Morgunblaðið - 09.05.1915, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.05.1915, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Hvað hafast þjóðverjar að? í norska blaðinu >Tidens Tegnt stendur þessi greinfþ. 23. f. mánaðar: Úr ýmsum áttnm hafa komið sam- hl'jóða fregnir um það að Þjóðverjar dragi nú mikið lið saman á vestri vígstöðvunum. Sérstaklega er þess getið að þeir hafi aukið mjög lið sitt í Belgíu og Norður-Frakklandi. Er eigi gott að segja um það með neinni vissu hvað gerst hefir eða er að gerast í Þýzkalandi. Það virðist þó ljóst, að eitthvað sé þar á seyði. Sést það meðal annars á því að eng- inn þýzkur bréfpóstur hefir komið til Kristiania síðan á mánudag, 19. apríl. Póststjórnin hefir ekki feng- ið neina tilkynningu um það, hvern- ig á því stendur að póstsamgöngurn- ar hafa stöðvast. Þetta sama hefir komið fyrir tvis- var sinnum áður siðan ófriðurinn hófst og það virðist svo sem það hafi þá staðið i sambandi við það að Þjóðverjar voru að flytja her sinn. Tii dæmis kom það fyrir rétt áður en Hindenburg gerði aðalárásina í Póllandi, eða meðan járnbrautirnar höfðu nóg að gera við það að flytja lið og vistir til eystri vígstöðvanna. Það liggur því nærri að ætla að Þjóðverjar búi sig nú semkappsamleg- ast undir það að taka í móti hinni öflugu sókn bandamanna, sem þeir hafa áður boðað að væri í aðsigi. Það er því mjög sennilegt að Þjóð- verjar dragi saman mikið lið á vestri vigstöðvunum. En eftirtektarverðari er sú fregn sem »Svenska Dagbladet« i Stokk- hólmi hefir fengið frá Vamdrup, sem er á landamærum Þjóðverja og Dana. Sú fregn hermir það að sunnan við landamærin hafi Þjóðverjar núna á skömmum tima haft mikinn her- búnað. Meðal annars ef sagt að þeir hafi dregið saman mikinn her, alt að 50 þúsundum, á svæðinu milli Flensborg og Tönder. Jafnframt er þess getið að einka- sími Suður-Jóta hafi verið teptur síð- an á mánudaginn. Til þess að friða íbúana segja þýzku yfirvöldin að þetta sé nauðsynlegt vegna þess hve Suður-Jótland sé afskekt. Alt bendir og á það að hér sé í rauninni eigi að ræða um neinn lið- samdrátt heldur að eins aukið land- varnarlið. Engir þ/zkir prófessorar. Stúdentar á ýmsum æðri skólum í Rómaborg hafa hótað að hætta námi, ef þ/zkir prófessorar við skólann verði eigi reknir burt. Lagleg þrenning. Kona nokk- ur í Pallion, sem er skamt frá Sund- erland í Englandi, átti n/lega þríbura — alt drengi. Maðurinn bennar er á vígvellinum og því var farið með a!la drengina á uppeldisstofnun. Þeir voru vatni ausnir og nöfn gefin. Heitir einn Kitchener, annar Jellicoe og hinn þriðji French. Bezta öliö Heimtið það! — o — Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. Þeir sem nota blaut- asápu til þvotta kvíða einlægt fyrir þvotta- desinum. Notið Sunught sapu og hún mun flýta þvottinum um helming. Preföld hagsýni— tími, vinna og penin- gar. Farið eftir fyrirsögnidni, sem er á öllum Sunlight sápu urnbúöum. iíK0SíBMí2 K.roner at tjene!