Morgunblaðið - 26.05.1915, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
er hið bezta
í heimi!
Lipton’s the
I heildsölu fyrir kaupmenn, hjá
G. Biríkss, Reykjavík.
Mikið úrval af rammalistum
kom með Vestu á Laugaveg 1.
— lnnrðmmun fljótt og vel af hendi leyst. —
Þar fást einnig beztar tækifærisgjafir, svo tem myndir í
ramma og rammalausar, myndastyttur o fl.
Alt öheyrt ódýrt.
Komið og reynið.
Beauvais
niðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar i heimi,
Otal heiðurspeninga á sýningum viðsvegar um heiminn.
Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
O. Johnson & Kaaber.
• sem skulduðu GuB-
^ jóni heitnum Jóns-
syní málnra Skólavörðustíg 20 hér i
bænum, fyrir vinnu eða annað, eru
vinsamlegast beðnir að greiða þær
skuldir Sveini Björnssyni yfir-
dómslögmanni, Ftíkirkjuvegi 19 hér
i bænum.
St. í Reykjavík 18. mai 1915.
F. h. erfingjanna.
Klemens Baldvinsson
frá Hvassafelli.
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthiassyni.
Þeir, sem kanpa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
Sími 497.
Jón Kristjánsson
læknir.
4 mótorhásetar
geta fengið atvinnu á Austfjörðum nú þegar. Hátt kaup í boði. Menn
snúi sér til Jóns kaupm. Árnasonar Vesturgötu 39.
Stríðsvátryggingar
taka þessi félög að sér:
Geníorsikrings-Aktieselskabet „Skandinavia“.
„Danske Genforsikring A.s“.
Forsikringsaktieselskabet „National“.
Vátryggingarskírteini gefin út hér.
Aðaiumboðsmaður Captaiii Carl Trolle.
Gigt og hjartasjúkdómar.
Fysiotherapi.
Bókhlöðustíg 10, uppi.
Til viðtals kl. 10—12.
velþektu
eru nú komin aftur
í frönsku verzlunina Hafnarstr.17
til dæmis skal nefna:
Pils á kvenfólk, Brækur á karlmenn,
og Treyjur og Hatta á alla.
LfÖGMRNN
Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm.
Frlklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202.
Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 os 4—6
Egrgert Claessen, yfirrétíarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17,
VenjuleBU heima 10—II oq 4—5. Simi 16
Olafur Lárusson yfird.lögm,
Pósthússtr. 19. Sími 215.
Venjulega heima 11 —12 os 4—t
Jón Asbjörnsson yfid.lögm.
Austurstr. 5. Sími 435.
Vetijulega heima kl. 4—31/f.
Gnðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8. Sími 488.
Heima kl. 6—8.
Bjarni 1». Johnson
yfirréttarmálaflutningsmaður,
Lækjarg. 4.
Heima 12—1 og 4—5. Sími 263.
vátbyggingap.
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabocafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limh Aðalnmboðsmenn:
O. Johnson & Knaber.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 234.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Stríðsvatrygging.
Skrifstofutími 9—11 og 12—3.
Det kgL octr. Brandassnrance Co.
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus, húsgögn, alls-
konar vöruforða o. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielsen.
Carl Finsen Austnrstr. 1, (uppi)
Brunatryggíngar.
Heima 6 l/t—7^/4, Talsimi 331.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
nm ræningja í ræningjalandi
7 eftir
Övre Richter Frich.
Delma horfði gætilega út um
gluggann. Það var auðséð að þorp-
ararnir höfðu hörfað þar frá til þess
að hverfa að nýrri fyrirætlan. Pok-
inn einkennilegi lá þarna ennþá.
Það var vafið um hann snöru og i
sama bili var tekið i taugina og
pokinn dreginn til.
Það sást nú enn gleggra en áður
hvað í pokanum var. Svo rakst hann
á nagla, þorpararnir kiptu i ‘snöruna,
léreftið rifnaði og náfölt mannsand-
lit og úfið höfuð kom út um gatið.
Delma blistraði að ánægju.
