Morgunblaðið - 22.04.1916, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.04.1916, Qupperneq 1
Xaugard. 3, árgangp 22. apríl 1916 M0K6DNBLADIÐ 169 tölublað iJ Ritsttórnarsimi nr. 500 Vinum og vandamönnum tiikynnist að maðurinn ininn elskulegur, Jóhann Björnsson, drukknaði í fiskiróðri i dag. Jarðarförin verður ákveðin siðar. Hafnarfirði 19. april 1916. Guðrún Þorbjörnsdóttir. Biðjiö um: Lipton’s heimsfræga the í pökkum og dósum. Lipton’s sýróp, kjöt- extract, pickles og annað sdr- meti, fisk- og kjötsósur alls- konar, niðursoðið kjöt og tung- ur, fæst hjá kaupmönnum um alt land. Umboðsm. fyrir ísland G. Eiríkss, Reykjavík. Erl. simfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn ?,o. apríl. Rússar hafa tekið Trebizond. Þjóðverjar hafa unnið nokk- uð á á vesturvigstöðvunum. Bretar taka öll þýzk kol úr hlutlausum skipum, bæði þau sem skipin flytja og þau sem ætluð eru til vélarinnar. Norðmenn hafa siðasta mán- uðinn mist skip sem eru 5 miljón króna virði. Norðmenn hafa keypt 52 seglskip af Frökkum. Verð á brauði, öli og áfengi hefir hækkað mikið í Dan- mörku. Snmarkveðja frá Gnllfossi. Frá farþegum á Gullfossi, sem kom til Letwick á miðvikudaginn á hádegi, fekk Morgunblaðið svo- látandi símskeyti: Færið öllum lesendum Morg- unblaðsins hjartanlegar sumar- óskir. Fyrirtaks ferð og almenn vellíðan. Farpeqar á Gulljossi. Ritstjóri: VilhjáSmnr Ficsen. j ísafoidarprentsmiðja t Jónas Guðlaugsson skáld. Jónas Guðlaugsson er dáinn. Fregnin kemur á óvart, því fæst- um datt í hug, er sáu hann skálma um götur Kaupmannahafnar fyrir ári, að dagar hans væru nær taldir. Hann hafði breyzt mikið síðan hann ílutti búferlum út á Skaga; var gildur og feitur orðinn, rjóður á vanga, með mik- ið alskegg og hár, er liðaðist mjúkt og mikið aftur. Var hann að líta sem gildur óðalsbóndi, hló enn hærra og livellara en áður. víkur og gekk inn í skóla: ung- ur og gáfaður piltur, með taum- laust sjálfsálit, er þóttist vita betur en kennararnir. Röddin var svo kljómmögnuð, pilturinn svo djarfur í framkomu, að hálfur skóiinn fylgdi honum bekk úr bekk, er hann gekk undir próf- ið. Fór það vel og sótti hann nú námið um tíma. Jónas fór strax að vrkja, enda heíir hann eflaust fengist við það á barns- aldri; vildi hann þýða ýms kvæði Heines og annarra, en litt þótti mönnum til koma. Hann fékst ekki urn það, en hélt sínu fram; tók hann miklum framför- um þau ár og birti »Vorblóm«r er hann var 18 vetra. Varmargt laglega kveðið þar og gengu menn nú úr skugga um, að Jón- Kendu þar allir danskir blaða- menn og listamenn íslefidinginn Jónas Guðlaugsson, er hann fas- mikill leitaði að lagsbræðrum sín- um á kafflhúsinu Bernina í Kaup- mannahöfn, aðalsamkomustað ungra listamanna. Kjör hans virtust og hafa breyzt mjög til batnaðar síðari árin, er hann hafði kvænst i annað sinn þýzkri konu. Lifði hann víst áhyggjulitlu lífi og gat gefið sig allan að skáld- skap og hætti við stjórnmál og blaðamensku, er hann hafði feng- ist við um hríð; var hann um tíma meðritstjóri við »Riget«. Voru þau umskifti áreiðanlega snögg og mikil og mun lýsing Gunnars Gunnarssonar á basllífi ungs listamanns, er hann reit eitt sinn í blað Gyldendals (»Bog- vennen«) engu síður hafa getað átt við Jónas Guðlaugsson. Flestum mun Jónas í minni, er hann fyrsta sinni kom til Reykja- as væri skáld. 