Morgunblaðið - 17.07.1915, Qupperneq 2
2
'MORGUNBLAÐIÐ
fluttum frá Bretlandi o. fl. (stj.frv.
n. 39); 2. umr.
2. Tillaga til þingsályktunar um
skipun sjávarútvegsnefndar (38); ein
umr.
3. Tillaga til þingsályktunar um
stjórnarskrármálið (41); hvernig ræða
skuli.
Neðri deild.
x. Frv. til laga um að nema úr
gildi lög nr. 44, 10. nóv. 1913, um
forðagæslu ( 36): 1. umr.
2. Frv. til laga um breyting á
lögum nr. 59, 22. nóv. 1907, um
fræðslu barna (37); 1. umr.
3. Tillaga til þingsályktunar um
skipun nefndar til að athuga þegn-
skyldumálið (40); ein umr.
t»ingnefndir:
í efri deild.
Kosninqala^anefnd: Karl Finnboga-
son, Magnús Pétursson, Eiríkur
Briem.
Þinyskapanejnd: Björn Þorláksson
Guðm. Ólafsson, Guðm. Björnsson,
Jón Þorkelsson, Kristinn Daníelsson.
Strandferðanefnd: Guðm. Ólafsson,
Hákon Kristófersson, Steingrímur
Jónsson, Jósef Björnsson, Karl Finn-
bogason.
Gasið hækkar.
Á fundi gasnefndar 13. júli var
lagt fram bréf frá Gasstöð Reykja-
víkur, dags. 28. júni, þar sem Gas-
stöðin skýrir frá því, að gaskol þau,
er stöðin hafi nú fengið, kosti kr.
52,00 pr. tonn, en venjulega hafi
þau kostað 24 til 28 kr. pr. tonn.
Fer gasstöðin fram á leyfi til að
hækka gasverðið um 5 aura pr.
teningsmetra til þess að forðast
stóran tekjuhalla á næsta reiknings-
ári.
Með því að nefndin lítur svo á,
sem bæjarstjórnin eigi að sæta fyrsta
færi til þess að taka rekstur stöðv-
arinnar í sínar hendur, telur nefnd-
in rangt að láta stöðinni safnast
tekjuhalli, sem bærinn yrði að borga
þegar hann tekur stöðina til rekst-
urs. Vill því nefndin hækka verðið
á gasinu sem svarar verðhækkuninni
á kolunum.
Nefndinni reiknast að til þess að
standast umgetna verðhækkun á kol-
um, frá 26 kr. meðaltali upp i 52
kr. pr. tonn, þyrfti verð á öllu gasi
að hækka um 6,6 aura pr. tenings-
metra.
Nefndin leggur því til að frá 1.
ágúst hækki verðið þannig:
Á gasi til ljósa um 7 au. pr. ten.m.
- suðugasi — 5-------—
- átomatgasi — 5 — — —
- gasitilmótora — 5 — — —
Að því er götuljósin snertir, vill
nefndin leggja til að götuljósin verði
á komandi vetri slökt kl. 11 í stað
kl. 12 áður, en að borgunin til gas-
stöðvarinnar fyrir hvern logtima
verði hækkuð svo, að heildarupp-
hæð sú, sem greidd erfyrir götulýsing-
una yfir veturinn, verði sem næst
því hin sama og áður, og telst nefnd-
inni þá svo til, að borgunin fyrir
hvern logtima þurfi að vera 3 aur-
ar, I stað 2,7 og 2,0 aura nú.
Þessi fundargerð var lögð fram og
samþykt á fundi bæjarstjórnar á
fimtudaginn.
„Gullfoss".
Símskeyti barst hingað í gær um
það, að Gullfoss væri farinn frá
Kirkwall, áleiðis til Leith. Þar ætla
Bretar að taka úr honum ull þá, er
hann hafði meðferðis, og síðan fær
hann að halda áfram ferð sinni.
Verður þetta talsvert tjón fyrir
eigendur uilarinnar, því þótt Bretar
borgi hana með markaðsverði sínu,
þá er það ekki jafnhátt og það verð
er danskir kaupmenn hafa boðið í
hana.
Leigan á Elliðaánum.
