Morgunblaðið - 02.05.1915, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.05.1915, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Tiíkijnnmg. Þar eð við í eldsvoðanum 25. þ„ m. mistum allar bækur okkar og skjöl, vildum við hér með mælast til þess við alla viðskiftavini okkar að þeir sendu okkur, sem allra fyrst, afrit af viðskiftunum frá árinu 1914 og það sem af er þessu ári. Við væntum þess fastlega að allir okkar viðskiftavinir verði við þessum tilmælum okkar og leyfum við okkur jafn- framt að tilkynna að verzlun okkar heldur áfram eins og að undanförnu. Skrifstofur okkar verða fyrst um sinn 'í Tjarnargötu 5 B. Talsímar nr. 45 og 335. Símnefni: Activ. Reykjavik 27. april 1915. 7laff)an & Oísen. Jón Hjarfarson & Go. Kaupið; ^ Vindla, Skraatóbak, æ í~ -4-' co i- cd cö Neftóbak (skorið) § <J3 Hafnarstræti 4. Sími 40. æ Jón Hjartarson & Co. Mestur kvennabósi í heimi. Giftur 60 sinnum. Maður er neíndur Karl von Wagn- er. Hann hefir leikið þá sjaldgæfu list að giftast 60 sinnnm, uns hið opinbera hafði hendur í hári hans. Hann hefir unnið þessi giftinganaf- rek í Ameríku og náðist að lokum í St. Louis. Wagner hefir um mörg undanfar- in ár lifað á því að gifta sig — að meðaltali msvar sinnum á mánuði. Á hverri giftingu hefir hann grætt um 1000 dollara. Hann hirti í kvennavalinu aldrei um aldur, feg- utð eða íifsstöðu konuefnisins, held- ur aðeins sparisjóðsbækurnar. Ætti konan ekki að minsta kosti 3000 dollara innistæðu í sparisjóði, leit Wagner ekki við henni. Flestar af konum Wagners voru pipraðar vinnu- konur eða ekkjur, sem áttu skild- inga. Að jafnaði tók það tveggja vikna tíma að ná fjárfcrráðum kon- unnar, og þá hvarf hann. Einu sinni breytti hann út af þessari reglu og það varð honum til falls. Ein af hinum 60 sagðist eiga arfs von frá býzkalandi og það hélt í hann og leiddi til þess að alt komst upp um hann. — Hann kemst naumast nokk- urn tíma úr varðhaldi aftur, því hann er sakaður bæði um fjölkvæni, fjár- svik og hvíta þrælaverzlun. Flestallar konur hans mættu fyrir rétti eftir að hann var handtekinn. Þar gaf að líta merkilegan hóp, sem bar vott um margbreyttan smekk. Þar voru háar konur og magrar, stuttar og feitar, dökkeygar og svart- hærðar, móeygar og gráhærðar. Það eina sem þeim var sameiginlegt, var gremjan yfir missi sparisjóðspening- anna. Pater Frants gekk fúslega á undan þeim, því hann var viss um að ekk- ert saknæmt mundi finnast hjá sér. Fyrirliðinn lét hermennina bíða fyrir utan húsið og gekk inn með nokkra menn. Þeir leituðu um alt húsið, fluttu húsgögn úr stað og höfðu endaskifti á öllum hlutum. Presti var orðið hughægra — en alt í einu rak fyrirliðinn augun í fugla- byasu, sem hókk þar á vegg. — Sko — byssa ! hrópaði hann og leit hvössur.. augum á prest — og skothylki, mælti hann ennfremur og benti á skotbelti. — Eg sver við hinn lifandi guð. að þessi byssa er erfðafé og eg hefi aldrei hleypt úr henni einu einasta skoti, mælti prestur og horfði rólega á fyrir- liðann. — Mór þykir það leiðinlegt, mælti fyrirliðinn, en við höfum fengið skip- un um það að kveikja í hverju húsi þar sem vopn finnast og því verð eg að hlýða. Þór megið sjálfur fara hvert sem yður sýnist, því þór hafið ekki verið með væpni. Presturinn varð náfölur. Þessi dæma- lausi hrottaskapur kom eins og reiðar- slag yfir höfuð hans. Þetta gat ekki verið alvara — að brenna hús hans — bækur, húsgögn og alt annað, — alt það, sem hann hafði unnað mest um margt ár. Hann riðaði, en náði sór þó fljótt aftur. — Þór eruð ekki með öllum mjalla maður — þér eruð ær! hrópaði hann og þreif byssuna niður af naglanum. Sko — sjáið sjálfur — það hefir ekki verið hleypt einu ainasta skoti úr byss- unni í 30 ár. Fyrirliðinn ýtti byssunni frá sér. — Það stendur við það sem eg hefi sagt, og þér gerðuð réttast í því að hafa yður á brott, mælti hann og sneri baki við presti. Pater Frants misti byssuna — hon- um sortnaði fyrir augum og hjartað