Morgunblaðið - 01.05.1916, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
an um fast verð til þess tíma, er
'Msildveiði hefst í júlí mánuði.
* Reykjavík 16. febrúar 1916.
í stjórn »Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda*
Th. Thorsteinsson, Thor lensen,
Jes Zimsen, Aug. Flygenring.
í stjórn »Hásetafélags Reykjavíkur
Björn ). Blöndal, Jósep S. Húnfjörð,
Jón Bach, Guðm. B. Kristjánsson.«
Eins og skjal þetta ljóslega sýnir
og sannar, þá var með þvi gerður
samningur, sem var bindandi fyrir
bæði Hásetafélagið og oss, panqað
til síldveiðar byrja í nastkomandi júlí
minuði. í samningi þessum er við-
urkent af Hásetafélaginu, að útgerðar-
menn skipanna séu, að minsta kosti
til þess tíma, eigendur allrar lifra,
sem á skipin aflast, en aftur á móti
er því lolað þar af hendi útgerðar-
manna, að þeir skuli greiða hásetum
þóknun miðaða við það, hversu
mikil lífur fáist, og skuli upphæp
þeirrar þóknunar ákveðin þannig:
x. Til loka aprílmánaðar þ. á. skuli
greiða 35 kr. fyrir hverja tunnu
af lifur, sem í land er flutt úr
skipi.
2. Eftir fyrsta mai og til loka
samningstímans (byrjun sildveiða
f júli) skuli þóknunin fara eftir
því hvert verði alment verð á
lifur hér í Reykjavik á þeim
tima. Um þetta þurfti ekki að
verða neinn ágreiningur, en þó
svo hefði orðið, þá átti auð-
vitað að skera úr honum á þann
hátt, sem landslög og réttar-
venja segja til um þegar svo
stendur á, nefnilega með mati
dómkvaddra óvilhallra manna.
Af þessu, sem nú er sagt, sést
væntanlega ótvirætt, að Hásetafélagið
hafði gjörí skýlausán samning við
oss útgjörðarmenn viðvíkjandi lifr-
inni bindandi ýyrir báða aðilja pan%-
að til í júlí nœstkomandi.
En hvað skeður svo? Nú, 27.
þ. m., rýkur Hásetafélagið til, án
nokkurs tilefnis frá vorri hálfu, og
gjörir svohljóðandi fundarályktun:
»Þareð þeir tímar eru úti með
aprílmánuði, er samið hefir verið
um fast verð á lifur við útgerðar-
menn, ályktar fundurinn að allir
félagsmenn skuli tafarlaust ganga
í land af togurum, fáist ekki lög-
skráð samkvæmt lögum Háseta-
félagsins*
og samkvæmt skýringum stjórnar
Hásetafélagsins, þá er meiningin með
þessari fundarályktun meðal annars
sú, og tilvísun hennar í lög Háseta-
félagsins þýðir meðal annars það, að
hdsetar skuli vera eiqendur allrar liýr•
ar sem á skipin afiast og þetta á að
ganga f gildi tafarlaust, sem er al-
veg þvert ofan í fyrgreindan samn-
ing sem gildir þangað til i júlí.
Vér væntum þes?, að þetta at-
ferli Hásetafélagsins þurfi ekki skýr-
inga við. Málið liggur svo ljóst
fyrir að allir hljóta að sjá að Háseta-
ýtlaqið er hlr að svikja skýran 0%
vafalausan samning, sem pað hefir
gjðrt við oss.
Efumst vér ekki um, hvernig allir
heiðarlegir menn muni dæma slíkt
atferli og um afleiðingar af þessum
samningsrofum skulum vér ekki
ræða að sinni.
Reykjavík, 30. aptíl 1916.
í stjórn »Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda.«
Thor Jensen, Aug. Flygenring,
Jes Zimsen, Jón Magnússon,
Magnús Einarsson.
Ur Hagtíðindunum.
SSS D A0 BÖEJIN.
Afmæli í dag.
Ásta Sighvatsdóttir, jungfrú.
Elín Guðmundsdóttir, verzlst.
