Morgunblaðið - 09.04.1916, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Jiesíafluíningur.
Samhliða liðflutningnum yfir til Frakklands og suður til Miðjárðar-
hafslandanna, hafa Bretar og orðið að senda þdsundir hesta til vígstöðv-
anna. Er sá flutningur bæði erfiður og dýr, en alt gert, sem unt er til
þess, að láta fara vel um skepnurnar. Þegar því verður við komið, er
hver hestur hafður í sérstökum kassa eða bás fyrir sig og þeirra gætt
vandlega á ferðinni. Myndin hér að ofan sýnir útskipun hesta úr brezkri
höfn til Gallipoliskagans. En þangað sendu Bretar mörg skip hlaðin
hestum.
holti, og veit eg ekki hvernig það
fer, ef járnið fæst ekki fyrir milli-
göngu landsstjórnarinnar. Þá er og
einn annmarkinn sá, að cement er
ófáanlegt. Hefir það enn eigi tek-
ist að fá þær 600 tunnur, sem þurfa
til vatnsgeymisins. Og ef lands-
stjórnin getur eigi hlaupið undir
bagga, þá er eigi annað sýnna en
ómögulegt verði að byggja hann.
Það er engin skynsemi í því, að
fleygja frá sér Bjarnaborg, þegar
ekki er hægt að byggja. Síðustu
tvö árin hefir fátækranefnd haft
húsakaup í huga og það má ef til
vill segja, að heppilegra hefði verið
ef hún hefði ráðist til framkvæmda
i því máli fyr. En það þýðir lítið að
sakast um orðinn hlut.
Þótt efni næðist til húsabygginga,
þá yrði það aldrei fyr en í júní—júlí-
mánuði og þá er svo áliðið, að þótt
menn vildu byrja á stórri húsbygg-
ingu, þá mundi henni eigi lokið
fyrir 1. október. En það er háska-
legt heilsu manna og ætti ekki að
líðast, að flutt sé inn í hrá eða hálf-
hrá steinsteypuhús. Menn ættu
aldrei að flytja í þau fyr en þau eru
fullkomlega þur og þegar engar út-
gufanir frá veggjunum geta spiit
heilsu manna.
Verðið á Bjarnaborg er mjög lágt
og var það erfiðleikum bundið að fá
þetta sölutilboð. Sérstaklega er verð-
ið lágt ef miðað er við söluverð
annara húsa og geta má þess, að
fyrir fáum árum var Bjarnaborg»
seld fyrir 45 þús. kr. Brunabótavirð-
ing hússins er rúnalega 39 þús. kr.
og auk þess fylgir þvi ca. 2000 fer-
álnalóð og ætti hún altaf að vera
5000 króna virði.
Byggingafróðir menn, sem skoð-
að hafa húsið, segja að þótt bæjar-
stjórn vilji gera við það eins og
stungið hefir verið upp á (laga kjall-
ara, stiga o. fl.), þá muni það ekki
kosta nema svo sem 4—5000 kr.
i mesta lagi, miðað við það verð
sem nú er á byggingarefnum. Leig-
an á húsinu er nú 4240 krónur á
ári, en ráðgert hafði verið að hækka
hana i haust upp í 4500—4600
krónur. Þótt gert yrði við húsið og
lægri leigan væri að eins reiknuð,
mundi það þó gefa af sér rúmlega
10 %> °g er M jafnan talin sæmi-
leg húsaleiga.
Serbaher.
í brezkum blöðum frá 29. f. m.
er það opinberlega tilkynt, að Serba-
her hafi verið fluttur á burt frá Korfu.
Svo sem menn muna, fluttu banda-
menn leifar Seibahersins til eyjar-
innár Korfu, tii þess að hvíla her-
mennina þar og æfa þá betur. Voru
það samtals um 100 þús. manna.
Nú hafa þeir verið æfðir í nýtízku
vopnaburði, klæddir og útbúnir góð-
um vopnum. Þess er ekki getið í
skeytinu hvert herinn hefir verið
fluttur, en það þykir líklegt, að hann
hafi verið sendur til Saloniki.
Mannfall Prússa.
Samkvæmt opinberum skýrsium
þýzku herstjórnarinnar, var mann-
tjón Prússa 15. marz 2.557.558
manns. Auk þess hafa verið birtir
254 mannfallslistar í Bayern, 335 í
Wurtemberg, 226 í Saxlandi og 67
listar frá flotamálaskrifstofunni. Það
fer því varla hjá því, að Þjóðverjar
hafi samtals mist um 4x/2 miljón
manna, fallinna, særðra og hertek-
inna, frá ófriðarbyrjun til 15. marz.
En siðan hafa staðið grimmilegar
orustur á vesturvígstöðvunum, þar
sem Þjóðverjar hafa sótt á, svo
manntjónið er auðvitað orðið tölu-
vert meira en hér er getið.
