Morgunblaðið - 11.08.1915, Side 2

Morgunblaðið - 11.08.1915, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Akranesi i %ar. BorgfirBingar heiðra sýslumann sinn. í fyrra mánuði fóru 4 hreppstjór- ar úr Borgarfirðinum á fund Sigurð- ar Þórðarsonar sýslumanns í Arnar- holti og færðu honum skrautritað skjal og 700 kr. i gulli að gjöf frá sýslubúum. Svo sem kunnugt er, hefir Sigurður fengið lausn frá embætti sinu vegna veikinda. Hefir hann unnið hylli og virðing allra sýslubúa fyrir dugnað sinn og rétt- læti á embættisárunum og voru því hafin samskot um alla sýsluna til þess að stofna minningarsjóð, sem bera á hans nafn. 4 hreppstjórar voru valdir til þess að afhenda gjöfina. Stykkishólmi í %cer. Hér er alt af einmuna tíð. Hey- skapur gengur ágætlega, því jafn- harðan þornar af ljánum. Engir bátar ganga héðan til fiskjar, nema flutningabátur, sem Sæmundur kaupm. Halidórsson á. Hann fer á fiskveiðar endrum og eins þegar hann hefir ekki annað að gera. Sein- ast reri hann i fyrradag. Afli er jafn- an ágætur og hefir báturinn stund- um komið drekkhlaðinn. En mann- skortur veldur því að eigi er hugsað meira um fiskveiðar hér á opnum bátum. Allir verkfærir karlmenn stunda nú annaðhvort heyskap eða sjómensku á þilskipum. ■ ■ 9 <Ti ■ ■ ■■ -- ,Throndhjemsfjord‘ Norska skipið, sem getið var um í símskeyti til Morgunblaðsins í gær, að þýzkur kafbátur hafi sökt, var eign Norsku Amerikulínunnar. Það var vöruflutningaskip, sem félagið keypti af brezku útgerðarfélagi skömmu eftir að ófriðurinn hófst í fyrra, og var 7500 smálestir að stærð. Félagið keypti þá tvö skip jafnstór og eins að gerð, af Bretum, og voru þau skirð »Throndhjemsfjord« og »Drammensfjord«. Þau voru bæði tveggja ára gömul er Norska Ame- ríkulínan eignaðist þau, og útbúin með öllum nýjustu tækjum til vöru- flutninga — fljótrar afgreiðslu. Tjón það sem Norðmenn bíða, er mjcg tilfinnanlegt, einkum þar sem skip yfirleitt hafa hækkað mjög i verði siðan i fyrra. Vit og strit. Þingið hefir til meðferðar frum- varp til laga um það að stofna nýtt prófessorsembætti við Háskóla ís- lands: i haqnýti sálarjraði, sem á að brúa milli vits og strits. Aður hefir verið gerð tilraun til þess að láta þingið brúa milli vits og strits lands- manna. Það var þegar peqnskyldu- vinnan var á döfinni. Það hefði verið heppileg lausn á málinu, en þingið og þröngsýnir menn sáu það ekki. Enda hefir jafnan verið mikið djúp staðfest milli vits og strits hji þinginu — eigi síður en hjá þjóð- inni. A. Frá alþingi. Dagskrá í rlag: Neðri deild kl. r s 1 ð d. 1. Frv. til laga um breyting á lögum um vegi, nr. 57, 22. nóv. 1907 [Dalavegur] (272); 3. umr. 2. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 29, 2. nóv. 19:4, um breytingu á lögum um vegi nr. 57, 22. nóv. 1907 [Hafnarfjarðarvegur] (275); 3■ umr. 3. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 37, 22, nóv. 1907, um vegi [Stykkishólmsvegur] (274); 3. umr 4. Frv. til laga um rafmagnsveit- ur (75, n. 221, 234); 2. umr. 5. Frv. til laga um allsherjar þjóðskjalasafn í Reykjavík (217); r. umr. 6. Tillaga til þingsályktunar um milliþinganefnd í slysfaramálum (254); ein umr. 7. Tillaga til þingsályktunar um kaup á Þorlákshöfn (244); ein umr. 8. Tillaga til þingsályktunar um kaup á kornvöruforða til tryggingar landinu (258); ein umr. Efri deild kl. 1 síðdegis. 