Morgunblaðið - 04.01.1916, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Uppreist i Kina.
Þegar það barst lit nú fyrst að
Yaan-Shi-Kai ætlaði að taka sér keis-
aranafnbót i Kína, urðu allmiklar
óspektir þar t landi og þó sérstak-
staklega í Shanghai. En fregnir
þaðan eru svo óljósar að eigi er að
vita hvað satt kann í þeim að vera.
Upphlaupsmenn höfðu þó náð með
brögðum á sitt vald kínversku beiti-
skipi, sem heitir Chao-Ho, og hófu
þegar skothríð á vopnabúrið í borg-
inni. Varð af mikið tjón, en mann-
fall eigi. Tvö önnur herskip, kín-
versk, sem einnig voru þar á höfn-
inni, tóku nú að skjóta á Chao-Ho,
Yuan-Shi-Kai.
og náðu skipinu aftur daginn eftir,
en upphlaupsmenn komust undan.
Eigi er það fullkunnugt hve mikil
brögð eru að þessari uppreist, eða hve
víðtæk hún er. En sagt er að borg-
in Nanking hafi lýst því yfir, að
hún væri hér eítir óháð.
fapönum hefir litist svo iskyggi
lega á skærurnar i Shangha: að þeir
hafa sent þangað herskip til þess að
gæta réttinda sinna.
Þegar keisaraættin veltist úr ríkis-
stóli og Yuan-Shi-Kai gerðist forseti
hins kinverska lýðveldis í febrúar-
mánuði árið 1912, þá var þar hið
mesta óstand á öllum hlutum. Her-
inn taldist vera 1 miljón manna, en
hann var óæfður og liðsforingjarnir
misjafnir, enda óánægja mikil i öll-
um heinum út af því að hermönn-
unum hafði ekki verið goldið kaup
lengi. Gripdeildir, rán og uppþot
voru daglegir viðburðir með her-
mönnunum, en smám saman komst
þó heldur betra skipulag á, enda
þótt aldrei yrði það gott. Ríkið
heör vantað fé og stjórnarfarið hefir
ekki verið hið ákjósanlegasta. Því
að enda þótt Yuan-Shi-Kai sé dug-
legur og vitur maður, þá hefir hann
þó þann mikla galla að vilja einn
cllu ráða.
7/. P. Duus JJ-deiíd.
Hafnarstræti.
Nýkomið: Svart Alklæði, sérstaklega góð tegund. Regnkápur
svartar og mislitar.
Friðarförin.
Mr. Ford fór aftur vestur um haf
með norska skipinu »Bergensfjord«
á aðfangadag. Voru ekki aðrir í för
með honum en einn vinur hans og
þjónn.
Áður en hann fór á stað gaf hann
út ávísun fyrir einni miljón króna
til þess að friðarmennirnir hinir gætu
haldið áfram för sinni.
Hann fór vestur um haf aftur
vegna þess, að hann sá að sér mundi
ekki verða neitt ágengt. Félagar
hans höfðu aldrei getað orðið sam-
mála, og það kom smám saman upp
úr kafinu, að margt var ógert, sem
hann hélt að þegar hefði verið gert
áður en farið var frá Ameríku.
Til dæmis komst hann fljótt að
raun um það, að Skandinavar voru
deigir til liðveizlu. Jungfrú Schwim-
mer, sem hvatti hann mest til far-
arinnar, á að miklu leyti sök á þeim
vonbrigðum Fords, því hún hafði
fullvissað hann um það, að stjórnir
Norðurlanda mundu fúsar til þess
að hjálpa honum eftir mætti og
ganga þegar í stað opinberlega til
verks í því, að koma á friðarumleit-
unum. En er Mr. Ford varð þess
var, að allar dyr voru harðlæstar,
féll honum allur ketill í eld. Gunn-
ar Knudsen, forsætisráðherra, neitaði
því algerlega, að hann hefði gefið
jungfrú Schwimmer nokkurt vilyrði
um það, að leggja friðarpostulunum
lið. Þvert á móti kvaðst hann hafa
sagt henni, að ófriðarþjóðirnar mundu
berjast til þrautar og málamiðlun
mundi að eins verða til þess að gera
ilt verra. Hann benti þá og til þess,
er þýzki rikiskanzlarinn hafði sagt
fyrir skemstu, að Þýzkaland gæti eigi
framtíðar sinnar vegna slept hönd-
um af Belgiu, vegna þess, að Bretar
hefðu lýst því yfir, að þeir berðust
til þess að endurreisa sjálfstæði
Belgíu. Ef þessu yrði haldið til
streitu, þá væri ekki gott að vita,
hvernig málum ætti að miðla. —
Norsku blöðunum falla þó vel orð
i garð Mr. Fords. Fréttaritari nokk-
ur, sem átti tal við Mr. Ford í
Kristiania segir: — Eg held eg hafi
aldrei hitt mann, kominn til vits og
ára, sem er jafn barnalegur í sér og
hann. Og honum var alveg sama
um það, hvað menn segja um skoð-
anir hans. Hann sagðist ekki bera
neina virðingu fyrir alþjóðalögum og
ekki skeyta þeim neitt. Og það var
auðheyrt, að hann hafði ekki neina
hugmynd um deilumál Evrópu og
vandræði. Honum er þann veg
farið, að trú hans hefir kent honum
að hata allan ófrið og ófriðarviðbún-
að, en getur þó ekki gert sér grein
fyrir þvi, hvað þetta er samtvinnað,
og sér eigi heldur neina orsök til
vígbúnaðar.