*™®* For at skaffe Anbelaliriger til vort Katalog sælger vi vore bckendte 24 Kroners Herre- og Dameuhre fop 12 Kronerí Disse Uhre er af allerbedste Fabrikat, ægte, meget svære Solvkasser med ægte Guld- kanter, ekstra prima Værker med 10 Stene. fint aftrukne og regulerede, hvorfor vi for hvert Uhr giver 5 Aars skriftlig Garanti. Betingeisep for, at De kan erholde et af vore 24 Kroners Systemuhre for 12 Kr. er, at De sender os en Anbeíalíng lor Uhret, naar det viser sig, at De virkelig er tillreds med det; men glem det nu ikke, da disse Anbefalinger jo har stor Betydning for os i Fremtiden. Pengene sendes Dem retur, hvis ikke De cr aldeles tilfreds med Uhret. Skriv straks. Adr.: Oanmark UHR-EKSPORT0REN, Jens P. Lar$en, Aarhus. m Menn gleyma 0 öllum sorgum þegar menn reykja Special Sunripe Gigarettur! Gremja og reiði í Bandaríkjnnnm i Norður-Ameriku. Það hefir vakið gremju og reiði um allan hinn mentaða heim, er þýzkur kafbátur sökti farþegaskipinu >Falaba» og gerði ekkert til að bjarga farþegum, en skaut jafnvel á björgunarbát, sem annað skip sendi út til að bjarga þeim, sem voru að velkjast í sjónum. En hvergi virð- ist gremjan og reiðin vera jafn megn sem í Norður-Ameriku. Amerísku blöðin yfirleitt kalla þessa að‘erð Þjóðverja villidýrslegan, æðisgengin morðvargaskap. Eg skal nefna hér að eins fá um- mæli allra-merkustu blaðanna. »New York Herald* segir að’ þetta sé að snúa aftur til villi- dýrsástands. Víkingarnir á sín- um grimdardögum voru ekki eins miskunnarluusir eins og Þjóðverjar sem breyta eftir fyrirmælum keisara síns. Þegar skipið >Agulla« sendi björgunarbát til að bjarga fólkinu, sem á floti var í sjónum, reyndi kafbáturinn þýzki að sökkva björg- unarbátnum og sökkva fólkinu á honum. Þjóðverjar tala mikið um þjóðmenningu sína (kúltúr). En þessi aðferð afklæðir þessa menningu þeirra og sýnir þá alsnakta i grimd- aræði sinu. »New York Times*. segir, að grimdaræði Þjóðverja hafi verið enn andstyggilegra við þetta tækifæri, heldur en i öllum hryðjuverkum þeirra í Belgíu. Þetta er ekki hernaður; það er morð. Það er of veglegt að líkja Þjóðverjum við sjóræningja. Vík- ingurinn drepur menn, ekki af tómri slátrunarfýsn, heldur sér til ávinn- ings; hann er ræningi. En að fyr- irfara farþegaskipi eins og >Falaba« og fyrirfara um leið öllum farangri þess, það ber ekki vott um neitt annað en morðæði. Þegar Þjóð- verjar myrtu konur, börn og gamal- menni í Belgíu, þótt saklaust fólk væri, þá var það þó fólk, sem heyrði til þjóð, sem þeir áttu í hernaði við. Farþegarnir á >Falaba« voru að miklu leyti menn þeirra þjóða, sem iifa í friði við Þjóðverja. Þegar þeir í Belgiu hafa nauðgað konum og meyj- um, þá hafa þeir, svo svívnðilegt sem athæfið var, verið að svala girnd- um sínum, en ekki einu sinni því var að heilsa þegar þeir fyrirfóru fólkinu af »Falaba«. Menn eiga örð- ugt með að trúa því, að þeir hafi haft skemtun eða nautn af að horfa á kvalir og dauða manna í bylgjun- um. Það er örðugt að trúa því, þó að mörg vitni, bæði meðal þeirra sem bjargað var og þeirra sem björg- uðu, hafi svarið fyrir dómi; að Þjóð- verjarnir á kafbátnum hafi hlegið dátt að fólkinu, sem var að skolast í bylgjunum. »New York Iribune« kallar >Falaba«-sprenginguna morð með ásettu ráði og köldu blóði. Fyrir- liðarnir á kafbátnum ættu að missa allan rétt til þess, að með þá sé

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.