Morgunblaðið - 11.06.1915, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Ásg. G. Gunnlaugsson & Go.
hefir fengrð mikið af
léreftum, fvisttauum, Manchettskyrtu-
tauum, Handklæðadreglum o. s. frv.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
Austurstræti 1.
E.s. VESTA
fer
frá Kaupmannahöfn 15. júní,
um Leith.
C. Zimsen.
Jiarföfíur!
þessar annáluðu, seljast fyrir að eins
hr. 6.50 pohinti (50 hgr.)
og ódýrari í stærri kaupum.
cfflatarvQrzlun <£émasar dónssonar
Sími 212. Bankastræti 10.
g-—i DAGBOFflN. C
Afinæli í dag:
Guðrún Jasonsdótir, húsfrú.
Hansína SigurSardóttir, húsfrú.
Sigrún Bjarnason, húsfrú.
Valgerður Jónsdóttir húsfrú.
Einar Þorkelsson, skrifari.
Gisli Jóhannsson, verzlunarm.
Svavar Sigurbjarnarson, kaupm.
Sólarupprás kl. 2.11 f. h.
Sólarlag — 10.43 síðd.
HáflóS í dag kl. 4.39
og í nótt — 4.58
Veðrið í gær:
Vm. n.a. andvari, hiti 6.0.
Rv. v. stinningsgola, hiti 7.8.
ísaf. logn, hiti 4.8.
Ák. s. gola, hiti 8.8.
Gr. logn, hiti 8.0.
Sf. s. kul, hiti 8.1.
Þórsh., F. logn, hiti 10.0.
Póstar í dag:
Póstvagn frá ÆgisíSu.
Aukapóstur frá Vík.
Kjósarpóstur kemur.
A m o r g u n :
Ingólfur til Grindavíkur,
Botnia á aS fara til útlanda.
Halldór Júlíusson s/slumaSur dvel-
ur hér í bænum þessa dagana.
Engin messa í þjóökirkjunni í
Hafnarfirði á sunnudaginn, vegna við-
gerða á kirkjunni.
Maí kom af fískveiSum hlaSinn af
fiski. Skipið lét í haf aftur í gær.
Gestir í bænnm: Helgi Jónsson
kaupm. frá Stokkseyri.
Lík Ólafs Árnasonar framkvæmdar-
stjóra verður ekki grafið hér, heldur
sent með Botniu til K.hafnar til þess
aS brennast þar. Sorgarathöfn fer
fram í dómkirkjunni á morgun.
Botnia kom frá Vestfjörðum í gær.
Meðal farþega voru Árni Jónsson kaup-
maður á ísafirSi, Ól. G. Eyólfsson,
Kreyns vindlasali, Skúli Thoroddsen
lögfræðingur, Kristján Torfason frá
Flateyri, GuSmundur E. Guðmundsson
kaupm., Benedikt Jónasson verkfræð-
ingur o. fl.
Sterling fór til Breiðafjarðar í gær.
MeSal farþega var Oscar Clausen kaupm.
Frá Galizíu.
Um síðustu mánaðamót, eða rétt
áður en Przemysl gafst upp, höfðu
Þjóðverjar og Austurríkismenn hrakið
Rússa alla leið austur undir Lemberg.
í haust skipuðu Rússar sérstakan
landstjóra yfir Galizíu og hafði hann
aðsetur sitt í Lemberg. En nú þótti
honum hagur sinn óvænkast þegar
fjandmennirnir voru komnir svo nærri
borginni, og hvarf þvi á braut þaðan.
Hjá ánni San i norður Galiziu
stóð þá grimmileg orusta. Lögðu
Rússar alt kapp á að fá staðist þar
og drógu þangað alt það lið, sem
þeir höfðu á að skipa. Segja Þjóð-
verjar að þá hafi þeir sent þar til
viga flutningalið og annað lið, sem
eigi er ætlað að taka þátt í bardög-
um, og sýni það bezt hvert kapps-
mál þeim sé það að þokast hvergi
þaðan. Segja Þjóðverjar enn fremur,
að svo fremi að þeir vinni sigur á
Rússum þarna, þá sé engin hætta á
því að sókn verði af þeirra hálfu
fyrst um sinn.
Rússar höfðu þarna án efa miklu
meira lið heldur en Þjóðverjar. En
þéir stóðu ver að vígi. Þjóðverjar
sóttu að þeim frá tveim hliðum, að
suhnan frá Jaroslaw og Radymno og
að vestan yfir San.
