Morgunblaðið - 04.01.1916, Síða 1

Morgunblaðið - 04.01.1916, Síða 1
íriðjudag 4. jan. 1916 HORGUNBLAD 3. árgangr 61. tölnblað Ritstjórnarsími nr. 500 Á refilstigum. (Junglen) Lærdómsrík skáldsaga í 5 þátt- nm 200 atriðum eftir hinn mikla jafnaðarmannaforingja Upton Sinclair. Upton Sinclairs bók »The Jungle« er eigi á röngu bygð, og engin bók og engin mynd hefir hingað til talað betur máli jafnaðarmanna en þessi gerir. Til þess aö myndin njóti sin sem allra bezt veröur hún sýnd öll í einu lagi. Betri sæti tölusett kosta 60 a. Alm. sæti 35 aura. Börn fá ekki aðgang. Islenzkt söngvasafn I. bindi fæst hjá öllum bóksölum bæjarins. Kostar kr. 4.00. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Jarðarför móður minnar, Oddnýar Pálsdóttur, fer fram miðvikudaginn 5. þ. m. og hefst með huskveðju á heim- ili hennar, Vesturgötu 7, kl. Il'/s- Jón Eiríksson. T Jarðarför okkar elskuðu dóttur, Mar- grétar, fer fram miðvikudaginn 5. þ. mán. frá heimili hennar, Bræðra- borarstig 22, kl. IOs/4 f. h. Ingibjörg Hjartardóttir. Tómas Tómasson. Kanpið Morgunblaðið. E r i k a ritvélarnar eru þær einu sem hafa veritt reyndar hér a landi að nokkrnm mnn. Þær ern framúr- skarandi endinpar- góÖar.hávaðalitlar, léttar að skrifa á og með islenzkn stafrófi sem er rað- að niðnr sérstak- lega eftir þvi sem bezt hentar fyrir ís- lenzkn. Skriftin er »in ^hkomlega sýnileg, frá fyrsta til *>oktta 8tats> °S váhn hefir alla kosti, sem *él °nnnr oýtlzku ritvél hefir. Nokkrar Kr.íÓÖ ar úvalt fyrirliggjandi hér á staðnum. ^okasali fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavik. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja Afgreiðsiusími nr. 500 Prjónatuskur kaupir hæsta verði gegn pen- ingum út í hönd Kristján Jónsson, Sími 286. Frakkastíg 7. Símtregnir. Hafnarfirði í gær. Bæjarstjórnarkosning fer hér fram á morgun og á miðvikudaginn. A morgun verður einn fulltrúi kosinn, í stað annars, sem dó fyrir nokkru. En á miðvikudag verða 2 fulltrúar kosnir. Dýrafirði i gær. Afspyrnu norðanrok hér undan- farna 3 daga. Fiskur töluverður úti fyrir, þegar á sjó gefur. Frikirkjumenn í Hafnarf. heiðra síra Ól. Ólafsson. Göngustafur og gull aS gjöf. Fréttaritari vor í Hafnarfirði sím- aði oss á þá leið í gær, að fríkirkju- menn þar hefðu um áramótin fært síra Ólafi Ólafssyni vandaða og dýra nýársgjöf og vottað honum nm leið þakklæti sitt fyrir vel unnið staif hans í þarfir safnaðarins. Um þetta höfum vér leitað oss frekari upplýsinga og fórum í því tilefni á fund síra Ólafs. Þegar frikirkjupresturinn kom suð- ur í Hafnarfjörð á gamlárskvöld seint á 9. stundinni, var hann þegar kvadd- ur til viðtals i hús kaupm. Sigfúsar Bergmanns. Þar var öll safnaðar- stjórnin saman komin. Formaður stjórnarinnar, Jón Þórðarson, hafði orð fyrir safnaðarfulitrúunum; las hann upp ávarp til prestsins frá söfn- uðinum, þar sem prestinum var með ástúðlegum og vinsamlegum orðum þakkað starf hans að undanförnu, óskað að mega njóta hans sem lengst og árnað gleðilegs