Morgunblaðið - 02.07.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en santt ódýrasta málningin til allrar útimálningar Jafogóö á stí'iri, tré og járn. Danolit er búinn ti! af Sadolin & Holmbbd & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. riíansRS Heimtið það! — o — Aðalumboð fyrir ísland: Nathan ;& Olsen. I heildsölu: Vacuum Oil Company Cylinder- og vóla-olíur fyrir eimskip og vélbáta, margar tegundir. Sirius þjóðkunna súkkulaOi og kókó, margar tegundir. Mjólk og rjómi í dósum og flöskum. Venus-svertan ágæta. Noma krystalsápur og grænsápur. Cement frá Portland Cementfabriken Norden, Aalborg. H. Benediktsson. Talsími 284. Það ráð var tekið í dag, að þoka áfram vinstra herarminum fyrir suð- austan Krithia og láta hann snuast um stað nokkurn um eina milu frá sjónum og sækja fram hálfa mílu að vestanverðu til þess að ná nýjum stöðvum er sneru mót svæði því sem vér höfuui náð í austri. Bardaginn byrjaði kl. 9 að morgni með ákafri skothríð frá hinum stóru fallbyssum Frakka og Breta, en sið- an tóku léttari falibyssurnar við. í skothríðinni voru margar af gaddavírs- girðingum óvinanna eyðilagðar. Kl. 10.45 náðum vér tyrknesku vígi hjá Saghir Dere með áhlaupi. Það hafði lengi gert oss skráveifur. Stórskotahríðin stóð enn góða stund, en síðan réðst fótgönguliðið fram og tók þrjár skotgrafaraðir fyrir vestan Saghir Dere. Fyrir austan gjána náðum vér tveim skotgrafa- röðum, en lið vort gat ekki komist lengra áfram hægra megin vegna þess að Tyrkir veittu þar drengilegt viðnám. Klukkan 11,30 höfðum vér náð þvi svæði sem vér ætluðum oss og búist þar fyrir. En Gurkha sveitir sóttn enn þá lengra fram og náðu á sitt vald hæð fyrir vestan Krithia. Sú hæð hefir mikla hernaðarlega þýðingu. Höfðum vér þá þokað lið- inu fram um iooometra. Vér gerð- um áhlaup á skotgrafirnar til hægri síðari hluta dagsius, en tókst ekki að hrekja óvinina úr skotgryfjunum. Þeir höfðu þar margar vélbvssur og fallbyssur til varnar. Um nóttina gerðu Tyrkir gagn áhlaup en þeim var hrundið. Vér höfum náð því svæði sem vér ætluðum oss að undanteknum þeim eina stað, sem fyr er áminst og auk þess komið vinstra herarm- inum míklu lengra áfram en gert var ráð fyrir í fyrstu. Skólauppsögn. Eftir að rektor hafði afhent nem- endum þeim, er lokið höfðu gagn- fræðaprófi, prófvottorð sín, ávarpaði hann þá nokkrum orðum og sagði meðal annars, að hann vildi ekki hvetja þá yfirleitt til að halda áfram námi sínu f Mentaskólanum, heldur miklu fremur brýna fyrir þeim að hugsa sig vel um, áður en þeir af- réðu það. Það væri, eins og nú stæði, ekki svo glæsilegt að fara þá löngu og torsóttu leið; þeir ættu 3 ára nám eftir í skólanum, 5 til 6 ára nám við háskólann og svo rrættu þeir búast við því að þurfa að bíða 3 til 10 eða alt að 15 árum við fremur rýr kjör flestir þeirra, unz þeir kæmust í hið eftirþráða embætti, og þegar þeir væru loks komnir svo langt, mundi þeim ekki finnast staðan svo arðvænleg, sem margur héldi, er ekki þekti til. Mentunin væri góð, en hana mætti nota í fleiri stöðum en í embættum; þeir gætu farið í verzlunarskóla eða bún- aðarskóla og fengið þar sérmentun; ef einhverir þeirra væru hneigðir til sjómensku, gætu þeir orðið hásetar á skipum og gengið svo í sjómanna- skólann og með tímanum orðið stýrimenn eða skipstjórar, ef þeir reyndust duglegir, og það væri miklu arðvænlegri vegur en embættisveg- urinn. Hann kvaðst þó búast við að margir þeirra mundu sækja um inntöku í lærdómsdeild skólans, en fyrir þeim vildi hann brýna að setja markið hátt og láta sér ekki nægja að »slampast* upp úr bekk, ef hepnin sé með, eins og liti út fyrir að sumir gerðu. Þeir sem settu sér markið bátt, næðu því að vísu eigi alt af við fyrstu tilraun, en þeir kæmust þó nokkuð áleiðis. Aðsókn- in að skólanum væri