Morgunblaðið - 20.05.1915, Síða 2
2
MÖRGUNBLAÐIÐ
Svaríar
Jiven ■ regnkápur
komnar fií Tt). Tf). Tíafnarsfræti *t.
Harfmanmföf
selcí afar ódtjrf
f)já Tf). Tf). Hafnarstr. 4.
í dag
kemur e/s Vesta, og hán hefir að færa hin langþráðu
Kvenstígvél og skó,
Karlmannsskófatnað, fleiri teg.,
feikn af Barnaskófatnaði frá nr. 17 til 25.
Skókhlífar, Strigaskó og Sandala —
sem og allan annan skófatnað í stærstaúrvali og með
lægsta verði í
Skóverzlun
Lárus Gr. Lúðvígsson.
þeir höfðu á sínu valdi vestan við
Yser-skurð. Bretar unnu mikinn
sigur á Þjóðverjum hjá Richebourg
l’Avons. Tóku þeir þar heila röst
af skotgryfjum óvinanna og 1500
metra af skotgryfjum austan við
Festubert. í öðru áhlaupi sóttu þeir
langt fram í áttina til Quitqueveg-
arins.
Norðan við La Basse náðu brezk-
ar hersveitir nokkrum skotgryfjum
óvinanna. Manntjón óvinanna var
mjög mikið í þessu héraði og xooo
menn voru teknir höndum.
Þýzk liðssveit, sem í vor 700
manr.s, lenti á milli vélbyssuskot-
hríðar Breta og stórskotahríðar síns
eigin liðs. Var hún strádrepin, svo
að eigi stóð einn maður uppi.
Norðan við Arras styrktum vér
stöðvar vorar og héldum uppi bar-
daga. Hrundum vér af oss gagn-
áhlaupum Þjóðverja og sóttum fram
í áttina til Sochez. Slæmt veður
hefir varnað oss frekari framsóknar.
Aköf skothríð og orusta heldur enn
áfram í öllu þessu héraði.
í Champagnehéraði, norðan við
Ville sur Tourbe unnum vér ágæt-
an smásiguráhlaupi voru var snild-
arlega stýrt og biðu óvinirnir feikna
manntjón. Rúmlega 1000 menn
dauða fundum vér í skotgryfjunum
og brjóstvígjunum.
Vér gerðum árás hjá D’Ailly-skógi.
Náðum vér þar skotgryfjum óvin-
anna og vélbyssutn og tókum 250
manns höndum.
Vér hrnndum öllum áhlaupum
Þjóðverja allsstaðar.
Sir John French
talar um gasið.
1 skýrslu sinni þ. 4. þ. mánaðar
farast Sir John French svo orð um
gastegundir þær, sem Þjóðverjar eru
farnir að nota í ófriðnum:
Gasið, sem þeir nota, er leitt í
pípum inn í skotgrafirnar, eða það
er i sprengikúlum, sem sérstaklega
eru til þess gerðar. Hersveitir Þjóð-
verja, sem gerðu áhlaupin eftir að
gasinu hafði verið veitt á okkur,
höfðu andlitsverjur, og bendir það
til þess að þeir hafi lengi búið sig
undir það að nota gasið.
Viku áður en þeir notuðu það í
fyrsta skifti, sögðu þeir það i opin-
berum tilkynningum sinum, að við
værum farnir að nota kæfandi gas-
tegundir. Þá gátum við enn eigi
séð neina ástæðu til þessarar óskamm-
feilnu lygi, en nú er það auðséð að
það var aðeins undirbúningur. Þjóð-
verjar hafa óttast að hlutlaus riki
mundu fordæma aðferð sína, ef þeir
hefðu ekki skelt skuldinni á okkur
fyrst.
Síðan óvinirnir tóku fyrst að nota
þetta gas til þess að skýla framsókn
liðs síns, hafa þeir altaf gripið til
þess, bæði til sóknar og varnar,
þegar tækifærj hefir gefist.
Áhrifin af þessu gasi eru ekki
óþægileg og kvalalaus eins og þýzku
blöðin hafa komist að orði. Þeir,
sem anda að sér gasinu og deyja
ekki þegar í stað á vígvellinum,
heldur eru fluttir til sjúkrahús, hafa
óþolandi þjáningar og deyja venju-
lega kvaladauða. Þeir, sem lifa, eru
litlu betur komnir, því skaði sá,
sem gasið hefir gert lungum þeirra,
er svo mikill, að það er efasamt að
þeir biði þess nokkurn tíma bætur
alla sína æfi. Vísindamaðurinn þýzki,
sem hefir lagt á ráðin um notkun
gassins, hefir áreiðanlega vitað þetta
og eins herstjórnin, sem skipað hefir
fyrir um notkun þess.
Eg er á þeirri skoðun, að óvin-
irnir séu ákveðnir í því að nota
þetta gas eins og hvert annað sjálf-
sagt hernaðartæki, og þess vegna
muni vera þýðingarlaust að hefja
mótmæli.
------ DAÖÖÓBflN. C
Afmæli f dag:
Maigrét Guðmundsdóttir, húsfrú.
Fransiska Júlíana Olsen, húsfrú.
Maria ÞórSarson, húsfrú.
Elín Magnúsdóttir, húsfrú.
Hedvig D. Blöndal, húsfrú.
Guðm. Stefánsson, húsgagnasm.
Björn Björnsson, prestur, Laufási.
Petra Teitsdóttir, jungfrú.
Veðrið í gær:
Vm. a. snarpur vindur, hiti 6,0
Rv. a. andvari, hiti 7,5
ísaf. logn, þoka, hiti 2,6
Ak. logn, þoka, hiti 1.0
Gr. logn, niti 5,0
Sf. logn, hiti 2,8
Þh.F. a. kaldi, hiti 6,6.
Sóiarupprás kl. 3.5 f. h.
S ó 1 a r I a g — 9.46 síðd.
Háflóð í dag kl. 9.15
og í nótt — 9.39
Póstar í dag:
Kjósarpóstur fer.
Keflavfkurpóstur fer.
Ingólfur til Borgarness.
Cere3 á að koma frá útlöndum.
A morgun:
Ingólfur frá Borgarnesi.
Kjósarpóstur kemur.
Þjóðmenjasafnið opið kl.
12—2.
Dagskrá á fundi bæjarstjórnar fimtu-
dag 20. maí kl. 5 síðd.:
1. Fundargerð byggingarnefndar
15. maí.
2. Fundargerð fasteignanefndar 12.
maí.
3. Fundargerð fasteignanefndar 17.
maí.
4. Fundargerð veganefndar 17. maí.
5. Fundargerð hafnarnefndar 14.
maí.
6. Fundargerð brunamálanefndar
13. maí.
7. Fundargerð fátækranefndar 11.
maí.
8. Lagður fram reikningur elli-
styrktarsjóðs árið 1914 og kosnir end-
urskoðendur.
9. Umsókn Magnúsar Blöndahls
um leigu a Stóra-Selstúni til fiskverkun-
ar.
10. Umsókn Benedikts Jónssonar,
fyrv. sótara um hækkun á eftirlaunum.
11. Erindi Gísla Þorbjarnarsonar
um hringekju.
12. Brunabótavirðingar.
Botnía kom til Khafnar 17. maí.
Fer þaðan um Leith 23. maí.
Ráðherra Einar Arnórsson fór ekki
með Floru í gær.
Vesta er væntanleg hingað snemma
í dag.
Jarðarför frú Maríu Finsen fer
fram næstkomandi laugardag.
Munið eftir
Léreftunum
Odýrust
Tvisttau
hjá Th. Th.
hjá Th. Th.