Morgunblaðið - 28.07.1915, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.07.1915, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ að Grikkir dragi eigi þátt-töku sína í ófriðnum. 18. þ. m. hafði þingið eigi verið sett og hefir þvi verið kent um að konungur væri of veik- ur enn til þess að taka þátt í stjórn- málum. En brezk blöð telja orsök- ina aðallega vera þá, að Venizelos hefir ekki viljað gefa loforð um, að halda fast við hlutleysi landsins. Víst er um það, að því lengur sem þingsetning dregst, því meiri skaer- ur má biiast við að verði út úr ósamkomulagi konungsins og Veni- zelos-flokksins. Harry Thaw látinn laus. Menn munu enn reka minni til þess, er miljónamæringurinn Harry Thaw myrti Stanford White, hinn fræga byggingameistara, árið 1905 í New-York. Það mái vakti ákaflega mikla athygli um allan heim, og blöðin hér heima mintust einnig á það. Tildrög þessa máls voru þau, að Thaw kyntist ungri leikkonu, er Evelyn Nesbitt hét. Það var árið 1904, og voru þau þá bæði í París. Thaw giftist henni í októbermánuði, og fóru þau bæði siðan vestur um haf. Þar kannaðist hvorugt þeirra við það að þau væru gift, enda þótti ættingjum hans skömm til koma gift- ingarinnar. Harry Thaw. Evelyn Nesbitt hafði áður verið á vegum Stanford White, og hafði hann tekið hana að sér umkomu- lausa og séð henni farborða í mörg ár. En nú brá svo við, að Harry Thaw grunaði White um það, að hann fiflaði konu sína. Og einu sinni er þeir hittust, dró Thaw marg- hleypu upp úr vasa sínum og skauí White til bana. Hann var þegar tekinn fastur, en lengi stóð á þvi að fá dómara, sem yrðu að álítast óhlutdrægir, og móðir hans beitti öllum áhrifum ayðs síns til þess að fá hann sýknaðan. Að lokum var það úrskurðað að hann mundi ekki heill á geðsmunum, og var hann þá fluttur á geðveikrahæli. Hvað eftir annað reyndu vinir hans að ná honum þaðan, en eigi var auðhlaupið að þvi, sökum þess, Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til alirar útimálningar Jafngóð á stein, tré og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Veitinsar 2. ágúst. Þeir sem kynnu að! vilja hafa veitingar á íþróttavellinum 2. ágúst, snúi sér til verzlunarstjóra L. MAIIers, Braunsverzlun, fyrir kl. 6 á laugardagskvöldið. að strangur vörður var haldinn um hann. Þó tókst þeim að ná honum burtu af hælinu 18. ágúst 1913, og strauk hann þá til Kanada. Þar var hann tekinn fastur og fran\seldur Bandaríkjunum 10. sept. sama ár. Hefir hann verið þar í gæzlu síðan. Nú alveg nýskeð hefir sá úrskurður verið gefinn í máli hans, að hann væri albata af geðveikinni og hon- um verið slept lausum gegn 7000 sterlings punda tryggingu. e-g—« DA6BÓRIN. C=S Afmæli í dag: Ragna Frederiksen húsfrú. Sólveig Matthíasdóttir jungfrú. Sólarupprás kl. 3.21 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 9.44 síðd Háflóð í dag kl. 6.56 og í nótt — 6.39 Póstar í dag: Kjósarpóstur fer. Keflavíkurpóstur fer. Veðrið i gær: Vm. logn, hiti 9.5. Rv. logn, hiti 8.8. íf. logn, hiti 7.2. Ak. logn, hiti 4.5. Gr. logn, hiti 8.5. Sf. logn, hiti 4.3. Þh. F. n. andvari, hiti 11.2. Magnús Bjarnason bifreiðarstjóri, sem meiddist hjá Elliðaárbrúnni í sumar, er nú albata aftur og ekur bif- reið daglega eins og ekkert hafi í skor- ist. Jarðarför Kristins Guðmundssonar bakara frá Bergstoðum fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Hjólreiðakapphlaupið. Því miður getur ekkert orðið úr því fyrirhugaða kapphlaupi hjólreiðamanna til Þing- valla, sem Morgunblaðið hafði í hyggju að gangast fyrir. Viljum vór þegar taka það fram, að vér eigum enga sök á þv/, að það ferst fyrir, heldur er það eingöngu áhugaleysi íþróttamanna að kenna. Vór