Astandið í Þýzkiandi
Ollum ferðamönnum, sem frá
Þýzkalandi koma, ber saman um
það, að ástandið í landinu sé mjög
ilt og horfurnar ekki sem glæsileg-
astar. Ungverskur blaðamaður, sem
þaðan er nýkominn,’/ritar í blað sitt
á þessa leið:
— Frá 3. apríl hefir stjórnin þýzka
skipað syo fyrir, að gefin skuli út
smjör- og kartöflu-kort. Hver full-
orðinn íbúi í Berlín fær !/é pund af
smjöri á viku, en börn helmingi
mínna. Um tíma var ekkert korn
fáanlegt í Betlín, og hafði fólkið þá
ekki einu sinni brauð til matar.
Hvert pund af kartöflum kostar nú
12 pfenninga, en það er hækkun á
verðinu, sem nemur 50 °/0. Kartöfl-
ur hafa verið eina fæðan, sem fá-
tækara fólkið hefir getað aflað sér;
á þeim hefir fjöldinn lifað.
Blaðamaðurinn minnist einnig á
orustuna hjá Verdun, og segir að
fólk í Þýzkalandi hafi í fyrstu búist
við því að Þjóðverjar mnndu ná víg-
inu á hálfsmánaðartima eða fyr. Nú
sé það aftur á móti orðið vondauft
með sigurinn, enda skilji flestir nú,
að þó Þjóðverjar næði Verdun frá
Frökkum, þá væru þeir ekki feti nær
fullnaðarsigri, en þeir eru nú.
Skipatjón
Norömunna og Svía.
»Tidens Tegn« skýrir frá því, að
síðan ófriðurinn hófst nafi Norð^
menn mist 96 skip fyrir kafbátum
eða á tundurduflum. Það er mælt að
kafbátar hafi sökt 20 norskum gufu-
skipum og að 77 Norðmenn hafi
beðið bana við það. Þjóðverjar hafa
veitt Norðmönnum skaðabætur fyrir
fjögur skip að eins. ,
Þau skip, sem Norðmenn hafa
mist síðan ófriðurinn hófst, báru
samtals 125,000 smálestir. Virðing-
arverð þeirra er 28 miljónir króna
og virðingarverð farmanna 90 milj-
ónir króna.
Auk þessa hafa Þjóðverjar flutt
mörg norsk skip nauðug til hafnar.
Svíar hafa mist skip, sem báru
samtals 50,000 smálestir og er virð-
ingarverð þeirra 10 miljónir króna.
128 sænskir menn hafa beðið bana
þá er skipunum var sökt.
Eimskipafólagið.
Viðkoman i Leith.
Undanfarna daga hafa gengið kvik-
sögur um það hér í bænum, að
stjórn Eimskipafélagsins sé hætt við
það, að láta Gullfoss fara tii Kaup-
mannahafnar þessa ferð, og að af-
ráðið sé að senda skipið þegar til
Ameríku. Astæðan fyrir þessu á
að vera sú, að Þjóðverjar hafi hótað
að skjóta niður hvert það skip, sem
sigldi til Bretiands, jafnt hvort sem
brezkir sjóðliðsforingjar sigldu skip-
inu þangað, eða skipin færu þangað
af frjálsum vilja. Með öðrum orð-
um, að Þjóðverjar hafi lagt algert
hafnbann á Bretland.
Eigi vitum vér gerla hvernig saga
þessi fyrst hefir komið upp hér í
landitiu, en líklegast er, að mönnum
þyki trúlegast að Þjóðverjar muni
ætla sér þetta, og þess vegna hafi
þeir sent svo marga kafbáta út i
Norðursjó. Hitt vitum vér aftur
á móti með vissu að engin ákvörð-
un hefir verið tekin um það, að
senda Gullfoss til Vesturheims að
svo stöddu. Skipið mun halda héð-
an um miðja vikuna áleiðis til
Kaupmannahafnar um Leith, svo
sem venja er. Skip Eimskipafélags-
ins hafa ’ upp á síðkastið ekki flutt
neinar vörur héðan af landi til Bret-
lands, og það væri þess vegna engin
ástæða fyrir Þjóðverja að sökkva
þeim. *
Þess ber og að geta, að Þjóðverjar
hafa ekkert tilkynt um það opinber-
lega að þeir mundu sökkva hlut-
lausum skipum, sem tii Englands
sigla, en hinsvegar tæplega hugsan-
legt að þeir mundu beita slíku ger-
ræði fyrirvaralaust.
Að svo stöddu mun engin bein
hætta vera á ferðum. Það mun ekkí
vera hættulegra að sigla til Dao-
merkur héðan um Leith nú en hing'
að til á ófriðartímanum, og
virðist ekki vera ástæða til þess að
æðrast.
---, — .<»—;-----------