Morgunblaðið - 04.02.1916, Síða 2

Morgunblaðið - 04.02.1916, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Svartfellingar gefast upp. Mirko prins gerist foringi þeirra, sem ekki vilja ganga á vald Anstnrrlkismanna. Hin litla, hrausta þjóð, sem býr 1 Svörtufjöllum, hefir nú orðið að beygja sig fyrir bolmagni óvina sinna, eftir hreystilega framgöngu í hálft annað ár. Þegar Serbía var fallinn og Nikita konungur sá að hverju fór og her hans var farinn að tvístrast, þá bað hann um vopnahlé. Austurríkismenn gáfu þau svör, að þeir vildu ekkert vopnahlé hafa, nema til friðar drægi. Var svo hernaðinum haldið áfram enn um hríð og urðu Svartfellingar að yfirgefa bæði Cettinje og Lovt- chen. Þá gerði Nikita konungur enn sendimenn á fund Austurríkismanna og bað nm frið. Eengu sendimenn þau svör, að Austurrikismenn mundn því að eins semja frið að þeim væri selt sjálfdæmi. Tók Nikita konung- ur þann kostinn og Pétur sonur hans og þeir menn, er þeim vildu fylgja. Lögðu þeir niður vopn sín og fóru af iandi burt til ítaliu. — Munn þeir hafa þózt eiga þar vina að vitja, því að Ítalíukonungur er tengdasonur Nikita. En er þangað kom fengu þeir kaldar viðtökur. ítölsku blöðin ásökuðu nú Svartfell- inga fyrir það að þeir hefðu þegar i sumar gert samning um það við Austurrikismenn að gefast upp, en þessi málamiðlun og sáttaumleitanir sem nú hefðu verið gerðar og birtar opinberlega, hefðu að eins verið til málamynda. Var kurr mikill meðal ítala út af þessu og þóttu þeim Svartfellingar hafa sýnt ódrengskap. Nikita konungur og Pétur sonur hans héldu þá áfram för sinni til Lyon á Frakklandi og þangað er nú svartfelska stjórnin flutt. En dætur konungs, Xenia og Vera, og drotn- ingin móðir þeirra, eru komnar til Parísar og dvelja þar sem gestir stjórnarinnar. Austurríkismenn hafa tilkynt það, að þeir muni taka öll vopn af Svart- fellingum, bæði skotvopn og svo hin alkunnu sverð, sem hver Svart- fellingur ber. Láti þeir vopn sín fúslega af hendi, þá fá þeir að vera Pfriði i landinu og rækja störf sín, eins og á friðartímum. En þeirsem þrjózkast, verða afvopnaðir með valdi og fluttir sem herfangar til Austur- ríkis. Það þykir tíðindum sæta, að Mirko prins, sonur Svartfellingakonungs, hefir eigi fylgt föður sínum og ættingjum úr landi, heldur hefir hann gerzt yfirforingi þess liðs Svartfellinga, sem heldur vill láta lífið en ganga á vald Austurríkis- manna. Fylgja honum tveir hinir frægustu hershöfðingjar Svartfellinga, Mistovitcfh og Valutovitch. Misto- vitch hefir dvalið i Rússlandi til skamms tima, en kom heim í desem- bermánuði, til þess að taka við her- stjórn. Sendimaður Bandaríkjanna Bandaríkin hafa nýlega sent House liðsforingja með áriðandi erindagerð- um til Evrópu. Er það látið í veðri vaka, að hann eigi að búa í haginn fyrir þær þjóðir, sem hljóta að verða milliliðir þá er farið verður að ræða um friðarkosti. Heimsækir hann sendiherra Bandarikjanna í hinum ýmsu löndum og flytur þeim fyrir- mæli Wilsons forseta um það hvernig þeir eigi að haga sér, fyrirmæli, »sem betra er að flutt séu