Morgunblaðið - 29.01.1916, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1916, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ þeim. Þeim er sennilega sama á hverja sveifina þeir hallast, ef þeir að eins geta séð hag sínum borgið. A þingi þeirra á gamlársdag gerð- ust menn all-skorinorðir um það hvern kost stjórnin ætti upp að taka. Take Jonescu, sem er hinn atkvæða- mesti þeirra manna sem, vilja að Rúmenar gangi í lið með banda- mönnum, hélt þar langa ræðu og mintist meðal annarst á ástandið eins og það var áður en ófriðurinn hófst. — Eftir framkomu Þýzkalands- keisara að dæma, mælti hann, gat maður ætlað það, að ófriður mundi eigi hefjast. Carol konungur bjóst og við því að friður mundi standa í 4—5 ár enn þá. Rúmenar voru þá svo illa staddir að þeir voru samn- ingum bundnir við Austurríkismenn og Ungverja um það að hjálpa þeim ef á þá hefði verið ráðist. Rúmenía hefði sem sé ekki getað hagað sér eins og stórveldi, því að hún er lítið ríki, sem verður að gæta heið- •urs sins. En samningurinn féll pólitiskt úr gildi með krúnuráðinu, og réttarlega þegar Ítalía greip til vopna. En jafnvel áður var eg þeirr- ar skoðunar, að Rúmenía gæti ekki veitt Austurríki og Ungverjalandi lið. Rúmeníu var þröngvað til þess að gera þennan samning, þvi að Austurríkismenn, sem höfðu fengið varnarrétt yfir Dunár-ósum, beittu allra bragða til þess að samningur þessi fengist. Og hann var gerður til þess að fá að vera í friði fyrir Austurríki. Það var nauðungarsamn- ingur. En þó gat Rúmenia aldrei slept tilkalli til Siebenbúrgen. Árið 1913 fengu nokkur stórveldi van- þóknun á gerðum Rúmena, en öðr- um stórveldum voru þær að skapi. Og nú ersjálfsagt að ganga í banda- lag við þau ríkin, vegna þess að Serbía er liðin undir lok og Búl- garia orðin skósveinn Austurrikis. Þegar Búlgaría gekk inn f ófrið- inn hefði það verið sjálfsagt fyrir Rúmeniu að gera slíkt hið sama, enda þótt það hefði orðið dýrkeypt. Vér höfðum skyldur að rækja við Serba. Vér hefðum getað varnað Þjóðverjum þess að komast suður- eftir og vér hefðum getað komið i veg fyrir tortiming Serbíu. Um það leyti hefðum vér getað gert það sem hinar 10 miljónk hermanna fjór- veldanna gátu ekki. Jonescu endaði ræðu sína með því að minna á það, að á þessum stórtíðindatímum rættust hugsjónir, sem annars mundu aldrei rætast. Carp fyrverandi ráðherra og for- íngi þeirra manna, sem vilja að Rúmenía gangi í lið með Miðríkj- unum, svaraði ræðu Jonescu. Mint- ist hann fyrst á það, að fyrir ári hefði Jonescu viljað það að landið sæti hlutlaust hjá, og nú vildi hann ólmur að það gripi til vopna. »Hafði hann á réttu að standa þá, eða hefir hann á réttu að standa nú ? Hvorugt, því að hann hefir aldrei getað varið skoðun sína. Vér -sjáum hann nú hringsnúast alveg eins og í fyrra. Gáfur réttlæta þó ekki öll hamskifti fremur en fegurð réttlætir vansæmd. Það er staðhæft, að samning þann, er vér gerðum við Austurríki höf- um vér gert af ótta. Þegar konung- urinn sálugi sendi mig til Berlínar til þess að ráða Dunár málinu til lykta, skýrði eg fá því í skýrslu minni að vér mundum hafa hag af bandalagi við Austurriki. Þegar eg kom heim aftur og fór að íhuga hag Rúmeníu, sá eg að hún gat eigi eflst