Morgunblaðið - 23.05.1916, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
fyrir skemstu, til þess að komastað
einhverjum samningum um kaup á
kolum til iðnaðar. Er það kunnugt
að Þjóðvðrjar brugðust vel við og
hétu að selja Dönum svo mikil kol,
að þeir yrðu birgir til hausts.
Viðbúnaður Rússa
á Álandseyjum.
Rússar hafa nýlega gert sér vígi
á Alandseyjum, og stendur Svium
af því eigi lítill stuggur. Fyrir
skömmu kom einn þingmaður Svía,
prófessor Steffens, með fyrirspurn til
utanrikisráðherrans viðvíkjandi þessu
máli, og síðan hefir ókyrðin í Sví-
þjóð aukist að mun, og telja sum
blöðin óskorað, að þetta atferli Rússa
sé blátt áfram ógnun við Svía.
»Dagens Nyheter* segja þó, að
Rússar muni aðeins hafa gert vígi á
Alandseyjum sér til varnar, og bendir
til yfirlýsingar sem utanríkisráðherr-
ann gaf í fyrra um það, að Rússar
hefðu lofað því að taka allan her-
búnað burtu af Alandseyjum að
ófriðnum loknum.
— En, segir blaðið, óvinsælni
Rússa hér i landi leiðir sennilega til
þess, að vér glötum hlutleysi voru
og verðum að ganga inn í ófriðinn
með Þýzkalandi.
Sænskur hershöfðingi, er Axel
Rappe heitir, hefir gefið út flugrit,
er hann nefnir »Svíar á ófriðarþrösk-
uldinum*, þar sem hann tekur það
skýrt fram, að með víggirðingum
Alandseyja hafi Rússar búið sig undir
ásælni og varar landa sina við því
að trúa því, þótt stjórnflækjumenn
segi eitthvað annað.
Tyrkir
sækja í sig veðrið.
Tyrkir hafa hafið grimmilega sókn
á hendur Rússum í Litlu-Asíu og
nrðið nokkuð ágengt. Hjá Chorok,
sem er milli Trebizond og Erzerum,
urðu Rússar að hörfa og taka sér
oýjar stöðvar fjórum eða fimm míl-
um nær Erzerum.
Eftir það að Rússar náðu Erzerum
tóku Tyrkir sér ramgerðar stöðvar
hjá bæ þeitn, er Erzingen heitir. Þar
drógu þeir að sér meira lið og vopn
og hafa nú ráðist á Rússa og hrakið
þá í áttina til Erzerum. Var sóknin
ákaflega grimm, eDdi mistu Tyrkir
svo margt manna, að þeir hafa orð-
ið að hæita sókninni um hríð.
Jón forseti
kom inn í gær með fullfermi af
fiski, þrátt fyrir það, þótt hann hefði
óvana menn. Skipstjórinn ber hin-
um nýju hásetum það orð, að þeir
hafi reynst ágætlega. — Ennfremur
kom Ymir inn til Hafnarfjarðar í
gær, fullhlaðinn af fiski.
Póstar:
»Vindy« fer til Akureyrar í dag.
jKristján IX.« fer til Blyth.
DA0BÓRIN.
Afmæli í dag.
Sophia Hjaltested, húsfrú
Jón Hermannsson, skrifstofustj.
Þorv. Þorvarðarson, prentsmiðjustj.
Veðrið í gær:
Mánudaginn 22. maí.
Vm. a. andvari, hiti 8.0
Rv. a. andvari, hiti 9.3
íf. logn, hiti 6.7
Ak. logn, hiti 6.0
Gr. s. kul, hiti 6.0
Sf. logn, hiti 4.5
Þh. F. sa. stinnings gola, hiti 7.8
Sólarupprás kl. 2.53
S ó 1 a r 1 a g — 9.57
Háflóð í dag kl. 9.54 f. b.
og kl. 10.26 e. h.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
(Myndasafnið er í Alþingishúsinu opið
á sama tíma).
Lækning ókeypis kl. 1—2íKirkju-
stræti 12.
Tannlækning ókeypis kl. 2—3 í
Kirkjustræti 12.
Fróðlegan og skemtilegan fyrirlest-
ur hólt Jón prófessor Helgason í fyrra
kvöld um það, hverrnig Austurvöllur
bygðist. Var þar talað um Austur-
völl í rýmri merkingu, en það nafn
hefir nú, því að fyrir einni öld náði
Austurvöllur vestan frá Aðalstræti og
austur að læk, norðan frá Hafnarsræti
og suður að tjörn. Var þetta fram-
hald á fyrirlestri þeim, er prófessoinn
hélt í vetur. Aheyrendur gerðu góð-
an róm að máli hans, enda segist hon-
nm vel og skörulega frá.
Hjónaefni. Ragnhildur Stefánsdóttir,
Bókhlöðustíg 7, og Oddur Jónsson,
Bakkakoti, Kjalarnesi.
Flóra var á Önuudarfirði í gær.
Ætlar þaðan til ísafjarðar og er vænt-
anleg hingað á morgun, eða fimtudag-
inn snemma.
Sr. Jónnmndur Halldórsson hefir
beðið um og fengið lausn frá embætti
sínu á n eftirlauna.
Sr. Sigurður Gunnarsson prófast-
ur í Stykkishólmi hefir fengið lausn
frá embætti sínu með eftirlaunum.
Christian IX., skip Asgeirs Póturs-
sonar á Akureyri, kom hingað í fyrra-
kvöld frá útlöndum, hiaðið olíu. Far-
þegi á skipinu var Geir Zoega verzl-
unarmaður.
Skipið hafði tekið póst í Danmörku,
en Bretar tóku hann allan til rann-
sóknar. Vonandi kemur sá póstur
hingað með Botníu næst.