Mr. James Dowell hefir sent borg-
arstjóra 70 pd. sterl. að frádregnum
kostnaði og 180 sterl.pd. ávísun á
Einar Erlendsson sem undirleigjanda,
fyrir hönd Mr. Davidsons, sem átti
að hafa Elliðaárnar á leigu í sumar.
Fasteignanefnd tók þetta mál til
meðferðar á fundi 12. júli og komst
að þeirri niðurstöðu, að með þessu
væri eigi fullnægt tilboði bæjarstjórn-
arinnar um 250 pd. sterl. skaðabóta-
greiðslu. Fól hún þvi borgarstjóra
að skrifa Mr. Dowell og krefjast
180 sterlingspd. greiðslu i viðLót
frá Mr. Davidson, en vildi þá
jafnframt falla frá kröfunni um
það, að hann taki árnar á leigu
næsta ár fyrir 400 sterl.pd. eins og
fyr var ákveðið.
Kjallaraíbúðir.
Þorfinnur Kristjánsson prentari
sendi bæjarstjórninni erindi um
kjallaraibúðir o. fl. þ. 28. f. mán.
Er það í samræmi við grein þá, er
hann reit um það efni í ísafold í
vor. Erindið kom fram á fundi
bæjarstjórnar á fimtudaginn og var
þar afgreitt á þessa leið:
Með þvi að heilbrigðisnefnd hefir
þegar gert ráðstafanir til þess að
rannsaka þær íbúðir sem varhuga-
verðar eru, visar bæjarstjórnin erindi
Þorfinns Kristjánssonar til heilbrigðis-
nefndar með tilmælum um að hún
haldi áfram rannsóknum sínum á
íbúðum fátæklinga og gefi bæjarstjórn-
inni skýrslu þar að lútandi.
Hagur landssjóðs.
RæBa ráðherra við framiagning
frumvarps til fjárlaga fyrir
árin 1916—1917.
Að þessu sinni vil eg ekki fara
að ræða frumvörpin hvert út af fyr-
ir sig, en geymi mér rétt til þess
siðar. Eg vil leyfa mér að biðja
háttv. forseta að taka þau á dagskrá
og deildina til meðferðar.
Eg skal svo leyfa mér að gefa
stutt yfirlit yfir fjárhag landsins við
síðustu áramót. Eins og menn geta
séð á fjárlögunum 1914—1915, er
tekjuhallinn áætlaður kr. 316,723,85.
En að svo komnu verður ekki sagt
um, hvernig rætast muni úr um
fjárhag landsins. Það kemur ekki
fyllilega í ljós fyr en eftir næstu
áramót, þegar gjöldin eru öll inn-
heimt.
Árið 1914 voru tekjur landssjóðs
kr. 2,309,862,01. En á fjárlögun-
um sýnast tekjurnar hafa verið
áætlaðar kr. 1,956,235, svo að mis-
munurinn er kr. 353,627,01.
Þessi tekjuauki stafar aðallega af
þvi, að tollarnir hafa reynst meiri
en þeir voru áætlaðir.
T. d. var útflutnings-
gjald áætlað hvort
árið kr. 150,000,00
en varð — r95»ri M3
Mismunur kr. 9S,IIr»53
Áfengistollur var á-
ætlaður — 10,000,00
en varð — 3o,539,3r
Mismunur kr. 20,539,31
Tóbakstollur var á-
ætlaður — 205,000,00
en varð — 224,451 *7 5
Mismunur — 19»4 S1,7 S
Mestu munar á kaffi-
og sykurtollinum.
Hann var áætlaður kr. 415,000,00
en varð — 525,010,34
Mismunur kr. 115,010,34
Vörutollur var áætl-
aður — 300,000,00
en varð — 345,222,53
Mismunur kr. 45,222,53
Svo eru ýmsar aðrar tekjur, sem
hnfa farið nokkuð fram úr áætlun,
svo sem pósttekjur, símatekjur og
aukatekjur. Ábúðar- og lausafjár-
skattur og húsaskattur hafa yfirleitt
farið lítið fram úr áætlun.
