Morgunblaðið - 10.09.1915, Side 1

Morgunblaðið - 10.09.1915, Side 1
Föstudag 10. sept. 1915 HOBGIINBLADID 2. argangr 307. tölubiað Ritstjórnarbimi nr. 500 pinl Reykjavíknr DIH ÖIU| Biograph-Theater |DIU Talsími 475. Fjöruga fekna skemtilegur gamanleikur í 4 þáttum. Leikinn af ágætum þýzkum leikurum. A8 eins fyrir fullorðna. Verð hið venjulega. Mll’i >n „Umbrella11 og Crescent11 viðurkendu þvottasápur farabezt með tau og hörund. Notkunar- leiðarvísir á umbúðunum. Flag Butterfly Kaloderma Góðu en ódýru sápur og ylm vötn fást hjá kaup- mönnum um alt land. heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Loftför til Bretlands. London 8. sept. Þrjii Zeppelinsloftför komu til austurstrandar Bredands 7. sept. og vörpuðu niður sprengikúlum. Flug- vélar vorar gátu ekki fundið loft- förin, svo eigi var hægt að skjóta á þau með loftfarafallbyssum vorum. 15 hús skemdust allmjög og fjöldi dyra og glugga brotnaði. Eldur kom upp á nokkrum stöðum, en það tókst að slökkva hann alstaðar. Ann- að eignatjón varð ekki. 2 karlmenn, 3 kvenmenn og 5 börn biðu bana, en 14 karlmenn, 18 kvenmenn og 14 börn meiddust. Af þeim sem fórust og meiddust var aðeins einn hermaður. Uppskera í Danmörku. Það er fullyrt í dönskum blöð- að uppskeran í landinu muni þessu sinni verða minni en i ^eðalári. Er það mest vegna Þurka og kulda, sem verið hafa far í sumar. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |ísafoldarprentsmiðja|Afgreiðslusim^ nr. 499 Tfleð mikíum afslætfi seízt í dag og á morgun: Vindlar — Cig-arettur - Cigarillos, Tóbak JReyk- M unn- Nef- Laura Tlielsen (Joh. Flansens Enke) Husfursíræfi /. Umsjónarmaðurinn Kosning umsjónarmanns hafnar- innar og alt það mikla hneiksli, er enn aðalumtalsefnið í bænum. Vit- um vér fyrir víst, að vér höfum talað fyrir munn nær allra borgara bæjar- ins, þegar vér gerðum það að um- talsefni um daginn og komumst að þeirri niðurstöðu, að Guðm. Jakobs- son væri með öllu ófær til starfans. Mál þetta er svo alvarlegt, að það dugar ekki að brosa að því, eins og menn eiu vanir að gera að svo mörg- um vitleysum, sem þeir herrar bæj- arfulltrúar gera sig seka i á fulltrúa- þingi höfuðstaðarins. Það er meira en litil ábyrgð, sem fylgir stöðu hafnarumsjónarmannsins — ábyrgð, sem engurr heilvita manni dettur i hug, að hinn útvaldi maður muni geta borið. Þetta er einhver hin ábyrgðarmesta og stærsta staða, sem bæjarstjórnin nokkru sinni hefir veitt. Hún er stærri og víðtækari en staða bæjargjaldkera og bæjarverkfræðings og þvi furðulegra er að hugsa til þess, hve kæruleysislega gengið hefir verið til atkvæða um starfann. Hvað er það sem umsjónarmenn hafna eða skipakvía þurfa að kunna og hvernig eiga slikir menn að vera? í Reykjavík þurfa þeir eftir veit- ingunni að dæma ekki að kunna neitt af því, sem heimtað er annar- staðar. Þar er heimtað, að maðurinn, sem fyrir slíkum starfa er trúað, sé ,full- kominn sjómaður, því það er hann, sem hefir ábyrgð á skipum, sem hann tekur á móti, hann sér um hvernig niðurröðun þeirra er við bryggjurnar, svo vinna geti gengið sem greiðast; hann skipar fyrir um hvernig eigi að festa skipunum, og til þess að geta það, þarf hann að vita ýms heiti á hlutum og köðlum, og svo getur farið, að hann persónu- lega þurfi að skerast í leik, þegar árekstra eða annað tjón ber að höndum innan hafnargarðanna, því skipstjórar eiga þar aðgang að hon- um, hvernig verkinu eigi að haga, til þess að afstýra skemdum á skipi og mannvirkjum. Upptalningar yrðu of langt mál í blaðið, en til þess að fara fljótt yfir sögu — hann þarf að kunna hið verklega á