Botnía fer í dag frá Kaupmanna-
höfn um Lerviek til Vestmanneyja og
Reykjavíkur.
Island fer líklega ekki héðan fyr en
á fimtudag. Fer þá beint til útlanda.
Gullfoss fer vestur á firði annað-
kvöld.
Ingólfur fer til Borgarness í dag.
Mannslát.
Áttunda dag þessa mánaðar and-
aðist í Kaupmannahöfn Johan OIi-
varius, fulltrúi í innanríkisráðuneyt-
inu danska. Maður þessi var sonur
Olivariusar þess, sem um eitt skeið
var sýslumaður I Múlasýslunum og
heima átti á Eskifirði. Atti sýslu-
maðurinn islenzka konu, Þorgerði,
systur Tómasar heitins Hallgríms-
sonar læknis.
Johan Olivarius var dugnaðarmað-
ur mikill og hafði með höndnm
mörg trúnaðarstörf stjórnarinnar. Rit-
störf fékst hann og við töluvert og
hafði gefið út nokkrar bækur lög-
fræðislegs efnis.
......... . g ■■■'■■ * ' 1 - ti ' --
Maður druknar.
í símskeyti, sem hingað barst í
fyrrakvöld frá Súgandafirði, er þess
getið, að Ásgeir Bjarnason frá Reykja-
vik hafi á fimtudagskvöldið fallið út
úr vélbáti þar vestra og druknað.
Hann var maður á bezta aldri og á
hér systkini og aldraða móður,
Rósamundu Guðmundsdóttur á Berg-
staðastræti 22.
Bandamenn
i Grikklandi,
Yfirgangur bandamanna í Grikk-
landi fer dagvaxandi og er engu lík-
ara en að þeir geri oft og tíðum
leik til þess að særa Grikki. Þeir
hafa nú tekið flestar eyjarnar, eða
allar þær, sem þeir sjá sér nokkurn
hag í að taka af Grikkjum; þeir
hafa fært út kvíarnar í Saloniki;
þeir hafa tekið land í Kavalla og
miklu fleiri eru dæmin þessu lík.
Grikkir geta ekkert sagt nema mót-
mælt og það vita bandamenn ofur-
vel.’
Hér skal sagt eitt dæmi um það
hvað bandamenn gera sig heima-
komna þar eystra.
Borg heitir Florina, skamt frá
landamærum Grikklands, austan við
járnbrautina milli Saloniki og Mona-
stir. Þangað kom franskt herlið
skyndilega í öadverðum þessum
mánuði og gerði það fyrst, að slíta
alt símasamband við börgina. Síðan
fór það milli húsa og handíók fjölda
marga griska Múhameðstrúarmenn
og ennfremur austurríkska konsúl-
inn í Monastir, sem var á leið frá
Aþenuborg og heim til sín, í leyfi
Grikkja.
Grísku yfirvöldin í Florina mót''
mæltu þessu athæfi, en hermennirn'
ir kváðu það þýðingarlaust, því að
þeir hefðu skýrar fyrirskipanir ftÁ
hærri stöðum um það, að fara þann-
ig fram ráði sínu. Síðan fóru þeh
með herteknu mennina til Saloniki.
Ræðismaður Austurríkismanna mót-
mælti þessu athæfi við grísku stjórn-
ina og hún hefir aftur borið sig
upp undan þessum yfirgangi við
stjórnir bandamanna. En það varð
eigi til annars en þess að banda-
menn tóku Florina á sitt vald.
•
Ráðuneyfis breyting
í Þýzkalandi.
»Times« segir frá því hinn ij-
þ. mán. að Dr. Delbrúck innanríkis-
ráðhena Þjóðverja sé farinn frá
embætti. Er ástaðan til þess talin sú,
að innanrikisráðuneytinu hafi mis-
hepnast hrapallega að hafa eftirlit með
matvælabirgðum landsins og úthlut-
un matvæla. Varð þetta þeim mun
tilfinnanlegra sem meira fór að sverfa
að um skort á ýmsu.
Kaitöflumálið er þegar fyrir löngu
orðið illræmt þar í landi og kjöt-
málið telur »Kölnische Zeitung*
gott dæmi þess hvernig stjórnir eigi
ekki að starfa. Innanrikisstjórnin
hafði nóg á sinni könnu áður en
henni var falið að hafa eftirlit með
matbirgðum landsins. Og það et
óheppilegt talið að henni skyldi vera:
falið það, því að með því móti gátu
allir haft hana að skotspæni.
Það er eigi kunnugt hver taka
muni við af Delbriick, en þýzku
blöðin vilja helzt að það verði fjár-
málaráðherrann sjálfur, dr. Helf'
ferich, en aftur taki við af honum
aðstoðarverzlunarmálaráðherra Prússa,
sem Göppert heitir.
Þá er og talað um það, að nú'
verði stofnað sérstakt matvælaiáðu-’
neyti, eða að minsta kosti sérstakur
matvælaráðherra, sem eigi sæti í
innamíkisráðuneytinu. Er helzt til
þess starfa nefndur von Batocki'
greifi.
Þjóðverjar ætla nú að gera gang'
skör að þvi, að rannsaka hve mikil
matvæli séu til f landinuý hve
mikillar uppskeru meigi vænta og
hve mikil matvæli þeir muni geta
átt von á að fá frá útlöndum.
Skipatjón bandamanna.
Opinber tilkynning, sem gefin var
út í Berlin um miðjan þenna máu'
uð, segir, að í aprílmánuði hafi þýzktf
og austurríkskir kafbátar sökt 9^
kaupförum fyrir bandamönnum. SatU'
tals báru skip þessi 225 þús. smál-