Morgunblaðið - 22.04.1916, Side 2

Morgunblaðið - 22.04.1916, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Kvæði Jónasar á dönsku þóttu ágæt og fekk hann lof mikið fyr- ir bæði í Danmörk og Noregi. Hafði hann þau á norsku framan af, þótti meiri þróttur í norsk- unni, enda feldi hann sig ekki við dönskuna og ritaði tæplega eins gott mál (dönsku) eins og t. d. Gunnar Gunnarsson. Sögur Jónasar standa kvæðum hans að baki að mínu áliti, sálarlýsingar hans þokukendar víða, endalítur út fyrir að hann vildi taka meira tillit til ýmsra lýsinga á íslenzku þjóðlífi, eins og t. d. í Solrun og hendes Bejlere, er hann lýsir þar álfadans, nýjársgleði, heyslætti, seljalífi o. fl. Jónas var eflaust of mikill ofstopamaður og óró- leikamaður til þess að geta bund- ið sig við viðfangsefni, er tæki lengri tima að glíma við. Þess vegna eru smákvæði hans ýms lang bezt og urðu þau æ heilsteypt- ari, formfegruri og tilfinninganæm- ari. Við og við hafa birzt smá- kvæði eftir hann, eftir að síðasta Ijóðasafn hans kom út, í dönskum blöðum og tímaritum, t. d. í »Vore Damer«. Eru mörg af þeim ljómandi falleg, lítil meistaraverk, og hygg eg að enginn núlifandi danskra skálda hafi staðið honum fraraar í ljóðalistinni á þessu sviði, að steypa í bragarbundið mót undurnæmum tilfinningavitrun- um sínum. En nú er hann dáinn, hörpu- strengir brostnir og einu skáldi færra í Danmörku. ' 4. J. í febrúarmánuði kom brezkur kaf- bátur inn fyrir landhelgi Noregs og stöðvaði þar fleiri en eitt skip og heimtaði að fá að sjá skjöl þeirra. Norðmönnum þótti sér illa misboðið með þessu og gerðu fyrirspurn um það til Lunddna, hvernig á þessu gæti staðið. Fengu þeir þar það svar, að kafbátsforinginn hefði mis- skilið fyrirskipanir sínar. En það þótti Norðmönnum ekki nóg og mótmæltu þeir kröftuglega þessu til- tæki kafbátsins og héldu því fast fram að það væri þvert ofan i al- þjóðalög að erlend herskip væru með uppivöðslu innan landhelgis hlutlauss rikis — því að landhelgin væri frið- he!g. Bretar hafa nú viðurkent þetta og beðið Norðmenn fyrirgefningar á þessu athæfi kafbátsins. Sænskir föðarlandssvikarar, Þrír jafnaðarmenn sænskir hafa verið teknir fastir og eru ákærðir fyrir að hafa undirbúið ýmsar ráðstafanir til þess að hindra liðs- samdrátt Svía, ef til ófriðar kæmt. Það er búist við því, að þeir verði dæmdir í margra ára Jangelsi. Rannsóknir Breta á skipum. m Samkvæmt norskum blöðum hefir brezka stjórnin nú nýlega tilkynt stjórnum hlutlausra landa að ýmis- konar breytingar verði á rannsókn- um á skipum á höfum úti. Er tal- ið að ástæðan sé sú, að Möwe hafi verið á að sjá sem vanalegt flutn- ingaskip, en haft margar fallbyssur huldar við borðstokkinn. — Héreftir gefa varðskipin þeim skipum, sem rannsaka á, merki um að halda kyrru fyrir á löngu færi. Hlýði skipin ekki því, verður undir eins skotið á þau. Síðan verður bátur sendur um borð í skipin, en her- skipin liggja langt í burtu. A nótt- unni verða skipin stöðvuð með ljós- merkjum. Austurrlkismenn hefja sókn? >Politiken« flytur þá fregn þ. 11. apríl, að Austurríkismenn séu nú í óðaönn að búa sig undir það að hefja allsherjarsókn