orðin mikil og það væri um skólanemendur sem hverja vöru, að þegar mikið væri um að velja, þá vildu menn ekki nema góðu vöruna, hinni væri hafn- að. — Síðan úthlutaði rektor nokkrum verðlaunabókum og gat þess, að þó að þær væri nokkuð misjafnar að dýrleik og gæðum, þá hefðu þær allar eitt sameiginlegt, að prentaður miði væri límdur í þær allar og á honum stæði: »Verðlaun fyrir sið- prýði, iðni og framfarir*. Það væri þessi miði, sem ætti að gera nem- endunum bókina dýrmæta og hvetja þá til að kappkosta framvegis eins og hingað til að eiga slika viður- kenningu skilið. Auk þess voru hálfir vextir af legati Jóns rektors Þorkelssonar (22 kr. 29 aur.) veittir Kristni stúdent Ármannssyni fyrir »iðni, siðprýði og góðar framfarir«. Að lokum kallaði rektor stúdent- ana fram og afhenti þeim vottorð sin. Sagði hann að þetta væri hinn stærsti hópur, sem útskrifast hefði frá skólanum, en hópurinn væri eigi að eins stór, heldur og mannvæn- legur, að þessir ungu stúdentar hefðu yfirleitt verið mjög ástundunarsamir og einkar kurteisir í allri sinni fram- komu, einn þeirra hefði fengið hæstu einkunn, sem gefin nefði verið síðan nýja reglugerðin komst á, og annar mjög háá einkunn. Að þenna stóra hóp prýddu 8 yngismeyjar, og að þær hefðu gert meira en að prýða hópinn, þær hefðu líka haft bætandi áhrif á bekkjarbraginn; þær hefðu ekki verið neinir eftirbátar bekkjar- bræíra sinna í náminu og verið fyrirmyud þeirra í allri kurteisi og háttprýði og öll umgengni þeirra og piltauna hefði verið kenríúrunum á- nægjuefni; ef kennararnir ættu að dæma um kosti og ókosti samskóla fyrir pilta og stúlkur eftir þeirri stuttu reynslu, sem þeir hefðu haft, þá mundi eigi vera neinn efi á því, að si dómur yrði samskólanum i vil. Að það væri eftirtektarvert, að 1 sama mánuðinum sem svo margar stúlkur útskrifuðust úr Mentaskólan- um, hefðu konur fengið svo mjög aukin réttindi og að ekki mundi sig furða á því, þó að einhver þessara ungu kvenstúdenta kæmist einhvern- tima á þingbekkina eða jafnvel 1 »ráðherrasessinnc. Að endingu kvaðst rektor vona og treysta þvi, að þessi mentun, sem stúdentarnir hefðu fengið 1 Mentaskólanum yrði þeim öllu® bæði til gagns og gleði á lífsleiðinni, að það mundi ætíð gleðja kennarana að heyra um velgengni þeirra, hvað svo sem þeir kynnu að taka sér fyrir faendur, að hjartanlegustu heillaóskif fylgdu þeim öllum frá skólanum. Síðan sagði hann skóla slitið. Þá bauð rektor kennurum skólans og hinum »nýbökuðu« stúdentu® inh til sín og fóru þar fram veit' ingar. Stórstúkuþing Islands, hið sextánda, var háð hér i Reykja- vik frá 26.—30. f. m. Á undao þíngsetningu sté séra Ólafur Ólafs- son fríkirkjuprestur i stólinn, en fuli' trúar og aðrir Good-templarar gengu í kirkju með islenzka fánann i broddi fylkingar. Fulltrúar voru mættir — hefðu orðið miklu fleiri ef hafís' inn við Norðurland hefði ekki rugl' að skipaferðir. Framkvatndarncjnd félagsins skipa um næstu 2 ár þessir: St.-templar: Guðm. Guðmundss°n skáld, st.-kanzlari Þorv. Þorvarðssffl1 prentsmiðjustj., st.-varatemplar 0d° N. Þorláksson skipstj., st.-gæzlu®- kosn. Si(r. hiríksson regluboði, stl gæzlum. ungt. Siqurjón Jónsson ritstf’ st.-ritari Jón Arnason ritstj. Templ3^’ st.-gjaldkeri Jóh. Öqm. Oddsson kauP maður, st. kapelán Tétur Halldórsson bóksali, fyrv. stórtemplar Ittdri^ Linarsson skrifstofustj. Sem umboðsmanni hátemplats vaf mælt með Guðm. Bjórnssyni lan lækni, er einnig var kjörinn heiðuf^ félagi stórstúkunnar. Þeir InnrI Einarsson og Þ. J. ThoroddseI læknir voru einnig kjörnir het® félagar. ,.* Fulllrúi á hástúkuþingið, er h3 *. verður í Minneapolis í Vestufhet^ 1917 var kjörinn Linar HjörW skáld, en til vara Indr. EiuarsS°^jj Næsta stórstúkuþing verður ha í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.