Morgunblaðið - 25.09.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Nú verður gerður nákvæmur uppdráttur af staðnum og víkin mæld upp. Fyrst að því loknu verður ákvörðun tekin um stofn- un félagsins. — Hve mikið mundi kosta að gera þarna góða höfn? — — Það mun kosta tiltölulega litið að koma upp viðunanlegri síldarstöð víð Höfn. En við hugs- »m hærra með það. Fyrir fjórð- ung miljónar mundi áreiðanlega hægt að gera þarna ágætis höfn, hæði fyrir stærstu hafskip og fjölda vélbáta. Nægilegt vatns- afl er, ekki að eins til raflýsing- ar, heldur og til allrar hafnar- vinnu. — Vér hlustuðum með athyglí á mál bæjarfógeta. Spáum vér því, að þarna vestra rísi upp inttan skamms annar Siglufjörður — minni að vísu — eða síldarstöð, sem sennilega mun verða arð- vænlegri en Siglufjörður, því Höfn við Hornvík virðist vera enn betur fallin til síldarútvegs en nokkur annar staður á landinu. Orsökin tii hrakfarar Rússa. Þýðingarmesta atriðið i ófriBnum. I seinasta heftinu af »The Great War< eru birtar furðulegar fregn- ir, sem skýra til fullnustu orsök þess, að Rússar hafa farið svo miklar hrakfarir fyrir Þjóðverj- um. En það er í fáum orðum það, að Þjóðverjum hefir tekist að sprengja í loft upp stærstu skotfæraverksmiðju Rússa, og vegna þess skorti þá svo tilfinn- anlega skotfæri. Þannig segir í greininni um þetta efni: Þegar Rússar tóku fyrst að hörfa undan, var eigi nein sýni- leg ástæða til þess undanhalds. En það var auðséð, að óvinirnir vissu það vel, að Rússar voru þá veikir fyrir. — Rússar höfðu safnað ofmiklu á einn stað. Meira en helmingur- inn af herliði þeirra fékk öll skot- færi sín frá hinni miklu skot- færaverksmiðju í Ochta, sem er rétt hjá Petrograd. Á meðal verk- stjófanna í þeirri verksmiðju voru margir Þjóðverjar úr vesturhér- uðum Rússlands. Það virðist nú svo, sem þýzkir agentar haíi náð tangarhaldi á þeim og árangurinn varð sá, að hin mikla verksmiðja var sprengd í loft upp. Varð sprengingin svo ægileg, að öll Petrograd lék á reiðiskjálfi, en þúsundir verkamanna fórust í verk8miðjunni og nær allar skot- færabirgðirnar ónýttust. Rússland stóð ráðþrota. Allar stærstu fallbyssur hersins voru skotfæralausar og það virðist svo sem reyklaust púður haíi mjög skort hjá fótgönguliðinu. Stórar fallbyssur höfðu verið gerðar í Putilaff-verksmiðjunni, en þegar verksmiðjan í Ochta var úr sög- unni, þá voru þær falHbyssur gagnslausar og Rússar höfðu eng- ar fallbyssur til þess að skipa á móti stórskotaliði Mackensens. Það var því ekki um annað að gera, en bíða þess, að bandamenn þeirra gælw sent þeim skotfæri til Arkangel. önnur afteiðing þessa varð sú, að Bretar og Frakkar urðu að hætta við sókn þá, er þeir höfðu ætlað að hefja á Þjóðverja í vor og senda öll þau skotfæri, er þeir máttu missa, til Rússlands. En Þjóðverjar voru glaðir, eins og nærri má geta, því eyðing Ochta- verksmiðjunnar er stærsti atburð- ur þessa ófriðar. Því um leið og Rússar stóðu þá berskjaldaðir fyrir, var bolmagni Frakka og Breta eytt fullkomlega og fyrir- ætianir þeirra Sir John Freneh og Kitcheners að engu orðnar. CS3 DAtiBófflN. I Afmæli f dag: GuíJtún Friðriksdóttir, húsfrú. Gróa Andersen, húsfrú. Ingunn Bergmann, kenslukona. Guðm. Magnússon, prófessor. Snæbjörn Stefánsson, stýrimaður. f. Björn Gunnlaugsson 1788. 0 r u s t a við Stafnfurðubryggju. Sólarupprás kl. 6.18 f. h. Sólarlag — 6.19 e. h. Háflóð i dag kl. 6.10 f. hád. og — 6.27 e. hád. Veðrið í gær: Vm. logn, hiti 8.1 Rv. logn, hiti 9.3 ísaf. n.a. kaldi, hiti 7.7 Ak. n.n.v. kul, þoka, hiti 7.5 Gr. n.a. kul, hiti 6.0 Sf. logn, regn, hiti 6.3 Þórsh., F. v.s.v. andvari, hiti 11.0 Messað á morgun 1 dómkirkjunni kl. 12 síra Bjarni Jónsson, kl. 5 s(ra Jóh. Þorkelsson. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 síra Ól. Ól., og í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðd. síra Ól. Ól. Gifting. Ragnar Guðmundsson Bjarga- stíg 14, og ym. Petrína Sigr/ður Þór- arinsdóttir sama st. Gift 22. sept. Trúlofuð eru Ólöf Grfmsdóttir jungfrú og Jón Bertelsen, bakari. Ráðherra hefir sett Ólaf Lárusson yfirdómslögmann til þess að gegna prófessors-embættinu í lögum við Há- skóla íslands. Botnia, flutningaskip, norskt, kom hingað í gær hlaðið kolum til lands- stjórnarinnar. Skipið er leiguskip 0. Johnsons & Kaaber og er affermingu þess er lokið, fer það til Norðurlands og tekur síldarfarm til Ameríku. Það- an kemur það