Helgi Guðmundsson, steinsm.
H. M. Kragh, rafmagnsfr.
Jónas Jónsson frá Hrifflu.
Ole J. Haldorsen, kauþaaa.
Sólarupprás kl. 4.4.
S ó 1 a r 1 a g — 8.48.
bc
Háflóð í dag kl. 4.55 e. h.
og í nótt kl. 5.11
Nýtt nungl í nótt kl. 4.29
(sumartungl).
Veðrið í gær:
Sunnudaginn 30. mars.
Vm. logn, hiti 3.6
Rv. logn, hiti 1.3
íf. logn, hiti 0.7
Ak. logn, hiti 1.0
Gr.
Sf. n.a. kul, hiti 3.6
Þ. F. v.s.v. st. gola, regn, hiti 5.3
Skósmíðasveinar hór í bænum
hafa farið fram á kauphækkun og eru
taldar líkur til þess að skósmíðameist-
ararnir muni ganga að kröfum þeirra.
Má búast við því að afleiðingin verði
sú,að viðgerðir á skófatnaði verði dýr-
ari eftir en áður.
Ferming fór fram bæði í dómkirkj-
unni og Fríkirkjunni í gær.
Goðafoss kom hingað frá útlöndum
norðan um land á hádegi 1 gær. Meðal
farþega voru: Pótur Ólafsson konsúli
Patreksfirði,~ Pétur Thorsteinsson
kaupm., Krabbe verkfræðingur, hr.
Nielsen umboðssali, frú Guðrún Pét-
ursdóttir o. fl.
Vínföng og gosdryfekir.
Af vínanda og brendum drykkjum,
svo sem brennivíni, whisky, kognac
o. fl., voru fluttir inn 18.891 litrar
(talið í 8°) árið 1915. Er það tölu-
vert meira en næsta ár á undan, því
að 1914 var flutt inn rúml. 12 þús.
lítrar, en 1913 tæpl. 6 þús. litrar.
Hér eru vínföng þessi talin 1 8°,
svo að hver lítri af hreinum vín-
anda (160) er talinn 2 lítrar. — Af
borðvinum, svo sem rauðvmi o. fl.,
svo og messuvíni, óáfengum ávaxta-
vínum og ávaxtasafa fluttist inn
10 308 lítrar eða heldur minna en
undanfarið, því að 1914 fluttust inn
11 !/2 þús. lítrar Og 1913 12 þús.
lítrar. — Af oðrum vínýöngum, svo
sem sherry, portvíni, malaga o. fl.,
svo og súrum berjasafa, fluttust inn
1.8to lítrar. Arið áður fluttust að
eins inn 1.500 lítrar, en aftur á móti
var innflutningurinn 1913 7.700
lítrar. — Síðan 1912, er vínbannlög-
in gengu í gildi, hefir innflutningur
á öllum þessum vínföngum, að und-
anskildum óáfengum vínum og
drykkjarföngum, gengið í gegnum
hendur umsjónarmanns áfengiskaupa
og munu þau aðallega vera ætluð til
lyfja, auk þess se ! konsúlum leyfist
að flylja inn, því að mengað áfengi
til iðnaðar eða eldsneytis, er hér
ekki með talið, þar eð vínfangatoll-
ur er ekki greiddur af þvi.
Af öli (óáfengu) hefir fluzt inn
229.886 litrar. Hefir innflutningur
af því altaf verið að aukast siðan
bannlögin gengu í gildi. 1914 var
hann 125 þús. lítrar, 1913 83 þús
lítrar og 1912 75 þús. lítrar. Þó
er hann ekki orðinn nærri eins mik-
ill og venjulegur innflutningur af
allskonar öli (áfengu og óáfengu) var
á undan banninu, því að meðalinn-
flutningur á því á árunum 1906
10 var 352 þús. lítrar.