á hendur ítölum. Hafa þeir flutt til vígstöðvanna þar ógrynni liðs, sem áður var haft til vonar og vara á landamærum Rúmeníu, og auk þess koma þangað nýjar hersveitir innan úr landi og feiknin öll af hergögnum. Roald Amundsen. Svo sem kunnugt er hafði Roald Amundsen það í hyggju, áður en ófriðurinn hófst, að fara til Norður- heimskautsins. Hafði norska stjórn- in og þingið lofað að leggja fram 200.000 króna til fatarinnar. En er ófriðurinn hófst, þótti Amundsen sem ríkið mundi þurfa á öllu sínu fé að halda og slepti þvi öllu tilkalli til fjárins og settist um kyrt. En nú er hann að hugsa um það að Ieggja af stað, ekki alveg að svo stöddu, en sumarið 1917. Fer hann nú að búa alt undir förina. Hann ætlar ekki að nota >Fram« til fararinnar, heldur ætlar hann að fá sér nýtt vélskip, 100 smálesta. Norskur blaðamaður átti tal rið Amundsen nýlega um norðurför hans og spurði hann hvort hann ætlaði eigi að fara þess á leit við stjórnina að hann. fengi fé það, sem honum hafði verið áður haitið. — Kvað Amundsen nei við því, en kvaðst eigi slá hendinni á móti þvi, ef stjórnin vi'di leggja fram fé til fararinnar. Hann kvað nú vera svo mikið fé til í landinu að engin hætta væri á því að eigi fengist nægilegt fé og það mnndi aldrei standa i vegi fyrir förinni þótt stjórnin vildi eigi styrkja sig neitt með fjárframlögum. Fyrirætlanir Amundsen eru annars hinar sömu og áður. Hann ætlar að fara til Point Barrow, norðan við Alaska og fara á isi yfir íshafið. Póstflutningnr frá Bretlandi. í tilefni af greininni í fimtudags- blaðinu, hefir póstmeistarinn beðið oss geta þess, að það sé með öllu rangt, sem þar er haldið fram að póststjórnin geri lítið til þess aðláta póstflutningaskip færa póst hingað til lands. Gat póstmeistari þess, að póststjórninni ensku væri tilkynt bréflega um hvert skip, sem hingað ætti að koma frá Bretlandi, og hún beðin um að senda póst með þeim. En það hefir varla komið fyrir að Bretar hafi skeytt því. Briem gat þess og að það væri ómögulegt fyrir póststjórnina hér að skipa Bretum að senda póst — hún (póststjórnin) gæti ekki gert meira eða annað en hún þegar hefði gert. Eitt er það í þessu máli, sem póstmeistari ekki tók fram og lík- lega ekki veit. Vér höfum það fyrtr satt, að Bretar hafa upp á síð- kastið aldrei látið sækja póst um borð í flutningaskip, sem héðan hafa komið néheldur hafa þeirflutt póst um borð í skipin sem hingað hafa kom- ið með póst. Bretar hafa skipað skipstjórum skipanna að afhenda og sækja póstinn á land. Það er þvi ekki nægileg ráðstöfun — ef duga skal — að rita brezku póststjórninni þessu viðvíkjandi. Póststjórnin verð- ur að biðja skipstjóra skipanna, sem í förum eru hingað, að nálgast póst- in í landi i Bretlandi. En fæstir þeirra munu vera fáanlegir til þess fyrir annaðhvort enga borgun eða þá svo lítilfjörlega borgun, að hún er ekki nægileg fyrir kostnaðinum og ómakinu við að nálgast póstinn. Það er, að voru áliti, ekki nóg að borga leigutaka skipanna fyrir rúmið sem pósturinn tekur i skipum. Það verður einnig að þókna skipstjórun- um yrir þeirra ómak. Að öðrum kosli getur það aldrei blessast. ■ ■■ ..