nýárs. Þá afhenti hann prestinum sem nýársgjöf frá söfnuðinum dýran og vandaðan staf og fjárupphæð nokkra i gulli. Stafurinn er ágætur gripur, úr íbenviði, með filabeinshandfangi og gullbúinn; er bæði stafurinn og handfangið gagnskorið af Stefáni Eiríkssyni hinum oddhaga, og kost- aði alls um 200 krónur. Aftan á handfangið er letrað fanga- mark prestsins, en framan á það er letrað á grísku upphafið á 23. sálmi Daviðs: Drottinn er minn hirðir. A gullhólk, sem á stafnum er, er aftur letrað: »Síra Ólafur Ólafsson, R.db. Með ást og virðingu frá Frí- kirkjusöfnuði Hafnarfjarðar 31. des. 1915«. Frikirkjupresturinn þakkaði safnað- arstjórninni vinsemd og sóma, sem honum var með þessu sýndur, og síðan öllum söfnuðinum í kirkjunni að aflokinni guðsþjónustu. — — Hve lengi hafið þér verið prestur safnaðarins? — SíðaD hann var stofnaður, í 2x/2 ár. Eg þjóna bæði söfnuðinum hér og í Hafnarfirði. — Hve oft hafið þér ir.essað nú um hátíðirnar? — Eg hefi haldið n guðsþjónust- ur, skírt rúmlega 30 börn og jarðað tvo menn frá því á aðfangadag til 2. nýársdags. — Og þér eruð ekkert þreytuleg- ur eftir alt þetta erfiði. — Nei, eg er með hressasta móti, svarar fríkirkjupresturinn, og mun það gleðja alla hans mörgu vini. Kosningarnar í Grikklandi. Samtal viö Venizelos. Enn eru eigi komnar neinar áreið- anlegar fregnir um það, hvernig kosningarnar muni hafa gengið í Grikklandi. En fréttaritari franska NÝ J A BÍ Ó Cleopatra Fegursta mynd heimsins. Mynd þessi er tekin og leikin af hinu sama ,félagi, er lék og tók aQuo vadis?«, en af svo mikilli list er allur frágangur þessarar myndar ger, að hún er hinni miklu fremri. Auk þess sem hún er báeði fögur og skemtileg, er hún og fræðandi og bregður upp ljósi um háttu og siði hinna fornu Rómverja. Síðari hlutinn verður sýndur í kvöld frá kl. 9—10. Fundarboð Hásetafélag Hafnarfjarðar heldur fund miðvikudaginn 5. þ. m. k. 8 síðd. á venjulegum stað. Allir félagsmenn mæti. Litið hús óskast til kaups á góðum stað í bænum. Verður að vera laust til íbúðar 14. maí. Tilboð sendist ritstj. hið fyrsta. blaðsins »Figaro* hefir átt samtal við VenÍ7elos og segist honum svo frá þeim viðræðum: — Kosningarnar hafa orðið full- kominn sigur þess málefnis, er eg berst fyrir, mælti Venizelos. Og árangur þeirra, eftir því sem hann enn er kunnur, fullvissar mig um það, að þjóðin sé nú enn ákveðnari heldur en hún var i maimánuði í vor, þrátt fyrir alla nauðung, svo sem þá, að varna vorum flokks- mönnum að neyta atkvæðisréttar síns, en gera öðrum hægra fyrir með það. — Fréttaritarinn segir enn fremur: — Eg hefi átt tal við M. Gounaris og ýmsa aðra ráðherrana og eru þeir mjög á öðru máli en Venizelos. Sérstaklega hafa þeir tekið það fram, að það sé ósatt hjá honum, að beitt hafi verið ranglæti við hans flokks- menn. Kosningarnar hafi verið frjáls- ar og engum hafi verið ger óréttur, enda sé tala kjósenda mjög lík því, sem hún hafi áður verið. --------■»«<>

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.