— Eg hafði rétt að mæla, mælti
hatln. Þessir þorparar hafa stolið
einhverjum farþeganna úr lestinni.
Það er svo að sjá, sem hann hafi
verið svæfður með kloroformi.
— — Mér þætti gaman að vita
hver ætti að greiða lausnargjaldið?
— — það er þessi gamla ræningja-
aðferð sem notuð var á dögum
greifans af Monte Christo.
Nýtt skot kvað við, enn í þetta
skilji rétt við eyrað á Delma. Það
var Natascha, sem hafði skotið á
mannshöfuð, er gægðist upp yfir
gluggakarminn. Maðurinn féll niður
á hlaðið, svo af varð dynkur mikill
og um leið kvað við ægilegt öskur.
Delma þreif vasaljósið sitt og
sparkaði i hurðina svo að hún hrökk
upp á gátt. — — Ljósið féll á
andlit tveggja bófa, sem urðu svo
hræddir að þeir tóku til fótanna og
flýðu. ---------
Alt varð í uppnámi á stöðinni í
einni svipan. Köll og læti heyrðust
hvaðanæfa og hestarnir frísuðu af
hræðslu.
Hver andskotinn gekk á? Lá
Gonzales með lamatennurnar upp á
ganginum, skotinn kúlu í ennið ? —
— Höfðu þessir hundar vopn.--------
Og áður en sekúnduvísirinn á úr-
inu hans faques Delma hafði gengið
einn hring, voru sex Mexikanar á
harða tiótta út á sléttuna.
En á hnakknefi þess, er fremstur
reið, hékk poki nokkur, og út úr
honum stóð höfuð af manni, sem
reyndi að átta sig, en skildi ekki
neitt í neinu.
Fjórði kapítuli.
Gonzales bldtönn.
Kúlan úr byssu Natascha hafði
komið mitt á milli augnanna á Gon-
zales blátönn. En hauskúpan var
griðarsterk. Kúlan hafði skrikað út
af enninu og rifið stóra flipu að
hársrótinni. Að öðru leyti var Gon-
zales óskaddaður.
Hann lá hér um bil tvær klukku-
stundir i rúminu hans Delma og
reyndi að ná meðvitundinni aftur.
Hann bærði varirnar, opnaði augun
hvað eftir annað, beit sig i varirnar
með stóru tönnunum, sem höfðu
gefið honum hið fagra auknefni —
en.Gonzales átti bágt með að átta
sig. Það var eins og hið snögga
högg hefði hrist heilann sundur í
graut. Hann skildi ekki nokkurn
skapaðan hlut. Hvar í andskotan-
um var hann niður kominn? Hvar
var Zapata og hver var það sem
horfði á hann dökkum, háðslegum
augum, sem alt af urðu fyrir sjónum
hans ef hann reyndi að hugsa um
annað en síraastaur og kaðalspotta
Þá var kaldur bakstur lagðui* við
enni hans, og samstundis vissi Gon-
zales það, að djöfullinn sjálfur hafði
nú náð honum á sitt vald. Hvers
var líka að vænta?-------Það var
langt síðan að hann hafði snúið sér
í bæn til Maríu meyjar. Því miður
— — hann var enginn dýrlingur,
heldur hinn grimmasti blóðhundur,
sem nokkru sinni hafði velt sér í
göturæsunum i Puebla. Var það
ekki hann, sem hafði höggvið konu
þýzka landnemans í þrjá hluta og
neglt þá upp yfir kirkjudyrunum
sjálfum. Og var það ekki hann,
Gonzales blátönn, sem hafði neytt
lítinn skóladreng til þess að bíta
utan um byssukjaftinn til þess að
sjá áhrifin af skotinu?------Jú, jú,
það var hann og nú sat fjandinn
við fótagaflinn og bjóst til að pína
hann.-------—
Þá reis hann alt i einu upp við
alnboga. Hann mundi eftir öllu
saman. PokinH, sem helvitið hann
Diego hafði tosað út úr lestinni, lá
enn þá á stöðvarpallinum í glaða
tunglsljósi.