1. Frv. til fjáraukalaga fyrir ár- in 1914 og 1915 (257); 1. umr. 2. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 26, 22. okt. 1912, um vatns- veitur í löggiltum verzlunarstöðum (179); 3. umr. 3. Frv. til laga um framlenging ágildilaga 3.ág. 1914 um ráðstafanir gullforða Islandsbanka, innistæðufé í bönkum og sparisjóðum og á póst- ávísunum (134); 3. umr. 4. Frv. til laga-um viðauka og breytingu á lögum nr. 44. 30. júlí 1909, um aðflutningsbann á áfengi (136, n, 261, 262, 263, 264); 2. umr. Aðflutningsbaimið. Meiri hluti nefndarinnar (J. B., G. B. og B. Þ.) hefir komist að þeirri niðurstöðu að þetta nýja bannlaga- frumvarp væri í engu strangara en bannlögin, en gerði lögin framkvæm- anlegri en ella. Einnig séu þar sum fyrirmæli skýrari. »Reynslan hefir sýnt, að erfitt og jafnvel ómögulegt er að fá menn alment til að hlýða sumum ákvæð- um laganna, sem þó eru alveg nauð- synleg.........Var þvi óumflýjan- legt, að gera ný ákvæði, er láta varða við lög, ef fyrirmælum hinna fyrri ákvæða er ekki hlýtt«. Tillaga til þingsályktunar um kaup á korn- vöruforða til tryggingar landinu. Flm.: Sjg. Egg., Hj. Sn., Þór. Ben. og G. Egg. Neðri deiid Alþingis ályktar, að skora á landssjórnina, að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að kaupa kornvöruforða til tryggingar landinu fyrir alt að 500 þúsund krónur. Brindi Rjúpan. er boristhafa alþingi 1915, auk þeirra er áður hefir verið getið: Bréf þm. Dalamanna um styrk til Magnúsar læknis Guðlaugssonar. Erindi frá sama þingmanni um hækkaðan styrk til búnaðarfélaga og annara búnaðarframfara. Bréf frá sama þingmanni um alt að 10,000 kr. styrk til að kaupa Flóabát fyrir Breiðaflóa. Bréí frá sama þingmanni um alt að 12,000 kr. styrk árlega til flóa- bátsferða á Breiðaflóa. Bréf frá sama þingmanni um 2000 kr. styrk til bryggjugerðar f Búðardal. Bréf frá sama þingmanni um að minsta kosti 500 kr. styrk til l ryggju- gerðar við Salthólmavík í Gilsfirðí. Bréf frá sama þingmanni um 7,000 kr. fjárveiting til brúargerðar á Kjallaksstaða-á. Bréf frá sama þingmanni um sfma úr Búðardal yfir í Saurbæinn. Stjórnarráðið sendir fjárlaganefnd neðri deildar bréf frá landsimastjór- anum, dags. 30. júlí þ. á., viðvfkj- andi símalínu frá Akureyri til Greni- víkur. Erindi frá stjórn húsmæðraskól- ans á Eyrarbakka um styrk til skól- ans. Erindi frá þm. Snæfellinga um ýmsar fjárveitingar til kjördæmis hans. Erindi frá umsjónarmanni áfengis- lcaupa um launahækkun. Erindi frá Kristni Daníelssyni, 2. þm. Gullbringu- og Kjósar-sýslu, um styrk til dýralæknisnema Lúð- viks Þorgrímssonar. Erindi frá Þórarni Benedikssyni, 1. þm. Sunnmýlinga um fjárveit- ingu til framhalds Fagradalsbrautar. Erindi frá sama þingmanni um fjárveitingu til sýsluvegarins frá Breiðdalsvik inn eftir sveitinni. Erindi frá Salvöru Ingimundar- dóttur um styrk til að fullkomna sig í hjúkrunarstörfum. Erindi frá Pétri Zóphóníassyni um fjárstyrk til að halda við skákbóka- safni W. Fiske’s i Landsbókasafn- inu. Erindi frá Pétri Jónssyni, for- manni sambands íslenzkra samvinnu- félaga um 300 kr. árlegan styrk til þess.’ Erindi frá útgerðarmönnum í Reykjavik um lækkun á tolli af fisk- umbúðum. Stjórnarráðið sendir vegalaganefnd neðri deildar tvö bréf frá verkfræð- ingi landsins . viðvíkjandi Hafnar- fjarðarveginum. Erindi frá Fiskifélagsdeildinni í Keflavik um styrk til bátabryggju i Keflavík. Stjórnarráðið sendir vegalaganefnd neðri deildar erindi frá verkfræðingi landsins um þjóðveginn í Dalasýslu. Erindi frá Jóni Pálssyni, formanni Sjúkrasamlags Reykjavikur, um breyt- ing á lögum um sjúkrasamlög. Eg sé i »Morgunblaðinu« i ^ að háttvirtri efri deild Alþingis hefir þóknast að drepa frumvarp dýrtíðar nefndarinnar um friðun fugla. í’ett* er einkennilegt sökum þess, að þetta voru hin einu bjargráð, sem dýrtíð' arnefndin hafði séð í svipinn til þeSS að bæta kjör landsmanna. Eg skal eigi fara út i einstök at' riði frumvarpsins hér en aðeins bend® á sumt það, sem kosti mátti á þvl telja. Rjúpan er friðuð núna og verðuf fram til nýárs, fyrst frumvarpið vaf drepið. Eg er hræddur um að hátt' virtir þingmenn efri deildar hafi ekk' gert sér það ljóst hve mikill hagff landsmönnum er að þvi að tneg3 drepa rjúpuna Og hitt hafa þeIf áreiðanlega ekki gert sér ljóst held' ur, að rjúptinni verðttr aldrei útrj^ tneð skotum. Versti óvinur hennaf eru vorharðindin. Þá fellur nú° unnvörpum og hættan á því að harð' indin strádrepi hana er auðvitað þeim mun meiri, sem fleira er at rjúpunni. Ein rjúpa getur lifað veturinn þar sem tíu mundu drep’ ast úr matarskorti. Það ei því hreiD og bein fjarstæða að láta rjúpunt]] fjölga svo i landinu, að hún hryoJ1 niður af jarðskorti, engum til gag°s en landinu til mikils ógagns. Ef það hefir vakað fyrir þino' mönnum að þetta yrði aðeins 11 þess að safna auði i fjárhirslur bænda* en fátækum »þorpurum« yrði Þa^ að engu liði, þá hefðu þeir þó get' að hitt annað betra ráð en það a® drepa frumvarpið. Þeir hefðu geta^ ákveðið eitthvert hámarksverð ^ rjúpunni svo öllum hefði verið kletn að kaupa hana. En á hitt hefð1 einnig átt að líta, að fjölda manna í smáþorpum út um land hefði konú það vel að mega skjóta rjúpu til mat' ar sér i haust meðan rjúpan helduí sig niðri í bygð og fram með si°' Eftir nýár er rjúpan horfin þaða° inn á fjöll og heiðar og einu men° irnir, sem þá hafa gagn af þvt 3 skjóta hana, eru auðvitað bændnf' Kemur nú rjúpnadrápið engum a liði nema bændum — þeim, ef slZt skyldi, eftir áliti efri deildar. Það er eigi svo að sjá sem e f deild hafi hugsað sér neitt annað bætt gæti úr dýrtiðinni í vetur. 0ún hefir aðeins drepið frumv. miskuna laust, þótt það horfði til talsver ^ bóta, en lætur ekkert koma í st\ inn. Það er bæði fljótfærnisleg1 óviturlegt. Háttvirt efri deild veit það s' 5 sagt að nauðsyn brýtur lö^- vegna er sjálfsagt að hugsa sso ir nauðsynjum þjóðarinnar, að 11 ^ þurfi ekki að virða sin eigin l0£. að vettugi. En hræddur er eg utI1 ajt að þegar kaupmenn hafa Aut .eyfi kjöt til útlanda — með góðu þingsins — þá verði menn fj^gð til þess að ná sér i kjöt sjálm því að skjóta fugla og er Þa ^jjft víst að *aðarjuqlinum« vernl geið* öðrum fremnr. Þessar geta ‘ ingarnar orðið, því frekur ef til fjörsins. jfi 10/«- A

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.