+e>m<am - --- CS DAGOÓFflN. ra Veðrið. Fostudag 21. apríl. Vm. nv. andvari, frost 3,2 Rv. a. ku1, frost 3,6 íf. na. snarpur vindur, frost 4,3 Ak. logn, frost 6,0 Gr. logn, frost 6,0 Sf. n. kaldi, frost 5,1 Þh. F. nnv. kaldi, hiti 0,7 Páskamessur í dómkirkjunni: Páskadagsmorgun kl. 8, síra Bjarni Jónsson. Páskadag kl. 12, síra Jóhann Þor- kelsson. 2. pásakadag kl. 12, síra Bjarni Jóns- son (altarisganga). 2. páskadag kl. 5, síra Jóhann Þor- kelsson. Gangstéttin fyrir framan Laugaveg 40 er oss sögð illgangandi vegna þess, hve mikið er þar af glerbrotum. Kjallararústirnar í Miðbænum hafa verið hálffullar af ís i vetur. Kom inn í þær sjór og skólp úr holræsunum f haust og lagði þaðan illan daun. En hvað mun verða nú þegar fer að hlýna í veðri? Skolpið hefir úldnað í- vetur og mun flótt spilla andrúmsloftinu í bænum, þegar ísinn leysir af því. Það væri því bráðnauðsynlegt að hreinsa kjallarana hið fyrsta að hægt er. Botnía fór hóðan til Vestfjarða í y rrakvöld. Víðavangshlaupið. Það var háð á skírdag eins og til stóð. Var múgur manna umhverfis Austurvöll til þess að horfa á það. Einn keppenda var veikur (Einar Pétursson) og gat því eigi hlaupið þreytt i fjögra manna floknum. ■ Fyrstur varð Jón Jónsson, myndsmíðanemi, þá Ólafur Sveinsson, prentari, þá Ottó Bj. Arnar, símritari og síðan hver af öðrum. En er hinir fyrstu voru komnir til marksinB, þyrpt- ist fólk f veg fyrir hina síðari og tafði þá mjög. Er það leiðinlegt og ættl jafnan að gæta þess, að slíkt kæmi eigi fyrir. Gullfoss. Fregn hefir borist hing- að frá skipstjóranum á Gullfossi, að Bretar hafi lagt hald á allan póst- flutning sem var < skipinu. Drengur varð fyrir hjólreiðamanni í Bakarabrekkunni í fyrramorgun. Datt drengurinn og meiddist töluvert. Klinb. Það er ljótur ósiður, sem fer hér í vöxt árlega, þetta »Klink« sem drengir eru að leika sór að hór f bæ. Það er altítt, að fátækir drengir eyði í því 50—200 aurum á dag — aurum, sem móðir þeirra hefði fulla þörf fyrir að fá. En klinkið gerir meira ilt. Það elur upp í drengjunum spilafysn og vogunarfýsn (hazard). Foreldrar, prestar, kennarar og lögregla ættu að taka höndum saman um það að útrýma þessum ósið. Lofið ung- lingunum að leika sór, þeir hafa gott. af því. Eti takið fram fyrir hendur þeirra, þegar þeir taka upp álíka leika og »klinkið« er. Snmarið heilsar heldur kuldalega, Þó hefir verið bjart veður núna um helgina, sólskin báða dagana, en loft- kuldi mikill og frost mikið um nætur. Morgunblaðið kemur út á morgun, én ekki á annan í páskum. Lóuhópar margir eru komnir, og' halda þeir sér á túnunum hór í grend. Fremur kuldaleg móttaka, sem lóan fær í þetta sinn. Dr. Guðmundur Finnbogason hólt áleiðis frá Kaupmannahöfn til New York á skipinu »Hellig 01av« 6. apríl. Samkvæmt dönskum blöðum voru 600" farþegar á því skipi, er það fór. Baldur kom inn af fiskveiðum með fullfermi af ágætum fiski. Mjölnir fór hóðan fyrir um '/2 mán. álelðis til Bergen með fiskfarm frá h.f. Kveldúlfi. Svo sem Breter fyrirskipa, silgði skiplð fyrst til Lerwick tll rannsókn- ar, en þar liggur það enn. Hafa Bretar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.