Morgunblaðið - 25.04.1916, Page 1

Morgunblaðið - 25.04.1916, Page 1
T>riðjudag 3. Brg-angr 25. . apríl 191G H0R6ÐNBLADID 171. cölublað Kitstjórnarsimi nr. 500 Kitstjóri: Viibjálmar Finsan ísafoldarprentsmið j a Afgreiðslusimi nr. 500 Conno-vatnið Ljómandi fallég landslagsmynd. Lifandi fréttablað og 2 ágætar gainanruyndir sem skemta jafnt eldri sem yngri. Chivers’ niðursoðnn ávextir, svo sem jarðarber, fruit-salad o. fl. eru óviðjafnanlegir. Sama er að segja um fleiri vörur frá Chivers’, t. d. sultutau, marmalade, hunang, kjöt- og fisk-sósur, súpuduft, eggjaduft og lyftiduft. m Old)ohnOats skozka haframjölið i '/a og '/, kilogr. pökkum, nota nú allir sem reynt hafa, fremur en aðrar teg. af haframjöli. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Vðrur teknar úr Guilfossi. Eimskipafélaginu barst símskeyti iirá Lerwick á laugardagskvöldið, þar sem Emil Nielsen framkvæmda- stjóri, sem er einn farþega á Gull- fossi, segir að Bretar hafi lagt hald á um 200 smálestir af óverkuðum saltfiski, sem skipið hafði meðferðis héðan. Mun skipatökuréttur Breta verða látinn skera ór þvi hvoit vör- urnar skuli upptækar eða að þeim skuli slept. Samkvæmt upplýsingum sem vér höfum aflað oss, voru það 4 firma, sem þessar vörur áttu að fá. Eru móttakendur allir menn biisettir í Danmörku. Mun Bretum þykja lík- legt að vörurnar hafi átt að send- ast frá Kaupmannahöfn til Þýzka- lands, og þess vegna lagt hald á vörurnar. Eftirtektavert er það, að Bretar tóku fyrst póstinn úr Gullfossi og munu áreiðanlega hafa rannsakað hann grandgæfilega. Að því loknu ákveða þeir að leggja hald á fiskinn. Lilur helzt lit fyrir, að þeir hafi fundið í póstinum einhver sönnunar- gögn þess, að fiskurinn hafi átt að fara til Þjóðverja. Að öðrum kosti mundu þeir áreiðanlega hafa látið skipið halda áfram til Kaupmanna- hafnar óhindrað. PóstflutniDgnr frá Englandi. Samkvæmt 9. gr. póstlaganna frá 16. nóv. 1907 er hvert það skip, sem afgreitt er frá höfn á íslandi, hverrar þjóðar sem það er og hvert sem það ætlar, sTcyldugt til að taka til flutnings almennan póst, ef póststjórnin krefst þess. Það er því engin þörf á að fara bónarveg að skip- stjóra eða útgerðarmanni um að taka póst héðan til Englands. Póstinum er skipstjóri samkv. sömu gr. póstl. skyldur að skila á pósthúsinu á ákvörðunarstaðn- um, og verður því ekki að því fundið frá okkar sjónarmiði þó Englendingar á þessum mannleys- ist.ímum færist undan þvi ómaki að sækja póstinn á skip. En það er alger óþarfi að borga skipstjóra neitt fyrir að komá póstinum í land. Borgun fyrir það felst í þeirri upphæð, sem útgerð skips- ins fær fyrir flutninginn í heild sinni, en sú upphæð er 10 aurar fyrir l1/^ kg. fyrir hverjar 50 vikur sjávar af beinni leið. Skip- stjóri er skyldur að annast þetta fyrir útgerðina eins og hvað ann- að starfi sinu viðkomandi. Aftur á móti á póstflutningur frá Englandi algerlega undir ensku póststjórnina og er eini vegurinn til þess að fá endurbætur á þeim flutningum að fara bónarveg að henni. Þessar athugasemdir langaði mig til að gera við greinar Mbl. um póstflutninga milli Bretlands og íslands. Svo væri gaman að vita hvort póststjórnin hér heflr krafist þess, t. d. af Are, að hann tæki póst, hvort hún hefir gert nökkuð til þess að reyna að fá brezku póststjórnina til þess að sinna íslenzka póstinum til Bretl. dálítið meira en undanfarið. Og ekki sízt væri gaman að vita, hvað landsstjórnin hefi gert útúr hinu dæmalausa broti á alþjóða- lögum og því gerræði brezku stjórn- arinnar að taka bréfapóstinn úr Botníu 0g Gullfossi. Eg veit ekki hvort Mbl. vill beina þessum spurningum tilréttra hlutaðeigenda. 