17 ára gerði Jón- as þessa vísu: Líkt og drós, er léttir blund, litfríð rós í haga stendur; skíu á ósa, engi’ og sund, alt er ijós um haf og strendur. Dr. Valtýr lék lofsorði á þetta kvæðasafn Jónasar og biskupinn spáði Jónasi því, að hann yrði eitt sinn talinn meðal okkar beztu skálda. Hefði það og getað kom- ið á daginn og víst var Jónas sjálfur í engum vafa um það eftir þetta. Tvö kvæðasöfn birti hann enn eft.ir þetta á íslenzku, »Tvístirnið« (1906) ásamt Sigurði Sigurðssyni og »Dagsbrún« (1909), áður en hann fór af landi burt. Þessi kvæði eru ekki eins góð og menn höfðu gert sér vonir um. Fékst Jónas um þetta leyti mjög við stjórnmál, bæði blaða- mensku hjá Birni heitnum Jóns- syni og gerðist ritstjóri að ný- Afgreiðsiusími m 500 i Leikfélag Reykjavíkur i | fra Kinnarhvoli. — Æfintýraleikur eftir C. Hauch. 1 I 1 annan páskadag kl. 8. i Iðnaðarmannahúsinu. Tékið d móti pðntunum i Bókverzl. Iga- foldar nema þd daga tem leikið er, Þd eru aðg.midar eéldir i Iðnó. — Pantana »6 vitjað fyrir kl. 8 þann dag tem leikið er. Áslaug Guðmundsdóttir Sími 180. Grundarstig 9, setur upp hár eftir nýjustu tízku, Greiðir heima ef þess er óskað. stofnuðu blaði á ísafirði, »Valur- inn«. Islenzk stjórnmál tóku þá miklum framförum, á pappíruum, og var það fyrst á Þingvalla- fundinum 29. júní 1907, að þjóð- in þorði að iáta ríkiskröfur sínar í ijós. Jönas reit þá margar stjórn- málagreinir, fór um landið í víga- móði og talaði á stjórnmálafundum. En hann var ekki fastur fyrir, breytti skoðunum, yfirgaf »Val- inn«, gerðist um tíma ritstjóri »Reykjavíkur« og hætti svo við blaðamenskuna hér heima. Síð- ari afskifti hans af íslenzkum stjórnmálum voru óheppileg, að ekki sé meira sagt. En góður ís- lendingur var Jónas engu að síður. Hann fann allskonar fjötra hvíla á sér hér heima og hefir oft síðar i skáldskap sínum á dönsku minst á djúpu dalina hér heima, þar sem fjöllin verða há, en fólkið lítið. Norðurlandaskáldskap kyntist hanu eflaust mikið um þessar mundir og yrkir nú kvæði líkt og Árni hjá Björnson um útþrá, upp yfir fjöllin háu, suður á við til sólar sem fuglinn fijúgandi vill hann komast — og fer. Síðan hefir hann dvalið í Danmörku, ýmist í Kaupmannahöfn eða úti á Skaga, og hugðist þar gerast mundu annar Drachmann, að því er kunningjar hans fullyrtu. Jónas gleymdi ekki landinu sínu og eru flest öll yrkisefni hans sótt héð- an frá íslandi. Hann gaf út fleiri ljóðasöfn: Sange fra Nordhavet (1911), Viddernes Poesi (1912) og Sange fra de blaa Bjerge (1914). Samdi hann skáldsögur: Solrun og hendes Bejlere (1913), Monika (1914) og nu síðast um nýárið Bredefjordsfolk (1915). Eru það smásögur héðan að heiman og tileinkaðar foreldrum hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.