Morgunblaðið - 02.07.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1915, Blaðsíða 1
^ðstudag 2. 3lil£ 1915 MORGDNBLADIO 2. árgangr 237. tölublað Ritstjórnarslmi nr. 500 Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. Bezta dag- og kvöldkaffé. — úljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—n1/* K. f, u. m. Valur, knattspyrnuæfing i kvöld kl. 8»/«. Mætið stundvíslega. Aukafundur í Lestrarfélagi kyenna í dag kl. 6 á lesstofn félagsins. ^°nur beðnar að fjölmenna. Stjórnin. Fundur verður haldinn í Kvenréttindafélaginu ^studaginn 2. júlí kl. S */3 síðdegis í Iðnó. Aríðandi mál á dagskrá. Allar fé- ^gskonur beðnar að mæta. Stjórnin. i k a ritvélarnar ern þær , einu sem hafa verið f reyndar hér á landi að nokkrnm mun. Þær eru framúr- skarandi endingar- góðar.hávaðalitlar, léttar að skrifa á og með islenzkn stafrófi sem er rað- að niður sérstak- lega eftir þvi sem hezt hentar fyrir ís- »ltaf . w w lenzku. Skriftin er hNta"sJ^om,e8a sýnileg, frá fyrsta til hj.kW ;■ a‘8’ °K vélin hefir alla kosti, sem ' ávaif U,r ritvél hefir. Nokkrar ‘yrirliggjandi hér á st&ðnum. fyrir ísland, 6. Eii'íkss, Reykjavik. Kr. 200 Vilhjálmur Finsen. | ísafoldarprentsmiðia | Afgreiðslusimi nr. 499 =* .................... Ófriðarmy ndir. Nýjar afbragðs myndir frá herjum allra ófriðarþjóðanna. Þar á meðal hin fræga kvikmynd: Orusta í Vogesafjöllum. í opinberum skeytum frá brezku utanríkisstjórninni og sem birtast í Morgunblaðinu, stóð þessi klausa 18. febrúar: »Franskir fjallahermenn unnu mikið hreystiverk, er þeir tóku 937. hæðina hjá Hartmannsweilerkopf«. Myndin er af þeirri orustu og hún er eönn. Er það hin eina kvikmynd, sem til þessa hefir náðst af virkilegri orustu og hefir hún hlotið fádæma lof í brezkum blöðum. Nýja Bio tókst það að ná í myndina þótt eigi væri hlaupið að því, og sýnir hana í kvöld og næstu kvöld. Fiskiþinsið heíst næstkomandi laugard. (3. júlí) kl. 12 á hád. í Goodtemplarahúsinu. Stjórnin. Ritstjóri: + Jarðarför J6ns yfirdómara Jenssonar fer fram á laugardaginn, 3. júli, og hefst kl. 12 með huskveðju á heimili hins látna, Þingholtsstræti 27. í verzlunina á Frakkastíg1 7 komu með E.s. Gullfossi margar góðar tegundir af Reyktóbaki og Cigarettum. Ennfremur: Vindlar, Rjól og Skraa o. fl. o. fl. Alt sérlega gott og ódýrt. Sími 286. Erl. simfregnir frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, i. júlí. Þjóðverjar og Austurríkismenn hafa vaðið inn í Rússland norðan við Lemberg. Svartfellingar hafa tekið Skutari. Rússneska þingið (duman) hefir verið kvatt saman. Fregnin um það, að ítalir ætli að taka þátt í herferðinni gegn Tyrkj- um, er enn eigi staðfest opinberlega. Prestskosningin á ísafirði fór þannig, að síra Magnús fónsson er löglega kosinn prestur með 468 atkvæðum. Alls voru greidd 867 atkvæði og féllu þau þannig á aðra umsækjendur: Síra Pál Sigurðsson Bolungarvík 198 cand. theol. S. Á. Gislason 104 síra Ásg. Ásgeirsson Hvammi 70 — Páll Stephensen Holti 18 — fón Árnason Bíldudal 9 — Sig. Guðmundsson Ljósavatni ekkert. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni í London. London, 30. júní. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússá 26.-29. júni. Ákafar orustur hafa staðið í norð- ur Póllandi, en óvinirnir hafa verið hraktir með miklu manntjóni. Val- kestir dauðra manna lágu fyrir fram- an skotgrafir vorar og nokkra menn tókum vér höndum. Sókn Þjóðverja í sunnanverðu Póllandi hefir ekki náð tilgangi sínum og eigi fært þeim neinn sigur. í gagnáhlaupum vorum hjá Zoikiow og Lemberg í Galizíu handtókum vér nær 2000 manns. Aköf orusta stóð hjá Dniestr. Að kvöldi 26. júni tóku hersveitir vorar að láta undan síga hjá Gnilalipa. Óvinirnir hafa reynt af öllum mætti, með grimmilegum áhlanpum að gera undahhald okkar að flótta, en hefir mishepnast það algerlega og beðið feikna mikið manntjón. London, 30. júní. Útdráttur úr opinberum skýrslum Frakka 26.-29. júní. Alla þessa daga stóð stórskotaliðs- orusta í Arrashéraði. Að kvöldi hins 26. júní náðu Þjóðverjar fótfestu á 200 metra löngu svæði á veginum milli Ablain og Angres. Þaðan voru þeir hraktir síðar og sóttum vér fram á því svæði. í Argonnehéraði gerðu Þjóðverjar ákaft áhlaup, en voru brotnir á bak aftur. A hæðunum hjá Meuse, hjá skotgröf þeirri, er kend er við Ca- lonne, stóð áköf orusta 26. og 27. júní og endaði hún með höggor- ustu. Þjóðverjar jusu á oss logandi vökva og reyndu að ná aftur fremstu skotgröf sinni, sem vér nú vörðum. Voru þeir hraktir aftur með miklu manntjóni og höldum vér enn allri fremstu skotgröf þeirra og nokkr- um hluta af næst fremstu skotgröf. í Vogesafjöllum sóttu Þjóðverjar fram í nánd við Metzeral, en að morgni 29. júni höfðum vér tekið aftur allar þær stöðvar, sem vér höfðum áður náð austan við Met- zeral. Að morgni 27. júní tókst einum flugmanna vorra að kasta 8 sprengi- kúlum á Zeppelinskála í Friedrichs- haven. Engin skýrsla er fengin um skaða þann, er hann hefir valdið. Annarsstaðar gengur alt í sama þófinu. Viðureignin á Gailipoliskaga. London 30. júní. Eftirfarandi skýrsla frá Sir Jan Hamilton hershöfðingja um viður- eignina á Gallipoliskaga var birt 30. júni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.