Morgunblaðið - 28.10.1915, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.1915, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Gríman. 63 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. Loder kom þessi mikla kurteisi mannsins mjög á óvart. Það var mjög ólíkt því sem Lakeley var sjálfur: hreinn og beinn í aliri fram- komu. Hann var að hugsa um þetta meðan þjónninn hjálpaði hon- um úr yfirhöfninni. Þjónninn fylgdi honum upp stiga og er þeir komu í efstu stigarimina mundi Loder alt í einu eftir því að hann hafði enn eigi spurt að því hvort Lakeley væri heima. En nú var of seint að spyrja, því þjónninn opnaði dyr og mælti: — Herra Chilcote er kominn 1 Loder sá stóra og rúmgóða stofu blasa við sér með dýrindis húsgögn- um. En á næstu sekúndu glevmdi hann öllu og stóð kyr á þröskuld- inum eins og hann hefði verið negldur niður. Honum fanst húsið hverfa undan fótum sér og alt um- hverfis sig líða út í bláinn — alt, nema ein kona, sú er reis hægt á fætur af bekk hjá arninum og gekk í móti honum. Eti svo gekk hann í móti henni með þeirri rósemi er honum varð ætíð síðan óskiljanleg. Lillian gekk i móti honum og rétti honum hendina. — fack, mælti hún með hinni þýðu rödd sinni. Það var fallega gert af yður að muna eftir mér I Um leið og hún sagði þetta heyrði hann það þegar í rómnum og sá það á látbragði hennar hvernig kunn- ingsskap þeirra Chilcote mundi vera háttað. Óg þá varð Loder hugsað til Evu og hann gat ekki að því gert að hann beit á jaxlinn í vonzku. En það var eins og Lillian tæki ekkert eftir þvf. Hún tók í hönd hans og brosti. — Þér komið óvenju stundvíslega! mælti hún. En yður er kalt á höndunum — komið þér hérna nær arninum. Loder fann sjálfur ekkert til þess að sér væri kalt á höndunum, en hann lét hana ráða. Birtuna frá arninum lagði á ann- an enda legubekksins, en skugga bar á annan endan. Til alloar ham- ingju settist Lillian þ«m megin sem birtan var og bauð Loder sæti á Geysir Exportkaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0, Johnson & Kaaber, Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistnr og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthiassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. ÞO0MBNN — Sveinn Björnsson yfird.lögm. Frfklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202, Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6 Sjálfur við kl. 11—12 og 4—f. Eggert Claeasen, vfirréttarmála flutningsmaður Pósthússtr. 17 Venjulega heima 30—II og 4—B. Simi ft. Jón Asbjörnsson yfird.lögm. Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Simi 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 síðd. Guðm. Olafsson yfirdómslögm Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Skúli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfirréttarmálaflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstími kl. 10 —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá helgidögum kl. 6—8 e. h. Simi 278. Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Brunatryggingar, sjó- og strlðsvátrygglngar. O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 234. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatryggiiig. Skrifstofutími 10—11 og 12—3. Det kgl. octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, hnsgögn, alls- konar vöruíorða o. s. frv. gegn eldsvoða fyrir iægsta iðgjald. Heimaki. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. i Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nielsen. Oarl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatry ggingar. Heima 6 */*—7 */* Taisími 331. Regnkápnr karla, kvénna, drengja og telpu panta eg undirritaður með því sem næst innkaupsverði, fyrir hvern er hafa vill. Fyrir kvenfólkið úr 30 mis- munandi gerðum (Faconer) að velja, og fyrir karlmennina úr 12 gerðum. Sýnishorn fyrirliggjandi, engin fyrir- fram greiðsla. Fljót afgreiðsla. Carl Lárusson. Fyrst um sinn Þingholtsstr. 7, uppi. Heima kl. 1—4. daglega. Fyrir kanpmenn: Bátasaumur og rær, galv. Þaksaumur, galv. Byggingarsaumur. Vegg-pappi, rúllur iV2X24 meter. Manilla, 4” ummál. Avalt fyrirliggjandi, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. STEINOLIA. Ódýrasta steinolían í hænum. Kaupið steinolíu að eins eftir vigt. Tóm föt undan steinolíu, sem keypt er hjá okkur, kaupum við aftur á 6 krónur hvert. Snúið yður til: Verzl. V O N, Laugavegi 55, Og Verzl. á Vesturgötu 50. Talsími 353. Talsími 403. Nokkrir menn geta fengið atyinnu við að rista ofan af. Upplýsingar hjá Rokstad á Bjarmalandi. Neðanmálseögur Morgnnblaðsins eru beztar. , hinum enda legubekksins. Hann settist —, hann vissi að þar gat hann setið án þess að þurfa að ótt- ast það að koma upp um sig, og þar gat hann haft frið til þess að jafna sig. Nokkra hríð sátu þau kyr. — Viljið þér ekki reykja? — Net, svaraði hann, eg held mig langi ekkert i það. Hún færði sig nær honum. — Kæri Jack, mælti hún ánægju- lega. Verið þér nú ekki fúll. Segið þér nú ekki að við skulum fresta þessu aftur. Hún hló og horfði á hann bæn- araugum. Loder vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Aftur varð þögn, því Lillian beið svars. Svo hleypti hún brúnum og stóð á fætur. Hún var þrá eins og svo margir aðrir og nú þóttist hún hafa Chilcote á sínu valdi og hún einsetti sér að sleppa honum ekki fyr en hún hefði sagt honum frá því, sem henni lá þyngst á hjarta. Hún gekk að arninum, stóð þar og horfði á hann. — Jack, mælti hún í undurbljð- um rómi. Það hefir komið ákaflega einkennilegt atvik fyrir mig. Og Bezt að auglýsa í Morgunbl. mér þætti vænt um ef þér vilduð reyna að skýra það með mér. Loder þagði enn. Hún sletti silki- faldinum á kjólnum sínum. Svo hóf hún höfuðið. —• Hefi eg nokkru sinni sagt yð- ur frá því að eg lenti einusinni i járnbrautarslysi hjá litlu og skemti- legu þorpi suður á Ítalíu — húndr- að árum áður en við kyntumst? Hún bló ofurlítið við og settist aftur á legubekkinn og hallaði sér upp að Loder. — Astrupp fékk hitastótt í Flór- ens og eg flýtti mér á burtu þaðan gfil þess að sýkjast ekki lika. En skamt frá Pioria rann járnbrautar- lestin út af teinunum og rakst á aðra lest. Sem betur fór var ekki langt til mannabygða, svo okkur kom hjálp nær samstundis. Þorpið var líkast því sem það væri ætlað börnum til leikfangs og íbúðirnar voru þar eins og í Nóaörk, en það var alt ákaflega skemtilegt. Eg set1" ist að í hinu litla veitingahúsi °S hafði Ko-Ko með mér — Ko-Ko var ljómandi fallegur hvitur loð- hundur. Á þeim árum hafði eg yndi af loðhundum. Hún þagnaði snöggvast og horfði í eldinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.