Morgunblaðið - 12.06.1915, Síða 4

Morgunblaðið - 12.06.1915, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ viðurkent um allan heitn sem bezta kex er fæst. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. Laus staða Sölustjórastarfið við kaupýélag Hafnarfjarðar er laust. Umsóknir, með iilteknum launakjörum, sendist stjórn félagsins fyrir 16. þ. mánaðar. 2 háseta vantar á seglskipið »Dagny«, sem fer héðan til Kanada eftir nokkra daga. Menn snúi sér til O. Johnson & Kaaber. „Sanifas' er eina Gosdrykkjaverksmiðjan á íslandi sem gerir gerilsneydda Gosdrykki og aldina safa (saft) úr nýjum aldinum. Sími 190. ■Sl^* LOGMBNN Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sltni 202, Skrifsto/utími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur .við kl. 11—12 og 4—6 Eggert Olaessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthásstr. 17 Vsnjulega heima 10—íl og 4—5. Simi 16. Olafur Lárusson yfird.Iögm, Pósthússtr. 19. Sími 215. Veujulega heima 11 —12 og 4—5. Jón Asbjörnsson yfid.lögm. Austurstr. 5. Sími 435. Venjulega heirna kl. 4—$*/*• Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Simi 488. Heima kl. 6—8. ■ LÆípNAí^ Brynj. Bjðrnsson tannlæknir, Hverfisgðtu 14. öegnir rjálfnr fólki 1 annari lækninga- ric'nnni kl. 10—2 og 4—6. Öll tannlæknisverk framkvœmd. 7 ennur búnar til 0% tanngarðar af öllum s’erðum, 0% er verðið eýtir vóndun á vinnu og vali á efni. Guðm. Pétursson massagelæknir Garðastræti 4. Heima 6—8 siðdegis. Gigtarlækning — Sjúkraleikfimi — Böð (Hydrotheraphi) — Rafmagn. Beauvais Leverpostej er bezt. VÁTBVGGINOAP, Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunaböcafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Að^ltímboðsmenn: 0„ Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðs vatryggin g. Skrifstofutími 9—n og 12—3. Det kgl octr. Branöassurance Co. Kaupmennahöfn vátryggir: hus. húsgögn, alls- konar vðruforða 0. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h, í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielseu. Carl Pinsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggingar. Heima 6 */*—7 </4. Talsími 331. Reykið að eins: ,Cf)airman‘ og ,Uice Cfyair, Cigarettur. Fást í öllum betri verzlunum. Silfurlands nótt. Skáldsaga nm ræningja í ræningjalandi! 19 eftir Övre Richter Frich. Framh. Hún var óviðfeidin þessi háværa hátíðargleði í Mexikóborg. Allir vissu að á einum eða öðrum stað i borginni var búist við því að koll- varpa því fyrirkomulagi sem nú var. Og hvað eftir annað þögnuðu menn skyndilega og hleruðu eftir merki- skotinu, sem tilkynti borgurunum að nú væri tími kominn til þess fyrir þá að loka dyrum sínum cg glugg- um, meðan barist væri á götum úti um framtíð landsins. En þegar ekkert heyrðist tóku gestirnir aftur til óspiltra málanna, þar sem þeir sátu yfir hálfsoðinni hanasteik og freiðandi vínum og slógu hjnum dökkeygu drósum gullhamra við þá fölsku glóð, sem sumir nefna ást. — Hér sjáið þérMexikos haute volée, mælti ræðismaðurinn eftir stundar- þögn. Það eru óðalseigendur, sem aldrei stíga fæti sínum á haciendur sinar, það eru námueigendur, sem hafa leigt námur sinar, í stuttu máli, hér eru allir þeir, sem lifa af dugn- aði sinna erlendu fulltrúa. Mexikan- ar eru naumast færir um annað en erfa og sólunda arfi sínum.--------- Þeir lifa á hverfleik tímans, ef svo mætti að orði komast, og þeir braska með stjórnarbyltingar eins og Banda- ríkjamaðurinn braskar með kjöt og hveiti------Og samt sem áður — hugsið yður mann eins og Porfirio Diaz, sem stjórnaði þessu landi f þrjátíu ár! Og Benito Juarez, sem rak erlendu stjórnina úr landi og skaut Maximilian keisara. Eða þá Hildago, sem í byrjun 19. aldar ruddi sjálfstæði Mexikos braut og dó fyrir það. Það rann Indíánablóð í æðum þess#a manna, þeir voru ávöxtur menningar hins deyjandi þjóðflokks — og samt sem áður eiga fá lönd menn, sem hafa sýnt jafnmikinn dugnað, hugrekki og föð- urlandsást. — Fegurstu blómin finnast oft í mykjureinum, mælti Fjeld brosandi. Og það er söguleg sannreynd, að endnrlífgun þjóðanna kemur oft úr sorpræsum þeirra. En þetta er einkennilegt land I — — Það er síð- asta athvarf ræningjanna og stærsta silfurnáma Ameríku. En saga þess mun senn á enda.--------— Ræðismaðurinn varð nokkra stund hugsi. — Eg álít, mælti hann svo, að það yrði ógæfa fyrir Mexiko að komast undir Bandarikin. Auð- valdið mun ríða það á slig og «hring- arnir« munu slíta það kvikt í sund- ur. Minnist þess, að af þeim 15 miljónum manna, sem heima eiga í Mexiko er aðeins fimti hlutinn hvítir menn.. Það eru hér 12 milj- ónir Indíána. Fái þessar 30 þúsundir Bandamanna, sem hér eru, yfirráðin, þá munu Indiánar deyja út hér eins og annarsstaðar------heykjast undir verzlunarmenningunni. Fjeld ætlaði að svara, en í sama bili kom einn af þjónunum þangað. — Það er maður hér úti fyrir og vill fá að tala við manninn, sem er með Fossum ræðismanni, hvíslaði hann. — Hvað heitir hann ? mælti ræðis- maðurinn. — Hann segist heita Fernando Lopez, mælti þjónninn. Hann er sendur hingað af dómsmálaráðherr- anum. Hann segir að nú sé þannig ástatt, að sá, sem vilji komast út úr Mexiko City verði að leggja á stað áður en dagur ljómar. — Þekkið þér þennan Lopez, mælti Fjeld. — Nei, mælti ræðismaðurinn. En dómsmálaráðherrann Iofaði að útvega okkur hinn bezta og áreiðanlegasta mann, sem unt væri að fá. Fjeld reis á fætur. — Jæja, mæiti hann. Þá er bezt að við förum. Seinasta járnbrautar- lestin fer héðan klukkan tólf. Þá kom fyrir einkennilegt atvik. Gesturinn, sem sat við borðið hjá þeim, hóf höfuðið skyndilega og leit á þá. Hann var snoðrakaður, dökkur á brún og brá og svipurinn hreinn. — Farið ekki, mælti hann á sænsku. Fernando Lopez mun drepa yður sjái hann sér færi. í fyrsta skifti sem þér snúið við honum bakinu mun hann leggja yður knífi. Hann er blóðþyrst verkfæri i höndum vondra manna. — En dómsmálaráðherrann? — Hann verður skotinn áður en hanarnir I Chapultepec gala í fyrra- málið. — Eg þakka yður fyrir heilræðið* En hver eruð þér.........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.