Morgunblaðið - 18.05.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Landsbókasafnið. Samkvæmt ix. gr. í Reglum um afnot Landsbókasafnsins eru ailir lántakendur ámintir um, að skila öllum þeim bókum, er þeir hafa að láni lir safninu, fyrir 14. d. maím. næstk., og verður engin bók lánuð út úr safninu 1.—14. maím. Landsbókasafninu 27. d. aprílm. 1915. Jón Jakobsson. ■ Menn þnrfa að mála þegar veðrið er gott, er ekki minni ástæða til að nota eingöngu litina góðu, frá Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn, því þeir þola alla veðráttu. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. r-g-n D A6BÉRIN. E=3 Afmæli í dag: Aslaug GuSmundsdóttir, húefrú. Guðrún Eyjólfsdóttir, núsfrú. Helga Tómasdóttir, húsfrú. Jóhanna P. Bjarnason, jungfrú. Jón Björnsson, klæSskeri. Ludvig HafliSason, kaupmaSur. SigurSur SigurSsson styrimaSur Sólarupprás kl. 3.11 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 9.40 sfSd. HáflóS í dag kl. 8.12 og í nótt — 8.33 Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 5.6. B,v. logn, hiti 5.3. ísaf. n.n.v. andvari, þoka, hiti 2.7.. Ak. logn, þoka, hiti 1.4. Gr. logn, frost 10.3. Sf. logn, frost 2.5. Þórsh., F. n. gola, hiti 3.0. ÞjóSmenjasafniS opiS kl. 12—2. L æ k n i n g ókeypis kl. 12—1 i Austurstræti 22. Tannlækning ókeypis kl. 2—3 f Austurstræti 22. Póstar á morgun: Austanpóstur kemur. Ingólfur frá Grindavík. Hjúskapur: GuSni Þorleifson, útvegsbóndi á Eski- firSi og ungfrú María Tómasdóttlr. Gift 10. maí. Arsæll Arnason bókbindari og jung- frú Svafa Þorsteinsdóttir. Hallbjörn Halldórsson prentari og jungfrú Kristín GuSmundsdóttir. Resolut, síldveiSaskip H. P. Duus, kom inn f gær meS 180 tunnur af síld. Christianssund kom í gær frá VestfjörSum. MeS skipinu komu: Bald- ur Sveins&on kennari af ísafirSi meS frú, frú RagnheiSur Björnsdóttir, ekkja Páls skálds Ólafssonar og systurnar Svafa og Sofía Jóhannesdætur af ísa- firSi. Gangstéttin meSfram ASalstræti á nú aS breikka. VerSur sniSiS af bæjar- fógetagarSinum, en til þess aS þaS sé hægt, verSur aS flytja nokkur tró á burtu. Er nú veriS aS grafa undir rætur stóra reynitrósins, sem er án efa fal- legasta tróS í Reykjavfk. í gær var afmæli sjálfstæSis NorS- manna. Drógu NorSmenn, sem hór dvelja, flögg á stöng, og víSa mátti sjá börn meS blá, rauS og hvít bönd og norsk smáflögg í höndunum. Vesta fór frá SeySisfirSi í gær. SkipiS kemur viS á nokkrum höfnum á Austurlandi og mun því varla vænt- anlegt hingaS fyr en á fimtudaginn. Christianssund fer til AustfjarSa og útlanda kl. 8 árdegis í dag. Flora var í Vestmanneyjum í gær. Kemur hingaS í dag. Öfriðarsmælki Nýju sjálfboSaliSi eru Bret- ar aS safna; á þaS aS hafa þann starfa á hendi aS gæta þ/zkra fanga þar í landi. Er þetta gert til þess aS hermenn þeii, sem nú eru látnir gæta fanganna, geti fariS til vígvallarins, en í þeirra staS komi menn, sem eigi kæra sig þaS aS hætta sór undir vopn ÞjóSverja. Á einum staS, allskamt frá London, eru nú geymdir 10 þúsund þyzkir fangar. B a 11 i n, forstjóri Hamborgar-Ame- ríkugufuskipafólagsins, reit »Times« 2. ágúst og reyndi þar aS færa sönnur á þaS aS Rússum einum væri ófriSurinn aS kenna. Times birti eigi bróf þetta vegna þess, aS þá var eigi kunnugt hvernig Bretar mundu snúast. 