skipi og hafa jafnmikla dómgreind og skipstjórar þeir, sem hann vinnur með; sé ekki, svo stendur hann frammi fyrir þeim, sjálfum sér til skammar, og háðung- ar þeim, er settu hann í stöðuna. Auk þessa, sem hér er talið að menn þessir þurfi að kunna í út- löndum, þarf umsjónarmaður Reykja- vikurhafnar að kunna þann flokk mála, sem alment er kallað sjómanna mál; látum hann ekki kunna annað. En að hann kunni það, er bráðnauð- synlegt, ekki nokkurn hluta eða fáein orð, heldur alt. Hann á að geta sagt fyrir t. d. á barkskipi, hvort eigi að kanta rám, flytja út akkeri sé súgur við brvggjur og þess gérist þörf, og svo getur farið að skipstjórar heimti, að hann segi fyrir verkum ef eitt- hvað er i ólagi af því sem umsjón- armanni ber að sjá um; þá væri seint að fara að sækja einhvern sem kynni, skyldi svo fara að aðalmað- urinn vissi hvorki út né inn. — Mál verður hann að kunna hér, sem út- lendingar skilja, og starfið má ekki taka svo, að það sé aðeins að sitja á kontor og segja köllunum að hlaupa til þessa og þessa skipstjóra og segja honum að gera svo og svo. — Auk þessa getur það komið fyrir, að um- sjónarmaðurinn verði að lóðsa skip út úr höfninni og eitthvað þarf hann að kunna þá; mörg önnur störf geta komið fyrir sem útheimta sjómensku og þekkingu i málum og hart fyrir höfuðborgina að vera að sýna út- lendingum hvað alt er ómögulegt ’nér — ekki einu sinni af 14000 manns NÝ J A BÍ 6 Óaldarflokkur Zarkas greifa. Leikur i 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Sven Aggerholm og Olaf Fönss. Mjög spennandi. hægtaðfinna 1 mann, sem sameinar sjómensku og þá þekkingu í málum, sem er fyrsta skilyrðið fyrir því, að alt starfið geti farið vel úr hendi — það fyrst, svo kemur hitt af sjálfu sér. Enn fremur er eitt sem ber að athuga. Komi eitthvað fyrir eitt- hvert skip, sem í höfninni liggur, vegna þess að umsjónarmaðurinn hefir gefið vitlausar skipanir eða eng- ar skipanir, þá mun krafa verða gerð til vátryggingarfélags þess, sem tryggir skipið. En það er efasamt, hvort nokkurt vátryggingarfélag muni sjálfkrafa ganga inn á að greiða skaðabætur fyrir tjón, sem orðið hefir á skipi í höfninni, svo lengi sem ósiglingafróður maður hefir stjórnisa á hendi. Tjón geta altaf komið fyrir, og koma áreiðanlega fyrir fyr eða slðar. Stefnur, vithaleiðsla og málaferli er fyrirsjáanlegt og vér efumst ekki um, að það muni verða bæjarstjórnin, þ. e. bærinn, sem ábyrgðin lendir á að lokum. Þá gæti svo farið, að bæj- arfulltrúarnir sæu hve mikil fásinna það var, að kjósa trésmið fyrir hafn- arskipstjóra. Þess ber að gæta, að hafnarum- sjónarmaðurinn g æ t i hitt fyrir sér einhvern þann skipstjóra, innlendan eða erlendan, sem ekki kærði sig um að leiðrétta skipanir umsjónar- mannsins, þótt hann sæi og vissi að þær gætu grandað skipinu. Það( væri meira að segja töluverð freist- ing fyrir þá skipstjóra, sem losna vildu við skip sín á auðveldan hátt. Því bærinn mundi verða að borga. Það mun vera vafasamt, hvort at- kvæði meiri hluta bæjarfulltrúa sé sama sem veiting fyrir embættinu. Einkum efumst vér um það, þar sem það er alkunnugt, að kosningin fór alveg i bága við tillögur hafnar- nefndar. Þar — í nefndinni — hafði ekki komið til tals að gefa Guðmundi meðmæli. Það er þvi ekki óhugsandi, að enn sé hægt að breyta þessu. En sé óumflýjanlegt að Guðmundi verði veittur starfinn, er þó eitt, sem gæti bætt úr þessu dálítið. Það verður að breyta er- indisbriftnu og búa til nýtt embætti fyrir einhvern duglegan, siglinga- fróðan mann, sem yrði yfirmaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.