Morgunblaðið - 17.05.1915, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Silki, Klæði, blá Sheviot,
Blúsu- og sumarkjóiatau,
ogmisí Regnkápur
Tíisttau
feiknar úrval.
Lakaléreft, fiðurhelt-Iéreft,
óbleikt-Iéreft.
Allar þessar Yörur
komu með s.s. „Susanna“ frá Englandi,
auk þess sem áður var komið, svo sem;
Karlmannsföt í fjölbreyttu úrvali,
stakar Buxur, karlm. og dreugja,
Unglingaföt og Fermingarföt, Næriatnaöur,
Drengjapeysur, Sokkar.
Svartar og misl. Slaufur og Slifsi.
Skinn o g Baömullarhanzkar.
Allskonar smávara,
og gleymið ekki léreftunum sem allur bærinn þekkir.
Tf). Tf). Tfafnarsfræfi 4.
fremur sem hersveitir úr nágrenni
Petrograd, geta hæglega tekið á móti
innrásarliðinu.
»Novoe Vremya« skýrir frá því,
að þegar Þjóðverjar réðu það af,
að brjótast þarna inn í Rússland,
hafi þeir hætt við það að hafa Tilsit
að bakhjarli, ef illa skyldi fara, en
ætlað sér einhvern annan stað, norð-
an við Memel, að flýja til. Hafa
þeir sennilega í hyggju að láta flot-
ann setja þar iið á land.
--- ■»!<■-----------
1,132,654,000 sterl.punda
útgjöld.
Lloyd George fjármálaráðherra
skýrði frá því á þingi Breta 4. þ. m.,
að áætluð útgjöld ríkisins mundu
verða 1,132 milj. sterlings pund, ef
ófriður stæði til marzmánaðarloka
næsta ár. Yrði þá tekjuhallinn
862,322,000 sterlings pund. Ekki
sagði fjármálaráðherrann hvaða ráða
yrði neytt til að jafna þann tekju-
halla. Kvað hann að stjórnin hefði
ekki enn tekið fullnaðarákvörðun
um það. Það mátti þó skilja á ræð-
unni að stjórnin mundi aðallega ná
upp tekjuhallanum i landinu sjálfu.
Meðal annars sagði hann að gróði
landsmanna væri 300—400 milj. á
friðartímum, og nú mundi gróði
landsmanna verða tvöfalt meiri. Það
fé gætu menn og ættu að vera fúsir
til að lána ríkinu.
í þessari ræðu skýrði Lloyd George
og frá því, að herkostnaður Breta
væri nú að jafnaði 2,100,000 pund
sterling á dag. Auk þess yrðu Bret-
ar að lána nýlendum sínum og banda-
mönnum fé. Kvað hann það mundi
nema 200 milj. sterlingspund, ef
ófriðurinn stæði yfir í eitt ár enn.
Tekjurnar áætlaði hann 270,332,-
000 sterlingspd. og er það tæpum
44 milj. meiri tekjur en síðastl. ár.
Stórbrnni.
Eldur korn upp í borginni Colon
i Panama og eyddi hálfa borgina,
þar á meðal stærstu verzlanir bæjar-
ins. Skaðinn metinn 720 þús. kr.
Bretar taka þýzkt skip.
Þess var getið í Morgunblaðinu í
vetur, að þýzku gufuskipið Mace-
donia, sem Spánverjar höfðu kyrsett
i Las Palmas á Kanarisku eyjpnum,
hefði strokið þaðan 16. marz.
Nú hefir flotamálastjórnin brezka
tilkynt, að brezkt beitiskip hafi náð
Macedoniu og flutt skipið til Gibraltar.
Macedonia er 4,312 smálestir að
stærð, eign Hamborg—Ameríku
gufuskipafélagsins.
Ofriðarsmælki.
Þjóðverjar hafa n/Iega búið til
nýtt orð, sem mikið er notað í dag-
legu tali í Þyzkalandi um þessar mundir.