nema á tvennan hátt: með landvinningum eða ívilnun frá öðr- um þjóðum. Landvinningar gátu ekki komið til greina, því að þá hefði hið austurrikska keisaraveldi orðið að líða undir lok, Þess vegna var það skylda vor að þræða samkomuiags- veginn og reyna að fá ivilnanir. Til þess að leggja undir sig lönd verða þjóðirnar að vera sterkar. Ef fjórveldin sigra vitum vér hvað bíður okkar, samkvæmt ummælum rússneska forsætisráðherrans. Rússar krefjast þess að fá Hellusund, Dun- ár-ósa og Galiziu. Rúmenska pólitik- in er ekki í samræmi við pólitik stórveldanna. Rúmenía verður altaf að skipa sér undir þann fána, þar sem barist er gegn yfirtroðslum að norðan. Þessi göfugi fáni er í hönd- um Miðríkjanna.« C. C. Arion formaður konserva- tíva, sagði að sinn flokkur mundi berjast fyrir þvi, að Rúmenía léti til sín taka i þessum ófriði. Og ef engin breyting yrði á frá því sem nú er, mundu þeir vilja fylgjast með Miðveldunum. Bratianu forsætisráðherra sagði að stjórnin gæti ekki talað um alheims- pólitíkina, en það væri þó ekki sama og það að hún féllist á skoðanir þær, sem nú hefði verið haldið fram, að Rúmenar ættu að ganga inn í ófriðinn. Herskyldan í Bretlandi. Verkamannaforingjar sitja áfram í ráðuneytinu. Þegar eftir fyrstu umræðu um her- skyldufrumvarpið bryddi á megnri óánægju meðal þingflokks verka- manna. Ætluðu þá þrír ráðgjafarnir, þeir Arthur Henderson, Brace og G. H. Roberts, að segja af sér, en þeir eru málsvarar verkamanna í sam- steypuráðuneytinu. Mr. Asquith fór nú ekki að litast á blikuna og þótti kenna misskilnings hjá foringjum verkamanna. Kallaði hann þá því á fund með sér, til þess að skýra fyrir þeim málið og varð niðurstaðan sú, að ráðgjafarnir hættu við það að segja af sér, en Asquith varð að gefa þeim nýtt fyrirheit um það, að herskyldu- lögin skyldu eigi notuð sem vopn til þess að koma á almennri þ»gn- skyldu, hvorki nú né síðar. Gaf Asquith það með glöðu geði og kvað frumvarpið einungis komið fram til þess að ná mönnum í her- inn, en ætti alls eigi að verða til þess, að þröngva verkaraönnum til nauðungaivinnu. Viðureignin í Grikklandi. Bandamenn sprengja brýr. Miðveldin ætla að sækja að banda- mönnum úr þrem áttum í Grikk- landi. Tyrkir koma að austan. Hafa þeir dregið saman herlið hjá Xanthi. Eru það tvær herdeildir, og taldar heldur illa búnar að vopnum. Búl- garar og Þjóðverjar hafa sitt lið milli Ghevgeli og Doiran og er svo mælt að það sé eigi minna en 200 þúsundir manna. Eru það mest Búlgarar, því að Þjóðverjar hafa orð- ið að senda nokkuð af herliði sinu norður til Galizíu. Þó hafa Þjóð- verjar þarna syðra ógrynnin öll af skotvopnum. í héraðinu umhverfis Monastir eru Austurríkismenn með sitt lið. Etu þar taldar 50 þúsundir manna, en nokkuð af því Búlgarar og Þjóðverjar. Bandamenn hafa séð sinn kost vænstan í því að sprengja tvær járn- brautabrýr til þess að tefja fyrir framsókn Miðríkjahersins. Var önn- ur þeirra yfir ána Struma hjá Demir- Hissar. Hún var 200 metra löng. Hana sprengdu Búlgarar í Balkan- ófriðnum síðari, er þeir urðu að hörfa norður á bóginn fyrir fram- sókn Grikkja. Sú brú er á leið þeirri, er bandamenn höfðu ætlað sér að fara til Sofiu og Miklagarðs, og sést á þvi, að nú muni þeir hættir við þá fyrirætlun. Hin brú- in var hjá Kilindir, rétt sunnan við Doiranvatnið. Hlutleysi Korfu. Korfu er ein af Ionisku eyjun- um. Voru þær undir vernd Breta frá því árið 1815, og þangað til árið 1863. 