Morgunblaðið - 22.11.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1915, Blaðsíða 4
4 MQRGUNBLAÐIÐ Lipton’s the I hejldsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, er hið bezta í heimi I Morgunblaðið er blaðið sem fæstir geta án verið. Fjölbreyttast, fréttaflest, því víðlesnast. Kaupendum fjölgar daglega. Nýir kaupendur fá blaðið ökeypis það sem eftir er mánaðarins. Pantið blaðið þegar í stað. Sandtaka i landareign jarðarinnar Eiðis i Seltjarnameshreppi er ellum bönnnð nema þeim, sem fá leyfi ábúanda jarðarinnar. Borgarstjórinn í Reykjavík 20. nóv. 1915. K Zimsen. VÁT'£{’YG&ÍXGAIÍ Vátryggið tafarlaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. Q. Gíslason. Brimatryggmgar, sjó- og stríðsYátryggingar. Q. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatry ggin g. Skrifstofutími 10—xi og 12—3. Alt sem að greftfun lýtur: Likkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyní. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: Det kgl ocír. Brandassurance Cö Kaupmannahöfn vátrvggir: hus, husgögn, alls konar vöruforða o. s. frv. gegr eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimaki. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í A uwturstr. 1 (Búð L. Nielsenj N. B. Nielsen. Carí Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggfngar. Heima 6 */*—7 V* Talsími 331. Nýja Iðunn selur fataefni í smásölu og heilsölu, kaupir vorull, haustull og gærur, Og rekur allskonar tóvinnu. Husbændur! Fyrsta verk yðar sé, eftir að hafa tekið hjú, að láta það ganga i Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Það margborgar sig fyrir yður, þó þér ættuð að borga kostnaðinn. 0. Johnson & Kaaber. DOGMENN Sveinn Björnwson yfird.iögm. Frlklrkjuvog 19 (Staðastað). Simi 202. Skrifstofutírni kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Eggert Claewwen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Vanjulsga haima 10—11 og 4—5. Sfmi 16. Jón Asbjörnwwon yfird.lögm, Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Simi 435. Heima kl. 1—2 og j—6 síðd. Guðra. Olafswon yfirdómslögm Miðstr. 8. SÍmi 488. Heima kl. 6—8. Skúli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfirréttarmálaflutningsmaður, Vonarstrætí 12. Viðtalstimi kl. 10 —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá helgidögum kl. 6—8 e. h. Sími 278. Bezt að aaglýsa í Morgunbl. Grfman. 82 Skáldsaga eftir Katherine Cecil Thurston. Framh. Chilcote staðnæmdist í dyrunum alveg forviða, en svo gekk hann hik- andi nær. — Loderl mælti hann aumingja- lega. Loder, hvað ætlið þér að gera ? Loder snerist á hæli, rétti úr sér og svipur hans var einbeittur. — Eg ætla að fara og greiða úr þeirri vitleysu sem þér hafið gert. XVIII. Loder hafði þegar afráðið hvað hann ætlaði að gera áður en hann kom til Trafalgar Square. Málið var ofur einfalt. Chilcote hafði Ijóstað öllu upp með simskeytinu, sem hann skildi eftir á borðinu. Til allrar óhamingju hafði Crapham vísað Lillian Astrupp inn í stofuna og þar hafði hún setið ein, þangað til Eva kom — annaðhvort af tilviljun eða þá vegna þess að þjónninn hafði sótt hana. Nú var alt undir því kom- ið hvernig Lillian hafði notað bið- ina. Og Loder var ekki í neinum efa um það. Lillian var eigi þannig gerð að hún léti neitt tækifæri ónot- að. Eva hafði að vísu verið ein með- an Chilcote fylgdi Lillian til dyra, en Loder stóð enginn stuggur af því. Á Trafalgar Square kallaði hann í vagn og skipaði ökumanni að halda til Cadogai.'’ Garden 33. Hann hringdi dyrabjöllunni og þjónninn lauk þegar upp. — Er Lillian Astrupp heima? spurði Loder. Þjónninn hikaði. — Hún borðaði morgunverð heima, mælti hann stuttlega. En Loder greip fram í fyrir hon- um: — Spyrjið hana hvort hún vilji veita mér viðtal. Þjónninn lét sér ekki bylt við verða. Hann opnaði dyrnar á gátt. — Viljið þér gera svo vel að bfða inni í hvítu stofunni. Eg skal kalla á náðuga frúna. Það var auðséð að Chilcote var velkominn gestur i þessu húsi. Loder gekk inn í hvítu stofuna og að þessu sinni hafði hann tækifæri til þess að svipast þar um. Herbergið var snot- urt, stórt og hátt undir loft — en þótt Loder geðjaðist ekki að þvi skrauti sem þar var, varð hann þó að viðurkenna það að húsráðandinn hafði gott fegurðar- og lista-vit. Litlu síðar opnuðust dyrnar og Lillian Astrupp kom inn. Hún stað- næmdist rétt fyrir innan dyrnar, leit á Loder og brosti þreytulega eins og hennar var vandi. — Eg þóttist vita að það væruð þér, mælti hún hálfglettnislega. Loder gekk fram í móti henni. — Áttuð þér von á mér ? spurði hann varkárnislega. Tilflnning hans sagði honum það skyndilega, að hún hefði eigi þekt hann með augunum að þessu sinni, en að hún hefði betri ástæðu til þess að ætla að nú væri það Loder, en ekki Chilcote, sem hún átti tal við. Hún brosti. — Hvers vegna hefði eg átt að eiga von á yður? Eg bið einmitt eftir því að fá að vita hvers vegna þér eruð hingað kominn. Hann þagði nokkra stund, svo mælti hann í sama tón og hún. — Jæja, enginn neitar því þó, að eg ræki heimsóknarskyldu mfna eftir seinasta samátið — en þér vitið að eg er allmjög á eftir timanum i öllu. Hún horfði á hann stundarlanga bið, eins og hún hefði gaman af því að kvelja hann; en svo mælti hún að lokum: — Elsku Jack minn I Hún lagði sérstaka áherzlu á nafnið. — Mér hafði aldr'ei komið til hugar að þér væruð svo sam^ vizkusamur — miklu heldur hélt eg að þér hefðuð það eðli að hrifast af hinni líðandi stund. Loder gramdist. Annaðhvort ætlaði hún sér að leika á hann eða hún ætlaði sér að draga dár að honum. Hann var svo ráðalaus að hann vissi eigi hvað til bragðs skyldi taka og horfði um stund í eldinn á arninum. Lillian veitti því eftirtekt. — Viljið þér ekki gera svo vel og setjast? mælti hún og benti á legu- bekkinn. Eg skal lofa yður því fyfir- fram að biðja yður ekki um það að reykja — meira að segja, eg skal ekki biðja yður um það að taka af yður hxnzkanaI Loder breytti ekki um svip, enda þótt honum væri alls eigi rótt innan brjósts. Það var nú hálfur mán- uður síðan að hann hafði séð Lillian, en síðan hafði hún breyzt, og það fékk honum áhyggju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.