barðist eins og það ætlaði að springa. Hann krepti hnefana og hleypti sór í hnút eins og óargadýr. — Villidýr! Böðlar! hrópaði hann og þaut á eftir hermönnunum, en þeir voru komnir út. Hann sneri við og gekk í gegn um herbergin. Honum varð alt í einu hughægra. Hann ætlaði að kveðja alla kjörgripina sína — strauk höndunum um kili bókanna eins og móðir um barnsvanga, og kinkaði kolli til mynd- anna. Alt í einu varð hann þess var að kraftarnir voru á þrotum. Geðshrær- ingin hafði verið of áköf. Hann ætl- aði að ganga að legubekknum, en fóll þá í óvit á mitt gólfið. Þegar hann rankaði við sér aftur var orðið nær dimt. Hann var lengi að átta sig. Hvað hafði komið fyrir? Jú — nú mundi hann það. Þeir ætl- uðu að brenna heimili hans. Hann þaut á fætur og opnaði dyrn- ar að svefnherberginu, en veik ósjálf- rátt aftur á bak. Herbergið stóð í Ijós- um loga. Eldtungurnar teygðu sig græðgislega á móti honum, sleiktu gólf, gluggatjöld og rúmið hans, en kæfandi reyk lagði um alt húsið. — Það er fullkomnað! tautað jwest- ur yfirkominn af harmi og hallaðist upp að dyrabrandinum. Skyndilega flaug honum það i hug að bjarga bókum og skjölum kirkjunn- ar og flýtti sór þá, sem mest mátti hann iun á skrifstofu sína. Hann nam stað óttasleginn — of seint — hór hafði líka verið kveikt í. Hann braust gegnum kæfandi reykjarsvæluna fram að skrifborðinu, en það stóð í björtu báli. — Alt er glatað, tautaði hann og teygði út handleggina eins og hann vildi faðma að sór heimili sitt tj hinztu kveöju. Svo fór hann út um bakdyrnar. Draumur. Konu dreymir fjórum sinnum fyrir brunanum mikla? Vér fréttum það á skotspónum í gær, að frú Guðrúnu, ekkju Þor- steins skálds Erlingssonar, hefði dreymt merkileean draum fyrir brun- anum mikla. Húu er kunn drauma- tona. Fórum vér þá fund hennar og báðum hana að segja oss þennan merkisdraum sinn. — Eigi veit eg hvort það getur merkisdraumur heitið, mælti hún,. þótt mér sjálfri finnist nokkuð til haus koma. En mig hefir dreymt annan draum, sem mér hefir sjálfri þótt merkilegri, og hann dreymdi mig þrem sinnum, fyrst í nóvem- ber í hitteðfyrra, þá i janúar í fyrra og síðast i maí síðastliðnum. Báðum vér hana þá segja oss þann draum fyrst. — Eg þóttist stödd uppi undir Skólavörðu með tvö yngstu börnin mín. Var eg að reyna að skýla þeim fyrir neistaflugi, er lék sem hrið um okkur. Fann eg glögt tii neistanna, þótt eigi þættist eg brenna. Neistahrið þessi kom neðan úr mið- bænum og stóð þar alt í björtu báli. Þótti mér helzt sem allur mið- bærinn væri að brenna og var eld- hafið ógurlegt. Þóttist eg þá segja við telpnna mina: »Það er eg viss um að einhver brennur nú inni«. Þessi draumur hafði þau áhrif á mig, að eg þóttist þess viss að bráð- lega mundi verða bruni i mið- bænum og styrktist eg í þeirri trú, er mig dreymdi nákvæm- lega sama drauminn tvisvar sinnum síðan. Maðurinn minn heitinn reit drauminn í vasabók sina, en þá bók Hreina loftið hresti hann, en eigi varð sorg hans minni við það að sjá að helmingur þorpsins stóð í björtu báli. Snarkandi eldhafið teygðist bátt á < loft upp og varpaði svo mikilli birtu á akrana, sem dagur væri. En yfir hnykluðust dökkir reykjarbólstrar og eldneistum rigndi niður hvaðanæfa. Hann heyrði ungbörn hljóða og konur gráta, en hvergi sá hann óvinina. Hann gekk nokkrum sinnum um- hverfis húsið sitt brennandi og settist svo að lokum við veginn. Það var eins og ógæfan hefði unnið bug á hjarta hans. Hann sat og starði með sviplausum sjónum inn í eldinn. Einu sinni heyrði hann dálítinn óm, og þá hrökk hann við. — Það voru strengirnir á gömlu fiölunni hnns sem brustu. Alla nóttina sat haun hreyfingar- laus á sama stað. Það var eigi fyr en um morguninn, þegar húsið var rjúk- andi rústir einar, að hann reis á fætur og gekk hægt til kirkjunnar. Jafnframt því sem myndlr þessar liðu fram í huga prestBÍns, breyttis* hann. Hann teygði úr sór, andardrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.