Morgunblaðið - 16.06.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir kanpmenn: Bátasanmur og rær, galv. Þaksaamur, galv. Byggingarsaumur. Vegg-pappi, rúllur 1V2X24 meter. Manilla, 4” ummál. Avalt fyrirliggjandi, hjá G, Eiríkss, Reykjavík. & Heinr.' Marsmann’s Vörumerki. Cobden eru lang’beztir. Aðalumboðsmenn á Is'andi: Nathan & Olsen. Bezta ðlið Heimfið þeð! :— O - Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. vátryggingai^ Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vðrur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Vátryggið hjás Magdeborgar brunabðcafélagi Deu Kjöbenhavnske Sösssurance Foreuing iinnt. Aðaiumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. A. V. Tuiinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Str íðs vatry ggin g. Skrifstofutimi 9—11 og 12—3. Det kgi. octr. Brandassurance Go. Kaupmannahöfn vátrvggir: httS. húsgögn, alls- konar vðruibrða 0. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimak!. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. i Austurstr, 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Niolsen. Carí Fíusep Laugaveg 37. (uppi) Br un atry ggingar. Heima 6 3/«—7 Vá- Talsími 331. Ullar-prjóna- tuskur keyptar hæzta verði gegn peningum eða vörum Vöruhúsinu. ■ LrOGMENN Sveinn Björnsson yfird.Iögm. Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202. Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—*>■ Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6 Eggert Claessen, yfirréttartnáU' flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega hsima 10—II og 4—5. Sími l®< Olaíur Lárusspn yfird.lögö- Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima n —12 og 4—5 Jón Asbjörusson yfid.lögffl. Austurstr. 5. Sími 435. Venjulega heima kl. 4—j1/*. Guðm. Olafsson yfirdómslögffl. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Reykið að eins: .Cfjairman' og ,Vice Cf)air, Cigarettur. Fást í öllum betri verzlunum. Niðursoðið kjot frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. Silfurlands nótt. Skáldsaga Qm ræningja I ræningjalandi 21 eftir Övre Richter Frich. Framh. — Það er eins og eg bjóst við, tautaði hann og hratt upp hurðinni. Hér er enginn maður og hingað kemur enginn fyr en birtir. Mar- tinez gamli lætur ekki ónotað tæki- færið á þessari nótt. — — — — Heyrið þér nú, Fernando minn góður, mælti Fjeld og nam stað á þröskuldinum. Það er bezt að við þekkjum hvor annan. Eg er alveg viss um það að þú ert þorpari og svikari. En það skaltu vita, að eg hefi átt við menn, sem voru þér verri. Það er ekki ætlun mín að láta annan eins morðingja og þú ert slátra mér. Þér skal aldrei gefast tækifæri til þess að vega aftan að mér og eg skal vekja athygli þína á þvi, að það eru alt af tvær hlaðnar marghleypur i ermum mín- um. Á hinn bóginn get eg séð það á þér að þú ert eigi svo skyni skroppinn að þú sjáir eigi hvað þér sjálfum hentar betur. Og ef þú vinnur mér trúlega skal eg launa þér rikmannlega. — — — Lopez draup höfði. — Þú mátt vera óhræddur mín vegna, mælti hann. Þetta hús er að visu alræmt og mörg bein hvíla hér undir gólfinu. En Martinez og synir hans eru á ránsferð í nótt og þeir munu eigi leita hvíldar fyr en með morgni. — Jæja, mælti Fjeld, farðu þá ínn og kveiktu ljós. Við vetðum að reyna að lífga þessa ungu stúlku við. Martinez gamli var auðsjáanlega brot af »Feinschmecker«. Litla og lága stofan hans var viðkunnanleg, þtátt fyrir alla þá óreglu og óhirðu sem þar blasti við manni. Lopez hafði kveikt á tveim lömpum og vörpuðu þeir birtu á mörg dýrindis teppi og svæfla, sem lágu þar á víð og dreif í hinni aðdáanlegustu óreglu.' Á stóru eikarborði stóðu matarleifar. En innan um alt þetta skran, sem virtist fengur góðrar veiðifarar um borgina, stóð hverfi- steinn, sem sýndist mikið notaður, enda votur ennþá eftir seinustu hn ifahvatninguna. — Opnið allar dyr, mælti Fjeld og lagði ungu stúlkuna gætilega á svæfla Martinez og breiddi teppi yfir herðar hennar. — Eruð þér ómeidd? mælti hann á ensku og Iaut yfir hana. Hún svaraði ekki en starði ótta- slegin á hann — Þér þurfið ekki að vera hrædd við mig, mælti Fjeld blíðlega. Eg var svo heppinn að bjarga yður á siðustu stundu og fyrst um sinn er yður óhætt. — — — Hún svaraði eigi enn. En alt i einu reis hún upp og horfði hræðslu- lega umhverfis sig.------------ — Frændi? mælti hún. Hvar er hann frændi? —---------- Fjeld ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum. Unga stúlkan mælti á sænska tungu. Það var í annað skiftið sem hann heyrði þá tungu talaða í Mexiko. Hann virti hana betur fyrir sér. Hún var óvenju fríð sýnum. Hár hennar var dökt, en augun voru blá og hörundslitur- inn var einkennilega bjartur. — Frændi yðar er dáinn, mælti Fjeld á norsku. Hann dó eins og manni samdi.---------En dauðinn er ekki ætíð hið versta. Við skulum nú hugsa um það hvernig við eig- um að koma yður heim aftur til Svíþjóðar. — — Eins og þér heyr- ið þá erum við nærri þyí landar —' — Eigið þér fleiri^ættingja hér? — Undrun hennar óx. Það var einS og hún gleymdi sorg sinni eitt augnablik við það að heyra mælt i þá tungu, sem svo mjög líktist móðurmáli hennar------------- - Eg er Norðmaður, mælti Fjeld- Og eg er læknir. Það ætti að get* yður öruggari. — Þér ætlið þá ekki að yfirgefs mig? mælti hún með skjálfandi rödd. Þér ætlið ekki að skilja mig eftit meðal þessara voðalegu manna? — Forlögin hafa leitt saman leiðit okkar, svaraði Fjeld. Og þvi fylg*r engin gæfa að bregðast trausti eio' stæðrar konu. Kæra jungfrú, þa® bætir ekkert að þér grátið, m^tl hann ennfremur, er hún fól andlit^ I höndum sér og snökti af ekka; — — Við þurfum á öllu þte^ okkar að halda. Eftir einnar stundar dvöl verðum við að hverfa héðaú og þá er um að gera að hafa eig1 þreytt sig á gráti. Minnist þess a þér eruð sansk kona!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.