1 aprílmánuSi átti amerískur frótta- ritari tal viS Ballin, og sagSi hann þá aS England ætti alla sök á ófriSnum. Gott er aS hafa hjals í herjum kjaft- ana tvo og sitt í hverjum, segir í gam- alli vísu. Efamál er þaS hvaS gott Þýzkalandi eSa Ballin stendur af þess- um ummælum. Manntjon Kanadaliðsins. Ein hersveitin í liði Kandamanna heitir Princess Patricia Regiment og í henni eru flestir íslendingar þeir, sem í ófriðnum eru. 2. þ. m. höfðu fallið 20 fyrirliðar og 308 hermenn úr þeirri liðsveit. Alt manntjón Kanadaliðsins var þá 232 fyrirliðar og 6024 hermenn. Síðan hefir mannfallið verið hvað mest í því liði. Hreindýr skotið á Seyðisfjarðarhöfn. Seyðisfirði 17. maí. Hreindýr var skotið hér á höfn- inni í gær í misgripum. Héldu menn það ísbjörn vera og hervædd- ust. Var sótt að því á alla vegu og lauk viðureigninni svo, að það var drepið. Selveiðaskip kom hingað í fyrra- dag. Sagði það feikna mikinn ís úti fyrir, alla leið frá Jan Mayen til Langaness. Veikindi í her Rússa. Rússar hafa beðið feikna manntjón i þessum ófriði, en þess hafa menn síður gætt, að það eru ekki eingöngu hin ægilegu morðvopn óvinanna, sem höggva skörð i fylkingar þeirra. Að vísu verða fallnir menn naumast tölum taldir, en skyldi einhver tala verða nefnd, þá hækkar hún griðar- mikið ef við hana er bætt öllum þeim, er deyjaaf sjúkdómum. Heilsu- far rússnesku hermannanna er sera sé afar bágborið. Vilji menn sann- færast um það nægir að benda á hagskýrslur^þær, sem herstjórnin hef- ir út gefið síðustu árin. En af því að þær skýrslur eru frá friðartímum, getur hver maður sagt sér það sjálf- ur, að sjúkdómar og manndauði muni vera miklu meiri nú en nokkru sinni áður. í fyrra sýna skýrslurnar það, að 22,539 hðsforingjar sýktust. 317 liðsforingjar dóu úr ýmsum sjúkdóro- um, 15 dóu af slysförum og 74 drýgðu sjálfsmorð. Meðal hermanna veiktust 568,751 í fyrra og af þeim dóu 5100. Farfuglarnir. Merkir náttúrufræðingar hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu, að styrjaldir,- eins og þær eru nú háðar, trufli al- veg göngu farfuglanna. Segja þeir að því valdi hávaði sá, er verður af fallbyssuskothríðinni og sá óhemju loftþrýstingur, sem því fylgir er kúl- urnar springa. Er það eigi ósenni- legt, að þessu kunni vera þann veg farið. Væri gaman ef menn vildu véita því eftirtekt hér, hvort nokkur munur sæist á því, að farfuglar yrðu hér færri eða fleiri en undanfarin ár. ------ --------------- Sigurjón Jónsson skólastjóri á ísafirði sagði upp skóla- stjórastarfinu í vor frá 14. maí. —- Skólanum var sagt upp þann dag og voru þá sungin kveðjuljóð þessi tií hans frá nemendum og kennurum skólans: Hví er nú sem hjörtum í hljómi klökkur strengur, þegar i sól og sumarfrí sveit úr skóla gengur ? Von er að blandist klökkum klið kveðja’ i hug og ljóði; nú er að skilja skólann við skólastjórinn góði. Mestan á i menning þátt morguns leiðarstjarna, sú, er i kærleik setur hátt sannleiksmerkið barna. Sárast afbragðs yfirmann oss er við að skilja, sigurdrjúga samherjann, son hins sterka vilja. Hreinskilninnar hollri dögg hlúðir þú að gróðri, dáðin þín og réttsýn rögg ríktu i skipan góðri. Lipurð þín og leiðsögn mild lengst mun oss í minni. Þökk fyrir sanna sæmd og snild sýnda í stöðu þinni. Þú varst okkur veikum vörn voldug hverju sinni. Ó, að við hétum óskabörn öll í minning þinni. Alt það góða er glæddir þú góði, í okkar fari, ó, að það bæri í ást og trú ávöxt þann er vari. íræðarinn kæri, ljóð og lag léttir æskuraunum. Gefi þér margan góðan dag guð að starfalaunum. Gtiðm. Guðmutidssott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.