Að sökkva skipi með tundurskoytl
frá kafbát er kallað 5>zu weddingen«,
eftir þ/zka kafbátsskipstjóranum, sem
flestum skipunum sökti í vetur og
vor. Sjálfur fórst hann fyrir skömmu
og allir hans menn, sem á kafbátnum
voru. »
Þ/zkur kafbátur réðist n/-
lega á botnvörpuskip brezk, Bem voru
að veiðum á »Doggerbankanum« í
Norðursjónum og sökti 8 þeirra á tæp-
um tveim stundum. Skipverjum var
öllum skipað að fara í bátana, og hafa
þeir alllr komist lífs af. Þjóðverjum
þykir þetta þrekvirki mikið og eflaust
verður skipstjóri kafbátsins sæmdur
einhverri orðu, er heim kemur.
Þjóðverjar og bandamcnn hafa
löngum borið hver öðrum /ms grimd-
arverk á br/n. Þannig hefir þess
orðið vart á vígvöllunum, að fundist
hafa dauðir menn, er augun hafa verið
kroppuð úr, og hefir eigi verið sparað
að halda þessu á lofti, sem dæmi um
grimdaræði óvinanna. Nú eru menn
þó farnir að játa, að eigi muni þessi
spjöll vera af mannavöldum, heldur
stafa af því að hræfuglar, hrafnar og
krákur, leggjast á náinn. Er sagt að
fjöldi hræfugla þyrpist að ófriðar-
stöðvunum.
K j ö 11 e y s i er nú mikið á Þ/zka-
landi. Flytja blöðin augl/singar þar
sem beðið er um hunda til slátrunar.
Loftþr/stlngurinn, sem
fylgir hinum ógurlegu fallbyssuskotum
í ófriðnum er svo gífurlegur, að talið
er að menn hafi beðið bana af honum
einum saman. Sprengikúla sprakk rótt
hjá manni elnum og lá hann dauður
eftir. Læknir, sem skoðaði hann, gat
eigi orðið var við nein sár, en bæðí
lungun voru sprungin. Komið hefir
það fyrir, að hljóðhimnurnar hafa
sprungið í eyrum manna er sprengi-
kúla haíir farið nálægt.
D AGBÓRIN. CS=»
Afmæli í dag:
Þóra Jónsdóttir húsfrú.
Þuríðmr Magnúsdóttir húsfrú.
Einar Runólfsson trósmiður.
d. Tómas Sæinundsson 1841.
Sólarupprás kl. 3.14 f. h.
Sólarlag — 9.37 síðd.
Háflóð í dag kl. 7.31
og í nótt — 7.52
Veðrið í gær:
Vm. logn, hiti 6.3.
Rvík n.n.v. stinningsgola, hiti 5.0,
ísf. s.V kul, hiti 1.9.
Ak. logn, þoka, hiti 1.5.
Seyðf. logn, þoka, hiti 3.5.
Þórh. F. n. gola, hiti 4.3.
Póstar í dag:
Ingólfur til Grindavíkur.
Kvenfélagið Hringurinn efnir tit
sjónleika í Iðnó á morgun.
Á hverju vori í allmörg undanfarin
ár hefir félagið s/nt oss gamanleika,.
sem þótt hafa hin bezta skemtun. Öll-
um ágóða af s/ningunum er varið til
styrktar berklaveikum sjúklingum á
Heilsuhælinu. Leikritið, sem leiki®
verður nú, heitir: »Erfðaskrá Bínu
frænku«, eftir Edgar Höyer, ákaflega
skringilegt leikrit. Óhætt er um það,
að troðfult verður í lðnó á morgun —
vissast að panta aðgöngumiða í tíma.
ísafold komst ekki af stað á til-
teknum tíma vegna mikils flutnings.
Skipið fór héðan í gær.
Það er orðin venja að fólk gangi
sór til skemtunar út í Örfirisey á
sunnudögum. Mátti svo heita að óslit-
in röð af fólki væri á grandagarðinum
í gær og úti á eynni var krökt allan
daginn. Margir tóku með sór mat og
borðuðu hann í eynni.
Seglskip kom hingað í gær hlaðið
cementi til Ó. Johnsens og Kaaber.
Great Admiral kom af fiskveiðum
i gær með mikinn afla.
Fótboltafélögin eru sem óðast að
æfa undir mótið í júní.
Jóhann Eyjólfsson alþingism., sem
keypti Brautarholtið í vetur, er nú
fluttur þangað.
Ingólfur kom ofan úr Borgarnesi 1
gær. Fáir farþegar með skipinu.
Nóra kom af síldveiðum í gær.