Morgunblaðið - 11.08.1915, Page 4

Morgunblaðið - 11.08.1915, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir kaupmenn: Cbivers niðursoðnu jarðarber og Fruit Salad ávalt fyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Heijhjavík. Einkasala fyrir ísland. ^Sunlié,htSápa7 Þeir sem nota blaut- asápu til þvotta kvíða einiægt fyrir þvotta- deginum. Notið Sunlight sápu og hún mun flýta þvottinum um helming. Þreföld hagsýni— tími, vinna og penin- gar. Farið eftir fyrirsögniiini, sem er á öllum Sunlight sápu umbúðum. Neðanmálssögur Morgunblaðsins eru beztar. Gríman. 5 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. Chilcote horfði á eftir honum eins lengi og hann gat eygt hann. Svo gekk hann að götnljóskerinu og las nafnspjaldið: John Loder, 13 Clif- fords Inn. II. Morguninn eftir vaknaði Chilcote nm níuleytið. Þjónninn hans — Allsopp — kom inn i svefnherberg- ið með morgunteið og setti það á borð, sem stóð hjá rúminu. í nokkrar sekiindur lá Chilcote vakinn með augnn aftur. Það var eins og hann þyrði ekki að opna þau. Svo leið ein míndta að hann lézt sofa. Hann fann að Allsopp ýtti hóglega við sér. — Herrann veit vel að klukkan er orðin nín, mælti Allsopp að lok- um. Chilcote opnaði augun, tautaði eitthvað og lokaði þeim svo aftur. Þjónninn gekk fram að gluggan- um og dró tjöldin frá. — Eg vona að herrann hafi sofið betur í nótt, mælti hann nærgætnis- lega. Chilcote dró rekkjuvoðina upp fyrir höfuð, því hann fékk ofbirtu í augun þótt eigi væri mjög bjart. — Já, svaraði hann, bölvuð mar- tröðin hefir látið mig í friði að þessu sinni. Honum hraus hugur við er hann mintist þessa. — Verið þér ekki að tala um þetta. Mér er illa við þá menn, sem ætíð eru að þvaðra um hið sama. Röddin var gremjuleg. Það þurfti stundum eigi nema smá atvik til þess að setja hana í hina áköfustu geðshræringu. Alsopp þagnaði og tók að reiða fram föt húshónda sfns. Þetta varð til þess að gera Chilcote enn gram- ari en áður. — Fjandinn hafi þetta alt saman, hrópaði hann. Mér býður við þess- ari reglusemi. Eg sé i anda hvernig þér reiðið fram líkklæði mín, daginn sem eg á að greftrast. Látið fötin ÍffgÞ** D06MBNN Sveirrn Björnsson yfird.lögm Frlklrkjuvog 19 (Staðastað). Simi 202. Skriístoíutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6 Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Ysnjulaga heima 10—11 og 4—5. Simi iB Olaíur IiáriiHson yfird.lögm. Pósthússtr. 19. Simi 21 j. Venjulega heima 11—12 og 4—5 Jón Asbjörnsson yfid.lögm. Austurstr. j. Sími 43 j. Venjulega heima kl. 4—j1/,. Guðm. Olafsson yfirdómslögm Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðaiagi. Sirœnar Baunir frá Beauvais eru ljúffengastar Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverflsgötu 40. Sími 93. Helgi Helgason. mín liggja kyr! Komið svo aftur að hálfri stundu liðinni. Allsopp dirfðíst að líta snöggvast á húsbónda sinn. Svo lagði hann fötin frá sér og gekk fram að dyr- unum. — Ætlar herrann að borða morg- unverð hér eða niðri? Chilcote vafði rekkjuvoðunum þéttar að sér. — Hvar serr. vera skal, eða hvergi, urgaði í honum, það stendur mér alveg á sama. Allsopp gekk þegjandi út úr her- berginu. Þegar dyrnar höfðu lokast settist Chilcote upp í sænginni og tók bakkann og setti á kné sér. Hann tók sér þessa hreyfingn ákaflega nærri. Hann dró fram vasaklút sinn og þerraði sveitann af enni sér. Svo lyfti hann hendinni upp móti ljós- inu og virti hana fyrir sér. Húðin var gul og höndin skalf. Hann setti tebakkann aftur á borðið og fór fram úr rúminu. Gekk hann síðan þvert yfir gólfið og að stórum klæðaskáp, sem stóð þar við þil. Opnaði hann skápinn og tók þar úr hyllu dálílið glerhylki með hvítum plötum f. Aborðinu stóð vatnskanna, whisky- flaska og glas. Hann blandaÖi sam- an dálitlu af whisky og sodavatni VÁTÍ^YGGINGAÍ? Vátryggið tafarlaust gegn eldi> vörur og húsmuni hjá The Brithisj1 Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslasoö. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassnrance Forening Úmit Aðalurriboðsmenn' O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatrygging. Skrifstofutími 11—12. Det kgl octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, hnsgögn, flUS- konar vöruforða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. f Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Carl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatry ggin gar. Heima 6 l/t—7 t/4. Talsími 3?1, Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna. fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. og lét þar koma í tvær hvítu plöt- urnar. Beið hann þess nú óþolin' móðlega að þær bráðnuðu, en þegaf hann sá að þær höfðu bráðnað, greip hann glasið og tæmdi það í einum íeyg. Þegar Allsopp kom aftur, sat Chu* cote í rúminu og reykti vindling- Tebollinn stóð tæmdur á bakkanum. Nú var Chilcote horfin öll gremj3! hreyfingar hans voru rólegar, augu° skær og roði í kinnunum. — Ojæja, Allsopp, mælti hann. Lífið er þó stundum viðundandi. — Eg hefi látið bera morgun* verðinn fram í litla herbergin°> mælti Allsopp án þess að láta séí bregða hið minsta. Chilcote snæddi morgunverð kh 10. Matarlyst hans var jafnan kenl' ótt, sérstaklega á morgnana. Hau0 bað um fisk, en sendi hann svo snertan fram í eldhúsið aftur. drakk hann þrjá bolla af te og kveik11 sér svo í nýjum vindling. Áhrifin af morfinsplötunum v°r° enn auðsæ í hreyfingum hans, þó var hann ekki laus við sljólel ‘ Sá tími var nú löngu* liðinn a^ morfínið var nauðsynlegt fyrir haD til þess að halda geðinu i jafnvasg1 hugsuninni skýrri — enda voru sex ár siðan hann fyrst byr)aðl morfínsnautninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.