munnlega held- ur en bréflega«, eins og forsetinn komst sjálfur að orði um erindi hans. House hefir nú dvalið í Bretlandi um hríð og bráðlega ætiar hann sér að fara til Þýzkalands. Þýzku blöð- in ræða auðvitað um för hans og erindi og »Hamburger Fremden- blatt« flytur meðal annars svolátandi bréf frá fréttaritara sínum í New York: Erindi Houses liðsforingja er það, að koma á betri samvinnu meðal sendiherra Bandarikjanna í hinum ýmsu löndum Norðurálfu. Sam- kvæmt áreiðanlegum fregnum, sem eg hefi fengið, þá er alt annað en góð samvinna milli Mr. Page, sendi- herra Bandaríkjanna í Lundúnum og Mr. Gerards i Berlin og Mr. Pen- field í Vín. Mr. Page er einhver hinn ákafasti fylgismaður Breta og löngu áður en striðið hófst, lýsti hann því yfir, að svo fremi að Eng- land kæmist einhvern tíma í hann krappan, þá ættu Bandaríkin að veita þvi lið. Síðan var sagt frá þvi að Mr. Page hafi gert alt sem i hans valdi hafi staðið til þess að spilla fyrir Þjóðverjum, og framkoma hans hafi i ýmsum málum verið þveröfug við framkomu Mr. Gerards. Væru nú friðartímar, segir bréf- ritarinn enn fremur, þá mundi Mr. Page hafa verið kvaddur heim. En því miður fara skoðanir hans í svo lika átt og skoðanir Wilsons forseta, að hann mun ekki verða kvaddur heim fyr en striðinu er lokið. — Það getur verið að þetta sé hvort tveggja rétt, að House liðsforingi eigi bæði að búa í haginn fyrir frið- arsamninga og styrkja samvinnu sendiherra Bandaríkjanna. Er það hvort tveggja mjög svo skylt, því að eigi er að vænta mikilla áhrifa frá Bandríkjunum nema því að eins að allir sendiherrar þeirra séu samtaka. Frá Kameroon Vörn Þjóðverja i Kameroon mun nú að mestu lokið. Siðan höfnð- borgin Jaunde féll, hafa þeir hrokkið fyrir liði bandamanna hvarvetna og að eins haldið uppi vöm í smáflokk- um. Niðnr hjá strðndinni, milli Kame- roons og franska Kongo, eiga Spán- verjar dálitla nýlendu sem heitir Muni. Þangað stefndu Þjóðverjar, en bandamenn gerðu alt hvað þeir gátu til þess að koma í veg fyrir það að þeir næðu að komast þang- að. Þó segja siðustu fregnir, sem komnar eru þaðan að sunnan 18. janúar, að þýzkilandsstjórinn i Kame- roon, Ebermaier, og Zimmermaun yfirhershöfðingi hafi komist undan til Muni, og þykir bandamönnum súrt í brotið að hafa látið þá ganga sér úr greipum. . , ..... ■» ■ —..— ■ CSSSS ÐA0 BÓFflN. C=3 Afmæli í dag: Margrét Gísladóttir, húsfrú. Margrót Þorsteinsdóttir, jungfrú. Finnur Finnsson, skipstj. f. Bellman 1740. SóiaruppráB kl. 9.5 f. h. Sólarlag — 4.18 e. h. HáflóS i dag kl. 5.56 f. h. og kl. 6.16 e. h. Lækning ókeypis kl. 12—1, Kirkju- stræti 12. E y r n a-, nef- og hálslækning ókeyp- is kl. 2—3 í Kirkjustræti 12. Ingólfnr á aö fara til Borgarness í dag og sækja þangað norðan- og vestanpóst, Fiskleysið. Tveir bátar lögðu af stað frá Sandgerði í gærmorgun kl. 7 með fullíermi af nyjum fiski til Reykja- víkur. En þeir urðu að hverfa aftur vegna veðurB og sjógangs. — Ágætur afli var í fyrradag í Sandgerði. Verzlunarhúsið Carl Höepfner hefir keypt gömlu Thomsenshúsin tvö, nr. 19 og 21 við Hafnarstræti. Er