Morgunblaðið - 13.06.1915, Side 6

Morgunblaðið - 13.06.1915, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ BERGENS NBTFORRETNING Nætur, Sildarnætur, Tilbúnar Stangarnætur, Snerpe- nætur fyrir kópsíld, síld, makríl. Fisknetjagarn, lir rússneskum, frönskum og itölskuní hampi. Færi, Lóðarfæri, Kaðlar. Öngultaumar, Segldúkar, Presenningsdúkar — tilbúnar Presenningar. Bezta ðlið Heimtið það! — o - Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. & Beauvais niðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi. Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn. Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru. Aðalumboðsmenn á Islandi: O. Johnson & Kaaber. inn og bað um kaffi. Síðan tók hann sér sæti út í horni, og fór að virða fyrir sér gestina. öll sæti máttu heita alskipuð. Þarna voru verzlunarmenn, skrif- stofuþjónar, skólanemendur, ung- ar skrautklæddar meyjar og aldr- aðar frúr. • Samræðurnar voru fjörugar og stundum nokkuð háværar. Sner- ust þær mest um seinustu stríðs- fréttirnar og ráðherraskiftin ís- lenzku, og tóku allir þátt í sam- ræðunum, nema ungur skólapilt- ur og snotur meyja sem sátu skamt frá Sveini og hjöluðu sam- an, og skotruðu augunum við og við til hinna gestanna* Sveinn hafði oft skemt sér vel þarna inni við að hlusta á sam- ræður manna og virða fólkið fyrir sér, en nú fanst honum hann ekki hafa neina ánægju af því að sitja þarna, og honum fanst hann fá hálfgerða óbeit á þessu fólki, sem sat þarna og eyddi tíma og peningum ekki til neins gagns.'^'Hann vildi komast út sem allra fyrst.gg Út í ^blessað vorloftið og veðurblíðuna.^Burt frá öllu þessu skvaldri og hávaða. Hann borgaði kaffið og gekk út. En þar var lítrið betra. Að vísu var hávaðinn minni, en þrengslin voru óþolandi á göt- unni. Hann gekk niður á eina bryggj- una. Hægan norðanandvara lagði á móti honum, og honum fanst nýtt líf færast um sig þegar hann andaði að sér hressandi sjávar- loftinu. Sjórinn var spegilsléttur og purparalituð geislablæja hjúpaði fjöllin í norðri, og í norðvestri bar Snæfellsjökul við heiðbláan himininn. Sveinn nam staðar efst á bryggjunni og virti útsýnið fyrir sér hugfanginn. Vorþráin og löngunin heim greip hann enn fastari tökum. Síðan gekk hann niður bryggjuna. Tók hann þá eftir_því að fremst á bryggjunni stóð stúlka og sneri bakinu að honum. Hún hafði fallegan bak- svip og ljósgular hárflétturnar lögðust niður bakið og náðu nið- ur fyrir mittið. Svona fallegt hár hafði hann aldrei séð fyr. Það var engu líkara en það tindraði þegar sólargeislarnir féllu Menn gleyma öllum sorgum þegar menn reykja y Special Sunripe Cigarettur! n Þeir sem nota blaut- asápu til þvottíi kvíða einlægt fyrir þvotta- deginum. Notið Sunlight sápu og hún mun fiýta þvottinum tam helming. Þreföid hagsýni— tími, vinna og penin- gar. FariO eftir fyrirsógnidni, seni er á öllum Suniight sápu urnbúðum. 1577 á það. Hann gat ekki haft aug- un af hárinu. Þegar hann var kominn fast að stúlkunni, leit hún við og augu þeirra mættust andartak. Hann nam staðar ósjálfrátt eins og heillaður. Andlitið var nett, drættirnir í því reglulegir, og svipurinn hreinn. Augun voru hláskær og skein úr þeim festa og göfugleiki. Fegri augu með jafnmiklu sálarþreki hafði hann aldrei séð. Éonum fanst hann horfa þar í heilan heim bjartra vona og göfugra hæfileika. ^>að var eins og sjálf vorgyðjan stæði þarna frammi fyrir bonum með allar þrár vorsins í augunum. Stúlkan leit undan, sneri sér við og gekk upp bryggjuna. Göngulagið var létt og frjálslegt. Það var auðséð að þetta var óspilt náttúrubarn sem óhollar nautnir og tískan ekki hafði sett merki sitt á. Hún var líklega nýkomin til bæjarins úr sveitinni. Sveinn stóð hugsandi nokkra stund. Svo gekk hann í hægð- um sínum upp í bæinn og heim til sin. Óljósar hugsanir komu fram í huga hans og sundurlausar spum- ingar gerðu vart við sig. Skildi hann nokkurn tíma fá að þekkja þau sálaröfl sem skinu úr aug- um þessarar saklausu stúlku? Eða skildu þessi sálaröfl fá að þroskast og koma fram í veru- leika lífsins? Eða mundu þau verða fyrir spillandi áhrifum og dofna eða hverfa og verða að engum notum? Ætli veruleiki framtíðarinnar gæfl honum nokk- urn tíma svar við þessum spurn- ingum ? Sólin hneig til viðar, og draum* mild vorkyrðin lagðist yfir hauð- ur og höf. Jóhannes Friðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.