(»Daily Recordc).
C33 D AöHófJIN. *=»
Afmæli í dag:
Jóna Bjarnadóttir húsfrú.
Leopoldína Eiríkss. húsfrú.
Daniel Jónsson skipstj.
Jón Stefánsson skósm.
Pótur Sigurðsson trésm.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
(Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið
á sama tíma).
Lækning ókeypis kl.12—1, Kirkju-
stræti 12.
Tannlækning ókeypis kl. 2—3
Kirkjustræti 12.
Sólarupprás kl. 10.21 f. h.
S ó I a r I a g — 2.43 e. h.
Háflóö i dag kl. 5.1 e. h.
og í nótt kl. 5.25
Veðrið í gær.
Mánudaginn 3. janúar.
Vm. v. hvassviðri, hiti 0.4.
Rv. logn, frost 0.5.
íf. n.a. hvassviðri, hiti 0.4.
Ak. n.n.a. andvari, hiti 0.0.
Gr. — Vantar. —
Sf. logg, hiti 0.7.
Þh. F. logn, hiti 3.5.
Ingólfur fór til Borgarness í gær-
morgun með norðan og vestanpóst, og
kemur þaðan aftur í dag.
Cleopatra. Síðari hluti hinnar fögru
myndar var sýndui í Nýja Bíó í gær-
kvöld og eins í kvöld.
Prentviliur höfðu slæðst inn í fyr-
irlestur ungfrú Evu Blytt, þann er
birtur var í Morgunblaðinu á gamlárs-
kveld. í 16. línu í þriðja dálki stend-
ur: »af hollenzkum ættum«, á að vera
»af keltneskum ættum«. í öðrum
dálki 14. línu að neðan stendur: »hug-
sjónaheimur« fyrir »hugsjónahlynur«.
Þetta eru lesendur vinsamlegast beðnir
að leiðrótta.
Ingólfur Arnarson kom af fiskveið-
um í gær og hafði aflað ágætlega —
1000 kítt og um 50 smál. í salt.
Fisksalan í Bretlandi. Skallagrím-
ur seldi afla sinn i Fleetwood fyrir
1840 sterlingspund, Snorri goði fyrir
1080 sterlingspund og Marz fyrir 1250
sterlingspund. Oll skipin munu nú
vera á heimleið aftur.
Hekla fer héðan til útlanda eftir
nokkra daga.
Fífill útsprunginn fanst á Stjórnar-
ráðsblettinum á nýársdag. Það muö
vera sjalagæft hór á landi um ara-
mót. Tún hér græn sem á vordegu
Klúbburinn. Boðað hefir verið til
fundar í Reykjavíkurklúbb. Verður
þá tekin ákvörðun um það hvort efnt
skuli til dansskemtunar og jólatrós
fyrir börn fólagsmanna.
Bankamálið. Ekkert nýtt kvað
hafa skeð í því síðan. Landstjórnin
hefir ekki enn kveðið upp úrskurð sinn.
Gullfoss fór frá Leith á nýársdagS'
morgun. Væntanlegur hingað á mið-
vikudagskvöld.
Goðafoss er nú á Seyðisfirði.
De Wet látinn laus.
De Wet hershöfðingi og 118
menn aðrir, sem settir höfðu verið
i fangelsi fyrir föðurlandssvik, voru
látnir lausir rétt fyrir jólin.
Þetta var gert eftir tilrnælum
Buxtons lávarðar á þingi; en gjalda
verða þeir sektarfé og lofa þvi að'
skifta sér ekki framar af opinberuffl
málum, koma eigi til mannfunda og
fara eigi burtu úr héraði nema með
leyfi yfirvaldanna.
De Wet var hraustlegur að sjá,-
þá er hann kom úr varðhaldinu og
er það þá haft eftir honum fyrst
allra orða, að það væri nauðsynlegt
að Bretar og Búar gætu átt í friði;
hann kvað sér og ekkert í nöp við
Hertzog hershöfðingja og álita hann
með mestu mönnum Suður-Afrlku.
Þakkarguðsþjónusta var haldinn þá
er De Wet var slept og var þar
sægur manna saman kominn, mest
kvenfólk. Sumir efuðust þó um að
hér væri rétt að farið, að gefa fang-
ana lausa, en þeir, sem bezt skyu
bera á málin segja, að Bootha og
Smuts muni ekki hafa gert þetta ef
þeir álitu það ekki algerlega óhætt.
Undir vorri konunglegu
hendi og innsigli.
Yngstu lcgin okkar eru enn nfflð
þessa ráðgátu á nndan konungs'
nafninu.
Galdurinn er að skilja dönskunai
»Under vor kongelige Haand °g
Seglc. »Þessu til staðfestu er kcffl'
ungsnafn vort, eigin hendi, og in°'
siglic.
Svo hefir einhver aulabárðurinO ^
»konventunni« í Kaupmannahöf11
gert úr þessu »undir vorri«, og
helzt allar götur ofan í gegn.
Meinlaust í sjálfu sér og etur ekj11
mat, en hafi manni einu sinni orðiö
skapraun að þvi að reka augnn 1
þetta, tekur það sig upp.
(»Nýtr Kirkjublað«)-