í ráði, að verzlunin færi hór út kvíarn- ar, og eru kaup þessi fyrsta skrefið í þá átt. »ísbjörninn«. Þeir Ólafur Benja- mínsson og Geir Sigurðsson hafa ný- verið keypt fshúsið fyrir sunnan Tjörn- ina ásamt síldveiðaskipinu »Nora«. Var það áður eign Miljónafólagsins og hefir Geir undanfarið verið skipstjóri á Noru. Munu hinir nýju eigendur ætla að reka íshúsið á sama hátt og hingað til — leggja aðaláherzluna á sölu á beitusíld. Nýja heyþurknnaraðferð hefir Þor- kell Clementz fundið upp og fengið einkaleyfi til þess að nota hana. Rjúpur eru nú seldar hér á 40— 50 aura hver. Síminn. Það tókst að gera við hann til bráðabirgða í gær. Kl. um 3 síðd. var komið á ritsímasamband við 8eyð- isfjörð — og tóku ritsímamennirnir þegar til óspiltra málanna. Hátt á þriðja hundrað símskeyta lágu fyrir hér á stöðinni og dálítið minna á Seyðisfirði. Arás á austurströnd Bretlands. Þess hefir verið getið fyr hér í blaðinu, að um háveturinn geta Þjóð- verjar eigi gert árásir á England í loftinu. Veldur þvi veðráttan. En nú fer að batna tíðin þar syðra og þá má búast við þvi að Þjóðverjar fari aftur að venja komur sínar til Englands. Fyrstu ferðina fóru þeir þ. 2?- janúar. Þá um nóttina, klukkan eitt, kom þýzk flugvél til Kent og varpaði niður niu sprengikúlum, hverri á eftir annari og hvarf svO á braut aftur áður en Bretar gæta gert henni nokkurt mein. Spengi- kúlurnar gerðu ekkert hernaðarlegt tjón, en nokkrar skemdir urðu á eignum borgara og eldur kom upp á nokkrum stöðum. Tókst mönn- um þó að slökkva hann eftir klukku- tima. Einn maður beið bana og á særðust. Sama dag, um nónbil, komu tveir þýzkir flugbátar til austurstrandar Englands. En þeir voru reknir á flótta með fallbyssuskotum, áður en þeir gátu gert nokkurt tjón. Manntjón Tyrkja. Fróttaritari blaðsins »Corriere della Sera« skýrir svo frá, eftir fregnum, sem hann hefir fengið í Saloniki, að ástandið í tyrkneska hernum só mjög slæmt. Tyrknesku hermennina skortir nú mjög vopn og klæði, segir hann, og 30 þúsundum rnanna, sem kvaddar hafa verið frá Gallipoliskaga til Þrakíu, hafa verið fengin þýzk vopn og þýzk klæði. Tyrkneski heiinn er enn ver til reika, heldur en serbneski herinn og það munu líða margir mánuðir áð- ur en hann verður fær um svo nokkuð kveði að. að berjast Manntjón Tyrkja er talið : Gallipoliskaga 500.000 Kákasus 80.000 Mesopotamia 35.000 Egyptalandi 40.000 Arabíu 30.000 Látnir af sjúkdómum 250.000 í Balkanófriðnum árið 1912—13 var manntjón Tyrkja 200.000. En sam kvœmt þessari skjrslu hafa þeir löist nœrri því miljón manna, en alls eru íbúar Tyrkjaveldis fimtán miljónir. Sæti8ka ríkisþingið valdi þann 24* janúar 12 manna nefnd til þess að ákveða í samráði við konungÍH0 hverjar breytingar skuli gerðar á landvörnum framvegis. Franska og þýzka stjórnin ha 3 orðið ásáttar um það, að gefa öllu111 föngum, sem ekki eru á herþjóu ustualdri, heimfararleyfi. Nær þett3 til allra kvenna og þeirra karla, s^ eru innan 17 ára aldurs eða e en 55 ára, svo fremi að engar sa ir hvili á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.