21. apríl 1916 J. ---------------------- Bezt að anglýsa i Morgnnbl. Hjá Verdun. Fréttaritari »Times« hefir ný- lega farið til vígvallarins hjá Verdun og ritar langa grein um það hvernig þar er ástatt. Hann dáist mjög að Petain hershöfð- ingja. Petain var skipaður yfir- hershöfðingi hjá Verdun þann 25. febrúar, þegar horfurnar voru sem ískygglegastar. Síðan hefir hann varið borgina af fádæma dugnaði. Hann dró þegar saman fótgöngulið og stórskotalið til þess að verjast áhlaupum Þjóð- verja, lét þurka upp stórar land- spildur, sem Meuse flæddi yfir, endurbætti og styrkti varnar- stöðvarnar og samgöngutækin, sá um það að herinn hefði nóg skot- vopn og vistaforða nægan, sendi herinn fram til varnar þar sem mest var hætan, jók loftvarnir ogendurbætti stórkostlega síma- og skeyta-tæki hersins og brá þá svo við að stórskotaliðið gat neytt sín miklu betur en áður. Petain er að vísu úr fótgönguliðinu, en hann sýndi það fljótt að hann hefir gott vit á stórskotaliðsstarfi, og hann sá um það, að stórum fallbyssum yrði skipað á til varn- ar hjá Verdun. Joffre hershöfðingi hefir hrós- að mjög hernaðaraðferð stórskota- liðsins franska og segir að með henni geti miðlungsfallbyssur Frakka fullkomlega jafnast á við hinar stóru og langdrægu fall- byssur Þjóðverja. Þjóðverjar hafa nú dregið saman lið sitt um- hverfis Verdun og er þar að minsta kosti ein herdeild, sem er komin beint frá Rússlandi og hefir eigi fengið neinn tíma til þess að hvílast. Frakkar hrósa sér af því að hafa yfirhöndina í stórskotaviður- eigninni. Þeir skjóta látlaust dag og nótt og kúlum þeirra rignir sem þéttast yfir hvern veg, hvert gil, hvern skóg og launstíg. Með þeirri aðferð sem stórskotalið Frakka hefir, getur eitt stórskota- liðsfylki með hinar frægu 75 cm. fallbyssur varið óralangan veg. Herstjórn þýska ríkiserfingans er að dómi Frakka alveg hringl- andi vitlaus. Hann hefir hina sömu aðferð og hann hafði i sókn- inni í Argonne-skóginum, og eyðir herdeildum sínum hverri á fætur annari. Petain hershöfðingi verst með þolinmæði og einbeitni, 0g Þjóð- verjum verður dýrkeyptur hver þumlungur lands. Vandræði Þjóðverja aukast stöðugt og sigr- ar þeirra verða þeim æ dýrkeypt- ari. Það er lítill efi á þvi, að Þjóðverjar hafa ætlað sér að ná NÝ J A BÍ Ó Ceylon Saonkölluð jarðuesk paradie. Blindur faðir. Ljómaudi gjónleikur með rannveru- legum litum, leikinn a! Fathé Fréres í Paris. Indiánastúlkan. Hrífandi ameriskur sjðnleikur. Verdun á 4 dögum. Frakkar eru alveg handvissir um það, að þeir muni sigra, þrátt fyrir framsókn Þjóðverja hjá Verdun. Á tveim stöðum í Frakklandi hafa Þjóðverjar mikinn liðssam- drátt. Á móti Bretum hafa þeir 34 herdeildir og 30 hjá Verdun. Annars staðar á vígstöðvunum í Frakklandi hafa Þjóðverjar mjög þunnskipað fyrir. Frakkar hafa svo mikið varalið að þeir geta kipt hersveitum sínum úr orustu áður en þær eru ofþreyttar, og hvílt þær til skiptis. Þjóðverjar láta hersveitir sínar berjast þang- að til helmingur þeirra er fall- inn. Þá fyrst er þeim kipt úr orustunni og þeim gefnar hress- ingar, og síðan eru þær aftur sendar fram til viga. Þetta er Þjóðverjum nauðsyn vegna þess að þeir hafa engu varaliði á að skipa. Viðskiftasamband Miðríkjanna. Fréttaritari brezka blaðsins »Morningpost« í Budapest segist vita það með vissu, að ráðagerð- irnar um viðskiftasamband Mið- ríkjanna og sameiginlega toll-lög- gjöf sé farin út um þúfur. Hafa þær strandað á mótspyrnu aust- urríkskra kaupmanna og iðn- rekenda og ungverzkra stóreigna- manna, sem þykjast vita að Þjóð- verjar ætli á þann hátt að ná tangarhaldi á Austurríki—Ung- verjalandi. Jafnvel Tisza greifi, forsætisráðherra Ungverja, erhug- myndinni andvígur og álítur, að hún verði Ungverjum til tjóns, enda þótt hann dragi taum Þjóðverja í flestu. Þjóðverjum gremst þetta mjög, en fá ekkert að gert. Tyrkir eru einnig mótfallnir ráðagerðinni og álíta að hún mundi verða sér til tjóns ef hún kæmist í framkvæmd. Búlgarar eru hinir einu sem virðast fylgja Þjóðverjum að málum í þessu efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.