Eftir að Przemysl féll hefir losn-
að þar mikið lið, sem ÞjóðÝerjar
hafa annaðhvort sent norður til San
eða austur á bóginn.
Ægileg sprenging.
Þess var getið í skeytum brezku
sljórnatinnar, sem birtast í Morgun-
blaðinu, að hjálparskipið »Princess
Irene« hefði sprungið í loft upp á
Sheerness-höfn.
»Princess Irene* var aðeins eins
árs gamalt skip og var 6ooo smá-
lestir. Það var áður farþegaskip,
eign Canadian Pacific-félagsins.
Sprengingin í skipinu var ægileg,
miklu ægilegri heldur en sprenging
sú, er grandaði herskipinu »Bulwark«
í vetur. Húsin í Sheerness léku á
þræði og eld- og reyk-strókinn
bar við himin. Þegar reykurinn
greiddist sundur var skipið horfið
og fórust þar 200 menn. Auk skips-
hafnarinnar voru á skipinu 76 verka-
menn. Brot úr skipinu hafa fundist hjá
Maidstone, ijmílurfrá Sheerness og
geta menn þá gert sér í hugarlund
hvílík voðasprenging þetta hefir
verið.
Slæm uppgötvup.
Símskeyti frá Lugano hermir það
að Marconi hafi nýlega fundið upp
vasaljós sem lýsir í gegnum alla
veggi hvað þykkir sem þeir eru og'
hvort sem þeir eru heldur úr steini,
timbri eða járni.
Það getur nú verið að þetta sé
eitthvað orðum aukið, en sé það
satt, — ja, þá,getur enginn maður
verið óhultur um sig framar, hvorki
heima hjá sér né annars staðar. Þá
býðir ekki framar að látast vera
fjarverandi, þegar komið er með
reikningana, engin getur fraaaar
fengið sér í staupinu í laumi og alt
þar fram eftir götunum. Nei — nú
fer maður að fá nóg af þráðlausu
uppgötvununum hans Marconi.
r
Afengið og ófriðurinn
Þýzkur herforingi skrifar þýzku blaði
á þessa leið:
í blöðunum er svo margt talað um
ofnautn áfengis, að eg vildi fá að leggja-
orð í belg.
Þegar ófriðurinn hófst hafði eg fyrst
um sinn liðstjórn á vestri vfgstöðvun-
um, en síðar fór . eg til eystri víg-
stöðvanna, og er þar nú.
Mestan hluta þessa tíma hefi eg
dvalið í skotgröfunum, og bæði eg og
menn rnínir höfum altaf tekið því með
mesta fögnuði, þegar við vissum það
að okkur hafði verið sent áfengi.
Enginn getur gert sér í hugarlund
hve fegnir við urðum f vosbúðinni í
nóvember og desember og frostunum f
janúar og febrúar að fá í staupinm
Sá, sem hefir verið svo sem eina viku
í skotgryfjunum, getur borið um það
hvílík blessun það er að fá áfengis-
sopa.
Okkur þykir öllum gott að fá kaffi,
kakao og te, og drekkum einnig mikið-
af því, en hermenn geta ekki og mega
ekki vera áfengislausir.
Eg er á móti því að menn neyti
áfengis í óhófi, en að fá vænan teig
af víni, koniakki, rommi eða líkjör á
orustuvellinum, er sannarleg náðargjöf.
Og margar hrygðarstundir hefir áfeng-
ið stytt okkur í þessum ófriði.
Þetta rita eg af minni innilegustu-
sannfæringu.
Ballin og Sönner,
hið alkunna leðurvöru-firma í Kaup-'
mannahöfn, hefir nýlega gert góða
verzlun, sem mikið umtal vekur.
Þegar ófriðurinn hófst var leður-
farmur frá Frakklandi fluttur á land
í Helsingjaeyri vegna þess að skip-
stjórinn þorði ekki að sigla inn í
Eystrasalt, en hann átti að flytja
leðrið til Rússlands. Nokkru síðar
keyptu þeir Ballin leðrið fyrir ’/*
miljón króna og hafa nú selt það
aftur til Þýzkalands fyrir 1 miljóo
króna. Þeir fengu leyfi dönsku
stjórnarinnar til þessa, því hún sagð1
að Danir gætu eigi notað leöriö-
Þeir, sem bezt vit hafa> segja hið
gagnstæða og þvi er nú mikið ^
málið rætt.