Morgunblaðið - 02.05.1915, Síða 3

Morgunblaðið - 02.05.1915, Síða 3
2. mai 177. tbl. MORGUNÉLAÐIÐ 3 Menn gleyma öllum sorgum þegar menn reykja Special Sunripe Cigarettur! Heimtið það! — o - Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. • lienn þurfa að mála þegar veðrið er gott, er ekki minni ástæða til að nota eingöngu litina góðu, frá Sadolin &{,Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn, því f>eir þola alla veðráttu. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Verzlun & Co. hefir fjölda margar tegundir af 0ii svo sem: Carlsberg Lageröl, — Lys, — Pilsner (Nathans bjór), — Porter. • Hafnia Lageröl, — Lys, — Pilsner. • Krone Lageröl, Pilsner, — Porter, — Dobbeltöl. • Central Maltextrakt. ísl. Maltöl. Gosdrykkir frá »Mími« og »Sanitas«. Saft. Jón Hjartarson & Co. Sími 40. Pater Frants. Eftir Edmnnd Melander. Degi var hallaS og rökkur var því í kirkjunni. Meðfram veggjunum log- aSi á nokkrum lömpum með rauðum kúplum og lagði birtuna a hinar út- skornu dýrlinga myndir. Enginn maður sat á kirkjubekkjun- um eða bænabekkjunum, en uppi hjá altarinu kraup presturinn, Pater Frants, og tautaði bænir sínar í sífellu. Að lokum reis hann á fætur. — Guði só loí! nú er því líklega lokið, mælti hann og opnaði hliðardyr kirkjunnar. Úti var kyrt veður og nær aldimt. Presturinn gekk áfram nokkur skref. Loftið var þrungið af brennisteinslykt og reykjarsvælu. Það kom einkenni- legur gremjusvipur á andlit prestsins. — Ó, þessi ófriðnr — þessi ófriður! Er það nú ekki nóg að þeir myrða og drepa hver annan? Þurfa þeir nú auk þess að eitra hið hreina loft drottins? Hann gekk inn f kirkjuna, lokaði dyrunum og gekk inn í lítið herbergi aftan við altarið. Þar var niðamyrkur. Hann kveikti. Á gólfinu var hálm- hrúga, borð stóð á miðju gólfi og á því brauð og diskur og benti það til þess, að presturinn hefði þaina bæki- stöð sína um þessar mundir. Pater Frants fleygði sór á hálmbeð- ir.n og teygði úr sér. Hann varð þess nú fyrst var að hann sárverkjaði í alla vöðva. Frá því árla morguns, þegar fyrstu fallbyssuskotin drundu og þang- að til orustunni var lokið hafði hann legið á kjánum og beðið Guð að frelsa sálir hinna óhamingjusömu manna, sem lágu dauðir og deyjandi á vígvellinum. Þ^ð fór hrollur um hann, er hann mintist allra hörmunganna — niður- troðinna akra, brunninna húsa og fall- inna manna. Og hverjir höfðu svo sigrað? Voru það vinir hans eða óvinir? Óvinir ! — Hann fann hvernig blóð- ið ólgaði i æðum sór við þetta eina orð og hann reyndi af öllum mætti að að sigrast á þeirri haturs- og reiðitil- finningu sem ætlaði að fá vald yfir honum. — Jú — hann var fallegur guðs- þjónn — hann var hinn rétti maður til þess að boða auðmýkt og kærleik! — Hræsnari var hann — syndugur maðui, sem ekki gat einu sinni haft vald á smum eigin tilfinuingum. En hvað hafði hann þá syndgað ? — Var ekki réttlát reiði fyrirgefanleg ? Nei, nei ! Það er mitt að hefna, segir Drottinn. Biðjið fyrir óvinum yðar, gerið þeim gott, sem rógbera yð- ur og ofsækja. Hanu andvarpaði og neri hendur sfnar í örvæntingu. Ó, það var þungt að þurfa að biðja fyrir þeim, sem höfðu lagt heimili hans í auðn. Ósjálfrátt rifjuðust upp í huga hans atburðir þeir, sem gerðust daginn áður. Óvinirnir höfðu komið inu í þorpið um miðjan dag, en Frakkar hörfuðu undan. Með blaktandi fánum og hljóð- færaslætti gengu hersveitir óvinanna í þóttum fylkingum um götur þorpsins. Prestur sat við gluggann á húsi sínu, sem stóð rótt hjá kirkjunni. Þá sá hann það, sór til óumræðilegrar skelf- ingar, að skotið var á hersveitirnar hvaðanæfa. Skytturnar lágu í felum bak við garða, tró og inni í húsum. Hermennirnir snerust þegar öndverðir við og liðsveitir voru sendar inn í hús- in. Komu þær aftur litlu síðar með nokkra þorpsbúa með sór. Þeir voru allir fölir, en alveg róleg- ir, og margir þeirra hóldu enn á rjúk- andi bysBum. Beauvais Leverpostej er bezt. Kaupiö niöursoðið kjöt Og grænar baunir frá I. D. Beauvais, fást í verzlun Jóns Hjartarsonar & Co. Sími 40. Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. Kvef og hæsi Bezta meðalið er Menthol-sykrið þjóðfræga úr verksmiðjunni i Lækjar- götu 6 B. Fæst hjá flestum kaupmönnum borgarinnar. Kartöflur góðar danskar, matar og útsæðiskar- töflur, 7 kr. pr. 50 kilo. Petersen frá Yiðey Hafnarstræti 22. Fyrirliðarnir söfnuðust saman um- hverfis þá og eftir nokkra ráðstefnu var farið burt með fangana og fylgdu þeim margir hermenn. Vesalings landar mínir — þið verð- ið þegar skotnir! tautaði prestur og flýtti sór út til þess að sækja um l«yfi til þess að flytja dauðadæmdu mönn- uuum hina síðustu huggun. Þegar hann kom út á götuna, slógu hermennirnir hring um hann. — Hór er einn ! hrópaði einhver, og annar greip í handlegg prestsins. — Ykkur skjátlast, piltar góðir, mælti prestur. Eg er friðsamur drottins þiónn og bið aðeins um leyfi til þess að mega hugga landsmenn mína á dauða8tundinni. — Lygi og vífiiengjur, við skulum leita á honum! hrópaði einn hermaðurinn, og tók að skoða föt hans. Jú, þetta er prestur, og prestar eru ætíð undirförulir, sagði hár og svart- skeggjaður maður og gekk nær. — Hægan, fólgar! mælti fyrirliði nokk- ur, sem hafði heyrt hvað framfór. — Hann er ósköp sakleysislegur þessi, en það er oft refur í sauðargæru. Það er uú farið að leita í húsunum. Við skulum fara heim til prestsins og vita hvort hann er jafn saklaus og hann lætur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.