Morgunblaðið - 03.01.1916, Síða 2

Morgunblaðið - 03.01.1916, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ 3. janúar verður Vöruhúsið lokað vegna vöru-upptalningar. Jieimkoma íjermatma. Allar ófriðarþjóðirnar hafa tekið upp þi reglu að senda hermenn sína heim til skiftis Hefir það gefist vel til þess að gera þá ánægða. — Hér á þessari mynd sjást brezkir hermenn sem fengið hafa heimfararleyfi og hitta ástvini sína á járnbrautarstöðinni. Verða þar iöngum fagnafundir, er heim koma menrt, sem ekki hefir frézt af tímunum saman. Hér tekur gömul kona á móti yngsta syni sínum sem nú cr einn eftir af þremur bræðrum, er gengu í herinn. Hér hittir aldraður niaður einkason sinn, sem nú er orðinn liðsforingi Kona með barn sitt mætir manni sínutn, hann tekur bar.iið á handlegg sér, en konan tekur við byssu mannsins og heldur á heuni. — Má næiri geta að þeim þykir vænt um sem heimta þannig sína úr helju. En þungur harm- ur er kveðinn að hinum, sem bíða á stöðinni en þekkja engan af þeim sem koma, en fá þær fregnir að ást- vinir sinir munu aldrei koma heim framar. Mjólkursalan. Vér höfum löngum haldið því fram að slíkt væri ósvinna að hækka nú verð á mjólk, svo sem mjólkur- framleiðendur (sumir hverjir) ætluðu að gera. En vér höfum leitt það hjá oss að rekja það með tölum, hvað hver einstakur maður eyðir miklu fóðri í kýr sínar, þótt oss hafi staðið það til boða. Liggja til þess tvær orsakir. Önnur er sú, að svo mikið má gefa kúm, að úr hófi keyri, sbr. málsháttinn: Sjaldan launar kálfur ofeldi. Menn getalát- ið kýr sinar eta svo mikið fóður, að þær geldist við það, en leggi alt til fitunnar. Væri það eigi allgóður mælikvarði á verð mjólkur að miða við það ef kýrin etur of mikið og geldist við það um leið. Hin ástæðan er sú, að vér vitum að hér er enginn mælikvarði á mjólkurverð annar en sá, er útlend mjóld setur, og er það þó hastar- legt. Oss hefir jafnan fundist, að eigi mætti þegja við því, ef mjólk- urframleiðendur hér settu hærra verð á mjólk sína en hér er á útlendri mjólk. Og finst oss þó sem vér teygjum oss þar langt, því sann- girni ætti að mæla með því, að í öðru eins búnaðarlandi og ísland er, ætti það að vera fyrsta hugsun allra þeirra er búnað stunda að keppa við erlendan markað, eigi einungis hér i landi, heldur einnig erlendis. En nú er dýrtið og höfum vér altaf tekið tillit til þess, enda þótt bænd- ur hrópi hátt og biðji menn að skeyta ekki slíkri vitieysu I Höfum vér átt nokkurn þátt að þvi að verðlagsnefndin tók i taum- ana og ákvað hámarksverð mjólkur, þá þykir oss fremur að því hróður en hitt. En síðan sú ákvörðun verð- lagsnefndar kom, hafa mjólkurfram- leiðendur átt fund með sér og sam- þykt þar í einu hljóði að standa sem einn maður til að verja rétt sinn 0% atvinnu qcgn ofurríki peirra er meðvöldinýara. (Leturbreyting vor.) Þetfa mun vera stílað til verð- lagsnefndar. En jafnframt lýsir fund- urinn þvi yfir á annan hátt, að það sé sjálfsagt skilyrði fyrir þvi að börn og sjúklingar geti lifað hér i Reykjá- vík að mjólkin fáist með því verði er framleiðendur vilja vera láta. Þetta er þeim mun hastarlegra þar sem pað er þó öllum augljóst, að geril- sneydd mjó'ik getur ekki verið óhollari en nýmjólk, og sé hún ódýrari þá kaupa menn hana heldur. Þessi yfir- lýsing er líka einkennileg að þvi leyti að þarna á fundinum voru margir menn, sem ails eigi hafa áð- ur hækkað mjólkurverð sitt úr 22 aurum. Verðlagsnefndin hefir áður ákveð- ið hámarksverð á ýmsum vörum, og hafa kaupmenn ekki séð sér fært að kvarta undan því. Hefir hún þá auðvitað gætt allrar sanngirni og haft fyrir augum hag kaupenda jafnt sem seljenda. En gull má jafnvel kaupa of dýrt! Verðlagsnefndin hefir þvi sjálfsagt gætt þess jafnan hvert meðalmarkaðsverð var á hverri vöru. Að þessu sinni mun hún auðvitað hafa farið eins að. Hún hefir auðvitað ekki farið til þeirra manni er seldu mjólkina dýrast, heldur til hinna. Og öll alþýða á ekki að gjalda þess þótt einstakir menn séu ekki svo ráðdeildarsamir sem þeir ættu að vera. Hitt finst oss eðlilegt, að finni mjólkurframleiðendur til þess, að þeir geti fengið meiri ágóða með því að hagnýta mjólkina á annan hátt þá geri þeir það. Slíkt bannar enginn. Eti gætu mjólkurframleiðend- ur baft meiri ágóða af mjólk sinni með því að framleiða smjör og osta, heldur en selja mjólkurpott. á 22 aura, þá furðar oss það mest að þeir skuh ekki hafa tekið upp þann kost fyrir löngu. ■i'SSS» O A ©-B O H' * .N. tíS23 Afmæli í dag: Bernhard Smidt, vélstj. Magnús Þorsteinsson pr. Mosfelli. Brezkt herskip kom hingað á ny\ ársdag og tafði hér fram eftir deg>n' um. Um erindi þess er ókunnugt. Af Akranesi var 03s símað að þaí hefði verið dágóður afli milli jóla og nýárs, 40—50 í hlut af heldur vsen- um fiski. Flora fór héðan vestur á fjörðu a Nýársdag. Fer á ísafjörð og snyr þaðan aftur til Reykjavíkur. Hekla, sem áður hót Ask, kott> hingað á gamlarsdag. Skipstjóri et Guðm. Kristjánsson. Heilbrigðisfulltrúinn mun eiga von á >n/árslireðju« frá MorgunblaðinU innan fárra daga. Ýmsra orsaka vegna var ekki unt að taka mál það fyr>r ^ þessu blaði. Hadda-Padda hefir verið leikin tvö undanfarin kröld fjrir troðfullu hú8>- Bræðurnir Þórarinn og Eggert GuÖ' mundssynir endurtóku kirkjuhljómle'^ sinn í gærkvöld. Geröu áheyrendur hinn bssta róm að leik þeirra. Verzlunarskýrslur fjrir árið 19^ eru komnar út. Leitt að ekki skul' vera hægt að koma skýralunum fyr. Þriggja ára gamlar skýrslur gamlar til þess að menn alment get notfært sér þær. Skautasvell hefir verið allgott * Tjörninni undanfarið — en fátt b®^r verið þar um manninn. Manntjón Breta. Hálf miljón manna. Asquith gaf nýlega skýrs'u brezka þinginu um manntjón $ret skýrsla ef til 9. desember. Sú þannig: í Frakklandi og FlæmingjalaD£^^ Fallnir liðsforingjar Særðir - Horfnir — Fallnir hermenn 77'4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.