Innflutningur á qosdrykkjum hefir
verið mjög líkur og að undanförnu
Af límonaði hefir fluzt inn 2.410
litrar eða alveg jafnt og árið á und
an, en af sódavatni hefir innflutn-
ingurinn verið 6.530 lítrar eða ör
litlu minni en árið á undan, er
hann var 6.800 lítrar.
r<-'
HH
CTN
CS
■^T
C<~'
<N «
m £
bi:
rJ
vq
n
c-o
o
Íh o
4 00
o
6
c\
CT'
C\ ^
O
BotnvörpuDgarnir Mars 0» Bragi
fóru á fiskveiðar í gær. Skipiu höfðu
ekki venjulega tölu háseta um borð,
en þó nægilega marga menn til veiða.
Fermingin. Hátt á fimta hundrað
heillaóskaskeyta í tilefni af ferming-
unni voru afgreidd frá landssímastöð-
inni í gær.
Höðd, norskur botnvörpungur, sem
stundað hefir veiðar hór við land i mörg
ár, er n/kominn hingað. Hafði hann
f hyggju að taka hór fiski-skipstjóra
en mun nú hættur við það.
bc
o
00
cö
M
ÖC
00
n
°o
CN
-3*
cs
NO
c3
C 4-» G
<U G ^ «
W-. QJ . ~ ^2
-O £ GO
■0-0«
-O
LE2 LC
n
Tóbak og vindlar.
Innflutningur ?f tóbaki og vindl-
um hefir verið óvenjulega mikill ár-
ið 1915. Af tóbaki fluttust inn 95.-
462 kg., en árið á undan 79 þús.
kg. og 1913 83 þús. kg. Af vindl-
um og vindlingum fluttust inn 18.-
238 kg., en árið á undan 12 þús.
kg. og 1913 10 þús. kg.
Kaffl og sykur.
Innflutningur á kaýfi hefir aukist
mjög mikið árið 1915, svo sem sést
á eftirfarandi yfirliti:
Arið 1913 var innflutningur af
caffi líkur meðalinnflutningi á árun-
um 1906—10, en árið 1912 var
aann töluvert minni, 459 þús. kg.
Af sykri hefir innflutningur einnig
aukist mjög mikið árið 1915, þá
fluttust inn 2.915.694 kg., en ári5 á
undan var innflutningurinn 2.548.000
kg. og 1913 2.509.000 kg.
Te, súkfeulaði og
brjóstsykur.
Af te fluttust inh 3 807 kg árið
1915, og er það töluvett meira en
árið á undan, er inn fluttust aðeins
2800 kg. Aftur á móti var inn-
flutningurinn 1913 3 300 kg.
Af súkkulaði hefir fluzt inn miklu
meira en undanfarin ár, 59747 kg.
en árið á undan ekki nema 45 þús.
kg. og 1913 43 þús. kg. — Af
kakaó hefir aftur á móti innflutning-
urinn verið heldur minni, 17651
kg. en tvö næstu árin áundan(i9i3
og 1914) 20 þús. kg.
Af brjóstsykri og konýekt fluttist inn
1915 12697 kg. og er það töluverí
meira en undanfarið. 1914 fluttist
9300 kg, en 1913 ekkinema 6 800 kg.
Lax- og silungsveiði 1914.
Samkvæmt hlunnindaskýrslum
hreppstjóranna veiddust 12 600 laxar
árið ^914. Er það nokkru minna
heldur en næsta ár á undan, því að
þá veiddust 15700, en það er sú
mesta laxveiði, sem verið hefir. í
samanburði við árin þar á undan
hefir hxveiðin 1914 verið með lang-
mesta móti.
Aftur á móti hefir silungsveiði verið
með minsta móti, 300 þús. silungar,
en árið á undan var veiðin 312 þús.
og vaið það þó tæplega meðalveiði
i samanburði við undanfarin ár. Þar
að auki hefir veiðin verið rýrari 1914
heldur en 1913 vegna þess, að meira
hefir veiðst af murtu í Þingvallavatni
það ár (1914: 70 þús., 1913: 49
þús.).
Fuglatekja 1914.
Fuglatekja var þessi samkvæmt
hlunnindaskýrslunum árið 1914 (árið
á undan sett til samanburðar):