aftur hlaðið vörum til landsstjórnarinnar. Botnia lagðist við hafnarbryggjuna á »Battaríinu« og er það fyrsta skip- ið, sem affermt verður þar. Kong Helge kom hingað í gær- morgun hlaðinn kolum o. fl. Hjónaband. í dag verða gefin sam- an þau Magnús Tómasson verzlunar- stjóri í »Liverpool« og ungfrú Soffía Siemsen, dóttir Franz f. sýslumanns. — Veizla í Iðnó. Knistján Ó. Skagfjörð umboðs- maður dvelur hór í bænum. Ceres fór til Austfjarða og útlanda í gær. Margir farþegar fóru með skip- inu. Halldór Steinsson læknir dvelur hér í bænum þessa dagana. Ingólfnr Arnarson fór í gærdag áleiðis til Noregs. Með skipinu tóku sér fari, auk þeirra, sem áður hefir verið um getið: Norðmaður.inn Enberg, sem hér hefir dvalið í sumar, frú Lára Pálsdóttir og ungfrú María Þorvarðs- dóttir, báðar á leið til Kaupm.hafnar. Fisksala bæjarins. Margir hafa kvartað undan því hversu afgreiðsla á fiskinum gengi seint og er það ekki nema satt. En úr því verður reynt að bæta eins og unt er og er vonandi að bæjarmenn geymi aðfinslur sínar, þótt þeim þyki þar ábótavant i ymsu, og hafi það í huga að byrjun stendur til batnaðar og eins hitt, hver ómetan- Iegur hagur þeim er að því að bærinn hafi sjálfur fisksöluna á hendi. — Það er enn eigi afráðið hvort þessari sölu verður haldið áfram lengur en til mán- aðamóta, þótt vonandi sé að henni verði þá eigi hætt. Við mánaðamótin verða gerðir upp reikningsrnir og þá sézt það hvort bærinn getur haldið sölunni áfram. — Vór áttum tal við Hannes Hafliðason um þetta efni í gær og kvaðst hann vona það að bær- inn tapaði ekki á fisksölunni, en á hinn bóginn kvaðst hann vel vita, að bæjarbúar stórgræddu á henni. Heyrð- ist oss svo á honum, sem reynt mundi verða að halda sölunni áfram og þá fjölgað afgreiðslumönnum og yfirleitt gert ymislegt til þess að flýta fyrir afgreiðslunni. ----- ,, , o:c — ■■ ■ ---- .,Bien‘ sökt. Norska mótorskipinu »Bien«, sem kom hingað í vor og átti að fara til Jan Mayen, sökti þýzkur kaf- bátur fyrir framan Oxö í Noregi þ. 12. september. Var skipið þá á leið frá Arendal til Englands, fullhlaðið af vörum. — Öllum mÖDnum var bjargað. „Svein Jarl“. Þjóðverjar greiða skaða^ bætur. í öndverðum júní í sumar, skaut ^>ýzkur kaíbátur norska gufuskipið »Svein Jarl« í kaf, er það var á leið frá Englandi til Noregs með kol tiT »Nordenfjeldske Dampskibselskab«r sem átti skipið. Kafcáturinn varaði skipverja eigi við'og 13 menn fór- ust þar. Norðmenn létu þegar rannsaka málið, og að lokum létu þeir mót- mæla þessu athæfi kafbátsins hjá utanríkisstjórnioni þýzku. Hún hefir nú gefið svar sitt og er það svo- látandi: Þýzka stjórnin hefir látið rann- saka þetta mál itarlega Og komisf að þeirri niðurstöðu að »Svein Jarlc muni vera sama skipið og þýzkur kafbátur sökti aðfaranótt 9. júní og menn hafa enn eigi þekt nafnið á. En sðkum þess, að engin hlutleysismerki voru sýnileg á skipi þessu og það hafði engin ljós til þess að lýsa á þau merki eða fána sinn, þá áleit kafbáturinn að hann ætti hér við fjandsamlegt skip. Við réttarhöldinn í Noregi hefir það og sannast, að skipið hafði engin ljós til þess að lýsa yfir hlutleysismerki sín. Sökin hvílir því eingöngu á skipstjóra þess, þar sem hann van- rækti að hafa skýr hlutleysismerki á ófriðarslóðum, og því getur þýzka stjórnin eigi viðurkent að henni beri þjóðréttarleg skylda til þess að greiða skaðabætur fyrir það sem orðið er. En þar sem þýzka stjórnin nú samt sem áður telur sig fúsa til þess, að greiða Norðmönnum skaða- bætur, þá er það eingöngu vegna þess, að svo sorglega tókst til að margir menn biðu bana er skipinu var sökt, og 1 þeirri von að norska stjórnin muní þá sérstaklega viður- kenna vináttuþel Þjóðverja. Leggur hún því til, að norska stjórnin kveðji einhvern færan mann til þess að meta tjónið ásamt mannh sem þýzka stjórnin velur, eins og í »Belridge* og »Minerva« málun- um. Þýzka stjórnin tekur það þó skýfl fram, að hún tekur eigi framvegis á sig ábyrgð á svona misgripunv þegar skipin vanrækja sjálfsagðar varúðarreglur, sem þýzka stjórnin hefir fyrir löngu sett. Fyrirætlanir Þjóðverj^* Fréttaritari »Morning Post« Petrograd segir að svo megi ^ kalla að Þjóðverjar hafi stjórn þess hers, sem sækir fram ge^n Rússum. Hafi þeir skotið liði A“st' urrikismanna á víð og dreif in° , milli fylkinga sinna og fengið þýzka liðsforingja til stjórn*r>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.