14. nóvember það ár var gerður samningur í Lundúnum, þar sem Bretar afsöluðu sér verndarrétti yfir eyjunum og fengu hann Grikkj- um í hendur, og jafnframt lofuðu stórveldin, Bretland, Frakkland, Rúss- Iand, Austurríki-Ungverjaland og Prússland að vernda og ábyrgjast hlutleysi eyjanna. Nú hafa Frakkar, svo sem kunn- ugt er, sett lið á land í Korfu og hafa þeir dregið upp fána sinn á opinberum byggingum þar. Jafn- framt hafa þeir og flutt þangað serbneskt herlið, til þess að láta það hvílast. Grikkjum finst sem Lundúnasamn- ingurinn hafi ekki verið sem ræki- legast haldinn með þessu, allra helzt vegna þess að Frakkar skýrðu þeim ekki frá þessum tiltektum sínum fyr en þeir höfðu sett lið á land i eynni. Hafa Grikkir nú mótmælt aðförum þeirra formlega, að hverju sem það verður. D-listinn. Fyrir nokkrum dögum las eg Þ3^ i dagblöðunum að þrjú kvennfélög hér í bænum hefðu komið sér satnan um að hafa sérstakan lista við b*iar' stjórnarkosningarnar og að þau hefðn sett tvær ágætiskonur efst á þnnD lista. Mér hefir nú í vetur varla Þr,tt um annað vænna en þegar eg laS þetta, þvi satt að segja hafði eS orðið vör um nokkurn undirróðnr frá sumum kvennskörungum Þess3 bæjar, i þá átt, að kvenfélögin skyl^ nú ekki neitt skifta sér af þessafl bæjarstjórnarkosningu, heldur karlmennina algerlega sjá fyrir heno1, Mér fanst þetta hálf undarlegt eftif alt hjalið um það, að við hefðu01 engin réttindi, að við nú, — Þe£3í sumar af okkur konunum, setn nóqu (ramlar, hafa fengið full rétt' indi á móts við karlmenn, — ættuö1 ekkert að skifta okkur af fyrstu op' inberu kosningunum, sem fara fran3 hér í höfuðstaðnum, síðan við fengnnl jafnréttið í sumar sem leið. AuðvitaÖ hefði eg helst kosið $ kvennfélögun hefðu unnið í saU1' vinnu með karlmönnunum, að unð' irbúningi kosninganna, en þegar þeir sem eldri borgarar i bæjarfélag' inu létu það vera að bjóða félögun' um samvinnu sína, þá urðu auðvit' að kvennfélögin að vinna upp ^ sínar spýtur, og hafi þau þökk fyrir' Mér þykir líklegt að konur sér um þenna lista, sem kvennf^' ögin hafa sett upp og skipaður eí ágætismönnum. Konurnar á listan' um eru bæði vel mentaðar og kunn' ugar högum almennings hér í ^ og hafá báðar starfað mikið í ýn3S’’ um félögum, og karlmennirnir efD allir þrír hver öðrum betri, og Þ3 finst mér nú sá bæjarstjórnarlistt vel samansettur, sem er skipaður 3 ágætum konum og körlum. $eZt og heilladrýgst er samvi.nnan, °% ekki trúi eg öðru en bæjarstjóm111 hafi hagnað af, að í henni séu me karlmönnunum góðar og skynsaniaf konur. Sýnið á mánudaginn að þið kun° ið að kjósa og kjósið D-Iist»,íí,' Kolbrún. Böglapóstur í Bretlandi og Sviþjóð. Bretar hafa nú látið lausan a^ttí nær allan böglapóstinn, sena Þ tóku úr »Oscar II*. Halfl3 m ein' eftir að eins fáum böglum, setI . hver efi leikur á hvert fara el81- En Svíar halda áfram upPte^° ^ hætti, að taka brezkan böglap^st’ eru nú t. d. geymdir rúmleg3 þús. slíkir bögglar i Gautaborg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.