hrundið. Bæði her og floti tóku nú að snúa sér að vígjunum. »Triumph« skaut á Maidos, sem stóð í björtu báli í fyrrinótt (29. apríl). Þegar viðureigninni er lokið, mun skýrt frá henni í sérstakri skýrslu, en ekki í símskeytum, jafnharðan sem tíðindin gerast. London 1. maí. Útdráttur úr skýrslum Frakka frá 28. apr. til I. maí. Her vor sækir enn fram fyrir norðan Ypres einkum að vestan- verðu, ásamt her Belga. Vér höfum tekið nokkur hundruð manns hönd- um, hriðskotabyssur og sprengikúlu- slöngur. Mannfall óvinanna er felki- mikið. Vér höldum höldum öllu því svæði, sem vér höfum náð á vald vort aftur. Her vor hefir síðan sótt fram 300 —1000 metra á öllu orustusvæðinu fyrir norðan Ypres. 500 sprengikúlur og margar með íkveykjuefnum hafa fallið hjá Rheims. Á Meuse-hæðum höfum vér unnið á hjá les Eparges og unnið óvin- unum mikið tjón og eyðilagt skot- vígi fyrir þeim. Óvinirnir skjóta á les Eparges og Hartmannsweiler- kopf, en þeir hafa engar árásir gert. Stóiskotalið vort lamaði Zeppelins- loftfarið, sem varpaði niður sprengi- kúlum hjá Dunkirk, svo það strand- aði hjá Bruges. Þýzk fallbyssa á landi skaut stór- um sprengikúlum á Dunkirk og særði 40 manns, en drap 25. Flug- menn rcrir komust að hvar hún var og vörpuðu 14 sprengikúlum á hana. Verzlunin Björn Kristjánsson hefir nú fengið mikið úrval af alls konar Vefnaðarvöru. Léreft bí. og óbl. Alklæði Dömuklæði Chiviot Fata- efni Flúnnel Flauil Gardinutau. Kjólatau Tvist- tau. SJÖL, hvergi meira úrval og Morgunkjólatau sem allir kaupa hjá V. B. K. Heiðraða viðskiftavini bið eg vinsamlegast að gefa mér upplýsingar um það hvað þeir hafa fengið úttekið við verzlun mína í siðastliðnum mánuði, vegna þess að útlánabókin (kladdinn) fórst í brunanum. Mig er fyrst um sinn að hitta í Lækjargötu 4 (niðri að norðanverðu) milli kl. i og 5. Virðingarfylst Egill Jacobsen. Jón Björnssson & Co. Bankastræti 8 hafa nú miklar birgðir af Vefnaðarvöru sem seld er með hinu alþekta lága verði. Gjörið svo vel að líta á vörurnar. jón Björnsson & Co. oTrá i óag Refí eg L íkv agti fít íeigu. Likkistur og alt er að jarðarför lýtur, hvergi vand- aðra en hjd Cyv. Jlrnasyni. V ^upsRapur V Bezta neeturgisting borgarinnar á Laugavegi 28. Morgunkjólar fást altaf ódýrastir i Grjótagötu 14, niðri. Saumalan 2 kr. T v ö eamstæð trérúm og járnrúm fyrir ungling fæst til kaups. R. v. á. Morgunkjólar, ætið mikið úrval í vesturendannm i Doktorshúsinu. Fjölbreyttur heitur matur fæst allau daginn á Kaffi- og matsöluhúsinu Laugavegi 23. Kristin Dahlsted. Tveggjamannafarertil sölu með árum og seglnm. Semja ber við GuÖmund JHelgason, Vitastig 15. R e i ð h j ó 1 ódýrust og vönduðust hjá Jóh. Norðfjörð, Bankastræti 12. JSeiga *iffinna S t o f a mefl forstofuinngangi, skemtileg og rnmgóö, er til leigu fyrir einhleypa á Laugavegi 64. Þ r i f i n og dugleg eldhússtúlk®' óskast á kaffihús frá 1. mai. Gott kaup. R. v. á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.