Þá skal eg snúa mér að útgjöldun-
utn 1914. Þau verða alls
kr. 2,580,816,63
En á fjárlögunum sýnast þau hafa
verið áætluð kr. 2,119,144,63
Mismunurinn á milli áætlunarupp-
hæðarinnar og tekjuupphæðarinnar
verður því kr. 461,672,00
En þess ber hér að gæta, að í út-
gjöldunum 1914 hafa verið greiddar
100,000 kr. sem hlutafé Eimskipa-
íélags íslands og 100,000 kr. tillag
til Landsbankans, samkvæmt lögum
nr. 50, 10. nóv. 1913. Ef maður
dregur þessar 200,000 kr. frá, þá
yrðu útgjöldin fram yfir áætlun
kr. 261,672,00
En af þessari upphæð, sem útgjöW'
in fara fram yfir áætlim, hafa ver:5
greiddar eftirýmsum lögum 258,054
kr. 34 au., svo að gjaldaáætlun fjár'
laganna og útgjöldin standast nokk-
urn veginn á, þegar írá eru reikn-
aðar greiðslur eftir öðrum lögutn.
Ef þessar 200,000 kr. eru dregn-
ar frá gjöldunum 1914, þá verða
þau kr. 2.380,816,63
En tekjurnar voru eins og eg nefndí
áðan kr. 2,309.862,oj
Miám. verður því kr. 70,954,63
Samkvæmt frv. til laga um sam-
þykt á landsreikningunum fyrir árin
1912 og 1913 hefir hreinn tekjuaf-
gangur eftir fjárhagstimabilið 1912
—1913 orðið kr. 291,884,63
og ef maður hugsar sér, að af þeirrl
upphæð yrði borgaður tekjuhallinu
1914, yrðu samt eftir kr. 220,930,01
Það er nú aðgætandi, að fyrst og
fremst veit maður ekki, hvernig
fjárhagur landsins verður framvegi*
og svo er farið fram á fjárveitingu
i fjáraukalögum 1912—13 og 1914
—1915, sem nemur samtals
kr. 241,091,43 og ef það er dregið
frá tekjuafganginum, sem er eftir
reikningnum 1912—1913, þá verður
tekjuhallinn ki. 20,063,42.
I sambandi við þetta skal eg leyfa ’
mér að gera örstutta grein fyrif
verðbréfaeign landssjóðs og skuldum,
sem hann stóð i við áramótin síð-
ustu. Eg skal geta þess, að hér er
ekki talin vixilskuld, sem landssjóð-
ur var i við íslandsbanka, en hins
vegar er ekki heldur talin inneign f
banka i New York, en sú inneign
er meiri en skuldin við íslandsbanka.
Verður væntanlega innan skamms
gerð grein fyrir störfum »Velferðar-
nefndarinnar^, er svo er nefnd, og *
sambandi þar við verzlunarráðstöfun-
um landssjóðs vegna styrjaldarinnar
tniklu. Eg sný mér þá að eignum
þeim og skuldum, sem eg nefndi.
Það eru þá fyrst eignir viðlagasjóðs:
1. Innritunarskirteini fyrir 3V20/0
rikisskuldabréfum í veðbandi fyrif
•I. og III. flokki veðdeildar Lands-
bankans kr. 225,000,00
2. Innritunarskirteini fyrir 4%
rikisskuldabréfum (í sama veðbandi)
kr. 90,00o,oo
3. 4V2V0 bankavaxtabréf af I.
II. flokki (í veðbandi fyrir III- &
veðdeildar Landsb.) kr. 110,000,00
4. Skuldabréf sveitafélaga og eí0'
stakra manna 3, 3V2, 4 og 4V20/0
kr. 1,480,0571?^ .
Þetta verður samt. kr. 1,905,057*91
Þá eru næst verðbréf keypt fyrlí
lánsfé:
1. Bankavaxtabréf keypt fyrir
ið 1909 kr. 777,000,0°
2. Bankavaxtabréf keypt fyrir
ið 1912 kr. 249,000*°°
Samtals kr. 1,029,000*°°
Öll verðbréfaeignin verður þá
kr. 2,931,657’?j
Svo má hér enn fremur telja el°
konar hlutabréf í Landsbanka°°
_ Uj,
keypt 1. júli 1914 fyrir í00,000
og loks hlutabréf i Eimskip3^ *
íslands, svo að verðbréfaeign
sjóðs er þá alls kr. 3,i3r,657’9