Morgunblaðið - 28.06.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir kappmepp:
Cfjivers
niðursoðnu jarðarber
,°g
Fruit Salad
YÁTííYGGINGA^
LfOGMBNN
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Dominion General Insurance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Sveinn Björnsson yfird.lögm.
Fríklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202.
Skrifstofutími kl. io—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6
ávalt fyrirliggjandi, hjá
G. Eiríkss, Keykjavík.
Einkasala fyrir ísland.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabócafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
A. V. Tulinius
Eggert Olaessen, yfirréttarmála'
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulsga heima 10—11 og 4—S. Simi 16.
Olafur Lárusson yfird.lögm.
Pósthússtr. 19. Simi 215.
Venjulega heima 11 —12 og 4—5
H. P.DUUS
kaupir eins og áður
góða vorull
Miðstræti 6. Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Stríðsvatrygging.
Skrifstofutími 11—12 og 3 */2—41/*.
Det kgL octr. Brandassnrance Co,
Kaupmannahöfn
vátryggir: hus. húsgðgn, alls-
konar vðruforða 0. s. frv. gegn
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h.
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen)
N. B. Nielsen.
Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi)
Brunatryggingar.
Heima 6 l/t—Talsími 331.
Jón Asbjðrnsson yfid.lögm.
Austurstr. 5. Sími 433.
Venjulega heima kl. 4—51/,.
Guðm. Olafsson yfirdómslögm.
Miðstr. 8. Sími 488.
Heima kl. 6—8.
Alt sem að greftrun lýtur:
Líkkistur og Líkklæði
bezt hjá
Matthíasi Matthíassyni.
Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna,
fá skrautábreiðu lánaða ókeypis.
hæsta verði.
„Sanifas‘
er eina Gosdrykkjaverksmiðjan á íslandi
sem gerir
gerilsneydda Gosdrykki og aldina-
safa (saft) úr nýjum aldinum.
Sími 190.
Reykið
að eins:
,Cl)airman‘
og ,Vice Cf)air‘
Cigarettur.
Fást i öllum betri verzlunum.
Sími 497.
Ullar-prjóna-
tuskur
keyptar hæzta verði gegn peningum
eða vörum
Vöruhúsinu.
Silfurlands nótt.
Skáldsaga
om ræningja I ræningjalasdi
26 eftir
Övre Richter Frich.
Framh.
— Hvernig veiztu það?
Lopez hikaði við svarið.
— Eg á yður lif að launa, herra,
mælti hann að lokum. Og sá mað-
ur, sem svíkur lffgjafa sinn lendir
í eilífum kvölum helvítis. — Eg er
Fernando Lopez---------og það nafn
er vfðfrægt meðal rauðra manna.
Martinez, sem beið bana þarna uppi
í gildrunni, mnndi hafa lotið mér.
Og Emiliano Zapata mundi feginn
sverjast í fóstbræðralag við mig. —
— Eg veit hvað er á seyði. Þér
skiljið mig?
— Eg skil þig, mælti Fjeld. Og
eg veit það eins og við erum hérna,
að þú áttir að koma mér fyrir katt-
nef. Þú veizt hvert erindi mitt er?
— J^i eg veit það, mælti Lopez.
Þéreruð sendur hingað úr framandi
landi til þess að ná manngarminum
sem stolið var, úr klóm Zapata.
Hafið þér lausnargjaldið?
- Nei.
— Það er gott. En hvað ætlið
þér þá að gera?
— Eg hefi í hyggju að stela ráð-
herranum frá Zapata.
— Hvernig?
— Úr þvi verður tíminn að skera.
— Og hver á að hjálpa yður til
þess.
— Hjálpa mér? Það gerir auðvit-
að fylgdarmaður minn. Eg hefi
leigt Fernando Lopez til þess að
fylgja mér til Perote og herbúða
Zapata fyrir 250 pesos. Er það ekki
sæmileg borgun? Hví hikar þú? —
— Við getum ekki gengið til
Perote.
— Nei, en við getum riðið þang-
að, ekið í vagni eða bifreið.---------
— Það er ómögulegt------------Veg-
irnir eru teptir. Eg veit hver ráð
hafa verið lögð á.
— Jæja, þá verðum við að fljúga
þangað í Guðs nafni. Við skulum
flýta okkur til flugskálans áður en
félagar þinir leggja hann í auðn------
Þú ratar?
— Já, en eg flýg ekki. Það er
ekki við mitt hæfi.
— Þú skalt gera það, maelti Fjeld.
Og það fljótt. Við verðum að vera
komin á flug áður en hanarnir gala.
Varir Mexikanans bærðust, en
hann sagði ekkert. Svo draup hann
höfði, sneri sér við og gekk út á
sléttuna.
Sextándi kapituli.
Flw’skdli Monde^os.
Þetta var undarleg nótt.
Úti við sjónarrönd i norðri sást
dálítil silfurlit ljósrönd og þykk ský
ultu yfir loftið eins og heriikarar
trölla í gandreið. En blæjalogn var
á. Það var eins og lungu náttúr-
unnar væru úr lagi gengin. Mollu-
leg brennisteinssvæla þandist yfir
jörðina,'sem breiddi faðminn í móti
hinum komandi degi.
En í austri hófst sótrauður eld-
strókur yfir sléttuna og sleikti him-
ininn með blóðtungum sinum. Og
fjarlægur hávaði, sem ýmist lækkaði
eða hækkaði eins og ölduniður, barst
að eyrum flóttamannanna, sem þreif-
uðu sig áfram i myrkrinu. Neyðar-
óp kváðu við, byssuskot dundu og
stundum sáust tvö glóandi augu í
einhverju ferlíki, sem kom innan úr
borginni og þaut burt með feikna
hraða. — Það voru skemtibifreiðir
Mexikosborgar, sem flýðu ógnir
blóðnæturinnar.
Fernando Lopez gekk á undan,
líkt og vesall rakki, sem töltir á
undan húsbónda sínum.
Alt i einu var eins og hinn mikli
herra, sem stýrir hnattanna gangi,
hefði dregið einhvern ársal til hliðar,
og birtan streymdi yfir landið. Fjeld
staðnæmdist undrandi. Það var. eins
og birtan stykki milli fjallanna, af
ási á ás og af stalla á stalla. Hún
dansaði eins og vindur yfir landið
og kunni sér engin læti. Hino
mikli Fobus Apollo stóð sjálfur á
hæsta fjallstindinum og skaut gló-
andi eldörvum út í náttmyrkrið. —-
— En hvað þetta er fagurt, taut-
aði unga stúlkan. En hvað þetta
er dýrðlegt land I Sjá I
Þá var síðasta ársalnum um leið
svift til hliðar og snæhvitur tinduf
Popocatepetlo gnæfði hátt yfir þeii»
og bar við himin sjálfan.
— Við skulum hraða ferðuffl/
mælti Lopez hásum rómi. Hver
maður er óvinur framandi manna k
þeim degi sem nú rís. Eftir Haf
minútur erum við komin til flug'
skálans.