höfum aldrei viljað trúa því, að Bá íþrótta- áhugi, sem hór gaus upp fyrir nokkr- um árum og gagntók hugi allra ungra og hraustra manna um land alt, væri með öllu kulnaður. Oss þykir leitt að verða nú að breyta skoðun. Aldrei hafa íþróttamenn vorir átt kost á að keppa í eins álitlegu og skemtilegu hlaupi, og Þingvallahlaupi Morgun- blaðsins. En að eins þrír menn fundu hvöt hýá sór til þess að freista hlaups- ins. Vór skulum ekki að svo stöddu leiða neinar getsakir að þessu tómlæti íþróttamanna, en munum síðar bera það undir menn fróða um þá hluti. En það viljum vór taka fram, að Þing- vallahlaupið verður háð næsta ár — og þar sem menn nú hafa heilt ár til stefnu, geta menn ekki aftur kvartað yfir að tíminn só of naumur til æfinga. Heredia fór í gær frá Hafnarfirði og tók póst til Bretlands. Knattspyrnn-kappleiknrinn á íþróttavellinum 1 fyrrakvöld fór svo, að »Fram« vann með 5:1. Einn maður, Stefán Ólafsson, slasaðist dá- lítin og varð að hætta í miðjum leik. »Valur« hafði því einum manni færra nær allan síðari hálfleikinn. Trúlofnn sína hafa nýlega opinber- að þau Arni Arnason læknir í Búðar- dal og jungfrú Guðlaug Sigurðardóttir (læknis Sigurðssonar). 2. ágúst verður efnt til skemtunar á íþróttavellinum í minningu þjóð- hátíðar íslendinga. Þar verður hljóð- færasláttur, dans og annar gleðBkapur. Þá fer og fram dráttur í »Happdrætti lþróttavallarins«. Tveir dómar i Danmörk^ 6. þ. m. voru kveðnir upp tve'r dómar í Danmörku, sem báðir snerta hlutleysi landsins. Snemma í vetut fórust tvö þýzk loftför við Faney við Jótlandsstrendur. SkipverjutU var bjargað og voru þeir kyrsettir’ Sumir þeirra struku eigi alls íyfir löngu og við rannsókn komst þae upp, að Þjóðverjar nokkrir þar i 'an höfðu hjálpað þeim til þess að koW" ast undan. Voru alls 4 menn teknif f*tir grunaðir um þetta og sannað' ist sökin á þá alla. Voru þeir alkf dæmdir i fangelsisvist, 20 daga hvef- í vitorði við þessa Þjóðverja var og danskur veitingamaður fri Borgundarhólmi, Jörgensen ^ nafni. Hann hafði enn fremur tekið að sér að útvega Þjóðverjum upp' lýsingar um ýmsár landvarnarráð' stafanir Dana og í eitt skifti sent þeim mikilvægar upplýsingar. Fyrlt þetta var hann dæmdur í 14 4af?a fangelsi — og þótti sleppa vel. Hrossin í Geldinganesi. Herra ritstjóril Út af greinarstúf frá Hrafnúlfir í blaði yðar i gær, vil eg biðja yð' ur fyrir Ifnur þessar. Þar sem eg geymi útflutningS' hross i Geldinganesi, sendi eg byggilegan mann, þegar eg hafði lesið hugvekju Hrafnúlfs, til þess að grenslast eftir hvort það væri rétt, er i greininni stóð um líðan hross- anna. Kom það í Ijós, — sem eg raunat vissi áður — að hrossin hafa Þaf nægan haga, vatn á þrem stöðui» og eru hin rólegustu. Mundu umskiftin og hafa orðið með nokkuð skjótu bragði, ef Hraföj úlfur hefði hermt rétt, því það vissi eg fyrir víst, að hinn 20. þ. m.i er eg sendi síðast hross til útlanda, báru þau ekki þess merki, að þeitn hefði liðið illa. Hitt þyrfti engan að undra, þótr heimjús hross reyndu að kornas1 burtu úr nesinu, syntu til lands eða stæðu einhvern tima dagsins við hliðið og biðu fararleyfis, sem Þvl miður er ekki hægt að veita 'þe*01, Annars skal eg geta þess, að Þr^tC fyrir hinn langvinna þurk og minIia vatn en venjulegt er, hafa utnraeo hross min enga tilraun gert, D* 3 synda til lands. Og heimilt er Hrafnúlfi jafnt seta öðrum, að skoða hrossin og athug2 Hðan þeirra, þá er þeim verðuf skipað út á laugardaginn kemuf- Það er gott og góðra gjalda verh að bera hag dýranna fyrir brjós£b en hitt er rangt, að skrifa staðlaus ^ ar ásakanir um illa meðferð þeim. 27. júli 1913. G. BóÖvarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.