Morgunblaðið - 18.05.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
ávalt fyrirliggjandi, hjá
G. EIRÍKSS, Reykjavík.
Einkasali fyrir ísland.
Bezta ölið
Heimtið það!
— o —
Aðalumboð fyrir ísland:
Nathan & Olsen.
Menn gleyma
öllum sorsjum
þegar
menn reykja
Special Sunripe Gigarettur!
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
um ræningja í ræningjalandi
3 eftir
Övre Richter Frich.
fulltrúa Noregs á símastaur og láta
hann verða þar hrægömmum að
bráð, án þess að gera nokkuð til
þess að bjarga honum, Eg get eigi
betur séð, en að við verðum að
vera við því biinir að taka neyðar-
kostunum.
— Já, en tvær miljónir dala, and-
varpaði formaður jafnaðarmanna.
Hvað verður þá eftir til þess að
efna loforð þau, sem gefin voru við
kosningarnar, endurbæturnar miklu.
Við sjáum nú þegar í botn á ríkis-
fjárhirzlunni og svo bætast þessi út-
gjöld við. Hvað munu stjórnleys-
ingjar segja?
Forsætisráðherrann hristi höfuðið
í örvæntingu.
— Þetta er þjóðaróhamingja, herr-
ar mínir, mælti hann að lokum. En
þrátt fyrir hinn sorglega raunveru-
leik sögunnar er hún þó næstum
kátleg, ef eg mætti svo að orði
komast. Það er skylda hvers ráð-
herra að láta ekki ræningja stela sér,
og stefna ekki föðurlandi sinu í
fjárhagsvoða. — — Og sé rétt á
litið, þá höfum við meiri þörf þess-
ara 2 milj. dala heldur en------------
Hann mælti eigi fleira. Konung-
ur hafði hlustað á ræður ráðgjafa
sinna með hinni mestu athygli, en
greip nú fram í.
— Herrar mínir, mælti hann og
var mikið niðri fyrir, við skulum
ekki gleyma öllu öðru en því að
barma okkur. Hér er ekki nema
um eitt að velja. Við verðum að
senda hinn bezta mann, sem við
eigum völ á, til Mexiko, til þess að
jafna málið. Og maðurinn verður
að leggja af stað þegar í nótt. Hann
verður að hafa fult umboð til þess
að taka þetta fé að láni og komast
að samningum við ræningjana. Og
þessi saga má ekki berast lengra.
— En maðurinn — hvern fáum
við til fararinnar, mælti fjármálaráð-
herrann áhyggjufuilur. Við höfum
■ ► UÆI^NA^
Brynj. Bjðrusson tannlæknir,
llverílsgötu 14.
Gegnir r jálfnr fólki i annari lækninga-
r'.c'nnni kl. 10—2 og 4—6.
Öll tatitilœknisverk Jratnkvæmd.
7 ennur búnar til og tannqarðar af
öllutn (rerðum, og er verðið ejtir vöndun
d vinnu og vali d efni.
Jón Kristjánsson
læknir.
Gigt og hjartasjúkdómar.
Fysiotherapi.
Bókhlöðustíg io, uppi.
Til viðtals kl. io—12.
Bann,
Hér með fyrirbýð eg alla umferð
um Bessastaðanes. Sérhver sá sem
gerir sig sekan í að ferðast um nefnt
nes, skjóta við strendur þess eða
láta gripi sína koma þar án míns
leyfis, verður lögsóttur að harðasta
lagaleyfi.
Bann þetta gildir fyrir allan þann
tíma sem eg hefi jörðina Bessastaði
á leigu.
Geir Guðmundsson.
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyni.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
VÁTííYGGINGAl^
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabócafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurancc
Forening limit Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Strí ðs vatry ggin g.
Skrifstofutími 9—11 og 12—3
Det kgl. octr. Brandassnrance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus. húsgögn, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielson.
Carl Finsen Austurstr. 1, (uppi)
Brunatryggíngar.
Heima 6 —7^/4. Talsími 331.
LfOGMKNN
Sveinn Björnsson yfird.lögm.
Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202.
Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6
Eggert Claessen, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sfmi 16.
Olafur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima 11—12 og 4—3.
Jón Asbjörnsson yfid.lögm.
Austurstr. 5. Sími 435.
Venjulega heima kl. 4—5
Guðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8. Sími 488.
Heima kl. 6—8.___________
Bjarni Þ. Johnson
yfirréttarmálaflutningsmaður,
Lækjarg. 4.
Heima 12—1 og 4—5. Sími 263.
nóg af ræðumönnum, en framkvæmd-
armenn færri — ja, það er að segja
— Eg veit af manni, sem mundi
geta ráðið þessu máli til lykta, mælti
konungur hægt. Hann er hvorki
stjórnmálamaður né leynilögreglu-
þjónn. En eg hefi haft tækifæri til
þess að athuga hvernig þessi maður
hefir tvisvar sinnum látið til sin taka
og í hvort tveggja skiftið bjargað
þjóðfélaginu frá bráðum voða.------
— Hver er það? Hvað heitir hann?
heyrðist hvaðanæfa.
— Er hann stórþingsmaður ? mælti
forsætisráðherrann. Eða flokkstjórn-
maður?
— Nei, svaraði konungur gætilega.
Það et maður, sem er blátt áfram
eins og fólk er flest. Hann er
læknir, og heitir Jónas Fjeld.
Annar kapituli.
Siljurlands nótt.
Öll hin mikla mexikanska slétta
svaf undir stjörnutjaldinu. Myrkrið
lá eins og þykt ullarteppi yfir hinni
ómælanlegu vidd. Stjörnuljósið megn-
aði eigi að rjúfa myrkrahjúp hita-
beltisnæturinnar, sem sveipaði jörð-
ina og fól leyndardóma hennar.
Það er ekkert eins hljótt hér á
jörðu og nóttin suður við hvarfbaug
krabbans. Það er eins og andar-
dráttur hinnar sofandi náttúru heyr-
ist eigi. Alt hvílist í faðmi nætur-
innar til þess að safna kröftum fyrir
komandi dag.-------Og coyoten, litli
sléttuhundurinn, skriður inn í holuna
sina og dreymir um rán.-------------
— Já — alla dreymir um rán í
Mexiko. Landið hefir fengið bölvun
fegurðarinnar og auðæfanna í vöggu-
gjöf. Öl) saga þess er ræningjasaga,
síðan morðinginn hann Fernando
Cortez píndi gull og silfur út úr
hinum rauðu afkomendum Monte-
zumas með glóandi töngum.
Aldrei hefir Mexiko notið hvildar.
Alt af hafa broddar ágirndarinnar
stungið hjarta þess.
Það var einusinni maður, sem
hélt silfurlandinu i skefjum i heilan
mannsaldur. Hann hét Porfirio
Diaz og nafn hans verðskuldar það
að vera nefnt þegar mestu manna
mannkynssögunnar er getið.----------